Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 13 Skráningarlýsing Framtaks fjárfestingarbanka hf. Hlutafé Framtaks fjárfestingarbanka hf., sem áður var Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., var aukið um 1.100.000.000 kr. að nafnverði á árinu 2002. Kauphöll Íslands hf. skráði þá aukningu þann 7. október 2002 í samræmi við lög og reglur Kauphallarinnar. Hlutaféð var ekki boðið í almennri sölu. Heildarhlutafé Framtaks fjárfestingarbanka hf. er nú 2.440.705.574 kr. að nafnverði og er það allt skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Á hluthafafundi Framtaks fjárfestingarbanka hf. þann 7. október 2002 var samþykkt að auka hlutafé um 1.100.000.000 kr. að nafnverði. Hluthafar féllu frá forgangsrétti til aukningarinnar, sem eingöngu skyldi nota til að mæta samruna Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. og Þróunarfélags Íslands hf. Hið nýja hlutafé var allt greitt í hlutabréfum til hlutahafa Þróunarfélags Íslands hf. og var skiptigengi 1 kr. hlutafjár í Eignarhalds- félaginu fyrir hverja 1 kr. hlutafjár í Þróunarfélaginu. Nafni félagsins var breytt á aðalfundi 24. febrúar 2003 og er nú Framtak fjárfestingarbanki hf. Skráningarlýsing vegna hlutafjáraukningar Framtaks fjárfestingarbanka hf. liggur frammi hjá félaginu og Verðbréfastofunni hf. sem er umsjónaraðili skráningarinnar. Einnig má nálgast skráningalýsinguna á heimasíðum félaganna www.fbank.is og www.vbs.is. Perlan við Dóná Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Buda- pest þann 27. mars í beinu flugi til þessarar heillandi borgar sem er að verða einn vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Budapest á frábærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Budapest allan tímann. Helgarferð til Budapest 27. mars frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Mercure Duna, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 19.950 Flugsæti til Budapest, út 27. mars, heim 31. mars. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Síðustu 28 sætin Glæsileg hótel í hjarta Budapest Mercure Metropol Mercure Duna Munið Mastercard ferðaávísunina Spennandi kynnisferðir Kynnisferð um Búdapest Farþegar sóttir á hótel og ekið um þessa mögnuðu borg. Hetjutorgið, óperuhúsið, Stefánskirkja og þing- húsið. Margrétarbrú, Buda hæðirnar, Mattheusarkirkjan, Gellert hæð og Citadellan. Hálfur dagur. Leiðsögn með íslenskum fararstjórum Heims- ferða. Verð kr. 1.900 á mann Sigling á Dóná með kvöldverði Innifalið í verði: Sigling, matur, hálf flaska af víni, skemmtiatriði. Verð kr. 4.900. Szentendre Undurfagur bær við Dóná um klukku- stundarakstur frá Budapest. Í dag er bærinn einna líkastur lifandi safni. Fjöldi listamanna hefur sest þar að. Húsin eru áberandi litrík og verslanir, vinnustofur og söfn setja svip sinn á bæinn. Haldið til baka síðdegis með rútu. Um 6 klst. ferð. Verð kr. 2.400. „HAGFRÆÐINGAR hafa í gegnum tíðina verið of samdauna stjórnmál- um,“ voru orð Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings í pallborðsumræðum á málþingi sem Hagfræðistofnun og Sagnfræðistofnun héldu í tilefni út- gáfu bókarinnar Frá kreppu til við- reisnar. Bókin, sem kom út fyrir síð- ustu jól, hefur að geyma sjö ritgerðir hag- og sagnfræðinga um tímabilið 1930–1960 þegar gjaldeyris- og inn- flutningshöft voru við lýði hér á landi. Jónas H. Haralz ritstýrði bókinni en Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð- ingur voru frummælendur á mál- þinginu. Stjórn málþingsins var í höndum Sigurðar Snævarr. Danir fegnir að losna við okkur Í erindi sínu kallaði Ásgeir tímann frá 1930 til 1960 „myrkt tímabil“ í hagsögu Íslands. Hann kastaði því fram að miðað við þær hagstjórnar- aðferðir sem voru við lýði væri líklegt að Danir hefðu verið fegnir að losna við okkur Íslendinga af sínu framfæri árið 1944. Ásgeir nefndi að þróun þjóðhagfræðikenninga hefði verið stutt á veg komin á þessum tíma og því hafi ekki verið kenningarlegur grunnur til að takast á við kreppuna. Hann