Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 17 SKIPA ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dag- setningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2003, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2003 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2003 á staðgreiðslu, trygg- ingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úr- vinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumæl- um, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnað- argjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipu- lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og of- greiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek- ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán- ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. mars 2003. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum NÚ standa yfir í Hafnarfjarðarleik- húsinu æfingar á nýju barnaleikriti, Gaggalagú, eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Leikritið fjallar um Nonna, níu ára strák sem lendir í þeim hremmingum að dvelja sum- arlangt í sveit. Fyrir strák sem veit ekkert skemmtilegra en að leika sér í fótbolta allan daginn með vinum sínum er sveitin ógeðsleg. Vond lykt, kúaskítur úti um allt, salt- fiskur alla daga, nema sunnudaga þá er saltkjöt, stanslaus rigning og stelpa sem er alltaf að reyna að kyssa mann. Leikritið segir sögu Nonna litla og samskipta hans við bæði heimilisfólkið og dýrin á bæn- um sem eru hvert öðru kynlegra. Þetta er annað sinn sem Ólafur Haukur vinnur fyrir Hafnarfjarð- arleikhúsið, fyrst skrifaði hann leik- ritið Vitleysingana. Leikstóri sýningarinnar er Erling Jóhannesson, búninga og leikmynd gerir Þórunn María Jónsdóttir og leikararnir í sýningunni eru þrír: Halla Margrét Jóhannsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Vala Þórsdóttir. Frumsýning verður um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Jim Smart Frá samlestri á leikritinu Gaggalagú í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Erling Jóhannesson, Halla Margrét Jóhann- esdóttir, höfundurinn Ólafur Haukur Símonarson, Jón Páll Eyjólfsson og Vala Þórsdóttir. Nýtt leikrit í Hafnarfjarðarleikhúsinu LEIKHÚSKÓRINN á Akureyri er dálítið óvenjulegur kór, sem sækir sér efnivið einkum í kórlög úr söng- leikjum, óperettum og óperum. Kór- inn er ekki fjölmennur en raddirnar vel þjálfaðar og geta margir kórlimir leyft sér að bresta í nett sóló og ráðið við það og jafnvel meira. Tónleikarn- ir hófust á lokakór úr Töfraflautunni sem heyrist ekki oft á tónleikum en er hin áheyrilegasta tónsmíð eins og margt annað eftir meistara Mozart og tókst flutningurinn bærilega. Því næst kom Kór brúðkaupsgesta úr Luciu di Lammermoor þar sem Ari var í einsöngshlutverkinu sem og í söng Barinkays úr Sígaunabarónin- um. Ari er efni í mikinn tenór, hann hefur mikla og breiða rödd sem að- eins þarf að slípa dálítið til. Elvý G. Hreinsdóttir mezzósópran söng sóló í Skálsöng úr Helenu fögru (eins og hún gerði í fyrra þegar kórinn flutti þessa óperettu Offenbachs í heild) og því fræga Habanera úr Carmen og fór vel með. Elvý hefur snotra rödd og á framtíðina fyrir sér en hún mætti vera dálítið öruggari, einkum á lægstu tónunum. Hildur Tryggva- dóttir hefur stórfallega rödd og mætti heyrast mun oftar á tónleik- um. Hún syngur líka af næmi og passar sig á að syngja veikt þegar það á við en sumum söngvurum hættir til að syngja alltaf mezzoforte til forte. Hildur fór sérlega vel með Summertime úr Porgy og Bess og sóló hennar úr Gloríu, úr Messu Bernsteins, var hrífandi. Messan, „leikhúsverk fyrir söngvara, leikara og dansara“, er mjög skemmtileg tónsmíð en hún var afar umdeild þegar hún var fyrst flutt upp úr 1970. Hrynmynstur eru gjarna óvenjuleg, hröð og synkóperuð, og þegar kórinn flutti Gospel sermon úr Messunni reyndi töluvert á hrynvísi flytjenda. Michael Jón fór með barí- tónhlutverkið og söng af mikilli prýði og greinilegt að löng reynsla hans sem tónlistarmanns nýttist honum vel. Hann syngur af innlifun og hlýju og honum tókst líka vel upp í It ain’t necessarily so úr Porgy og Bess. Eins og fyrr var minnst á sungu nokkrir kórfélagar styttri sóló og komust flestir vel frá sínu, t.d. hæfði laglega krakkaleg rödd Heiðrúnar Snæbjörnsdóttur vel sólói hennar í Matchmaker úr Fiðlaranum á þak- inu eftir Boch. Einnig átti Jóhann G. Möller ágæta takta í lokalaginu, sem reyndar er ekki merkileg lagasmíð. Kórsöngurinn var í aðalatriðum hreinn og frambærilegur en reyndar vantaði stundum sterkari bassatón í hljóminn, sem hefði komið betur út með tveimur góðum kórbössum til viðbótar. Hljómburðurinn í Sam- komhúsinu er ekki ákjósanlegur og stundum var eins kórinn tæki of mik- ið á vegna þess að hið lifandi end- urkast í hljóðrýminu, sem er nauð- synlegt fyrir afslappaðan flutning, lét á sér standa. Einnig hefði verið æskilegra að sólistarnir hefðu allir kunnað hlutverk sín það vel að þeir hefðu ekki þurft að veifa nótnaheft- um um leið og þeir voru leika og syngja. En hvað um það, tónleikarn- ir voru mjög skemmtilegir og þeir eru kærkomið krydd í músíkflóru bæjarins. Styrkur kórsins felst ekki síst í þeim möguleikum sem fjöl- breytilegar sólóraddir veita og það er gaman að þeim leikrænu töktum sem koma fram í atriðunum. Undir- leikarinn Aladár Rácz skilaði sínu frábærlega og kynningar Steinþórs Þráinssonar við upphaf hvers lags komu vel út. Megi Leikhúskórinn dafna á komandi árum og halda áfram að gleðja eyru tónleikagesta í framtíðinni. Söngperlur leikhússins TÓNLIST Samkomuhúsið á Akureyri Leikhúskórinn á Akureyri. Auk félaga úr kórnum sungu einsöng þau Ari Jóhann Sigurðsson tenór, Hildur Tryggvadóttir sópran og Michael Jón Clarke barítón en Aladár Rácz sá um píanóundirleik. Roar Kvam, sem hefur stýrt músíkuppákomum í áratugi á Akureyri, var við stjórnvölinn. Fimmtudagskvöldið 13. mars. KÓRLÖG Ívar Aðalsteinsson HOMER Avila er listdansari að mennt og starfar sem slíkur. Hann er þó frábrugðinn starfsbræðrum sínum að því leyti að hann er ein- fættur. Hægri fótur hans var fjar- lægður vegna sjaldgæfrar tegund- ar krabbameins fyrir tveimur árum. Avila lét þó ekki deigan síga og meðfylgjandi mynd var tekin af honum á æfingu í Frankfurt í Þýskalandi nýverið, þar sem hann var að búa sig undir sýningu. „Þrátt fyrir aðgerðina efaðist ég aldrei um að ég ætti eftir að dansa á ný,“ segir Avila sem búsettur er í New York. Einfættur dansari Reuters Fyrirtæki • stofnanir • heimili Hreinsum rimla-, viðar-, strimla- og plíseruð gluggatjöld Einnig sólarfilmur Eru rimlagardínurnar óhreinar? sími 897 3634 dgunnarsson@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.