Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 21

Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 21 þessir leiðtogar eiga sammerkt. Þeir aðhylltust llir stefnu eða hugsjón sem var langt á undan amtíð þeirra. Þeir höfðu aðeins söguna með ér, ef svo má segja. Þessir leiðtogar virtust vera að lemja barn- nginn, en vindáttin var að breytast og þeir engu fljúgandi byr. Skoðanir sem í fyrstu virt- ust villutrúarhugmyndir og óhæfa urðu að nýj- um rétttrúnaði sem flestir borgaranna viður- kenndu. Segja má að þetta sé einmitt kilgreiningin á sönnum leiðtoga: hann togar and eða þjóð til betri framtíðar sem flestir sjá kki en hefur að nokkru leyti verið uppgötvuð g að nokkru leyti sköpuð af þeim ráðamönnum em hafa óskeikult áttaskyn. Til eru menn sem telja að þetta sé einmitt það em geti gerst hvað varðar Blair og Íraksmálið. Þeir spá því að stríðið verði stutt, stjórn Sadd- ms Husseins falli von bráðar og að nýr kafli hefjist í sögu írösku þjóðarinnar. Gangi þetta ftir sigrar Blair í nær sígildum skilningi orðs- ns. Ásamt Bush yrði hann hylltur sem mikill eiðtogi en úrtöluraddirnar myndu þagna. Eng- nn vafi léki á því að hann næði endurkjöri; þvert móti væru andstæðingar hans í miklum vand- æðum. Samt getur atburðarásin orðið allt önnur, því þótt ekki séu miklar líkur á ósigri er hugsanlegt ð stríðið leiði til glundroða og að ógjörningur verði að tryggja varanlegan frið. Í augum Blairs snýst umræðan um Írak þó síður um framtíð- arsýn en siðferðisskyldu. Þetta snýst um sann- færingu. Hvað sem segja má um aðra hvikar Blair ekki frá stefnu sinni í Íraksmálinu vegna þess að hann er sannfærður um að hann hafi á réttu að standa. Hann mun standa fast á þessari sann- færingu sinni jafnvel þótt fyrirætlun hans mis- takist og það verði honum dýrkeypt. Ólíkt Adenauer, Brandt og de Gaulle kann svo að fara að sannfæring Blairs verði honum að falli og að almenningsálitið breytist ekki. Blair veit þetta allt og þess vegna hefur hann oftar en einu sinni ýjað að því að hann hafi lagt pólitískan feril sinn og stöðu sína sem forsætis- ráðherra að veði. Hann er sannur sannfæring- arstjórnmálamaður og það er siðferðiskennd hans fremur en framtíðarsýn sem knýr hann áfram. Slíkir leiðtogar taka mikla áhættu – en ekki aðeins í eigin þágu. Ef til vill taka þeir meiri áhættu en hægt er að réttlæta. Allir þeir sem trúa á vestræn gildi hljóta að vona að slíkir stjórnmálamenn standi uppi sem sigurvegarar. Tony Blair hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna Íraksmálsins. Greinarhöf- undur segir hann hafa sýnt hugrekki í því máli. Ralf Dahrendorf á sæti í lávarðadeild breska þingsins og er fyrrverandi rektor London School of Economics. Hann hefur skrifað fjöl- margar bækur um stjórnmál og félagsfræðirit. Reuters OFT er deilt um hvað ráði vali kjósenda á kjördag. Ann- ars vegar segjast menn leggja málefnin til grundvallar og hins vegar að þar ráði mestu öflugur forystumaður. Ekkert eitt svar er við þessari spurn- ingu en sterkur leiðtogi verð- ur seint vanmetinn eins og dæmin sýna bæði hérlendis og erlendis. Í góðum leiðtoga sameinast afburða skilningur á virkni samfélagsins, skýr framtíðarsýn og hugrekki til að taka umdeildar ákvarðanir. Reynslan sýnir okkur að í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur sameinast allir þessir eig- inleikar. Verk hennar og Reykjavíkurlistans eru til vitnis um