Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAGT var til í gær að Zoran Zivko- vic, traustur bandamaður Zorans Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sem ráðinn var af dögum í síðustu viku, tæki við embætti forsætisráð- herra, að því er haft var eftir emb- ættismönnum. Zivkovic hét því að halda áfram umbótastefnu Djindjic í Serbíu, og ítrekaði að „pólitískur stöðugleiki sé nauðsynlegur“ í land- inu. „Við verðum að nýta þetta tæki- færi fyrir Serbíu, ekki fyrir okkur sjálfa eða okkar flokk,“ sagði Zivko- vic, sem er 42 ára. „Við lítum á Serb- íu sem leiðandi afl á Balkanskaga, framtíðaraðildarríki í Evrópusam- bandinu, ríki með sterkar, lýðræð- islegar stofnanir.“ Hét Zivkovic enn- fremur að halda áfram samstarfi Serbíu við stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna. Serbneska þingið þarf að sam- þykkja skipan nýs forsætisráðherra, og er þess vænst að atkvæðagreiðsla um Zivkovic geti farið fram í vik- unni. Fréttaskýrendur segja að þótt hann njóti almennra vinsælda og stuðnings umbótasinna muni Zivko- vic þurfa hjálp frá fjölda sérfræð- inga, taki hann við forsætisráð- herraembættinu. Hann mun einnig taka við formannshlutverkinu í Demókrataflokknum, sem hefur for- ystuna í samsteypustjórninni, uns flokksþing verður haldið á næsta ári. Átján flokkar eiga aðild að stjórn- inni, og hafa verið deilur meðal þeirra undanfarið. Enginn flokk- anna, fyrir utan Demókrataflokkinn, nýtur mikils fylgis. Orðhvass og viljasterkur Zivkovic er sagður orðhvass stjórnmálamaður, viljasterkur og staðráðinn í að auka samvinnu við Vesturlönd. Haft hefur verið eftir honum að „stjórnmálamaður verði að vera svartur eða hvítur, alls ekki grár, fólk treystir ekki þannig manni“. Hann gekk í Demókrataflokkinn 1990, og eftir að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti, var hrakinn frá völdum í október 2000 varð Zivkovic varaformaður flokksins. Hann er hagfræðingur að mennt og nýtur gífurlegra vinsælda í heimabæ sín- um, Nis, sem er þriðji stærsti bær- inn í Serbíu. Hann hafði engan áhuga á því að sýna meðreiðarsvein- um Milosevic linkind. „Þeir eru hreinræktuð illmenni, og þeir sýna sífellt fram á það, dag eftir dag. Þess vegna hika ég ekki við að láta til skarar skríða. Það er það eina sem vit er í.“ Ganga enn lausir Serbneska lögreglan segist hafa handtekið 187 manns í tengslum við rannsókn morðsins, þ. á m. einn af 23 meintum leiðtogum samtakanna sem talin eru hafa staðið að morð- inu. En þeir tveir menn, sem helst eru grunaðir, ganga enn lausir. Ann- ar þeirra er fyrrverandi yfirmaður sérsveita lögreglunnar í stjórnartíð Slobodans Milosevic. Djindjic var borinn til grafar á laugardaginn og gengu hundruð þúsunda syrgjenda þögul um götur Belgrad. Margir lögðu blóm og kveiktu á kertum við gröf hans. Dagblaðið Danas sagði í fyrirsögn á sérútgáfu sinni í gær: „Vertu sæll, serbneski Kennedy.“ Zivkovic líklegur eftirmaður Djindjic Heitir því að halda umbóta- stefnunni áfram Belgrad. AFP. AP Zoran Zivkovic við mynd af Zoran Djindjic á fundi miðstjórnar Demókrataflokksins í gær. SAGAN um vatnakarfann talandi hefur farið eins og eldur í sinu meðal hasídagyðinga um allan heim, og nýverið rataði hún á síð- ur The New York Times. Sumir kalla þetta kraftaverk, aðrir segja þetta skemmtisögu sem Isaac Bashevis Singer hefði getað verið hreykinn af. Sagan á upptök sín, að því er blaðið segir, í litlum bæ um 50 km norðvestur af Manhatt- an, þar sem búa um sjö þúsund meðlimir Skver-safnaðar hasída- gyðinga. Það voru tveir