Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heilsársbústaðir frá Norður-Noregi Að láta sig dreyma um sumarbústað er ljúft Að láta drauminn rætast er hjá okkur Bústaðir í háum gæðaflokki. Henta vel við íslenskar aðstæður. Fáið sendan bækling. DOKTOR Jón Ólafsson telur mögu- legt að hægt sé að komast að því hver urðu afdrif hálfíslenskrar dóttur Veru Hertzsch, meðal ann- ars með því að skoða lista frá heil- brigðisráðuneyti Mordóvíu um börn á barnaheimilum. Vera bjó í Moskvu á fjórða ára- tugnum og eignaðist dótturina Erlu Sólveigu með Íslendingnum Benja- mín H. J. Eiríkssyni. Þegar Vera var handtekin og send í fangabúðir árið 1938 er óvíst hvað varð um barnið. Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kazakhstan 1943. Hin nýstofnaða Miðstöð einsögurann- sókna stóð fyrir málþingi um mál Veru á laugardag í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og Lands- bókasafnið, í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að Vera lést. Á Málþinginu talaði Arnór Hannibalsson um hreinsanirnar miklu og fangabúðakerfi Sovétríkj- anna, Gunnar Harðarson rakti tímaröð atburða í máli Veru og Jón Ólafsson sagði frá ferð sinni til Mordóvíu á síðasta ári. „Sendiráðið í Moskvu hefur nú unnið talsvert í málinu,“ sagði Jón. „Ef einhver hefði nokkrar vikur til að vinna í þessu alveg á fullu þá tæki ekki langan tíma að kanna það sem er hægt að kanna. Við höfum, ásamt Jóni Gauta Jóhannesssyni fyrsta ritara sendiráðsins, tekið saman nokkuð tæmandi lista yfir það sem liggur fyrir að kanna til hlítar. Ég held að flestir sem koma nálægt þessu geri sér vonir um að það komi eitthvað í ljós og við erum langt frá því að gefa upp alla von.“ Meðal atriða á listanum er að skoða gögn sem varða rannsókn máls Veru og handtöku hennar, gögn um fangelsun og fangavist hennar, lista yfir börn handtekinna mæðra, gögn um mögulega vistun Erlu Sólveigar í Moskvu eftir hand- töku Veru og lista úr móttöku fyrir börn handtekinna í klaustri í Moskvu. Jón telur þessi atriði með- al annarra verð skoðunar þar sem óvíst er hvort Rauði krossinn í Rússlandi hafi skoðað þau náið. Þegar Jón var í Mordóvíu í fyrra náði hann tali af tveimur konum sem störfuðu sem fangaverðir í fangabúðunum en því miður kom hvorug þeirra Veru fyrir sig, þótt önnur þeirra hafi starfað í deild hennar á þeim tíma sem hún var þar. Laxness hitti Veru í Moskvu Vera fæddist í Þýskalandi en fluttist til Sovétríkjanna árið 1927, giftist um svipað leyti Abram Roz- enblum, og gengu þau bæði í sov- éska kommúnistaflokkinn. Vera skildi síðar við Abram og tókust kynni með henni og Benjamín H. J. Eiríkssyni í Moskvu, árið 1935 en þá var hún 31 árs. Benjamín var 25 ára gamall hagfræðistúdent sem fór til Moskvu til að stunda nám. Vorið 1936 var skólanum lokað. Í desember sama ár fór Benjamín frá Sovétríkjunum. Þá var Vera komin sex mánuði á leið með barn þeirra. Í ágúst 1936 hafði fyrrverandi eig- inmaður Veru verið handtekinn m.a. fyrir meinta aðild að hryðju- verkahópi trotskýista. Vera missti fyrir vikið flokksskírteini sitt í kommúnistaflokknum og vinnu sína tímabundið, en hún starfaði á þýsku dagblaði í Moskvu. Benjamín sá dóttur sína aldrei Erla Sólveig, barn þeirra Veru og Benjamíns, fæddist svo í mars árið 1937. Stuttu síðar var Abram, fyrrverandi maður Veru, leiddur