Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á 15.15 tónleikunum í Borgarleik- húsinu á laugardaginn fengum við að verða vitni að frumflutningi þriggja nýrra íslenskra tónverka og frum- flutningi á Íslandi á því fjórða. Tvö verkanna voru eftir Ríkharð H. Friðriksson. Það fyrra Flæði fyr- ir rafgítar var flutt af tónskáldinu sjálfu. Hér flæða hægt slegnir tónar og hljómar hljóðfærisins í gegnum hljóðgervla sem breyta þeim og lengja þannig að hinar hægu laglínur hlaðast hver ofan á aðra, hverfa síð- an hægt og deyja út. Eða eins og segir í kynningu efnisskrárinnar: „Vefurinn er stundum gisinn en stundum svo þéttur að línurnar missa sjálfstæði sitt og verða að hreyfanlegum hljóðmössum. Verkið er hógvært (spuna)verk sem lætur vel í eyrum.“ Síðara verkið Umhverfi I var flutt í hléinu. Hljóðin eru sett á gagnvirk- an hátt í tölvu og síðan leikin. Áheyr- endur hafa möguleika á að hafa áhrif á hljóðin og laga þau að sínum smekk með vali á tölvuskjánum. Tölvan var ásamt hátölurum sett upp í anddyri hússins og blandaðist tónlistin þann- ig umhverfishljóði kaffistofunnar meðan á hléinu stóð. Bæði verkin eru samin á þessu ári. Verkið Are We? fyrir tvo tromp- eta, tvær básúnur, tvo slagverksleik- ara og tölvuhljóð samdi Þorsteinn Hauksson árið 1980 samkvæmt pöntun frá Pompidou-listamiðstöð- inni í París og var verkið frumflutt þar af Ensemble InterContempor- ian í febrúar 1981. Verkið sem heyrðist nú í fyrsta sinn á Íslandi hefur áður verið flutt í Stanford, Stokkhólmi og Tókýó. Tölvutónlistin og hinn lifandi tónn hljóðfæranna féll einstaklega vel saman, enda lá á sínum tíma að baki mikil vinna í tölvurannsóknum á byggingu yfir- tóna og nýjum rannsóknum í hljóð- eðlisfræði. Hin tvíhverfa (symmetr- iska) uppsetning hljóðfæranna átti einnig mikinn þátt í hinum glæsilega og áhrifaríka flutningi verksins. Drunur básúnanna minntu oft á kraftmikinn hljóm hinna stóru frægu bronsaldarlúðra sem fundust á 19. öld í Danmörku eftir að hafa legið sundurteknir í gröf sinni í yfir tvö þúsund ár. Hljóðfæraleikarar voru Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson á trompet, Sigurður Þor- bergsson og David Bobroff á básún- ur og Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson á slagverk. Hljóðstjórn annaðist Ríkharður H. Friðriksson og ljósastjórn Kalle Ropponen. Snorri Sigfús Birgisson hélt um stjórnvölinn af miklu öryggi. Síðasta verkið á efnisskránni var Caputkonsert nr. 2 í fjórum þáttum eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þessi slagverkskonsert er saminn árið 2002 fyrir slagverksleikarana Egg- ert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout sem allir eru meðlimir slagverkshópsins Bendu, píanó og 11 manna kammerhóp. Aðr- ir hljóðfæraleikarar voru Zbigniew Dubik og Hildigunnur Halldórsdótt- ir á fiðlu, Herdís Jónsdóttir á víólu, Sigurður Halldórsson á selló, Há- varður Tryggvason á kontrabassa, Kolbeinn Bjarnason á flautu, Eydís Franzdóttir á óbó, Rúnar Óskarsson á klarinett, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir á fagott, Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Sigurður Þorbergsson á básúnu. Höfundurinn lék á píanó í 4. þætti og stjórnaði flutningnum af miklu öryggi. 1. þáttur nefnist Forspil. Einleik- ararnir léku einir og sér á afrískar handtrommur. 2. þáttur nefnist Hugleiðsla og sá 3. Víkivaki og er hann byggður á þjóðlaginu Þorkels- dætra kvæði og er þessi þáttur verksins mjög glæsilegur. 4. þáttur nefnist Eftirspil og er fyrir píanó og slagverk. 