þetta. Breytingar í anda félagshyggju Þegar menn segja að ekki sé deilt um pólitík heldur praktísk atriði í sveitarstjórn- arkosningum á það ekki ald- eilis við í Reykjavík. Undir forystu Ingibjargar Sólrúnar var áherslum í höfuðborginni gjörbreytt í anda fé- lagshyggju og jafnaðar. Eftir áralanga valdasetu sjálfstæð- ismanna með tilheyrandi skuldasöfnun og uppbyggingu minnismerkja var fé fært til barnafólks og mikilvægra fé- lagslegra þarfa. Engum dylst að sú sterka forysta sem Ingi- björg Sólrún hefur þarna veitt átti ríkulegan þátt í velgengni félagshyggjuaflanna í Reykja- vík og að Reykjavíkurlist- anum var veitt brautargengi í kosningunum í fyrra í þriðja sinn. Það þarf því ekki að tíunda mikilvægi þess að fá hana inn í landsmálin aftur. Með fullri virðingu fyrir öllum leiðtogum jafnaðarmanna undanfarna áratugi hefur enginn þeirra áunnið sér þá virðingu og traust sem Ingibjörg nýtur. Ekki aðeins meðal höfuðborg- arbúa heldur íbúa landsins alls. Henni hefur tekist að sætta sjónarmið félagshyggju- aflanna með einstökum hætti. Skoðanakannanir segja ekki allan sannleikann en þær gefa vissulega í skyn að meirihluti jafnaðarmanna á Íslandi sé á sama máli og sú sem hér skrifar. Önnur leið er fær Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur alla tíð verið sá að ekki hefur reynst mögu- legt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án þátttöku sjálf- stæðismanna. Staða þeirra sem minnst hafa milli hand- anna og staða eldri borgara og öryrkja á Íslandi sýnir svo ekki verður um deilt að okkar samfélag ber þess sterk merki að frjálshyggjuöfl hafa haft of ráðandi stöðu við mótun sam- félagsins. Innkoma Ingibjarg- ar Sólrúnar breytir þessu. Fylgistölur Samfylkingarinnar sýna þann spennandi mögu- leika að í fyrsta sinn verði hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn – með öllum þeim kostum sem slíku stjórn- armynstri fylgja – án þátttöku sjálfstæðismanna. Mótherjar Ingibjargar Sól- rúnar og Samfylkingarinnar hafa reynt að gera hana ótrú- verðuga vegna yfirlýsing- arinnar fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar um að hún hefði engin áform um að bjóða sig fram í komandi Alþing- iskosningum. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Ingi- björg Sólrún ekki farið fram nú hefði hún verið að lúta vilja andstæðinga sinna. Styrkur Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum undanfarið sýnir að jafnaðarmenn á Ís- landi vilja hana í landsmálin. Hún er að hlýða þeirra kalli. Rétt eins og eftir henni var kallað til forystu við að um- breyta höfuðborginni í sam- félag réttlætis og jafnaðar fyrir tíu árum er krafta henn- ar þörf til að leiða starfið við sömu breytingar á íslensku samfélagi í upphafi 21. ald- arinnar. Leiðtogi allra jafnaðarmanna Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur „Það þarf ekki að tíunda mikilvægi þess að fá Ingi- björgu Sólrúnu inn í landsmálin aftur.“ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. nsks sauð- slutengdar bein- tekjur sauð- breyttu kerfi um m má ljóst vera fkomu sauð- kki slíka tekju- u. akerfi geldir kerfið getur ver- yrir bændur sem fá í upphafi kvóta í samræmi við framleiðslu sína á liðnum árum. Aðra sögu er hins vegar að segja um nýliða í greininni sem þurfa að kaupa réttinn til að framleiða og er mikil hætta á að kerfið komi í veg fyrir eðlilega nýlið- un og framþróun í landbúnaði. Kvóta- kerfi í landbúnaði fjötrar atvinnu- greinina og kemur ennfremur í veg fyrir að duglegir bændur með nýjar hugmyndir um hagkvæmari rekstur fái hrint þeim í framkvæmd. Íslenskir bændur ættu að leggjast á sveif með þeim sem vilja horfa til framtíðar í íslenskum landbúnaði og vilja á næsta kjörtímabili móta nýja stefnu fjölskylduvænna byggða- styrkja í sveitum landsins í stað þess að greiða styrki með hverju kg af kjöti sem framleitt er og festa niður kvótakerfi í sauðfjár- og mjólk- urframleiðslu, sem unga fólkinu er síðan ætlað að kaupa sig inn í, í fram- tíðinni. Frjálslyndi flokkurinn vill stórefla styrki til innviða samfélaga sveitanna um leið og framleiðslu- tengdir styrkir dragast saman s.s. til öflugs skólastarfs í dreifbýlinu og að unglingum verði auðveldað að komast til mennta í framhaldsskólum. Koma má á beinum búsetustyrkjum með margvíslegum hætti, t.d. til lækkunar húshitunarkostnaðar og lækkunar endurgreiðslu námslána þeirra sem kjósa að búa í dreifbýlinu. Frjálslyndi flokkurinn er á móti höftum og vill atvinnufrelsi ein- staklingsins og trúir ekki á miðstýrða framleiðslustýringu ríkisins, hvorki til sjávar né sveita. slandi Höfundur er líf fræðingur og skipar 2. sæti Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. ðs, hins vegar. tan lækkaði um 99. Þetta liggur egt. Þessi skatt- n hefur lækkað fyrirtækja hef- 30% í 18%. Aðrir rið lækkaðir. Á hafa ólíkar ns vegar vilja reynd, eða draga frá henni athygli, tala um að tekjur ríkissjóðs hafi hækkað undanfarin ár. Af þessu megi sjá að skattar hafi hækkað, en ekki lækkað. Þessi mála- tilbúnaður stenst enga skoðun. Ef far- gjaldið í strætó er lækkað og heildar- tekjurnar aukast við það vegna fleiri farþega, er þá eðlilegt að tala um hækkun fargjaldsins? Af hverju hafa skatttekjur ríkisins annars aukist? Jú, það er m.a. vegna þess að hér hefur verið hagvöxtur um langt árabil. Fyrirtæki og ein- staklingar hafa haft meiri tekjur sem leiða af sér hærri skatttekjur fyrir ríkissjóð þar sem skattar eru greiddir af meiri umsvifum. Þetta eru einmitt ástæðurnar fyrir því að hægt hefur verið að lækka skatthlutfall tekju- skatts og gera aðrar aðlaganir til lækkunar í skattkerfinu. Um leið eru spár um áframhald á hagvexti grund- völlur þess að raunhæft sé að ræða um frekari lækkanir á sköttum í ná- inni framtíð. Á árinu 2003 er spáð 1,75%–2,5% hagvexti og 3%–3,6% 2004. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft skýra stefnu um að halda álögum á borgarana og fyrirtækin í landinu í lágmarki. Hann hefur beitt sér fyrir hagvexti og nýtt tækifærin til að létta skattbyrðina á undanförnum arum. Þetta hefur blásið lífi í atvinnu- starfsemi í landinu og kaupmáttur hefur aukist ár eftir ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta. Fái hann brautargengi mun hann halda áfram á þeirri braut landsmönnum öllum til hagsældar. altu Kjafti nga r lækkað það egt að Höfundur er lögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. ÞAÐ hangir á mjóu hvort stjórnarflokkarnir haldi meiri- hluta sínum á Alþingi, ef marka má skoðanakannanir. Sem þýðir að jafnvel þótt Sam- fylking bæti við sig fylgi gætu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sókn allt eins fengið nægilega marga þingmenn kjörna til að tryggja þeim áframhaldandi setu og stjórn. Og þá yrði að sjálfsögðu allt óbreytt. Kannske er það það sem margir vilja, enda gengur áróðurinn meðal annars út