Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 74. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ráðgátan um Veru Leitin að dóttur Veru Hertzsch í Rússlandi stendur enn 10 Jón Arnar missti naumlega af verðlaunasæti á HM Íþróttir 2 Falinn fjársjóður Klaus Kappel leitar íslenzkra listaverka í Danmörku Listir 16 ÍSLENSK heilbrigðisyfirvöld eru á varðbergi vegna bráðrar lungnabólgu, sem greinst hefur víða í Asíu og í Kanada. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir far- aldurinn áhyggjuefni, þar sem ekki sé vitað um hvaða stofn sjúkdómsins sé að ræða eða hversu hratt hann breiðist út. Hann segir náið fylgst með fréttum af sjúkdómnum og metið hvernig bregðast skuli við ef tilfelli kæmi upp hér. Veikin hefur breiðst hratt út og hafa a.m.k. níu lát- ist. AP-fréttastofan hafði í gærkvöldi eftir David Heymann, smitsjúkdómalækni Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, að hugsanlegt væri að veikin væri afbrigði inflúensu. „Ef þetta er raunveru- lega inflúensa, gæti verið um að ræða nýja veiru, sem gæti orsakað heimsfaraldur,“ sagði R. Bradley Sack, sérfræðingur við Johns Hopkins-háskóla. „Fólk fer strax að hugsa um 1917.“ Það ár hófst inflúensu- faraldur (spænska veikin), sem lagði a.m.k. 20 millj- ónir manna að velli árin 1918–1919. Á vef landlæknisembættisins eru birt tilmæli WHO, sem einkum er beint til ferðamanna og starfs- manna flugfélaga. Einkenni sjúkdómsins eru yfir 38° C hiti, hósti, tíður andardráttur eða andnauð. „Það er mjög mikilvægt núna þegar einnig er að koma venju- leg inflúensa sem hefur einkenni sem líkjast þessu að menn reyni að átta sig á því hvað er hvað. Það er ekki nóg að fólk sé með hita, hósta og andnauð heldur þarf það líka að hafa verið í námunda við einhvern sem hef- ur verið með þennan sjúkdóm eða að koma frá land- svæði þar sem hann er,“ segir Haraldur Briem. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk verði beðið um að vera vakandi fyrir sjúkdómnum. Ferðalög ekki takmörkuð WHO hefur ekki gefið út tilmæli um að fólk tak- marki ferðalög til landa þar sem veikin hefur komið upp, þ.e. Kína, Víetnam, Taívan, Indónesíu, Filipps- eyja, Singapúr og Kanada. „Það er samt rétt að fólk viti af þessu, en við mælumst ekki til þess að fólk hætti að ferðast, eins og mál standa í dag,“ segir Haraldur. Náið fylgst með lungna- bólgufaraldri VÖRUGJALD á eldri en 40 ára gömlum fólks- bílum, fornbílum, hefur verið lækkað í 13% úr 45 og 30% en lagabreyting þessa efnis var samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. „Þetta gerir gæfumuninn því verðið á þessum bílum hefur staðið starfsemi okkar fyrir þrifum,“ segir Örn Sigurðsson, for- maður Fornbílaklúbbs Íslands. Hann segir að verulega muni um lækkunina. Þannig segir hann bíl sem áður hafi kostað um 1,5 milljónir kosta framvegis um 1.140 þús. kr. Örn telur þetta verða til þess að að fornbílaunn- endur taki að flytja inn fleiri áhugaverða bíla. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að tekjutap ríkissjóðs af lækkuninni sé óverulegt og menningarauki að fornbílum. Bæði formaðurinn og fjármálaráðherrann bentu á að fornbílar væru ekki til daglegs brúks heldur sparibílar og sýn- ingargripir og því væri þessi breyting til þess fallin að auka fjölbreytni bílaflotans. Śvona eðalgripum gæti fjölgað á götunum. Sparibílar lækka í verði GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti gaf í gær Sameinuðu þjóð- unum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær styðji stríð á hendur Saddam Hussein Íraksfor- seta undir forystu Bandaríkja- manna. „Við höfum komist að þeirri nið- urstöðu að á morgun sé stund sannleikans runnin upp fyrir um- heiminn,“ sagði Bush að loknum fundi með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, á Azoreyjum í gær. „Á morgun munum við taka ákvörðun um hvort samningaleiðin sé fær,“ sagði Bush ennfremur og bætti því við að Saddam yrði að af- vopnast en sæta ella afvopnun með valdi. Bush var spurður hvort þetta þýddi að í dag, mánudag, væri síð- asta tækifærið fyrir atkvæða- greiðslu í öryggisráði SÞ um álykt- un sem Bandaríkjamenn, Bretar og Spánverjar hafa lagt fyrir, og er talin greiða götuna fyrir herför til Íraks. Bush svaraði: „Ég er að segja það.