Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÍNA Dögg Filippusdóttir leikkona, sem fer með hlutverk Júlíu í uppsetningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í samvinnu við Borgarleik- húsið, varð fyrir því óhappi að detta út af sviðinu á sýningu á laugardagskvöld. Tognaði hún svo illa á hendinni í fallinu að hætta þurfti sýningunni þegar um hálftími var eftir og endaði leikritið því á annan veg þetta skiptið en venjulega. Rómeó og Júlía lifðu bæði af og enduðu kvöldið saman uppi á slysa- varðstofu. „Við héldum í fyrstu að ég væri mölbrotin, en þetta reyndist bara vera svona rosalega slæm tognun,“ segir Nína Dögg sem nú er með höndina í gifsi og fatla. Sýningin er mjög líkamlega krefjandi en leikarar svífa um í ról- um, fara í heljarstökk og gera ýmsar aðrar kúnstir. Það var þó ekki í einu þeirra atriða sem óhappið gerðist. Fleiri hafi slasað sig á sýningunni, enginn jafnalvarlega þó. Að sögn Nínu hafa óhöppin þó ekki átt sér stað í sirk- usatriðunum enda séu öll áhættuatriðin vel æfð. Ömurleg tilfinning að geta ekki haldið áfram að leika Leikritið er leikið á eins og hálfs metra breiðu sviði, og í lausu lofti fyrir ofan sviðið og á pöllum þar fyrir ofan. Nína Dögg datt af sviðinu sem er eftir endilöngu gólfinu. „Það var svona hálftími eftir af sýningunni þegar ég datt fram af. Það hafa margir gert á sýn- ingunni, en ég datt greinilega bara svona illa. Þegar ég var að detta hugsaði ég að þetta væri skemmtilegt, nú gæti ég gert eitthvað nýtt, því alltaf þegar kemur eitthvað upp á í leikhúsinu fyllist maður viðbótarorku. Svo þegar ég ætlaði að rífa mig af stað og halda áfram að leika þá bara öskraði ég. Það var eins og höndin hefði farið úr lið, höndin var alveg laus. Ég greip í hana og þrykkti henni saman, svo öskraði ég því þetta var svo sárt, ég hef aldrei fundið svona sársauka á æv- inni,“ segir Nína Dögg. Hún segir að það hafi verið ömurleg tilfinn- ing að finna að hún gæti ekki haldið áfram að leika. „Þegar ég var komin upp á slysó og að- eins búin að jafna mig fékk ég rosalegt sam- viskubit yfir því að hafa ekki bara haldið áfram, en það var ekki hægt, ég var það illa kvalin.“ Nína segir að í leikhúsinu gildi að halda áfram, hvað sem gerist. „Maður slasar sig oft á sýningum án þess að vita það fyrr en eftir á. Er kannski með marblett á einum stað og tognaður og maður spyr sig: Hvenær ætli þetta hafi gerst? Maður veit það ekki því mað- ur er í innlifun og heldur áfram að leika. En þetta var alvöru,“ segir hún. Í sömu sýningu lék Ingvar E. Sigurðsson, sem fer með hlutverk föður Júlíu, tábrotinn, en hann brotnaði á æfingu vikunni áður. „Svo fer Júlía í handleggnum, þetta er aldeilis dramafjölskyldusaga,“ segir Nína. Leikritið um Rómeó og Júlíu, elskendurna sem ekki mega eigast, er líklega magnaðasti og merkasti ástarharmleikur leiklistarsög- unnar. Hann fór þó á annan veg í Borgarleik- húsinu á laugardag. „Það má segja að leik- ritið hafi endað vel því Rómeó og Júlía enduðu saman uppi á slysavarðstofu. Dóu ekki en enduðu kvöldið bara saman. Ég veit ekki hvað áhorfendum finnst um það en ég vona bara að þeir komi aftur og sjái endinn,“ segir Nína Dögg. Uppselt var á sýninguna á laugardag, alls voru 270 áhorfendur í salnum. „Ég vil biðja þá innilega afsökunar,“ segir leikkonan