Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V IÐ SK IPTAÞJÓNUSTA U T A N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Borgarplast í Austurvegi „Ég má til með að þakka fyrir þá þjónustu sem við fengum hjá VUR í Moskvu í tengslum við útflutningsverkefnið okkar. Viðskiptafulltrúinn við sendiráðið reyndist okkur frábærlega, eldsnögg og nákvæm. Undirbúningur og framkvæmd var til fyrirmyndar og skýrslur mjög góðar. Það kom mér líka þægilega á óvart að finna hve sendiherranum í Moskvu er umhugað um að verslun milli þjóðanna gangi sem best. Hann telur það greinilega hlutverk utanríkisþjónustunnar að bæta viðskiptaumhverfið og ryðja hindrunum úr vegi, svo auka megi viðskipti milli þjóðanna. Við eigum eftir að eiga frekari viðskipi við VUR í framtíðinni, það er víst.“ Jón Guðmundsson, fjármálastjóri Borgarplasts E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 1 -0 3                       !    "" !  #          $ % "&' '          (  )   ! * +,)--.+/)--   0  ' )" # # ! 123* ' ( 4 '           ! EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á Iðnþingi Samtaka iðn- aðarins sem haldið var föstudaginn 14. mars: „Komið er að ögurstund í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Að baki er ár stöðnunar eftir langt hagvaxt- arskeið. Framundan eru mestu verklegar framkvæmdir Íslands- sögunnar. Í senn er vaxandi at- vinnuleysi en um leið miklar vænt- ingar um þensluskeið. Undanfarin missiri hafa einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi. Þessi umskipti auka mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndum. Hins vegar lofar ekki góðu, varð- andi framtíðina í þessum efnum, að á sama tíma og opinberir aðilar boða stóraukin framlög til fram- kvæmda og flýta öðrum sem mest má verða, heldur Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi með háum vöxtum. Það vantar greinilega samstillingu í efnahagsstjórnina. Samstillt átak stjórnvalda, Seðla- banka og atvinnulífs þarf til þess að þjóðin komist klakklaust í gegnum þá umbrotatíma sem framundan eru. Ella er hætt við að framleiðsl- unni verði rutt úr landi með sama hætti og gerist í Noregi, þar sem háir vextir og hátt gengi norsku krónunnar eru að rústa norskan iðnað um þessar mundir. Ekki má einblína á verðbólgumarkmið og beita vaxta- og gengisstefnu sem kyrkir atvinnulífið. Þetta verkefni ætti að vera efst á listanum yfir umræðuefni fyrir komandi Alþing- iskosningar.“ Formaður Samtaka iðnaðarins er Vilmundur Jósefsson, en hann var endurkjörinn á Iðnþinginu. Fjórir nýir komu inn í stjórn SI; Hörður Arnason hjá Marel hf., Eiður Har- aldsson hjá Háfelli ehf., Guðlaugur Adólfsson hjá Fagtak ehf. og Sig- urður Bragi Guðmundsson hjá Plastprent hf. Fyrir í stjórn sátu Baldur Guðnason hjá Sjöfn hf., Halla Bogadóttir hjá Halla Boga gullsmíði og Hreinn Jakobsson hjá Skýrr hf. Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins Vaxtastefnan kyrkir atvinnulífið FIMMTÁN manns sóttu námskeið á Flúðum í gerð viðskiptaáætlana fyrir nokkru. Námskeiðið var haldið í tengslum við samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, Ný- sköpun 2003, en skilafrestur í keppninni er til 31. maí næstkom- andi. G. Ágúst Pétursson, verkefn- isstjóri Nýsköpunar 2003, segir að ekki hafi verið fyrirhugað að vera með námskeið á Flúðum en Ágúst Kr. Einarsson, sveitarstjóri, hafi haft samband við sig og sýnt þessu mikinn áhuga og bent á að svæðið væri mjög sterkt atvinnu- svæði, mörg fyritæki og gróska í atvinnulífinu. „Við fórum yfir málin og það var ákveðið að gera tilraun,“ segir Ágúst. „Ég hef lengi haft áhuga á að ná til landbúnaðarhéraða og dreifbýlisins. Það var ákveðið að auglýsa til námskeiðs og hér mættu 15 manns. Það er greini- lega áhugavert fyrir okkur sem stöndum að þessari keppni að halda áfram að ná betur út í dreifðari byggðir.