“ Bush, Blair og Aznar kváðust sammála um að Íraksforseti hefði innsiglað örlög sín með því að hafa að engu afvopnunarskilmála sem honum voru settir með ályktun ör- yggisráðsins númer 1441 í nóvem- ber í fyrra. Hún kvað á um „alvar- legar afleiðingar“ þess að Saddam óhlýðnaðist. „Nú er sú stund runnin upp er við verðum að ákveða hvort við meintum eitthvað með þessu eða hvort við ætlum að draga málið á langinn að eilífu,“ sagði Blair á fréttamannafundi er leiðtogarnir þrír héldu eftir um klukkustund- arlangan fund sinn síðdegis í gær. Þrátt fyrir að þeir hafi ítrekað reynt að tryggja að ályktunin verði samþykkt í öryggisráðinu hafa leiðtogarnir þrír mætt harðri mót- spyrnu að undirlagi Þjóðverja, Rússa og Frakka og hafa tveir þeir síðasttöldu heitið því að beita neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Bush hefur kallað Írak, N-Kór- eu og Íran „öxul hins illa“ og fullyrt að þessi ríki styðji hryðjuverka- starfsemi og séu að þróa kjarna-, efna- og lífefnavopn. Á laugardag- inn lýsti Saddam yfir stríðsviðbún- aði í Írak, og skipti landinu upp í fjögur svæði, líkt og hann gerði fyr- ir Persaflóastríðið 1991. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, var í gær spurður hvort Bush væri farinn að undir- búa ávarp til bandarísku þjóðar- innar. „Það er möguleiki,“ svaraði Fleischer en kvaðst ekki vilja segja neitt um hvenær það ávarp kynni að verða flutt. Dick Cheney varaforseti sagði í sjónvarpsviðtali í gær að það væri ljóst að „á allra næstu dögum“ yrði forsetinn að „taka mjög, mjög erf- iða og mikilvæga ákvörðun“. „Stund sannleikans“ rennur upp í dag Bush segir SÞ verða að ákveða hvort þær styðji herför gegn Írak Reuters Bandaríkjaforseti ávarpar fréttamenn að loknum fundinum með Blair og Aznar á Azoreyjum í gær. Lajes á Azoreyjum. AFP, AP.  Gæti grafið undan/15 MIÐFLOKKURINN sigraði í þingkosningunum er fram fóru í Finnlandi í gær og hlaut 55 þing- sæti af 200, bætti við sig sjö, og jafnað- armenn fengu 53 sæti, bættu við sig tveim, að því er fram kom á frétta- vef finnska blaðsins Hels- ingin Sano- mat í gær- kvöldi. Mest afhroð galt Sameiningarflokkurinn, sem er borgaralegur flokkur, en útlit var fyrir, þegar búið var að telja brýnustu úrlausnarefnin í finnskum stjórnmálum séu hið mikla atvinnuleysi í landinu og kreppa velferðarkerfisins, en Helsingin Sanomat segir kosn- ingarnar hafa snúist að mestu um hver yrði næsti forsætisráð- herra, Jäättenmäki eða Paavo Lipponen, formaður Jafnaðar- mannaflokksins, sem gegnt hef- ur því embætti. Sameiningar- flokkurinn hafi goldið þessa mjög. Pär Stenbäck, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Finnlands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi að nú væri kominn tími til að Miðflokk- urinn og Jafnaðarmannaflokkur- inn fari að ræða saman um myndun stjórnar. Spurningin væri sú, hvort jafnaðarmenn væru tilbúnir til sætta sig við þær breytingar sem gera yrði á stjórnarstefnunni ef gengið yrði til samstarfs við Miðflokkinn. Lipponen, sem hefði fyrir kosningarnar útilokað slíkt samstarf, hefði verið mun varkárari í orðum er úrslitin lágu fyrir í gærkvöldi, og ekki mælt styggðaryrði í garð Miðflokksins. 99% atkvæða, að hann hefði tap- að sex sætum og fengi 40. Allar líkur eru því á að Anneli Jäättenmäki, formanni Mið- flokksins, sem setið hefur í stjórnarandstöðu, verði fyrstri falin stjórnarmyndun. Hún yrði fyrsta konan sem gegnir for- sætisráðherraembætti í Finn- landi, og yrðu þá tvö æðstu emb- ættin þar í höndum kvenna, en Tarja Halonen var kosin forseti landsins 2000. Fréttaskýrendur hafa sagt að Sigur Miðflokks í Finnlandi Samstarf við jafnaðarmenn talið líklegasti kosturinn Jäättenmäki Hársbreidd frá bronsi HANS Blix, yfirmaður vopna- eftirlits Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Írak, kvaðst í gær hafa greint mun á afstöðu Banda- ríkjaforseta annars vegar og forsætisráðherra Bretlands og Spánar hins vegar til Íraksdeil- unnar á fundi leiðtoganna þriggja á Azoreyjum. „George W. Bush forseti virð- ist leggja áherslu á leiðir til að frelsa Írak og tryggja að þar verði ekki lengur nein vopn,“ sagði Blix í viðtali við sænsku sjónvarpsstöðina SVT2. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar, hefðu aftur á móti „lagt meiri áherslu á þá staðreynd að þeir vilja gera úrslitatilraun til að sameina heimsbyggðina og setja Íraks- forseta úrslitakosti“. Blix kveðst sjá mun Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.