Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 22
UMRÆÐAN 22 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR hefur í tveimur nýlegum greinum sem birst hafa í Mbl. gagnrýnt nið- urskurðar- og biðlistastefnu ríkis- stjórnarinnar í heilbrigðismálum. Leidd hafa verið rök að því að bið- listar eftir aðgerðum og hjúkrunar- plássum þýði mjög aukinn kostnað í rekstri þjónustunnar. Aðrar þjóð- ir hafa komist að sömu niðurstöðu og leggja nú kapp á að stytta bið- tíma sjúklinga niður í 6–8 vikur og telja það mjög hagkvæma aðgerð auk þess sem réttur sjúklinga til þjónustu án óeðlilegrar tafar hefur verið viðurkenndur. Nýlega bárust fréttir um að bið þeirra sem þurfa á heyrnartækjum að halda sé um eitt ár. Fjöldi þeirra var sagður um 1.300. Á öðr- um biðlista eru sjúklingar sem hafa skerta sjón og mögulegt er að hjálpa með því að skipta um auga- stein. Fjöldi þessara sjúklinga er um 1.100. Lítum aðeins nánar á þessa hópa. Sjóndepra Það fylgir aldrinum að sjón versnar. Allmargir verða fyrir því að ský myndast í augasteini og sjón versnar mikið. Ef ekkert er að gert verður viðkomandi blindur. Ef augnbotn er í sæmilegu lagi er hægt að hjálpa sjúklingunum með því að setja í gerviaugastein. Framfarir hafa verið mjög örar á þessu sviði frá því að fyrstu slíkar aðgerðir voru gerðar á augndeild Landakots fyrir allmörgum árum. Nú er aðgerðin oftast gerð á dag- deild, tekur innan við hálfa klukku- stund og sjúklingur fer heim fljót- lega eftir að henni lýkur. Augað jafnar sig á nokkrum dögum og ár- angur aðgerðanna hefur verið mjög góður. Biðtími eftir aðgerð nú er 300 dagar. Heyrnartap Annað vandamál sem hrjáir marga sem komnir eru á efri ár er tap á heyrn. Til þess eru ýmsar ástæður en í mörgum tilvikum er mögulegt að hjálpa sjúklingum með heyrnartæki. Framfarir í tækni hafa orðið mjög miklar og árangur með notkun þessa hjálp- artækis stöðugt batnandi. Flestar rannsóknir og skoðanir fara einnig fram án innlagnar á legudeild og mesti kostnaðurinn við þessa með- ferð er heyrnartækið sjálft. Heyrn- artap er til staðar hjá fólki á öllum aldri og börn og vinnandi fólk er sett í forgang sem eðlilegt er. Heyrnar- og talmeinastöð afgreiðir flesta þessa sjúklinga sem greiða ákveðinn hluta af verðinu. Einnig er hér einkafyrirtæki sem flytur inn tæki en þá verður viðkomandi að greiða fullt verð. Bið eftir tæki fyrir þá sem ekki eru í forgangs- hópi er um eitt ár. Fáránlegir biðlistar Hér er um að ræða sjúklinga sem komnir eru til ára sinna og verða fyrir mikilli skerðingu lífs- gæða frá því að þörf þeirra fyrir meðferð verður ljós og þar til þeir fá viðunandi þjónustu. Dæmi eru um að sami sjúklingurinn þurfi meðferð við báðum þessum vanda- málum. Öll aðstaða er fyrir hendi til að veita fólki mjög góða hjálp. Það eina sem vantar eru fjármunir til að eyða biðlistunum og halda þeim síðan í lágmarki. Ríkið sparar ekki nokkurn skapaðan hlut á að láta fólkið bíða og í mörgum til- fellum verður kostnaðurinn meiri þegar sjúklingar þurfa að bíða svona lengi. Ríkissjóður hefur að undanförnu fengið ágætar viðbót- artekjur með sölu fyrirtækja og rekstrarágóða t.d. af Landssíman- um. Einungis um 25 milljónir króna af þeim milljörðum sem þannig hafa komið inn hafa farið til heilbrigðisþjónustu. Væri ekki skynsamlegt svona rétt fyrir kosn- ingar að bæta dálitlu við og eyða þessum fáránlegu biðlistum? Eða er þetta „velferðin“ sem Fram- sóknarflokkurinn, sem farið hefur með stjórn þessa málaflokks und- anfarin átta ár, ætlar að standa vörð um? Mega aldraðir hvorki heyra né sjá? Eftir Ólaf Örn Arnarson „Einungis um 25 millj- ónir króna af þeim millj- örðum sem þannig hafa komið inn hafa farið til heilbrigðis- þjónustu.“ Höfundur er læknir. