Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmsteinn Hall-grímsson fædd- ist á Skálanesi við Seyðisfjörð 31. maí 1925. Hann lést á Landspítalanum föstudaginn 7. mars síðastliðinn. Hólm- steinn var sonur hjónanna Maríu Guðmundsdóttur frá Brimbergshjáleigu við Seyðisfjörð, f. 29. janúar 1891, d. 13. apríl 1969, og Hall- gríms Ólasonar frá Hrjóti í Hjaltastaða- þinghá, f. 22. janúar 1889, d. 9. júní 1965. Systkini Hólmsteins voru níu talsins og eru þrjár syst- ur eftirlifandi af þessum stóra hópi. Óli Svavar, f. 30. maí 1912, d. 6. maí 1987, Valgerður, f. 8. októ- ber 1913, d. 21. apríl 1987, Stein- unn, f. 9. mars 1915, d. 16. október 1994. Guðmundur, f. 6. júlí 1916, d. 15. maí 1930, Margrét, f. 21. ágúst 1918, Hulda, f. 28. septem- ber 1919, d. 15. desember 1988, Völu. 3) Hallgrímur Óli viðskipta- fræðingur, f. 1965, kvæntur Ás- gerði Sveinsdóttur. Þau eiga son- inn Hólmstein Skorra en Hallgrímur á son, Guðmund frá fyrri sambúð. Börn Ásgerðar frá fyrra hjónabandi eru Valgerður og Guðmundur Örn. 4) Guðrún lögfræðingur, f. 1970, gift Einari Erlingssyni og eiga þau tvö börn, þau Jónu Björk og Viktor Inga. Hólmsteinn bjó á Skálanesi ásamt systkinahópnum og stund- aði þar vinnu með bræðrum og systrum ásamt föður sínum. Mikil hlunnindi fylgdu jörðinni á Skála- nesi s.s. fugl og fiskur. Þau flutt- ust til Seyðisfjarðar árið 1941 og fimm árum síðar til Reykjavíkur. Hólmsteinn nam málaraiðn hjá Halldóri Magnússyni málara- meistara og starfaði við iðn sína fyrstu árin hjá Sameinuðum verk- tökum hjá hernum á Keflavíkur- flugvelli og síðar við eigin rekstur ásamt Sigurði Björnssyni málara- meistara eða frá árinu 1954 til ársins 1972. Hann hóf störf hjá Málningu hf. í Kópavogi 1. mars 1972 og starfaði þar allt til ársins 1992 eða þar til hann fór á eft- irlaun. Útför Hólmsteins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hallgrímur, f. 14. maí 1923, d. 14. september 1998, Sigfríð, f. 14. júlí 1927, og Helga, f. 17. ágúst 1928, hún er búsett í Kaliforníu. Fósturdóttir Maríu og Hallgríms var Jakob- ína Hermannsdóttir, f. 28. júní 1934, d. 22. apríl 1986, en hún var dóttir Valgerðar. Hólmsteinn giftist hinn 17. júní 1950 Þorgerði Guðmunds- dóttur frá Seljum í Helgafellssveit, f. 27. mars 1930, d. 13. maí 1991. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigrún skrifstofumaður, f. 1950, býr í Englandi og á þrjú börn, Ægi Bryce með fyrri manni sínum Neil Morgan, og þau Hönnu Maríu og Daníel Þór með seinni manni sín- um Richard Appleby. 2) Guð- mundur Bjarni iðnfræðingur, f. 1952, kvæntur Maríu Kristínu Thoroddsen, þau eiga tvö börn, Gunnar Hólmstein og Þorgerði Elsku pabbi. Núna ert þú farinn. Þú fórst svo skyndilega, en samt var undirliggjandi einhver grunur um að svona gæti þetta farið. Þú hélst ró þinni að venju og mættir örlög- unum með reisn, þeirri reisn sem einkenndi allan þinn lífsgang. Og nú þegar maður sest niður og hugsar til baka yfir farinn veg blasir við manni hversu ánægður, lífsglaður og hress þú varst. Þín ævi er ævi þess sem einskis saknar og hvergi fer á mis við lífið. Eitt einkenndi þinn mann meira en annað. Þú varst veiðimaður af guðs náð. Svo virðist sem það hafi ekki erfst til okkar systkinanna, nema að litlu leyti. Kænskan og út- sjónarsemin var þér í blóð borin, en eitt og annað náðir þú þó að kenna okkur. Viðleitni þín til veiða var sú viðleitni sem einkennir mann sem alla tíð hefur mátt afla fanga fyrir sig og sína, í samlyndi við náttúr- una. Aldrei