Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 23 SÝNING Landssambands hug- vitsmanna var opnuð á Garðatorgi 8. febrúar. Skelfing var þetta fá- tæklegt og sagði lítið um baráttu hugvitsmanna okkar Íslendinga frá upphafi. Ekki er minnst á fjölda uppfinninga og höfunda þeirra sem þó hafa skilið eftir sig djúp spor innanlands og utan. Undirritaður var starfsmaður Tækniskóla Íslands í rúm 13 ár, sá um tækjabúnað skólans og aðstoð- aði nemendur við frumsmíði og hönnun í sambandi við lokaverkefni þeirra. Þar komu fram margar snjallar hugmyndir sem voru þró- aðar á verkstæði skólans og mætti skrá nöfn margra nemenda sem hönnuði á ýmsu sem er nú nýtt víða í atvinnulífinu. Deildarstjóri véla- deildar skólans var Paul Jóhanns- son, tæknifræðingur og ákafur áhugamaður um uppfinningar skólabarna og hafði kynnst slíku starfi í Svíþjóð. Hafði hann for- göngu um að koma slíkri keppni á hérlendis og eyddi í þetta miklu af eigin tíma. Skólinn veitti vinnend- um verðlaun. Loks nú, eftir baráttu Pauls síðan 1988, veitir mennta- málaráðuneytið fjárstuðning og vonandi til frambúðar. Eftir að Paul hætti fyrir aldurs sakir hjá TÍ hafði hann samband við mig, sem þá var hættur af sömu sökum, og falaðist eftir samvinnu við að koma á legg frumgerðaverkstæði fyrir hugvits- menn í samvinnu við Tækniskólann og í húsnæði sem til reiðu væri í Höfðbakka 9. Skildi verkstæðið jafnframt nýtast nemendum skól- ans vegna náms í meðferð tölvu- stýrðra járnsmíðavéla, vinnslu plastefna og timburs og vera þann- ig búið tækjum að nemendur hefðu þekkingu á nútímatækni í vinnslu slíkra efna að námi loknu. Til þessa hafa fyrirtæki sem nota tölvustýrð- an búnað þurft að kosta þjálfun starfsmanna sinna en nú er Iðn- skóli Hafnarfjarðar farinn að bjóða þetta nám. Ásamt mér kom Axel Sölvason, tækjafræðingur verk- fræðiskorar Háskólans, til liðs við Paul, sem með ódrepandi áhuga og án fjárstyrks nokkurs staðar frá, keyrði áfram undirbúningsvinnu að skipulagningu verkstæðisins og út- vegun tækjabúnaðar sem til þarf. Unnum við að þessu í hátt á annað ár, heimsóttum fjölda innflytjenda, leituðum hagstæðustu kaupa, skipu- lögðum og deildaskiptum húsnæð- inu sem til boða stóð og settum saman heildaráætlun. Hvar sú áætl- un er nú hefi ég enga hugmynd um og er hræddur um að hún sé komin í þann grafreit sem hýsir öll þau fyrirheit sem íslenskum hugvits- mönnum hafa verið gefin á liðnum áratugum um aðstöðu og stuðning. Á sýninguna vantar nöfn fjöl- margra hugvitsmanna sem eiga þar frekar heima en undirritaður og vil ég þar fyrstan nefna Jón Þórð- arson, framleiðslustjóra á Reykja- lundi, en eftir hann liggja ótal upp- finningar sem sumar hafa valdið byltingu á sviði plastframleiðslu í heiminum. Bandarískt fyrirtæki eignaði sér rétt á einni uppfinningu Jóns og hótaði lögsókn er Jón ætl- aði að standa á rétti sínum en þar sem málaferli í USA kosta himin og haf sá Jón sitt óvænna og varð að láta í minni pokann. Hann hannaði einnig fyrstu handfærarúlluna sem gagnaðist og var komin í fram- leiðslu knúin sjódrifinni túrbínu, en komst í hendur aðila sem treyst var, en sem breyttu drifbúnaði úr túrbínu í rafdrif. Ekki má gleyma útblásturshreinsibúnaði sem skilaði tæplega 100% virkni við prófun í Ísal og síðar í Bandaríkjunum en náði ekki flugi af ókunnum ástæð- um. Ævar Jóhannsson á sess meðal snjöllustu hugvitsmanna okkar en ein uppfinning hans hefir fært ljós- og kvikmyndaiðnaði heimsins ómældan hagnað án þess að Ævar sæi krónu. Honum hugkvæmdist að snúa negativfilmu í positív á fram- köllunarstigi á kemiskan máta í stað lýsingar. Hann sótti um einka- leyfi og fékk það án andmæla. Æv- ar bauð AGFA að kaupa einkaleyfið en þeir þóttust ekki hafa áhuga á því en buðust til að greiða „sann- gjarna“ en sáralitla borgun fyrir notkun þess. Ævar, sem lagt hafði í verulegan kostnað við að afla þess í Þýskalandi, vildi ekki ganga að þessum