1. og 4. þáttur verksins eru hluti annars verks sem frumflutt var af Bendu sl. haust og eru all frá- brugðnir milliþáttunum. Snorri nýtir slagverkshljóðfærin mjög vel enda er jú verkið samið fyrir þessa þrjá frábæru slagverksleikara sem sýndu svo sannarlega á þessum tónleikum hvers þeir eru megnugir. Morgunblaðið/Golli Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Snorri Sigfús Birgisson og Eiríkur Örn Pálsson. Erum við? TÓNLIST Borgarleikhúsið Caput-hópurinn og, slagverkshópurinn Benda. Verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Þorstein Hauksson og Snorra Sigfús Birgisson. Laugardagurinn 15. mars 2003. HLJÓÐFÆRALEIKUR OG TÖLVUTÓNLIST Jón Ólafur Sigurðsson BÓK þessi er gefin út til að styrkja góð málefni. Tuttugu og fimm ein- staklingar leggja fram mislanga frá- söguþætti. Sumir segja þónokkuð mikið, aðrir minna. Það er lífsins saga. Flestir segja frá tilteknum at- burði eða atburðarás í lífi sínu, og horfa þá gjarnan til æskuára. Staf- rófsröðinni samkvæmt er Arngrímur Hermannsson fyrstur. Hann minnist Heklugoss 1991. Þá kemur Ágústa Johnson. Hún segir meðgöngusögu frá því er hún gekk með og fæddi tví- bura. Heilmikil líffræði! Ásthildur Ólafsdóttir rifjar upp vist sína hjá ömmu í sveitinni. Ásthildur Skjald- ardóttir gerir svitalífinu viðlíka skil í sínum þætti. En hún kveðst hafa náð í »bláendann á gamla tímanum«. Björn G. Eiríksson leiðir lesandann með sér inn í ævintýraheim Austur- landa. Björn Bjarndal Jónsson hverf- ur aftur til bernskuára í stórum bræðrahóp austur í Biskupstungum. Dögg Pálsdóttir minnist þriggja heiðurskvenna. Gísli Helgason lætur hugann reika aftur til Vestmanna- eyjagossins þegar rödd hans barst daglega út á öldum ljósvakans og hann stappaði stálinu í vegvillta Eyjamenn. Grétar Þorsteinsson nefnir þátt sinn Náð landi. Grétar kveðst »lengst af hafa verið á kafi í alls konar félagsmálavafstri í íþrótt- um, bindindishreyfingunni og í verkalýðsmálum«. Ekki er hann að segja þarna frá björgun úr sjávar- háska svo sem ætla mætti af fyrir- sögninni heldur frá annars konar að- steðjandi vanda. Frásögn hans minnir á að hættan gerir sjaldnast boð á undan sér. En í dæmi því, sem hann segir frá, sannast ennfremur að áraun hver styrkir ef maður kemst heill frá hildarleiknum. Guðmundur S. Steingrímsson telur upp minnis- stæðar hljómleikaferðir. Þar sem þátturinn er stuttur verður frásögn Guðmundar lítið meira en upptaln- ing. Guðný Guðmundsdóttir hverfur til Ameríku á seinni hluta sjötta ára- tugarins. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir lýsir afa sínum eins og hann kemur henni fyrir sjónir í barnsminni. Gunnar Stefánsson hverfur aftur til æskuára og segir frá kynnum sínum af aldurhnignum nágranna sem barst ekki á og lét lítið fyrir sér fara en stendur eigi að síður ljóslifandi í end- urminningunni. Þátturinn ber yfir- skriftina Gamli maðurinn á kvistin- um. Einföld en afar klár mannlýsing. Hildur Jónsdóttir segir frá útreiðum með sundurleitum hópi ferðafélaga. Höskuldur Þráinsson nefnir þátt sinn Þróunarhjáp Óskars á Laugum. Kristinn Gestsson segir frá björgun úr sjávarháska. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir minnist foreldra sinna sem lét- ust með skömmu millibili á liðnum áratug. Ólafía Hrönn áréttar að miss- ir foreldra marki ávallt þáttaskil í lífi manns, hvort sem fráfall þeirra beri að seint eða snemma. Þegar faðir og móðir eru bæði horfin blasir við sú blákalda staðreynd að »maðurinn er einn, bara mismunandi mikið einn«. Ólafía Hrönn hefur ennfremur fengið að reyna hve fólk er fljótt að gleyma manni eftir að hann er horfinn úr hópnum: »Maður er ekki til ef maður er ekki sjáanlegur.« Vafalaust dag- sönn, en hreint ekki gleðileg heim- speki! Óli H. Þórðarson ekur vítt og breitt eftir vegakorti minningalands- ins. En þátt sinn nefnir hann Furðu- legir draumar. Ekki er hann einn um að dreyma fyrir daglátum. Hálærðir menn fullyrða að sönnu að slíkt geti ekki gerst. Óli H. veit betur. Ólína Þorvarðardóttir segir smásögu úr samkvæmislífinu. Hvöss og nöpur ádeilusaga! Ómar Smári Ármanns- son birtir samtal sitt við starfsbróð- ur, Svein Björnsson rannsóknarlög- reglumann, þar sem hann rifjar upp minnisverð atvik frá starfi sínu og réttir ræfilslegu dómsvaldi þessa sneið: »Þeir fá að safna innbrotum og fá enga dóma.