Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JAFNVEL þeir sem eru ósammála skoðun Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, í Íraksdeilunni láta sjaldan hjá líða að hrósa hon- um fyrir hugrekki. George W. Bush Bandaríkja- forseti stendur aldrei andspænis óvinveittum hópum eins Blair þarf að gera. Blair fer vikulega á þingið til að svara spurningum þingmanna, eins og venja er að forsætisráðherra Breta geri, og þingmenn Verkamannaflokksins grípa þá fram í fyrir honum og rekja úr honum garnirnar með þjósti eins og hann væri erkifjandi þeirra. Utan þingsins, jafnvel í sjónvarpi, stendur hann oft andspænis hópum sem hamra á kröfunni um frið. Blair hefur sýnt mikið þor með því að standa fast á sannfæringu sinni. Hún er í stuttu máli sú að Saddam Hussein sé einræðisherra og ill- menni, sem geti stefnt grannríkjunum og allri heimsbyggðinni í hættu, og hann verði að fara frá. Afstaða Blairs er sérlega athyglisverð í ljósi þess að margir stjórnmálaleiðtogar móta stefnu sína eftir skoðanakönnunum og rannsóknum sem miðast að því að komast að líklegum við- brögðum almennings. Margir stjórnmálamenn reyna að halda sig eins nálægt viðhorfum meiri- hlutans og mögulegt er. Þeir telja þetta „lýð- ræðislegt“ og vona að slík tryggð við vilja fólks- ins tryggi þeim endurkjör. Þetta er ekkert annað en lýðskrum og sem betur fer er það ekki venja alls staðar. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, stendur ekki Blair langt að baki í því að sýna þor til að standa fast á sannfæringu sinni. Jacques Chirac Frakklandsforseti nýtur stuðnings þjóðar sinn- ar, en hann hefur einnig markmið sem virðast snúast um veldi og mikilleik Frakklands ekki síður en lýðhylli hans. Nú um stundir er forystuleysið, í nafni þess að eltast við skoðun meirihlutans, hvergi eins hróplegt og í Þýskalandi Gerhards Schröders kanslara. Hann virðist hafa tryggt sér sigur í síðustu þingkosningum með því að leggjast gegn hernaði og hann heldur áfram að hegða sér eins og hann sé að stjórna friðargöngu en ekki landi. Schröder ætti ef til vill að læra af tveimur stjórnskörungum úr röðum forvera sinna, Kon- rad Adenauer og Willy Brandt. Þegar Adenauer kom Vestur-Þýskalandi í Atlantshafsbandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu mætti hann ekki aðeins andstöðu á þinginu (af hálfu jafnaðar- manna) heldur einnig meirihluta almennings sem taldi að stefna hans myndi verða til þess að ekki yrði hægt að endursameina Þýskaland. Þegar Brandt kanslari gerði samninga við austantjaldsríki til að bæta samskiptin við þau tveimur áratugum síðar sökuðu margir hann um að selja landið í hendur kommúnistum og stefna tengslum Vestur-Þjóðverja við Vestur- Evrópu og Bandaríkin í hættu, en flestir þeirra voru orðnir sáttir við þau á þessum tíma. Báðir þessir leiðtogar höfðu betur og héldu að lokum velli í kosningum. Sömu sögu er að segja um fleiri leiðtoga. Charles de Gaulle hélt velli eftir að hafa bundið enda á nýlendustjórn Frakka í Alsír. Míkhaíl Gorbatsjov hélt ekki velli, en hann er enn spámaður án vegsemdar í Rússlandi vegna stefnu sinnar, glasnost og per- estrojku, sem varð til þess að Sovétríkin hrundu og upp reis lýðræðislegt Rússland. Ekki er hægt að líta framhjá því sem allir þ al sa sé in fe u u k sk la ek o se se Þ am h ef in le in á ræ þ a T u Sannfæring og þor Blairs eftir Ralf Dahrendorf © The Project Syndicate. ’ Hann er sannur sann-færingarstjórnmálamaður og það er siðferðiskennd hans fremur en framtíð- arsýn sem knýr hann áfram. ‘ FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur markað sérstöðu sína hvað varðar stefnu í landbúnaðarmálum þjóð- arinnar. Meginmarkmið stefnunnar er að bændur verði frjálsir að allri fram- leiðslu sinni og að stöðva og snúa við fólksfækkun úr byggðum landsins. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur jafn skýr markmið um frelsi til athafna í landbúnaði og Frjálslyndi flokkurinn og gengur stefnan gegn landauðnarstefnu kvótaflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Frjálslyndi flokkurinn vill breyta nú- verandi fyrirkomulagi framleiðslu- styrkja í landbúnaði og telur brýna þörf á að taka upp í áföngum nýja fjölskylduvæna byggðastyrki. Fjöl- skylduvæna byggðastyrki til bænda sem ekki teljast afurða- eða markaðs- tengdir styrkir. Það eru einkum tvær ástæður fyrir nauðsyn á að taka upp nýja styrki til landbúnaðar við lok gildandi búvöru- samnings: I. Alþjóða viðskiptasamningar munu krefjast þess að beinir fram- leiðslustyrkir muni lækka á næsta áratug um tugi % eða allt að 50–60%. Helmingur tekna íslen fjárbónda er framleiðs greiðslur og munu því fjárbúa skerðast að ób allt að fjórðung. Öllum sem hafa fylgst með af fjárbúa að búin þola ek skerðingu að óbreyttu II. Núverandi kvóta landbúnaðinn. Kvótak ið ákaflega þægilegt fy Við ætlum að búa á Ís Eftir Sigurjón Þórðarson „Frjálslyndi flokkurinn er á móti höftum og vill atvinnufrelsi einstaklingsins …“ MEÐ villandi samanburði er hægt að flækja umræðu þannig að erfitt verð- ur að greina aðalatriði máls. Boð, sem koma á til skila, týnast vegna mis- skilnings. Ádeila þeirra, sem vilja ekki kannast við að skattar hafa lækk- að, byggist á því að rugla með hugtök og slíta samhengi hlutanna í sundur. Hún rifjar upp brandara sem ég heyrði í barnaskóla á sínum tíma um félagana Enginn og Haltu Kjafti. Haltu Kjafti hringdi í lögguna þegar Enginn datt út um gluggann og til- kynnti um slysið. Þá fór af stað farsa- kennd samræða uppfull af misskiln- ingi og hringavitleysu. Löggan hélt að enginn hefði slasast og var ekki ánægð með svörin þegar spurt var um nafn þess sem hringdi. Er hægt að segja að skattar hafi lækkað þegar tekjur hins opinbera hafa hækkað á sama tímabili? Þegar að er gáð kemur í ljós að þetta tvennt getur vel farið saman. Aðalatriðið er, að rætt sé um málið af hlutleysi og vilji sé til staðar til að skilja og skoða staðreyndir málsins. Grundvallar- atriðið í allri skattaumræðu er að skilja á milli skattprósentunnar, þ.e. álagningarthlutfallsins, annars vegar, og skatttekna ríkissjóð Tekjuskattsprósent 4% á árunum 1997–199 fyrir og er óumdeilanle ur hefur lækkað. Hann um 4%. Tekjuskattur f ur verið lækkaður úr 3 skattar hafa einnig ver þessu er ekki hægt að skoðanir. Þeir sem hin ekki skilja þessa staðr Skattar, Enginn og Ha Eftir Bjarna Benediktsson „Þessi málatilbúnaður stenst e skoðun. Ef fargjaldið í strætó er og heildartekjurnar aukast við þ vegna fleiri farþega, er þá eðlile tala um hækkun fargjaldsins?“ ÁTÖK OG ALÞJÓÐAKERFIÐ Sú styrjöld sem nú er í uppsigl-ingu í Írak mun breyta miklu.Hún mun breyta Mið-Austur- löndum og hún mun breyta því alþjóð- lega kerfi, sem við höfum búið við und- anfarin ár. Aðdragandi stríðsins hefur nú þegar valdið miklu umróti á sviði alþjóðamála. Afstaðan til Íraks hefur leitt til harðvítugra deilna jafnt milli Bandaríkjanna og ríkja í Evrópu sem deilna milli ríkja Evrópu. Gamlir bandamenn Bandaríkjanna á borð við Þýskaland og Frakkland hafa lagst gegn styrjöld af öllu afli og notið þar stuðnings fyrrum andstæðinga sinna á tímum kalda stríðsins, Rússlands og Kína. Á móti hafa önnur ríki í Evrópu, ekki síst Spánn, Bretland og ríki Austur-Evrópu, stutt fast við bakið á Bandaríkjastjórn, sem einnig hefur notið stuðnings Ástralíu og Japans. Þótt stríðið sé ekki hafið liggur þeg- ar fyrir að lykilstofnanir í alþjóðakerf- inu verða vart samar við sig að stríð- inu loknu. Það bendir allt til að stríðið verði háð án þess að önnur ályktun verði samþykkt í öryggisráðinu til að ítreka ályktun 1441 frá í haust. Ef ekki tekst að leysa þessa deilu á vettvangi ráðsins er líklegt að draga muni verulega úr áhrifum þess. Það er greinilegt að ekki síst í Bandaríkjun- um eru margir sem ekki munu harma þá þróun. Afls síns vegna geta Banda- ríkin leyft sér að sniðganga aðrar þjóðir þegar þeim hentar. Þá má færa sterk rök fyrir því að uppbygging og skipulag öryggisráðsins sé úr sér gengin. Öryggisráðið varð til í byrjun kalda stríðsins og er barn síns tíma. Þar hafa fimm ríki, Bandaríkin, Rúss- land, Kína, Bretland og Frakkland, fastafulltrúa og neitunarvald. Vel má spyrja hvers vegna til dæmis Frakkar eigi að eiga fastafulltrúa en ekki Ind- verjar. Indland er fjölmennasta lýð- ræðisríki veraldar og líklega brátt fjölmennasta ríki heims. Eða