fisksalar sem heyrðu, að því er sagan segir, fisk- inn mæla af munni fram heims- endaspá, og hann talaði hebresku. Zalmen Rosen, 57 ára hasídi sem á ellefu börn, og Luis Nivelo, þrí- tugur innflytjandi frá Ekvador, ætluðu að slátra fiskinum og selja hann, um klukkan hálffimm síð- degis, 28. janúar sl., þegar hið meinta kraftaverk átti sér stað. Nivelo, sem er ekki gyðingur, tók fiskinn lifandi upp úr kassa og ætlaði að rota hann. Þá fór fisk- urinn að tala. Nivelo skilur ekki hebresku, en honum var mjög brugðið, engu að síður. Hann leit í kringum sig til að ganga úr skugga um að enginn væri að mæla fyrir munn fisksins, og svo sótti hann í ofboði Rosen sem var frammi í búðinni að tala í símann. „Fiskurinn talar!“ æpti Nivelo og reif Rosen úr símanum. „Ég hrópaði: Þetta er djöfullinn! Djöf- ullinn er hérna! En Zalmen sagði að ég væri brjálaður,“ hefur The New York Times eftir Nivelo. Rosen segist svo frá, að þegar hann nálgaðist fiskinn hafi fiskur- inn byrjað að gefa fyrirskipanir og aðvaranir á hebresku. „Hann sagði: Tzaruch Shemirah og Has- of Bah, sem þýðir eiginlega að all- ir verði að standa reikningsskil gerða sinna vegna þess að enda- lokin séu nærri,“ sagði Rosen. Síðan skipaði fiskurinn Rosen að leggjast á bæn og lesa helgirit gyðinga og kynnti sig sem sál has- ídagyðings úr bænum sem lést í fyrra. Maðurinn hafði oft keypt vatnakarfa af Rosen. Rosen varð hræddur og reyndi að slátra fisk- inum með sveðju, en fiskurinn spriklaði svo mikið að Rosen end- aði með því að höggva fingur af sjálfum sér. Fiskurinn hvarf aftur ofan í kassann, en Nivelo náði að slátra honum og seldi hann. Hvort sem sagan er sönn eður ei er hún í samræmi við þá trú sumra hasídasöfnuða að fólk geti endurholdgast í líki fiska. En það eru ekki allir sem trúa þessu. „Hlustiði nú á mig. Aðeins börn taka þetta trúanlegt,“ sagði C. Meyer, rabbíni í bænum. „Þetta er eins og saga um fljúgandi furðuhluti. Mér er alveg sama þótt allir séu að tala um þetta.“ Og Rosen er búinn að fá alveg nóg af sögunni um fiskinn talandi. „Æi hættum nú að tala um þennan fisk,“ sagði hann þegar The New York Times hafði fyrst samband við hann. „Ég vildi að ég hefði aldrei minnst á þetta. Það hringir fjöldi manns í mig á hverjum degi. Frá Ísrael, London, Miami, Brooklyn. Allir vilja heyra um tal- andi fiskinn.“ „Fiskurinn talar!“ NÝLEGA barst inn á skrifstofu kirkjugarðs í Massachusetts sím- reikningur og var hann stílaður á mann, David Towles, sem þar var grafinn fyrir fimm árum. Yfirmaður garðsins, Wayne Bloomquist, segist hafa orðið mjög hissa er hann sá reikninginn og það með þessu heimilisfangi. Var reikningurinn upp á 12 sent og þar af 10 fyrir símtal, sem dagsett var í febrúar sl., fimm ár- um eftir dauða Towles. Þegar haft var samband við símafyr- irtækið, sagði sá, sem varð fyrir svörum, að hann væri til í að geyma reikninginn og láta hann ekki fara lengra að sinni. „Annars er hætta á, að lánstraust herra Towles skaðist,“ sagði hann. Rukkað út yfir gröf og dauða Auburn. AP. JÓHANNES Páll páfi sagði í gær, er hann flutti blessunarorð á Péturs- torginu í Róm, að enn væri tími til að finna friðsamlega lausn á Íraksdeil- unni. Sagði hann írösk stjórnvöld skyldug til að sýna alþjóðasamfélag- inu samstarfsvilja til að koma í veg fyrir stríð. Páfi sagði ennfremur, að þar sem hann hefði upplifað heims- styrjöldina síðari þætti honum sér bera skylda til að segja við umheim- inn: Aldrei aftur stríð. Reuters Enn tími til samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.