of lítið, enda aldrei án afla, en heldur ekki of mikið eða meira en þurfti. Ýmislegt kenndir þú okkur, en það sem ég man best er sýnikennslan sem ég fékk í tví- gang hjá þér við tvær ár tvö ár í röð. Þú varst á ferð norður í land til hennar Fríðu en gerðir okkur þann greiða að stoppa við Víðidalsá hjá mér og veiðifélaga mínum, honum Svanbirni. Við höfðum frá litlu að segja þegar þú komst og ekki laust við að sjá mætti í svip þínum hversu aumkunnarverðir veiðimenn þarna voru á ferð. Græjurnar vantaði á hvorugan okkar, vöðlur í hæsta gæðaflokki og stangir úr dýrustu efnum. Þú hins vegar varst á jogg- inggalla og mokkasíum. Sá útbún- aður stoppaði þig þó ekki í að kenna okkur Svanbirni hvernig fara ætti með veiðistöng. Þú tókst af mér stöngina og um tíu mínútum síðar mátti ég halda við tíu punda lax á meðan þú gafst honum náðarhöggið. Laxinn var settur í plast og grill- aður skömmu síðar í Furulundinum hjá henni Fríðu. Ég sé þig fyrir mér í dyragættinni hjá henni bísperrtan með laxinn í annarri hendinni: „Sko Fríða mín, ég kom við hjá strákun- um í Víðidalnum og sótti þennan á grillið“. Sumarið á eftir vorum við Svan- björn komnir í Miðfjarðará, og ef- laust búnir að bæta vel við græj- urnar frá árinu áður. Allt kom fyrir ekki við vorum fisklausir þegar þú mættir, nú með hana Fríðu með þér og hann Guðmund minn. Hvort það tók þig fimm eða tíu mínútur að sýna okkur hvernig veiða átti lax í þetta skiptið man ég ekki. Ég man hins vegar vel svipinn á honum syni mínum þegar hann horfði á afa sinn, töframanninn á strigaskónum, snara einum 8 punda nýgengnum á land. Aðstoðarmenn afa vorum við Svanbjörn. Við fengum að rota og plasta fyrir þig. Margs er að minnast og margt kemur upp í kollinn. Ég geymi þær minningar og orna mér við þær eins og þú gerðir svo vel. Hvert tækifæri var notað til að fá þig til að segja góða veiðisögu. Ég ætla að halda minningu þinni á lofti með þessum sögum og segja honum Hólmsteini mínum frá afa Steina, mesta veiði- manni og lífskúnstner sem ég þekkti. Hvíldu í friði, bið að heilsa henni mömmu. Þinn sonur, Hallgrímur. Ég kynntist Steina tengdaföður mínum fyrir um 16 árum þegar ég var að vinna hug yngstu dóttur hans. Steini var einstaklega líflegur og skemmtilegur maður sem var þeim kostum gæddur að vekja hrifn- ingu fólks á öllum aldri. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Steina. Við Gunna vorum frekar ung þegar við kynntumst og Gunna bjó þá í foreldrahúsum á Háaleitisbrautinni. Einn morguninn kom Gunna hlæjandi út úr herberg- inu sínu hálfátta um morgun. Steina fannst þetta eitthvað undarlegt að dóttir hans kæmi hlæjandi fram og fór inn í herbergið hennar, þar stóð ég stjarfur af hræðslu á miðju gólfi og óskaði þess að ég væri ósýnileg- ur. Hann leit í augun á mér og fór út án þess að segja orð. „Hann var að koma með strætó,“ sagði Gunna við pabba sinn þegar hann kom aftur fram. Hann vissi mæta vel afhverju ég var þarna og var ekkert að gera mál úr því. Steini var mikill veiðimaður og einstaklega góður sögumaður. Hann kynnti fyrir mér heim veiðimanns- ins og á ég honum mikið að þakka fyrir það. Ég fór nokkrar mjög eft- irminnilegar og skemmtilegar ferðir með honum í Veiðivötn, á svart- fuglsveiðar og á gæsaveiðar. Í Steina bjó reynslumikill veiðimaður með snilldarfrásagnargáfu, sögurn- ar hans voru ákaflega líflegar og skemmtilegar. Hann ferðaðist mikið og var mjög eftirtektarsamur, hann gat framkallað mjög skýrar myndir úr ferðum sínum