« Sigríður Snævarr rótar í minningakistunni og nemur að lokum staðar við mannúðarmál. Þátt- ur hennar væri læsilegri ef hún hefði sleppt óþörfum inngangi með þarf- lausum útúrdúrum. Svavar Gestsson segir í þætti sínum frá dvöl vestur á Fellsströnd þar sem hann kynntist daglega lífinu og fornfálegum bú- skaparháttum fyrir margt löngu. Þáttinn nefnir hann: Sýlt, biti framan og miðhlutað í stúf. Svavar er sem mest má verða laus við sveitaróman- tík. Þvert á móti má kenna frásögu hans við svæsna and-rómantík, ef leyfilegt er að snúa þannig út úr orð- inu. Sæmundur Pálsson lýsir kynn- um sínum af Bobby Fisher sem fræg urðu kringum skákmótið hér 1972. Senjóra Vatleró heitir þáttur eftir Tómas Einarsson. Allt mun það vel meint. En frásögnin er einum of til- gerðarleg að mati undirritaðs. Heið- urssæti bókarinnar skipar svo Þór- unn H. Sveinbjörnsdóttir með þættinum Afar og ömmur eru svo mikilvæg. Þórunn náði í bláendann á gamla tímanum líkt og Ásthildur. En þáttur Þórunnar er samt miklu meira en frásögnin einber sem er þó bæði fróðleg og áhugaverð. Auk þess að segja frá daglega lífinu í sveitinni minnir hún á hve mikilvægan þátt af- inn og amman gátu átt í uppeldi barns og þar með mótun þess til frambúðar. Ljóst er að útgefandinn hefur gefið þessu ágæta sögufólki frjálsar hend- ur. Sögumenn koma hver úr sinni átt- inni. Og hver og einn kemur með sína reynslu og sín hugðarefni. Allt er fólk þetta miðaldra eða eldra. Allt er það að segja frá liðinni tíð, og þá allra helst frá bernsku og æskuárum. Frá- sagnir þess minna á hve mjög þjóðfé- lagið hefur breyst frá miðri síðustu öld. Vinnubrögð, samgöngur, mat- aræði – að ógleymdum mannlegum samskiptum – allt hefur það turnast og velkst í ölduróti áranna. Fólk þetta er ekki upp til hópa frægðar- persónur. Flest er þó meira eða minna þekkt frá fjölmiðlaumræð- unni. Viðkvæm einkamál eru lítið inni í myndinni. Nema hvað Grétar Þor- steinsson leiðir lesandann út undir vegg og trúir honum fyrir því sem innst í sefa býr. Og stendur sterkari eftir! BÆKUR Frásöguþættir Umsjón: Karl Helgason. 207 bls. Útg. Stoð og styrkur. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Reykjavík, 2002. Á LÍFSINS LEIÐ. V. Fjölskylduheimspeki Erlendur Jónsson SÝNING á málverkum og vatns- litamyndum úr vinnustofu Louisu Matthíasdóttur í Hafnarborg var vel sótt um helgina, að sögn að- standenda. Sýningin var opnuð síð- astliðinn föstudag. Matthías Johannessen rithöf- undur flutti ávarp og Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, opnaði sýninguna. Að sýningunni standa Temma Bell, dóttir Louisu, eiginmaður hennar Ingimundur Kjarval og fjöl- skylda, en verkin eru öll úr vinnu- stofu listakonunnar í New York og Reykjavík. Ekkert verkanna hefur verið sýnt áður opinberlega. Sýningin stendur til 14. apríl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matthías Johannessen flutti ávarp við opnun sýningarinnar. Sýning á verkum Louisu vel sótt SPARISJÓÐURINN og Leik- félag Reykjavíkur hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að helstu viðskiptavinir Spari- sjóðsins um land allt njóta sér- kjara á leiksýningar í Borgarleik- húsinu fram til vors 2003. Til viðbótar styður Sparisjóðurinn við starfsemina á Nýja sviði leikhúss- ins, nánar tiltekið leikverkið Vetr- arævintýri eftir Shakespeare í leikstjórn Benedikts Erlings- sonar, sem frumsýnt verður í apríl nk. Stuðningur Sparisjóðsins nemur samtals um 3 milljónum króna. Guðjón Pedersen leikhússtjóri sagði við undirritun samningsins að frumkvæði Sparisjóðsins væri til fyrirmyndar og að LR væri þakklátt Sparisjóðnum fyrir stuðning í verki. Þetta væri ekki síst viðurkenning á þeim listræna árangri sem náðst hefði í starfsemi leikhússins undanfarin misseri. Gísli Jafetsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs sparisjóð- anna, sagði að Sparisjóðurinn hefði markað sér þá stefnu að vera í fararbroddi sem stuðningsaðili menningar og lista. Sparisjóður- inn hefði metið það sem svo að verkefnaval Borgarleikhússins væri fjölbreytt og athyglisvert. Sparisjóðurinn vildi því gera við- skiptavinum sínum kleift að sjá eitthvað af þeim viðburðum sem væru í boði. Enda væri það stefna Sparisjóðsins að mynda sterk tengsl við viðskiptavini sína. Samningur sem þessi væri ein leið til að ná því markmiði. Sparisjóður- inn styrkir LR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.