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur nú kynnt helstu baráttumál sín í komandi kosningum og verkefni næsta kjör- tímabils. Þar er af mörgu að taka, en mikil áhersla er á brýn hagsmuna- mál fjölskyldnanna í landinu. Eitt af því sem vekur athygli og hlýtur að teljast marka tímamót er stefnan um leikskóla fyrir alla, án endur- gjalds fyrir foreldra. Leikskólinn fyrsta skólastigið Fyrir nokkrum árum var lögum um leikskóla breytt á þann veg að leikskólinn er nú skilgreindur sem fyrsta skólastigið í landinu. Leik- skólinn er þó ekki skylda, en samt sem áður hafa sveitarfélögin á und- anförnum árum verið að byggja leikskólastarf upp af myndarskap. Þegar Reykjavíkurlistinn komst í meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur árið 1994 voru leikskólamálin í höfuðborginni í ólestri. Aðeins sér- stakir forgangshópar gátu fengið heilsdagsleikskóla fyrir börnin sín og enginn gat sótt um pláss fyrr en við 18 mánaða aldur barns. Þessari stöðu var breytt og lagði R-listinn sérstaka áherslu á uppbyggingu heilsdagsleikskóla. Árið 1994 voru aðeins um 30% rýma á leikskólum Reykjavíkur heilsdagsrými en nú eru þau yfir 80%. Segja má að lyft hafi verið grettistaki í borginni í þessum málaflokki á undanförnum níu árum. Nú þykir sjálfsagt að börn eigi kost á leikskóladvöl allan dag- inn og ekki síðar en frá tveggja ára aldri. Önnur sveitarfélög hafa flest hver tekið upp svipaða stefnu og Reykjavík og leggja nú mikið kapp á að standa vel að leikskólamálum. Endurgjaldslaus leikskóli fyrir fimm ára börn Í kosningastefnuskrá Reykjavík- urlistans fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar var kynnt það markmið borgarinnar að bjóða öllum fimm ára börnum endurgjaldslausa leik- skóladvöl hluta úr degi, t.d. 4–6 tíma. Að því er nú unnið á vegum Reykjavíkurborgar að undirbúa þetta mál. T.d. er starfshópur að fjalla um samþættingu leikskólans við grunnskólann, til þess að laga starf fiimm ára leikskólabarna að grunnskólastarfi. Er þess að vænta að tillögur þess hóps liggi fyrir inn- an skamms og þá skýrist hvenær hluti af leikskóladvöl fimm ára barna í Reykjavík verður foreldrum að kostnaðarlausu. Það er ánægjulegt að sjá sam- hljóm í leikskólastefnu Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs fyrir komandi alþingiskosningar við þær áherslur sem Reykjavíkurlistinn kynnti fyrir borgarstjórnarkosning- arnar sl. vor. Sá samhljómur er eng- in tilviljun, enda er VG ein af stoð- unum þremur undir Reykjavíkurlistanum. Það sem sér- staklega er jákvætt er að VG vill að nú verði gengið lengra, að ríkisvald- ið komi að málinu með umtalsverðu framlagi til þessarar uppbyggingar, leggi sitt af mörkum til eflingar leik- skólanum og viðurkenni þannig í reynd að leikskólinn er fyrsta skóla- stigið. Stefna Vinstri grænna mun að sjálfsögðu auðvelda sveitarfélög- unum almennt að fara út á þá braut sem Reykjavík hefur markað og framlag frá ríkinu myndi flýta fyrir breytingum í þessa veru, bæði í Reykjavík og eins í öðrum sveitar- félögum. Fái þessi stefna VG braut- argengi í þingkosningunum og í næstu ríkisstjórn mun Reykjavíkur- borg að sjálfsögðu taka þátt í að hrinda henni myndarlega í fram- kvæmd. Leikskóli fyrir alla – foreldrum að kostnaðarlausu Eftir Árna Þór Sigurðsson „Stefna Vinstri grænna mun að sjálf- sögðu auð- velda sveitarfélögunum almennt að fara út á þá braut sem Reykjavík hefur markað …“ Höfundur er félagi í VG og forseti borgarstjórnar. Rekið í réttina Hafa menn ekki verið í réttum, eða smalamennsku og upplifað æs- inginn sem grípur búfénað, þegar menn hóa og kalla allt í kring, og féð hleypur frá einum stað til ann- ars gjörsamlega kolruglað og hrætt og löngu hætt að gera sér grein fyrir hvert það á að fara? Kosningabrellumeistararnir hóa og kalla, og láta öllum illum látum til að rugla okkur í ríminu. Þeir ásaka hver annan um óheilindi og lygar og hafa nógu hátt svo fólk átti sig ekki á lyginni. Þetta fólk er sérþjálfað í tækninni, og kann að selja sýndarmennskuna fullu verði. Það er að leika sér að fólki til að rugla það í ríminu. Svo er vaðið af stað með allskonar loforðaflaum. Allt í einu er hægt að gera alla hluti. Lækka skatta, hækka barna- bætur, laga vegi, byggja upp lands- byggðina. En skyldi þetta vera eitthvað nýtt? Nei, því miður, ef fólk væri ekki rekið svona áfram eins og fé í smalamennsku þannig að það