með frásögn sinni. Við Gunna bjuggum á Ísafirði í nokkur ár. Steini var duglegur að heimsækja okkur og var ávallt mjög gaman þegar afi var í heimsókn. Eitt sinn var Steini að fara í flug til Reykjavíkur úr einni slíkri heim- sókn. Við vorum búnir að ákveða að ég keyrði hann út á flugvöll. Ég gleymdi mér í minni vinnu og Steini hringdi í mig og sagði mér að vélin væri komin og hvort ég væri ekki að koma. Ég sæki Steina heim og keyri hann út á flugvöll. Hann hleypur inn í afgreiðslu og biður um „hopp- miða“, vélin var þá tilbúinn til brott- farar og í óðagátinu fær Steini „hoppmiða“ þá 70 ára gamall en „hoppmiði“ var einungis ætlaður 26 ára og yngri. Svona var Steini, vakti hrifningu allra og afgreiðslumaður- inn gerði það sem hann bað um þrátt fyrir að vita að reglurnar sögðu annað. Guð blessi minningu Hólmsteins Hallgímssonar, hans verður minnst með þakklæti og virðingu. Einar Erlingsson. Þó að vitað væri að Steini væri á leið í erfiðan uppskurð þá kom frétt- in um andlát hans á óvart. Steini var nefnilega alltaf svo hress og kátur að það kom einfaldlega ekki til greina að hann væri neitt á förum þó æviárunum færi fjölgandi. Þó skiptst hafi á skin og skúrir á æviferli, ótímabært fráfall Gerðu frænku minnar, eiginkonu hans, var viðhorf Steina til lífsins með þeim hætti að eftir var tekið. Að hitta Steina var sem ferskur andblær, alltaf var hann skemmtilegur, léttur og kátur og alltaf kvaddi maður hann brosandi. Það er ekki hægt að kveðja Steina án þess að minnast á veiðiskapinn. Steini var nefnilega veiðimaður. Hvort sem það var lax, rjúpa eða gæs, allt þetta stundaði Steini með góðum árangri. Svona dags daglega hafði hann ekki góða sjón svo ekki sé meira sagt, en þegar útí veiðina var komið þá breyttist allt. Hann sá laxa þar sem enginn sá og rjúpuna á ótrúlega löngu færi. Honum lék vel að miðla þekkingu sinni á veiðiskap. Fyrstu fluguköst undirritaðs voru undir öruggri handleiðslu hans og fyrsta rjúpan var skotin með láns- byssu frá Steina. Hann var hafsjór af fróðleik og sá kunni nú að segja veiðisögur. Sögurnar hans voru ólg- andi af lífi, laxarnir voru stórir og margir, rjúpurnar í rosalegum breiðum og veiðin alltaf góð. Steini var félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til margra ára og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um, var m.a. í skemmtinefnd og ár- nefndum. Fyrir nokkrum árum síð- an fékk ritstjóri Veiðimannsins, tímarits SVFR, Steina til að segja lesendum góða veiðisögu. Steini skrifaði skemmtilega grein um veiðiferð í Miðfjarðará sumarið 1958. Lokaorð greinarinnar lýsa Steina nákvæmlega, en hann segir einfaldlega „Það var roslega gaman þetta sumar.“ Já, það var nefnilega alltaf rosalega gaman í kringum hann Steina! Börnum Steina og að- standendum öllum vottum við sam- úð okkar og sérstaklega henni Fríðu, en með henni átti hann góðar stundir núna síðustu árin. Bjarni og Þórdís Klara. Hólmsteinn er genginn. Hann var einn af skemmtilegustu persónum sem ég hef kynnst, það ólgaði í honum af fjöri og góðum til- svörum. Alltaf var gaman að hitta Hólmstein, því hann víkkaði sjón- deildarhringinn með nýjum sjónar- miðum og veraldarmati. Hólmsteinn sagði mér þær æsi- legustu og lygilegustu laxveiðisögur sem ég hef heyrt og endaði hverja sögu með kjarnyrtum ummælum að þetta væri heilagur sannleikur. Bak við hressilega framhlið Hólmsteins bjó viðkvæm persóna með stórt hjarta fjöldskyldumanns- ins, sem þótti óendanlega vænt um börnin sín