á, hvað vinstri stjórnir Íslands- sögunnar hafi verið voðalegar og ómögulegar. Vinstri stjórnir eru þær kallaðar, ríkisstjórnir, sem ekki eru með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur það að vísu hvergi skráð að sigur Samfylk- ingarinnar sé ávísun á ein- hverja vinstri stjórn. Það segir enginn, svo best ég veit, að Samfylkingin útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk, ef sá flokkur kemst í þá aðstöðu að mynda stjórn. Né heldur hef ég heyrt að Sjálfstæðisflokk- urinn hafni slíku samstarfi fyr- irfram. Hitt er annað mál og heldur óviðfelldið að halda þeim áróðri á lofti, að stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins sé fyr- irfram dæmd til sömu mistaka og sömu örlaga og aðrar þær stjórnir, sem þannig hafa verið myndaðar á síðustu öld. Fyrir það fyrsta hafa allar aðstæður í nútímaþjóðfélagi gjörbreyst frá fyrri tímum. Við lifum í breyttum heimi. Með samningnum um evrópska efnahagssvæðið hafa Íslend- ingar gengist undir skyldur og réttindi, ábyrgðir, skilmála og þjóðfélagsgerð, sem útilokar að langmestu leyti þær stjórn- valdsaðgerðir sem áður tíðk- uðust. Í öðru lagi og í skjóli EES hefur markaðsvæðing, frjálst streymi fjármagns og almennt athafnafrelsi haldið innreið sína, fjármálaeftirliti, samkeppnisstofnun og aðhaldi inn á við og út á við verið kom- ið á laggirnar, sem allt hefur dregið úr ríkisforsjá og grút- arbræðsluhagfræði, sem al- geng og útbreidd var í íslensk- um stjórnmálum og efnhagslífi, bæði til vinstri og hægri. Í þriðja lagi er það deginum ljósara, fyrir hverjum þeim manni, sem af sanngirni og heiðarleika virðir fyrir sér breytingarnar á vettvangi stjórnmálanna, að Samfylk- ingin er nútíma jafnaðar- mannaflokkur, sem styður markaðsvæðingu og einkavæð- ingu og mun ekki hverfa aftur til fornaldarbúskaparhátta. Nema síður sé. Ef menn vilja leita líkinga er nærtækt að benda á Verkamannaflokkinn breska, sósíaldemókratana í Þýskalandi og jafnaðarmanna- flokkana á Norðurlöndum, sem allir hafa öðlast völd í sínum heimalöndum og farnast rétt bærilega, takk fyrir. Í rauninni tel ég það veru- leikafirrta tímaskekkju að draga upp mynd af svokallaðri vinstri stjórn, enda þótt Sam- fylkingin myndaði til að mynda stjórn með Framsókn! Áherslurnar væru kannske og vonandi helst þær að slík stjórn léti af hömlulausri frjálshyggju og brúaði aftur bilið milli þegna þessa sam- félags, brúaði bilið milli hinna fátæku og hinna efnuðu, léti af sérhagsmunagæslu og tæki til- lit til félagslegs réttlætis og mannlegrar reisnar, þeirra, sem ekki verða ofan á eða standa höllum fæti í lífsbarátt- unni. Og sú yrði væntanlega einn- ig raunin, ef til samstarfs Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks kæmi, enda er að finna, í þeim flokkum báðum, fólk, sem skil- ur að lífið gengur ekki bara út á það eitt að græða og girnast. Ef það fengi að ráða. Hið pólitíska aðalatriði þeirra kosninga sem fram- undan eru felst í því að þjóðfé- lagið komi þeim skilaboðum á framfæri til ráðamanna, að það þarf nýja forgangsröð, nýjar áherslur, nýtt stjórn- armynstur. Nýja og aðra sýn á það sem felst í einstaklings- frelsinu. Hið pólitíska aðalatriði Eftir Ellert B. Schram „Það segir enginn, svo best ég veit, að Samfylkingin útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk, ef sá flokkur kemst í þá aðstöðu að mynda stjórn.“ Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.