Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 19

Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 19 Kringlunni 8-12, s. 533 4533 Laugavegi 23, s. 511 4533 Smáralind, s. 554 3690 3 KYNNINGAR Á morgun þri. 18. mars HYGEA Kringlunni Mið. 19. mars HYGEA Laugavegi Fim. 20. mars HYGEA Smáralind Allar milli kl. 12 og 17 C ENERGY CELLULAR SERUM C-VÍTAMÍN ORKUSPRENGJAN FRÁ Húð þín fyllist ORKU og geislar sem aldrei fyrr 10% kynningar- afsláttur og fallegur kaupauki. VERTU VELKOMIN ÞANNIG hljóðaði millifyrirsögn í grein, sem Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður skrifaði í Morgun- blaðið 23. nóvember 1996. Vinirnir sem alþingismaðurinn er að vitna til eru greinarhöfundur og Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, en á þessum tíma vann undirritaður m.a. fyrir hann, sem ráðgjafi vegna breytinga á félagslega íbúðakerfinu. Greinin var skrifuð í aðdraganda þess að félagslega íbúðakerfið var lagt niður og í stað þess tekin upp félagsleg íbúðalán. Fróðlegt er að skoða hvernig til hefur tekist á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því að nýja kerfið var tekið upp og bera þau saman við næstu fjögur ár þar á undan, þegar félagslega íbúðakerfið var við lýði. Borið er saman fjöldi lána og lánsupphæðir, annars vegar vegna nýrra félagslegra eignaíbúða og hins vegar vegna fjölda veittra við- bótarlána. Eins og taflan sýnir hefur fjöldi félagslegra lána vegna kaupa á nýj- um félagslegum íbúðum fjórfaldast á því tímabili sem hér um ræðir. Fjögur síðustu árin sem eldra kerf- ið var í gangi voru nýjar félagslegar eignaríbúðir 1.864, þar af voru 79% á höfuðborgarsvæðinu. Til saman- burðar var íbúafjöldinn þar um 61% af íbúafjölda landsins 1. desember 1998. Á fyrstu fjórum árum nýja kerf- isins voru veitt samtals 7.547 við- bótarlán, þar af 66% vegna íbúða- kaupa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem íbúafjöldinn var 62% af íbúa- fjöldanum 1. desember 2002. Það sem vekur athygli er fjölgun lána vegna nýrra „félagslegra íbúða“ og sú mikla aukning sem á sér stað á landsbyggðinni. Á ár- unum 1995 til 1998 voru keyptar eða byggðar 392 félagslegar íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins en á tímabilinu 1999 til 2002 voru veitt 2.545 viðbótarlán vegna kaupa á íbúðum á almennum markaði, sem er þá til viðbótar við íbúðarkaup með félagslegri aðstoð. Aukningin er 6,5 föld. Í eldra kerfinu voru félagslegar íbúðir á landsbyggðinni svo dýrar að efnaminna fólk réð ekki við að kaupa þær. Verðið á þeim var í engu samræmi við það sem var á markaðnum. Nú er þessu öðruvísi farið. Sem dæmi um Dalabyggð voru engar fé- lagslegar íbúðir seldar á tímabilinu 1995 til 1998. En eftir að íbúða- lánakerfi núverandi ríkisstjórnar tók við hafa verið veitt 10 viðbótar- lán. Hjá Íbúðalánasjóði fengust ekki nákvæmar upplýsingar um fjölda félagslegra endursöluíbúða á tíma- bilinu 1995 til 1998. Eftir því sem næst verður komist var heildar- fjöldi endursöluíbúða á tímabilinu samtals 3.362 íbúðir. Samkvæmt þessu voru seldar samtals 5.226 fé- lagslegar eignaríbúðir á tímabilinu 1995 til 1998, þ.e. nýjar og end- urseldar félagslegar eignaríbúðir. Þegar endurseldu íbúðirnar eru taldar með er aukningin úr samtals 5.226 félagslegum eignaríbúðum í 7.547 íbúðir með viðbótarlánum, eða aukning sem nemur 44,4%. Samhliða fjölgun lána hefur láns- fjármagnið aukist vegna kaupa á nýjum íbúðum með félagslegri að- stoð. Heildarlánsfjárhæð vegna kaupa á nýjum félagslegum íbúðum á tímabilinu 1995 til 1998 var 11 milljarðar kr. á verðlagi hvers árs. Á tímabilinu 1999 til 2002 voru við- bótarlán og tengd lán hjá Íbúða- lánasjóði í nýja kerfinu samtals 46 milljarðar kr. Þannig hafa lánveit- ingarnar einnig fjórfaldast á milli þeirra tímabila sem hér eru til at- hugunar. Dreifing lánanna er orðin jafnari á milli landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðisins. Tekið skal fram að hér eru endursöluíbúðir ekki meðtaldar, einungis nýjar íbúðir, þar sem upplýsingar um endursölu- íbúðir lágu ekki fyrir. Jafnframt hefur verið fundin lausn á þeim gríðarlega vanda sem skapaðist hjá sveitarfélögum vegna innlausnar á félagslegum íbúðum sem ekki var hægt að selja. Einnig hefur eigendum félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið gert kleift að njóta þeirra verðhækkana, sem orðið hafa á íbúðum þeirra, en skv. eldra kerfinu fengu þeir ekki að njóta þess eins og aðrir íbúða- eigendur. Það er kostur þessara breytinga að félagsleg aðstoð verður virkari, nær til fleiri og hún leiðir til meiri jöfnunar með tilliti til búsetu. Hún tekur tillit til markaðarins bæði við kaup og sölu og leysir þann vanda sem sveitarfélögin lentu í vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Með því að taka upp kerfi fé- lagslegra íbúðalána í stað fé- lagslegra íbúða hefur félagsmála- ráðherra hrint í framkvæmd aðgerð sem skapað hefur þáttaskil í hús- næðismálum. Ekki er einungis um að ræða að eignir efnaminna fólks hafi stóraukist frá því sem áður var heldur hefur þessi aðgerð heppnast vel á landsbyggðinni samhliða því að hún hefur heppnast vel á höf- uðborgarsvæðinu. Tveir vinir og báðir í rugli Eftir Harald L. Haraldsson „Það er kostur þess- ara breyt- inga að fé- lagsleg aðstoð verður virkari, nær til fleiri og hún leiðir til meiri jöfnunar með tilliti til búsetu.“ Fjöldi nýrra félagslegra eigna- íbúða 1995 til 1998 Hlutfallsleg skipting Fjöldi viðbótarlána 1999 til 2002 Hlutfallsleg skipting Margfeldi á fjölgun lána v/nýrra íbúða Höfuðborgarsvæðið 1.472 79,0% 5.002 66,3% 3 Suðurnes 52 2,8% 619 8,2% 12 Vesturland 35 1,9% 282 3,7% 8 Vestfirðir 22 1,2% 92 1,2% 4 Norðurland vestra 35 1,9% 91 1,2% 3 Norðurland eystra 197 10,6% 862 11,4% 4 Austurland 17 0,9% 146 1,9% 9 Suðurland 34 1,8% 453 6,0% 13 1.864 7.547 4 Heimild: Íbúðalánasjóður Samanburður á fjölda félagslegra íbúðalána Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.