afarkostum, en varð svo, skömmu síðar að gefast upp við að borga af því vegna fjárskorts. Að- eins liðu nokkrir mánuðir þar til farið var að að nota þessa aðferð um allan heim. Ævar fann upp íssjá sem lengi hefir verið notuð við jöklarannsóknir og leit í ís. Ekki þarf að minna á lúpínuseyðið sem Ævar þróaði og þau hjón framleiða á eigin kostnað og gefa krabba- meinssjúkum. Ég læt þetta nægja um íslenska uppfinningamenn sem fæstir hafa náð að lifa af hugvitinu. Ástæðan er að vegna þess að meðan allt snýst um að gera hugmynd að veruleika, gera menn ekki annað og ef pen- ingar fást ekki til prófana og frum- gerðasmíði, sjá þeir sér og sínum ekki farborða. Okkur hefir frá upp- hafi vantað sjóði sem veita áhættufé í þróun góðra hugmynda. Í Iðntæknistofnun standa ágætis kennslutæki í meðferð CNC-véla í eigu Háskólans, Tækniskólans og Iðntæknistofnunar og hafa gert í mörg ár. Þegar frumgerðasmiðja Pauls er orðin að veruleika og Tækniháskól- inn nýtir hana með íslenskum hug- vitsmönnum er stigið stórt skref í þá átt að nýta íslenskt hugvit. Þetta, ásamt sjóði sem hefði að markmiði að aðstoða menn við að sækja um og halda í gildi fengnum einkaleyfum er annað mikilvægt skref, svo sem dæmi Ævars og Jóns sanna. Sýning Landssam- bands hugvitsmanna Eftir Ásgeir Long „Allt snýst um að gera hugmynd að veruleika.“ Höfundur er vélfræðingur. UNDANFARNA daga hefur ver- ið frá því sagt í fjölmiðlum, að al- þingismenn úr Framsóknarflokki hafi á Alþingi hindrað framgang frumvarps dómsmálaráðherra um breytingu á lögmannalögum, þar sem lagt var til, að lagadeildir há- skóla á Íslandi skyldu njóta jafnræð- is að því er varðar almenn mennt- unarskilyrði lögmanna. Allir sem fylgst hafa með málinu vita, að ástæðan fyrir þessu er mikill hags- munaþrýstingur frá fyrirsvars- mönnum lagadeildar Háskóla Ís- lands, sem virðast hafa gleymt þeim meginreglum sem þeim er ætlað að kenna nemendum sínum og snerta jafnræði manna fyrir lögum. Ótti þeirra við samkeppni frá Háskólan- um í Reykjavík hefur fengið þá til að gleyma þessu. Og þessa dagana reyna þeir að kynna sig fyrir ný- nemum annað árið í röð sem einu lagadeildina, sem geti útskrifað full- gilda lögfræðinga. Rétt er að skýra stuttlega fyrir lesendum meginþætti þessa sérkennilega máls. Í frumvarpinu var lagt til, að breytingar yrðu gerðar á þeirri grein laganna um lögmenn, þar sem talin eru upp skilyrði þess að geta öðlast réttindi til að verða héraðs- dómslögmaður. Ákvæðið hljóðar svo: „hefur lokið embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands“. Með frumvarpinu var lagt til, að þetta breyttist í: „hefur lokið fullnaðar- námi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi frá lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla“. Forkastanlegur málflutningur HÍ er ekki lengur eini háskólinn á Íslandi sem kennir lögfræði. Með frumvarpinu var lagt til, að kveðið yrði á um þetta menntunarskilyrði með almennum hætti. Á bak við býr það sjónarmið, að það fái ekki stað- ist, að unnt sé í lögum að miða þetta skilyrði við nafngreindan skóla. Í slíku felst lögbundin mismunun milli skóla í landinu. Það ætti ekki að valda nokkrum manni vandræðum að skilja þetta. Fyrst í stað máttum við sem störf- um við lagadeild HR hlýða á þann boðskap frá fyrirsvarsmönnum laga- deildar HÍ, að við kenndum minni eða ómerkilegri lögfræði en þeir. Einn þeirra lét sér meira að segja sæma að skrifa greinar í blöð undir fyrirsögninni „Hversu lítið má kenna í lögfræði?