Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 15 RÁÐIST Bandaríkjamenn á Írak gæti það gert að engu áratugastarf að auknu öryggi í heiminum og fest í sessi kenningu Bandaríkjamanna um fyrirbyggjandi stríð. Stríð í Írak gæti einnig haft alvarleg áhrif á þá spennu og átök, sem víða kraumar undir í heiminum. Í Íraksdeilunni er ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta að draga í efa þá meginreglu, sem varð til á síðustu öld, að ekkert ríki megi ráðast á annað nema það standi frammi fyrir yfirvofandi árás. Hryðjuverkin vestra, sem sýndu, að Bandaríkjamenn væru ekki einu sinni öruggir innan sinna eigin landamæra, urðu hins vegar til þess, að Bush-stjórnin tók öryggismálin til allsherjarendurskoðunar. „Ef við bíðum eftir því, að ógnin verði að veruleika, þá höfum við beð- ið of lengi,“ sagði Bush þegar hann ræddi þessi mál í West Point-her- skólanum á síðasta ári. „Við verðum að færa átökin til óvinarins, koma í veg fyrir fyrirætlanir hans og kveða niður hættuna áður en hún birtist.“ Ofurvald Bandaríkjanna Þessi hugsun, sem getur haft áhrif á alþjóðavettvangi löngu eftir að Bush lætur af embætti, hefur kynt undir ágreiningi meðal stór- veldanna og er ein ástæðan fyrir þeim átökum, sem átt hafa sér stað í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Segja má, að Íraksdeilan sé nú að- eins tilefni til mikillar umræðu um ofurvald Bandaríkjanna, en margir telja, að það muni fyrst og fremst móta tímana framundan. John Gershman, sérfræðingur í utanríkismálum við Focus-stofn- unina, segir, að kenningin um fyr- irbyggjandi stríð sé „eins og blaut tuska framan í viðurkenndar reglur um alþjóðleg samskipti“. „Með þessu er verið að opna fyrir allar flóðgáttir. Nú geta aðrir sagt sem svo, fyrst þetta er gott fyrir Bandaríkin, þá getur það líka verið gott fyrir okkur.“ Það voru raunar Bandaríkjamenn sjálfir, sem áttu meginþátt í að móta fyrrnefndar samskiptareglur með stofnun Sameinuðu þjóðanna eftir síðari heimsstyrjöld. Í stofnskrá þeirra er kveðið á um rétt ríkja til sjálfsvarnar en öryggisráðinu falið að fjalla um fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Segja sjálfsvarnarréttinn ekki eiga við nú Þeir, sem gagnrýna stefnu Bandaríkjanna í Íraksmálum, segja, að sjálfsvarnarrétturinn eigi ekki við nú þótt Bush tali gjarnan um, að Saddam Hussein Íraksforseti gæti dag einn komið gjöreyðingarvopn- um í hendurnar á hryðjuverkja- mönnum. Bandaríkjastjórn svarar því á móti og segir, að eftir hryðju- verkin 11. september dugi ekki lengur gamlar skilgreiningar. „Hvað eigum við að gera? Sitja með hendur í skauti og bíða eftir annarri árás á borð við árásina á World Trade Center? Bíða eftir þeim hörmungum, sem efna- eða líf- efnavopnaárás gæti valdið?“ sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra í viðtali á síðasta ári. Æ háðari hervaldi Dianne Feinstein, öldungadeild- arþingmaður demókrata í Kaliforn- íu, sagði í síðasta mánuði, að hún ótt- aðist, að þessi stefna myndi verða til að einangra Bandaríkin og gera þau æ háðari hervaldi í því skyni að vernda hagsmuni sína og þegna sinna erlendis. Aðrir óttast áhrifin á átök milli ríkja víða um heim. „Ef fyrirbyggjandi stríð verður talið eðlilegt koma til dæmis upp í hugann átök Indverja og Pakistana og ástandið á Kóreuskaga. Það hlýt- ur að valda áhyggjum,“ sagði Gersh- man. Bandaríkjastjórn virðist hins veg- ar staðráðin í að halda sínu striki og setja öryggi Bandaríkjanna ofar áhrifunum á alþjóðlegar stofnanir. „Mitt hlutverk er að verja Banda- ríkin og það er einmitt það, sem ég ætla að gera,“ sagði Bush í síðustu viku. Gæti grafið undan öryggissáttmálum Ótti við afleið- ingar kenning- arinnar um „fyrirbyggj- andi stríð“ AP Bandarísk Harrier-orrustuþota kemur inn til lendingar á herskipinu Bonhomme Richard úti fyrir strönd Kúveit í gær. Washington. AFP. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í gær að hann væri reiðubúinn til að samþykkja að Írökum yrði gefinn mánað- arfrestur til að afvopnast, að því tilskildu að yfirmenn vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna (SÞ) væru hlynntir því. Chirac sagði, nokkrum klukku- stundum áður en Bandaríkjafor- seti og forsætisráðherrar Bret- lands og Spánar hittust á fundi á Azoreyjum, að eftirlitsmennirnir myndu greina öryggisráði SÞ frá því í næstu viku að þeir teldu að mögulegt væri að afvopna Íraka á friðsamlegan hátt. Chirac sagði, í viðtali sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CNN, að hann væri tilbúinn til að sam- þykkja hvern þann frest sem eft- irlitsmennirnir legðu til að veittur yrði. Frakkar, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, hafa sagst myndu beita þar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að samþykkt yrði ályktun er heimilaði innrás í Írak, undir forystu Bandaríkjamanna, til að afvopna Íraka og hrekja Saddam Hussein forseta frá völd- um. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fyrir helgi að hót- un Frakka um beitingu neitunar- valds hefði aukið líkur á að ráðist yrði á Írak. „Því miður virðast Frakkar hafa ákveðið að fylgja ekki eftir ályktun SÞ númer 1441 [sem kveður á um að Írakar skuli eyða gereyðingarvopnum sínum en sæta ella harkalegum afleið- ingum]. Það dregur úr líkunum á að friðsamleg lausn náist.“ Chirac vill gefa mánaðarfrest París, London. AP, AFP. Chirac

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.