og þegar blaðamaður segir að áhorfendur hljóti að fyrirgefa þetta segist Nína Dögg vona að svo sé. Verður vonandi laus við fatlann á frumsýningu á fimmtudag Á fimmtudag verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu leikritið Púntila bóndi og Matti vinnu- maður, en í þeirri sýningu fer Nína Dögg með hlutverk dóttur Púntila. „Við erum búin að leggja það svolítið fýsískt, við þurfum bara að endurskoða það. Kannski er dóttirin bara í fatla,“ segir Nína og bætir við að hún vonist til að losna við fatlann fyrir frumsýninguna. „Læknarnir vildu ekkert gefa út á það, ég fer aftur til þeirra á morgun og þá kemur það kannski betur í ljós hver staðan er á stelp- unni. Það verður að koma í ljós í næstu viku með sýningar á Rómeó og Júlíu, maður er hangandi í rólum og ýmislegu þannig að mað- ur þarf að vera búinn að ná fullum styrk í handlegginn. Við bara vonum það besta,“ seg- ir Nína Dögg. Rómeó og Júlía enduðu saman á slysavarðstofunni Morgunblaðið/Golli Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garð- arsson, eiginmaður hennar, í hlutverkum Rómeó og Júlíu. Sýningin er mjög líkamlega krefjandi og vonast Nína því til að hún fái fljótt fullan styrk í handlegginn aftur svo hægt verði að halda sýningum á verkinu áfram. Nína Dögg tognaði illa á sýningu á Rómeó og Júlíu á laugardagskvöld BÚDAPEST, höfuðborg Ungverja- lands, tók böðuð geislum vorsólar á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og fylgdarliði hans í gær, í fyrstu opinberu heimsókn forsetans til landsins. Í fylgd með forsetanum eru heitkona hans, Dorrit Moussa- ieff, Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, embættismenn forsetaskrif- stofu og utanríkisráðuneytis auk forystumanna úr íslensku atvinnu- lífi. Gábor Iklódy, sendiherra Ung- verjalands á Íslandi, með aðsetur í Ósló, tók á móti forsetanum við kom- una til landsins ásamt móttöku- nefnd. Heimsóknin hefst formlega í dag með hátíðlegri athöfn á Szent- György torginu. Í kjölfarið er fundur forseta Íslands og forseta Ungverja- lands, Ferenc Mádl, og fundur ís- lensku sendinefndarinnar með ung- verskum embættismönnum. Þá mun Ólafur Ragnar eiga fund með Péter Medgyessy, forsætisráðherra Ung- verjalands, og sitja hátíðarkvöldverð forseta landsins. Heimsókninni lýkur á þriðjudag en þá heldur forsetinn í opinbera heimsókn til Slóveníu. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Ungverjalands Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir við Sándor Papp, siða- meistara forseta Ungverjalands, og Klára Breuer, utanríkismálaráðgjafa forsetans, við komuna til Búdapest. Ræðir við forseta og for- sætisráðherra landsins Búdapest. Morgunblaðið. FYRSTA skóflustungan að nýrri átján bygginga þyrpingu í Skuggahverfi í miðborg Reykja- víkur var tekin á laugardag. Þor- kell Sigurlaugsson, einn helsti hvatamaður verkefnisins, tók fyrstu skóflustunguna á reitnum sem er við Skúlagötu. Segir í fréttatilkynningu að um stærstu einstöku framkvæmd í miðbæ Reykjavíkur sé að ræða. Hófust framkvæmdir strax að skóflu- stungu lokinni og er ætlunin að fyrstu íbúðunum verði skilað til eigenda í júlí á næsta ári. Helstu kennileiti húsaþyrping- arinnar verða þrjár sextán hæða byggingar við Skúlagötu en alls verða í húsunum 250 íbúðir af ýmsum stærðum. Grunnflötur er samtals