og fjölskyldur þeirra. Litríkur persónuleiki Hólmsteins gerði líf svo margra okkar auðugra, og skilur eftir tómarúm við brottför. Samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og barnabarna Hólm- steins, og Fríðu, sem var honum hlýr og traustur förunautur síðustu árin. Dóra Thoroddsen. Mig langar til að minnast góðs vinar míns, hans Hólmsteins, pabba Gunnu vinkonu minnar. Mér er mjög minnistætt þegar ég hitti Steina, eins og hann var alltaf kallaður, í fyrsta skipti. Ég fór heim með Gunnu eftir einhvern skóladag- inn okkar í Versló og hún kynnti mig fyrir pabba sínum. Steini tók af- skaplega vel á móti mér og tók hressilega í hönd mína og spurði hverra manna ég væri. Síðan þegar hann var búin að rekja úr mér garn- irnar um ætt mína þá settumst við í eldhúsið á Háaleitisbrautinni og fengum okkur að drekka. Steini var mjög skemmtilegur maður sem gaman var að spjalla við hvort sem það var um námsbækur, sem við Gunna vorum að lesa eða um strákamálin hjá okkur því ekki leiddist honum að fá að fræðast að- eins um hvernig þau mál gengu hjá okkur, því honum var nú mjög um- hugað um að við Gunna myndum nú ná okkur í almennilega og fram- bærilega menn. Svo þegar kom að því hjá mér að ég kynntist mann- inum mínum og ég kynnti hann fyrir Steina einn daginn þá hafði ég lúmskt gaman af því að heyra Steina yfirheyra hann um ættir hans og menntun. Steini bjó við mikið ríkidæmi, en hann átti 4 börn og 9 barnabörn og svo átti hann því láni að fagna að kynnast yndislegri konu, henni Fríðu fyrir nokkrum árum, en Steini missti Gerðu konu sína fyrir 13 ár- um, en þá var Gunna vinkona aðeins tvítug að aldri. Mér fannst alltaf jafngaman að hitta Steina og Fríðu hvort sem það var á förnum vegi eða hjá Gunnu og Einari, þau geisluðu af lífsgleði og hamingju og mér þótti alltaf svo vænt um að heyra hversu vel Steini fylgdist með mér og minni fjöl- skyldu. Hann heilsaði og gantaðist í strákunum mínum eins og um hans eigin afastráka væri að ræða. Ég kveð þig, Steini minn, með þökk fyrir þau ár sem ég þekkti þig og ég vil votta Fríðu, Gunnu og Ein- ari og öllum ástvinum Steina mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Hólmsteins Hallgrímssonar. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Í dag er til moldar borinn félagi okkar, Hólmsteinn Hallgrímsson. Hólmsteinn hóf störf hjá félaginu þegar hann var á fimmtugsaldri og starfaði með okkur hátt í tuttugu ár eða allt þar til hann fór á hin ljúfu eftirlaun eins og hann kallaði það. Hólmsteinn starfaði sem verkstjóri og það var sko ekkert „Lundarreykjadalskjaftæði“, sem viðgekkst undir hans stjórn. Það var ætlast til þess, að fólk stæði sig í vinnunni og væri ekki með neitt hangs. Þrátt fyrir agann þá var allt- af stutt í gleðina og léttleikann, sem einkenndi alla hans tilveru. Eftir að hinum hefðbundna starfsferli lauk, þá tóku við ný ævintýri með ferða- lögum og ýmsum skemmtilegum uppákomum, þannig að við urðum græn af öfund og létum okkur dreyma um tímann þegar við færum á eftirlaun. Það var yndislegt að fylgjast með karlinum, hvað hann naut þess að vera til og skemmta sér. Hólmsteinn hafði alla tíð mikla ánægju af samskiptum við fólk. Hann var þátttakandi í ýmsum sam- tökum, þar sem hann lét til sín taka og hafði skoðanir á öllum málum hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða annað sem var eftst á baugi. Við hjá Málningu nutum þess að fá hann í heimsókn, heyra seinustu ferða- sögurnar, ná honum aðeins upp út af