sagði Landsbanka Íslands ekki hafa verið í stakk búinn til að takast á við hlutverk seðlabanka 1927. Bókin bendi á það hversu óeðlilegur fjár- magnsmarkaður hér á landi hafi ver- ið, útlán hafi aukist mikið í kringum stríðið og gjaldeyrisvarasjóðir tæmd- ust. Landsbankinn hafi ekki haft bol- magn til að takast á við gjaldeyris- þurrðina og því hafi bankinn í raun neyðst til að biðja stjórnvöld um að setja á höft. Rík þjóð sem skammtaði matinn Íslendingar gengu mun lengra í haftastefnu en flestar aðrar þjóðir og Ásgeir sagðist telja það hafa nokkuð að gera með þjóðareinkenni Íslend- inga, þrjóskuna. Hann segir ljóst að Íslendingar hefðu getað snúið fyrr frá haftastefnunni en raun bar vitni en það sé athyglisvert að sjá hversu lengi haldið var í hana, án sjáanlegrar ástæðu. „Við erum orðin ein ríkasta þjóðin í Evrópu eftir stríðið en skömmtum samt matinn. Við kom- umst í samband við helstu markaðs- þjóð heims, Bandaríkin, en höftin jukust bara meira.“ Ásgeir sagði bókina vera gott yf- irlit yfir tímabilið en spurningunni um af hverju höftin voru tekin upp þó enn ósvarað. Lærdóminn sem draga megi af bókinni og þessu tímabili í hagsögu Íslendinga telur Ásgeir vera að Ís- lendingar skuli varast að hugsa um sig sem eyland. Mikilvægt sé að við útilokum okkur ekki frá öðrum þjóð- um og ef ákveðið verður að taka upp fastgengisstefnu þá verði það að vera byggt á samvinnu við önnur lönd. „Við verðum að sjá okkar efnahags- mál í samhengi við aðrar þjóðir.“ Þá sagðist Ásgeir telja mikilvægt að virk umræða fari fram um hagfræði og viðskipti en að hún sé óháð stjórn- völdum. Helgi Skúli Kjartansson sagðist telja bókina mikilvægt framlag til ís- lenskrar hagsögu. Hann benti á að at- hyglisvert væri hversu breiður hópur fræðimanna leggur til ritgerðir í bók- ina. Þrír þeirra; Jónas H. Haralz, Jó- hannes Nordal og Bjarni Bragi Jóns- son væru í raun hluti af söguefninu og heimildamenn um hagstjórn á Íslandi á umræddu tímabili. Hinir fjórir fræðimennirnir sem eiga ritgerðir í bókinni eru Guðmundur Jónsson, Magnús Sveinn Helgason, Valur Ingimundarson og Þórunn Klemens- dóttir. Í sínu erindi sagði Helgi að þessir þrír áratugir skeri sig úr hagsögunni fyrir þær sakir að þá hefði hagkerfinu í raun verið stjórnað „út frá brjóstviti og með handafli“, eins og hann orðaði það. Þegar kreppan skall á hafi fyrst þurft að beita hagstjórn að einhverju marki og þá hefði það verið gert með því að beita sértækum aðgerðum fremur en almennum efnahagsað- gerðum eins og síðar varð. Í umræðum að framsöguerindum loknum var ljóst að fundarmenn voru sammála um að það skyldi vera keppikefli í hagstjórn Íslands að láta söguna ekki endurtaka sig. Hagfræðingar samdauna stjórnmálum Þorvaldur Gylfason sagðist telja slæmt ef hagfræðingar töluðu máli stjórnvalda. „Hagfræðingar hafa í gegnum tíðina verið of samdauna stjórnmálum. Þetta hefur bitnað á hagstjórn og kjörum almennings í landinu,“ sagði Þorvaldur og beindi þeirri spurningu til Jónasar H. Har- alz hvort hagfræðingar sem komu að hagstjórn á tímum hafta hefðu ekki verið undir miklum áhrifum stjórn- valda. „Við höfðum ekki nokkra ein- ustu trú á stjórnmálamönnum á þess- um tíma,“ sagði Jónas og uppskar hlátur viðstaddra. Hann sagði stjórn- málamenn ekki hafa reynt að hafa áhrif á viðhorf eða kenningar hag- fræðinga á þessum tíma. Hagfræð- ingarnir hafi þó ekki haft nein völd og það hafi skilið á milli þeirra og þeirra sem héldu um stjórnartaumana. Hagkerfi á ekki að stjórna með handafli Sérfræðingar um hagfræði og sagnfræði ræddu íslenska hag- stjórn á tímabilinu 1930–1960 á mál- þingi sem Eyrún Magnúsdóttir sat á laugardag. Morgunblaðið/Kristinn „Við höfðum ekki nokkra einustu trú á stjórnmálamönnum,“ sagði Jónas H. Haralz um haftaárin á málþingi í Odda á laugardag. Arnór Sighvatsson, Jónas H. Haralz, Sigurður Snævarr, Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Jónsson tóku þátt í fjörugum pallborðsumræðum. eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.