um 35.000 fermetrar auk 8.400 fermetra bílageymslna. Er heildarkostnaður vegna bygging- anna áætlaður á sjötta milljarð króna og er gert ráð fyrir að allt að 200 manns hafi atvinnu af framkvæmdunum. Alls munu 7–800 íbúar búa í hverfinu en gert er ráð fyrir að fullbyggt muni hverfið leiða til um 30% fjölgunar íbúa í mið- bænum á svæði sem afmarkast af Aðalstræti, Skólavörðustíg, Frakkastíg og Skúlagötu. Segir í tilkynningu að búið sé að taka frá 30 íbúðir af þeim rúmlega 90 sem byggðar verða í fyrsta áfang- anum. Að byggingunum stendur hlutafélagið 101 Skuggahverfi, sem er í eigu Fasteignafélagsins Stoða og Burðaráss, fjárfesting- arfélags Eimskipafélags Íslands. Hönnuðir eru danska arkitekta- stofan Schmidt, Hammer og Lassen í samstarfi við Horn- steina og VSÓ-ráðgjöf. Framkvæmdir hafnar í Skuggahverfi Allt að 200 manns munu hafa atvinnu af bygg- ingu hverfisins Morgunblaðið/Kristinn Þorkell Sigurlaugsson, helsti hvatamaður byggingar hverfisins, tók fyrstu skóflustunguna. Með honum á myndinni eru frá vinstri Einar I. Halldórs- son, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, Skarphéðinn Steinarsson stjórnarformaður og Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eyktar. FISKIMJÖLSVERKSMIÐJU Síldar- vinnslunnar í Sandgerði verður lokað til að auka hagkvæmni annarra verksmiðja fyr- irtækisins og hefur fjórum starfsmönnum verksmiðjunnar verið sagt upp vegna þessa. Bæjarstjórinn í Sandgerði segir þetta mikið högg fyrir byggðarlagið. „Starfsemin er búin að vera dauð frá því í júlí í fyrra, það hefur ekki komið nein loðna þarna inn og raunar ekki horfur á að það verði,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar. Hann segir að vinnsla beinamjöls hafi verið grunnurinn að rekstri verksmiðjunnar en hún hafi nú nán- ast lagst af. „Það er ljóst að þetta er gam- aldags verksmiðja og við erum með nýja verksmiðju í Helguvík sem er þarna rétt við hliðina. Við höfum sagt í sameiningarferli Síldarvinnslunnar og SR-mjöls að verk- smiðjum ætti eftir að fækka og við ættum eftir að sjá meiri hagkvæmni í rekstri fiski- mjölsverksmiðja. Það er í raun ástæðan fyr- ir þessu öllu,“ segir Björgólfur. Mikið högg fyrir byggðarlagið Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjar- stjóri Sandgerðis, segir þetta mikið högg fyrir byggðarlagið og sérstaklega fyrir rekstur hafnarinnar. Nýlega hafi verið ráð- ist í dýpkun og lengingu hafnargarðsins um 50 metra svo stærri skip úr loðnuflotanum gætu lagst að bryggju í Sandgerði. Nú verði þessi 100 milljóna framkvæmd minna notuð en gert hafi verið ráð fyrir. „Við megum ekki við meiri afföllum er varðar atvinnu- lífið á Suðurnesjum því atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum þessa stundina.“ Björgólfur segir að ákvörðun á borð við þessa sé aldrei auðveld. „Það er ljóst líka að Sandgerði hefur átt undir högg að sækja hvað sjósókn og fisk varðar. Það er alltaf sárt að þurfa að taka svona ákvörðun, það er alveg klárt að það er ekki gert með gleði í huga,“ segir hann. Alls voru fjórir starfsmenn fastráðnir við Síldarvinnsluna í Sandgerði og einn laus- ráðinn. Einum starfsmanni var ekki sagt upp störfum. Mun hann ganga frá niðurrifi verksmiðjunnar. Síldarvinnsl- an hættir starfsemi í Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.