“ til að gera kennslu okkar og námsskrá tor- tryggilega. Þetta var forkastanlegur málflutningur og með öllu rangur. Í lagadeild HR erum við að kenna lög- fræði og ekkert nema lögfræði. Við notum ekki sömu námsskrá og laga- deild HÍ vegna þess fyrst og fremst að við vildum sníða af annmarka, sem við teljum hafa verið á laga- kennslu hér á landi. Nemendur okk- ar þurfa að leggja mjög hart að sér við námið og hafa flestir gert það. Það er ótrúlegt yfirlæti og hroki sem felst í því að tala svona til okk- ar. Réttlæting fyrir frestun Þetta málflutningsvígi féll. Þá hröktust þeir í nýja víglínu til að hindra jafnréttið. Nú var sagt, að setja þyrfti í lög almennar viðmið- anir um námsskrár lagadeilda í há- skólum, áður en slík breyting yrði gerð sem fólst í frumvarpi dóms- málaráðherra. Virðast framsóknar- mennirnir, sem hindruðu framgang málsins, hafa notað þetta sem rétt- lætingu fyrir frestun þess nú. Þrátt fyrir frestunina hafa þeir þó ekki þorað annað en að lýsa sig sammála því meginviðhorfi, að ekki komi til greina til frambúðar að mismuna há- skólum í lögum að þessu leyti. Menn verða að spyrja sjálfa sig, hvort öruggt megi telja, að þetta viðhorf haldist óbreytt hjá þessum þing- mönnum fortíðarinnar eftir alþing- iskosningar. Sé nánar að gætt, sést strax, að þetta gat ekki talist frambærileg ástæða fyrir frestun málsins. Fram að þessu hefur ekki verið að finna í lögum ákvæði um efnislegar kröfur í laganámi við HÍ. Lagadeildin hefur alltaf ráðið námsskránni þar sjálf. Aldrei áður hefur heyrst krafan um að kveðið yrði á um slíka hluti í lög- um. Hvað sem því líður er ljóst, að standi raunverulegur vilji manna til að setja ákvæði um námsskrár við háskóla í lög, ættu þau ákvæði frem- ur heima í almennum lögum um há- skóla, en í sérstökum lögum, þar sem fjallað er um starfsréttindaskil- yrði til einstakra starfa. Benda má á, að í lögum sem nú gilda almennt um háskóla er kveðið á um eftirlit menntamálaráðherra með starfsemi þeirra, meðal annars að því er varð- ar kennsluskrár. Hafa flestir menn talið þetta nægilegt hingað til. Haft skal líka í huga, að í texta frumvarpsins sjálfs kom fram ákveðin krafa um það nám, sem lög- menn þurfa að hafa stundað til að geta öðlast starfsréttindi sín, þar sem talað var um að þeir þyrftu að hafa „lokið fullnaðarnámi í lög- fræði“. Til þess að uppfylla þetta skilyrði, er ekki nægilegt, að hafa stundað nám í öðrum greinum en lögfræðigreinum til grunnnámsins. Var þetta skýrt í greinargerð með frumvarpinu. Réttlætiskrafa nemenda Við þetta bætist síðan, að breyt- ingin, sem frumvarpið ráðgerði á lögmannalögunum hindraði ekki að neinu leyti ráðagerðir um að huga að ríkari efniskröfum til háskólanáms í lögfræði í settum lögum, hvort sem menn vildu þá setja slík ákvæði í lögmannalög eða almenn lög um há- skóla. Að því geta menn hugað á komandi þingum, án þess að sú laga- breyting sem hér um ræðir hefði haft þar nokkur áhrif. Persónulega er ég því andvígur, að slíkar kröfur séu settar í lög, því ég tel háskóla eiga að njóta frelsis til að ákveða námsskrár sínar. Að mínu mati er nægilegt að kveða á um almennt eft- irlit með háskólanámi í lögum um háskóla, svo sem þegar er gert. Nú þegar stunda fjölmargir nem- endur lögfræðinám við aðra skóla en HÍ. Til dæmis eru nemendur á fyrsta námsári við HR nú um 75 talsins og innritanir til náms næsta haust eru að hefjast. Þessir nem- endur eiga kröfu til þess, að ekki sé í lögum viðhaldið óvissu um þau rétt- indi sem nám þeirra veitir. Það er al- þingismönnum til vansæmdar að hafa ekki viljað ganga til þessa ein- falda verks strax. Þeir sem hyggja á nám í lögfræði við HR næsta haust hafa samt ekkert að óttast. Búið verður að jafna stöðu skólanna í þessu efni löngu áður en þeir munu útskrifast sem lögfræðingar, af þeirri einföldu ástæðu, að ekki er stætt á neinu öðru. Ómurinn úr for- tíðinni mun þagna í þessu máli, eins og hann hefur gert í öðrum fram- faramálum á liðnum árum. Af gæslu forrétt- inda – einföldu verki slegið á frest Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er prófessor við lagadeild HR. „Þeir sem hyggja á nám í lög- fræði við HR næsta haust hafa samt ekkert að óttast.“ Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848 fyrirtaeki.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.