fyrir herdómstól hæstaréttar og síðan skotinn fyrir meint landráð. Um haustið var gerð húsleit hjá Veru vegna tengsla hennar við Abram og var hún aftur sett í far- bann. Aðeins barnið kom í veg fyrir að hún væri handtekin. Hinn 9. september 1937 var Vera síðan dæmd í 8 ára fangelsi fyrir að hafa verið gift ættjarðarsvikara. Það skipti engu að þau voru skilin að skiptum. Í desember sama ár sendi Vera Benjamín að því talið er síð- asta bréfið frá Moskvu sem líklega hefur innihaldið fæðingarvottorð dóttur þeirra. Hún þakkaði í bréf- inu fyrir pakka sem er líklega sá sem Halldór Laxness getur um í riti sínu, Skáldatíma. Halldór Laxness segir þar að hann hafi hitt Veru í janúar 1938 eftir að hann kom frá rithöf- undaþingi í Tblisi. Segist hann hafa farið í heimsókn til Veru í lok mars og að hún hafi verið handtekin að honum viðstöddum. Samkvæmt frá- sögn Laxness mundi barnið sent á munaðarleysingjahæli. Ljóst er að tæpum mánuði síðar kom Vera til fangabúða í Temnikov í Mordovíu. Samkvæmt einni heimild fylgdi barnið henni þangað. Óljóst er hvað varð um barnið. Vera sat í þrennum fangabúðum þar til hún lést 1943. Benjamín reyndi lengi að hafa uppá Veru og dóttur sinni. Vera hlaut uppreisn æru árið 1989. Árið 1998 barst bréf frá rússneska sendi- ráðinu þar sem staðfest var að Vera hafði verið dæmd í 8 ára fangavist. Það var svo ekki fyrr en árið 2000 að bréf barst frá rússneska Rauða krossinum sem sagði Veru hafa látist í vinnubúðum í Kazak- hstan hinn 14. mars 1943. Benjamín lést stuttu eftir að þær fregnir bár- ust. Um tíma var haldið að tekist hefði að hafa upp á Erlu Sólveigu, en fljótlega var ljóst að um ranga manneskju var að ræða. Árið 2002 var málið rætt á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Pút- íns Rússlandsforseta í Moskvu. Í kjölfarið könnuðu Jón Ólafsson og Jón Gauti Jóhannesson skjalasöfn í Moskvu og Saransk og töluðu við starfsfólk úr Temnikovbúðunum. Vill fá botn í málið „Manni finnst alveg nauðsynlegt að verið sé að skoða málið enn í dag,“ sagði Guðbjörg, dóttir Benja- míns. „Maður vill fá botn í málið þó að maður geri sér grein fyrir því að að sumu leyti er betra að vita ekki neitt – þetta er þvílíkur hryllingur að því meira sem maður veit, því verra verður það. Ég er ekkert mjög bjartsýn og geri mér engar vonir um hamingjuríkan endi á málunum þar sem hálfsystir mín finnst og allt leikur í lyndi hjá henni. Það er ekki útilokað, en það er ekki það sem maður býst við,“ sagði Guðbjörg. Jón Ólafsson leitar leiða til að komast að því hver urðu afdrif dóttur Veru Hertzsch Ræddi við fangaverði úr búðum Veru Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Harðarson tekur til máls á málþingi um Veru Hertzsch. Til hliðar við hann má sjá Láru Magnúsdóttur, Arnór Hannibalsson og Jón Ólafsson. FUNDAHERFERÐ Sjálfstæðis- kvenna, Stefnumót við þig, var hleypt af stokkunum á Ísafirði, Vestmanna- eyjum og Stykkishólmi í gær, en alls munu Sjálfstæðiskonur standa fyrir fjórtán fundum víðs vegar um landið næstu daga. Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar, var meðal þátttakenda á fundinum á Ísafirði. Segir hún að alls hafi upp undir þrjá- tíu manns setið fundinn af báðum kynjum. Á fundinum hafi verið farið yfir feril Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjórn síðustu tólf ár og vakin athygli á því sem vel hefur farið. „Með fund- unum viljum við vekja athygli á því að konur séu í forystusveit um allt land, að í Sjálfstæðisflokknum starfi breið- ur hópur kvenna bæði á vettvangi landsmálanna og í sveitarstjórnum,“ segir Birna. Framsögumenn á fund- inum voru auk Birnu, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfells- bæjar, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra og Katrín Fjeld- sted alþingismaður. Í dag bjóða Sjálfstæðiskonur til stefnumóts í Valhöll í Reykjavík og Flughóteli Reykjanesbæ, hefjast fundirnir klukkan 20. Vilja vekja athygli á að Sjálfstæð- iskonur séu í forystu um allt land Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Hátt í 30 manns sóttu fund Sjálfstæðiskvenna á Ísafirði í gær. Hér má sjá frá vinstri Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Ragnheiði Hákonardóttur, Sólveigu Pétursdóttur, Katrínu Fjeldsted alþingismann og Birnu Lárusdóttur. „Ég sakna þess að Hæstiréttur skyldi ekki líta á rök um vernd mannlegrar virðingar í stað þess að velta einkum fyrir sér hagsmunum eigenda dansstaðanna af því að nota konurnar til dansins. Mikilvægasti þátturinn hlýtur að vera þátttaka kvennanna í nektardansinum, hvort sem er fyrir lokuðum dyrum eða ekki. Mikilvægt hefði verið að Hæstiréttur tæki afstöðu til þess hvort mannleg virðing nýtur vernd- RAGNAR Aðalsteinsson, hæstarétt- arlögmaður, gerði nýgenginn dóm Hæstaréttar Íslands í einkadansmáli að umfjöllunar- efni í hádegisfyr- irlestri sl. föstu- dag um mannlega göfgi. Virtist hon- um sem opinber nektardans sé al- mennt löghelgað- ur með dómnum, þ.e. að konur dansi naktar til að hafa áhrif á fýsnir manna en ekki í neins konar listrænum tilgangi eða öðrum rétt- lætanlegum tilgangi. Hann undrað- ist rök sem Hæstiréttur notaði fyrir þeirri niðurstöðu að staðfesta bann við svokölluðum einkadansi, sem lutu að vandkvæðum eftirlitsaðila við að fylgjast með því sem fram færi. ar að íslenskum rétti og þá hversu víðtækrar verndar,“ sagði Ragnar. „Þarna misstum við af tækifæri til að skilgreina fyrir sjálfum okkur í hverju vernd mannlegrar virðingar felst, en ég tel reyndar ekki vafa á að við túlkun íslensks réttar beri að taka tillit til alþjóðlegra ákvæða um þessa vernd.“ Ragnar segir að ákvæði um mann- lega virðingu hafi verið sett í stjórn- arskrá Þjóðverja árið 1949 þegar hörmungar nasistatímans voru þeim efst í huga. Þar segir að mannleg virðing sé óskerðanleg og það sé handhöfum ríkisvaldsins skylt að virða og vernda. Ákvæði um mann- lega virðingu hafi verið tekin upp í yngri stjórnarskrám eins og Suður- Afríku og Póllands en ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í íslensku stjórnarskránni. Erindi Ragnars var hluti af fyr- irlestraröð, sem Samtökin ’78 standa að ásamt fleirum, um samkynhneigð í menningu samtímans. Í umræðum eftir erindið komu m.a. fram vangaveltur um hvort ekki ætti að leggja meiri áherslu á ein- staklingsfrelsið en mannlega virð- ingu í stjórnskipan landa. Misjafnt væri hvernig mannleg virðing væri túlkuð og dæmi um að samkyn- hneigð væri talið andstæð mannlegri virðingu sem bæri að útrýma. Ekki litið á rök um vernd mann- legrar virðingar Ragnar Aðalsteinsson undrast rök Hæstaréttar vegna banns við einkadansi Ragnar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.