“ Ágúst segir að eitt kúabú, svo dæmi sé tekið, sé tuga milljóna króna fjárfesting. Þar sé um að ræða rekstur sem beiti sömu að- ferðum og í hverju öðru fyrirtæki. Möguleikarnir á þessu landsvæði séu geysilega miklir, t.d. í ferða- þjónustu og landbúnaði. Það sé fyrst og fremst áhugavert að fá sem flesta sem eru í þeim að- stæðum til að skrifa viðskiptaáætl- un um sínar hugmynd. Margir séu með hugmyndir sem þeir hafi ekki hrint í framkvæmd. Vonandi eigi námskeið af þessu tagi eftir að teygja sig sem víðast út um landið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson G. Ágúst Pétursson og nokkrir þeirra sem tóku þátt í nýsköpunarnámskeiðinu á Flúðum. Áhugi fyrir nýsköpun á Flúðum                        ! !   " #     ! $ # % & # " '  $ '  ( )*!+ !*) ( !  ,(  !     ) !*!+ !*)       !" #   HAGNAÐUR Plastprents var 79,2 milljónir króna í fyrra samanborið við 76 milljóna króna tap árið 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) lækkaði um 19,2 milljónir króna frá fyrra ári og var 126 milljónir króna árið 2002 en nam 145,2 milljónum króna á fyrra ári. Hagnaður af reglulegri starf- semi á árinu nam 79,2 milljónum króna samanborið við 84,9 milljóna króna tapi á fyrra ári. Félagið verð- leiðréttir reikningsskil sín. Ef reikn- ingsskilin hefðu ekki verið verðleið- rétt hefði hagnaður ársins orðið 11,5 milljónum króna lægri og eigið fé 14,0 milljónum króna lægra. Heildareignir Plastprents í árslok 2002 voru 1.201 milljón króna og hafa þær lækkað um 88,6 milljónir króna frá fyrri áramótum. Skuldir lækkuðu hins vegar um 169,1 milljón króna frá fyrri áramótum, og námu þær 989,8 milljónum króna í árslok 2002. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær aðalfundur félagsins verður haldinn en stjórn Plastprents leggur til að ekki verður greiddur út arður. Tapi snúið í hagnað hjá Plastprenti FYRIRTÆKIÐ Cod Culture Norway, fyrsti og stærsti framleið- andi þorskseiða í heiminum, hefur nú verið lýst gjaldþrota. Félagið var stofnað fyrir tveimur árum og á stærsti hluthafi þess, Nutreco, um 56% í félaginu. Fyrirtækið rataði í erfiðleika vegna aukinnar framleiðslu á þorskseiðum í Noregi á meðan eld- isstöðvum fjölgaði minna en búist var við. Á síðasta ári stóð félagið frammi fyrir aukinni fjármagnsþörf. Frá þessu er greint í morgun- punktum Kaupþings og jafnframt vitnað í vefrit Intrafish. Þar segir að Nutreco hafi lagt til að eigendur myndu leggja til fjármagn í takt við eignarhlut sinn en margir stærstu hluthafanna hafi hafnað þeirri tillögu. Ljóst er að hagsmunir Nutreco eru nokkrir og tilraun félagsins til að kaupa út suma aðra hluthafa Cod Culture Norway fyrir gjaldþrotið, kom því ekki á óvart. Þeir höfnuðu hins vegar tilboðinu. Jafnvel er búist við að Nutreco muni leitast við að kaupa þrotabúið til að tryggja sér framboð fyrir sínar eldisstöðvar. „Segja má að þorskeldi sé enn á byrj- unarstigi. Framleiðslugetan í Noregi er í dag um 50-60 milljónir seiða. Ekki er komin veruleg reynsla á framleiðsluna. Áhugi manna á upp- byggingu þeirrar greinar hefur hins vegar verið mikill enda fátt annað sem menn sjá í spilunum til að tryggja framboð á Atlantshafsþorski í framtíðinni þar sem veiði fer sífellt minnkandi,“ segir í morgunpunktun- um. Seiðaeldi gjaldþrota ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.