þá Indónesía, fjölmennasta múslimaríki heims? Atburðir undanfarinna vikna þar sem reynt hefur verið að hafa áhrif á afstöðu annarra ríkja í ráðinu eru líka til marks um hversu mikil tímaskekkja skipulag SÞ er á köflum. Augljóst er að nánast er verið að kaupa stuðning sumra ríkja með gylli- boðum um stuðning og fjármagn. Hvers vegna á það hver býður best að ráða úrslitum um það hvort stríðsað- gerðir eru réttmætar eða ekki? Þrátt fyrir alla þessa galla eru SÞ hins vegar eina stofnunin í alþjóða- kerfinu sem tengir öll ríki heims sam- an. Það væri því varasöm þróun ef sú stofnun myndi glata trausti sínu. Íraksdeilan er einungis eitt vandamál af mörgum sem taka verður á af festu á næstu misserum. Önnur viðkvæm mál munu koma upp á næstunni, allt frá loftslagsbreytingum til kjarnorku- vopnaframleiðslu Norður-Kóreu. Sú kreppa sem nú blasir við al- þjóðakerfinu er til marks um að við stöndum á ákveðnum tímamótum. Tímabil kalda stríðsins er endanlega að líða undir lok og við tekur óvissa þar til jafnvægi myndast á nýjan leik. Deilur undanfarinna vikna snúast einungis að takmörkuðu leyti um Írak. Þær snúast ekki síst um hvernig haga beri málum í heimi þar sem eitt risaveldi ber höfuð og herðar yfir önnur ríki hvað hernaðarlegan mátt varðar. DÝRKEYPT KERFISDEILA Börn með geðraskanir geta þurftað bíða svo mánuðum skiptir eft- ir sértækum stuðningi í grunnskólum vegna þess að greining frá barna- og unglingageðdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss (BUGL) hefur verið sett sem skilyrði fyrir fjárstuðningi. Þar getur hins vegar verið sex mán- aða bið eftir greiningu. Fræðsluráð Reykjavíkur hefur markað þá stefnu í sérkennslu að greining frá BUGL sé skilyrði fyrir sérstökum fjárúthlut- unum til skólanna vegna ákveðinna barna með alvarleg hegðunarfrávik, eins og kemur fram í úttekt Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur í Morgun- blaðinu í gær. Sesselja Eyjólfsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Langholtsskóla og sér- kennari, segir í samtali við Morgun- blaðið í gær að BUGL sæti auknum þrýstingi eftir að nýju reglurnar hjá Fræðslumiðstöð tóku gildi. Hún segir að komið sé til móts við vanda barna þótt þau bíði greiningar: „Vandinn er bara sá að meðan beðið er eftir grein- ingu er þessi þjónusta fjármögnuð af almennum sérkennslukvóta skólans og veldur því að minna verður eftir handa öðrum börnum.“ Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir barna- og unglingageðdeildar, seg- ir að sveitarfélögum beri lagaleg skylda til að veita börnunum sértæk- an stuðning óháð því hvort þau hafi fengið greiningu hjá BUGL eða öðr- um þar til bærum stofnunum: „Sveit- arfélögin hafa því ekki lagalegar for- sendur til að segja við foreldra þessara barna: Við erum að bíða eftir greiningu frá barna- og unglingageð- deild til að fá fjármagn til að geta sinnt barninu ykkar í skólanum. Þau tengsl eru ekki til samkvæmt lögum. Sumar fræðsluskrifstofur virðast mistúlka þarna skyldur sínar.“ Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, svarar þessu: „Við getum öll verið sammála því að börnin eiga rétt á að fá þessa þjón- ustu. Jafnframt eiga þau fullan rétt á að fá greiningu á sinni stöðu til þess að njóta eðlilegs stuðnings í skóla. Það er því afskaplega eðlilegt að fara fram á að úthlutun fjármagns til að kosta þjónustuna byggist á vandaðri greiningu þeirra stofnana sem sam- komulag er um að greini flóknustu tilvik raskana. Við getum ekki verið að henda hundruðum milljóna eitt- hvað út í bláinn […] Vandinn snýst einfaldlega um að biðin hjá BUGL er orðin alltof löng og úr því verður að bæta.“ Þetta er alvarlegt mál. Það getur skipt þau börn, sem hér eiga hlut að máli, sköpum að þau fái tafarlausa hjálp í samræmi við þau réttindi, sem þeim eru áskilin í lögum. Það er óþol- andi að skilja börn og foreldra eftir í tómarúmi vegna deilu í kerfinu. Lykilatriðið í þeim vanda, sem upp er kominn vegna málefna barna með al- varleg hegðunarfrávik er ekki að finna blóraböggul, heldur höggva á hnútinn. Núverandi staða er óverj- andi og biðin getur orðið dýrkeypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.