getur ekki hugsað heila hugsun, þá gæti það munað að svona var það ein- mitt fyrir síðustu kosningar og þar áður og svo framvegis. Það er líka alveg öruggt ráð ef maður sjálfur er ekki með nógu góðan málstað að úthrópa hina sem mest þannig að fólk gleymi því sem ég var að gera. Að siga hundunum Varðhundum er svo sigað í alla fjölmiðla og vefi, sumir nafnlausir og þykjast vera hlutlausir aðilar, og skrifast jafnvel á við sjálfa sig til að koma málefninu að. Hvaða málefni? Jú að passa upp á að kjötkatlarnir verði á réttum stað eftir kosningar. Gegn þessari vá er voða lítið hægt að gera. Það ríkir nú málfrelsi og tjáningafrelsi, sem má ekki skerða, það viðurkennum við öll. En er endalaust hægt að plata okkur upp úr skónum? Kannski, ef menn hugsa ekki málið. Stöðugleiki – hvar? Það er til dæmis ótrúlegt að fólk á landsbyggðinni kjósi Sjálfstæð- isflokkinn og Framsóknarflokkinn aftur, æ ofan í æ, þótt ljóst sé að með stefnu sinni í sjávarútvegsmál- um eru þeir að eyða hinum dreifðu byggðum landsins. Fólk segir bara að það taki ekkert betra við. En af hverju dettur því fólki ekki í hug að láta á það reyna? Ef til vill vegna þess sífellda hræðsluáróðurs sem alltaf kemur um stöðugleikann sem stjórnarflokkarnir passi svo vel. Hvaða stöðugleiki er í sjávarút- vegsplássum á landinu? Það má segja að eini stöðugleikinn sé í að þær eyðast smátt og smátt, það fækkar atvinnumöguleikum og fólk flosnar upp og flytur á höfuðborg- arsvæðið. Er þetta sá stöðugleiki sem við viljum? Ekki ég. Milljarður og brostnar vonir Ein ómerkilegasta kosningabrella sem ég veit um er loforð Fram- sóknarflokksins fyrir síðustu kosn- ingar um milljarð í vímuefnavarnir. Þessu var hampað mjög og átti að skila heim í hús atkvæðum þess brotna fólks sem eru aðstandendur fíkniefnaneytenda. Eins og þeir þurfi á brostnum vonum frá hinu opinbera að halda. Ég vil spyrja það ágæta fólk; hvar er þessi millj- arður í dag? Aldrei hafa fleiri ánetj- ast þessum vágesti, og ofan á allt er frekar verið að loka meðferðar- heimilum en hitt. Og önnur hanga á brúninni. Ég er ein af þessum að- standendum og ég hef ekki orðið vör við neinar aðgerðir til úrbóta, því miður. Það er eiginlega sama hvar á er tekið; með aldraða, sjúka og fátæka, þetta fólk hefur ekki tal- ist með, en núna korteri fyrir kosn- ingar er allt í einu munað eftir því, og nú á að gera allt, bara ef þau kjósa Sjálfstæðisflokk eða Fram- sóknarflokk. Fullnustan á nefnilega að framkvæmast eftir kosningar. Metum þá af verkunum Ég er alin upp í því að horfa frekar á gjörðir en orð. Fagurgali án ábyrgðar er ekki trúverðugur í mínum augum, orð skulu standa. Ef menn verða uppvísir að því að lofa og svíkja, þá er ekki hægt að treysta þeim. Hversu mikið sem þeir lofa. Það hefur verið sagt að þessi kosningabarátta verði hörð og óvægin. Sennilega verður hún það, því miður, því það er nú svo að þeg- ar menn hafa ekki góðan málstað að verja þá er farið út í skítkast. Eitt af því sem framsóknarmenn tala mikið um núna er að fólk eigi að meta þá af verkum sínum, það skulum við endilega gera. Við skul- um setja þá á þá vogarskál og ekki gleyma loforðum fyrri kosninga. Nú hillir undir m.a. með góðum árangri Samfylkingar að hægt verði að mynda öðruvísi stjórn. Ég sé fyrir mér stjórnarmynstur með Samfylkingu, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum. Já, ég segi Frjálslynda flokknum. Þótt sumir hafi afskrifað hann, og reynt sé að þegja hann í hel, þá munu frjáls- lyndir áfram verða með menn á þingi og þeir munu áfram berjast fyrir málefnum sínum. Gefum núverandi stjórnarflokk- um frí, og höfum kjark til að skipta um skoðun. Það er kominn tími til að hið mannlega og náttúruvæna fái að komast að. Tími kærleikans þarf að renna upp ekki seinna en núna. Smalar í hlíðum hóa Eftir Ásthildi Cesil Þórðardóttur Höfundur er í Frjálslynda flokknum í Norðvesturkjördæmi. „Ég sé fyrir mér stjórn- armynstur með Sam- fylkingu, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum.“ Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.