stjórnmálum og hvernig farið er með gamla fólkið í dag og síðast en ekki síst var það hrein upplifun að fá að spila við Hólmstein bridge, sem hann kunni betur en flestir hér á bæ. Sögnin í bridge var iðulega þrjú grönd hjá honum og ef hann hafði mjög hátt við borðið, þá stóð spilið tæpt og óvíst að hann stæði það, sem hann gerði nú oftar en ekki. Helmingur núverandi starfsmanna hafði aldrei unnið með Hólmsteini, en engu að síður var hann búinn að kynnast þeim flestum. Allir litu á hann sem einn af hópnum og tóku honum fagnandi þegar hann kom í heimsókn á Dalveginn. Við viljum votta Svanfríði og fjöl- skyldu Hólmsteins okkar innileg- ustu samúð og megi minningarnar um margbrotinn mann vera ykkur styrkur og fylla ykkur hlýju í fram- tíðinni. Starfsfólk Málningar hf. Vinur minn Steini málari er lát- inn. Hann hringdi í mig daginn áður en hann var lagður inn á sjúkrahús í hjartaaðgerð og ávarpsorð hans voru eins og ævinlega þegar við töl- uðumst við: „Sæll vinur“. Steina var alveg ljóst að fyrirhuguð aðgerð var vandasöm og brugðið gæti til beggja vona með árangurinn. Kannske hringdi hann þess vegna, einhvers konar kveðjusamtal eða bara til þess að láta vita af sér. Ég er honum alla vega þakklátur fyrir að hringja og gefa mér tækifæri til þess að ræða við sig í síðasta skipti áður en hann lagði af stað yfir móðuna miklu. Það var 13 ára aldursmunur á okkur Steina og lágu leiðir okkar ekki alltaf saman en tengdust þó æði oft, hvort sem var við spilaborð- ið, í veiðitúrum eða í heimilisboðum. Steini og Gerða kynntust foreldrum mínum þegar ég var stráklingur fyr- ir 55 árum síðan og hefur vináttan bara styrkst og haldist milli okkar fjölskyldna alla tíð síðan. Steini var hvers manns hugljúfi, hrókur alls fagnaðar, frábær í sínu fagi, öðlingur sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var maður sem ég með ánægju gaf eitt sinn þann vitn- isburð að ég gæti ábyrgst hann hundrað prósent. Farðu í friði, hafðu þökk fyrir ánægjulega samfylgd. Grétar H. Óskarsson. Elsku Steini minn, nokkur kveðjuorð. Laugardaginn 1. mars þegar við Hörður, Baddý og Árni komum í kaffi til ykkar Fríðu varst þú að horfa á eitt af uppáhalds sjónvarps- efninu þínu, Enska fótboltann. Þeg- ar við kvöddum þá varstu hress eins og þú ætíð varst, þó sárlasinn værir. Okkur óraði ekki fyrir því að þetta væri í síðasta skiptið sem við hitt- umst, en lífið er svona og maður veit aldrei hver er næstur. Ég minnist þín líka, frá uppvaxt- arárunum okkar góðu, í Skálanesi við leik og störf. Lifandi og uppá- tækjasamur varstu og brallaðir margt með okkur Helgu systur sem móðir okkar var nú ekki alltaf hrifin af. Við yngstu systkinin vorum mjög náin og áttum margar góðar sam- verustundir með þér og Gerðu. En svo varðst þú fyrir því áfalli að missa hana langt um aldur fram. Steini minn ég dáðist að þér hvað þú varst duglegur að hugsa um hana þar til yfir lauk. Þið voruð mjög samrýmd hjón og það var mikill missir fyrir þig, en þú áttir góða að. Öll él birta upp um síðir og þú varðst þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta góða konu sem hefur verið sambýliskona þín síðastliðin ár. Okkur hefur verið vel til vina og við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Fríða mín, við vottum þér okkar dýpstu samúð og vitum að þú átt eft- ir að sakna hans mikið. Sigrún, Guð- mundur, Hallgrímur, Guðrún og fjölskyldur, við biðjum góðan Guð HÓLMSTEINN HALLGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.