Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 25 að styrkja ykkur í sorginni. Pabbi ykkar var frábær maður. Eitt er víst að minningin er góð og hún lifir. Við kveðjum Steina með virðingu og söknuði. Sigfríð og Hörður. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs móðurbróður míns, hans Steina frænda. Mínar fyrstu minningar eru frá því að ég fékk að fara í fyrsta skipti til Reykjavíkur, frá Seyðisfirði, að heimsækja ömmu og afa, tengjast honum, Gerðu, Sigrúnu og Gumma. Móðurfjölskyldan var stór, systk- inahópurinn frá Skálanesi taldi tíu börn. Nú eru sjö farin, eftir lifa þrjár systur, Magga, mamma mín Fríða og Helga sem búsett er í Bandaríkjunum. Steini frændi minn var einstakur maður. Hvar sem hann kom fylgdi honum ávallt hressilegur andblær, kærleiki og hlýja. Eftir samvistir við hann var maður alltaf jákvæðari og bjartsýnni. Fyrir tæpum þremur árum var haldið ættarmót á Seyðisfirði. Þar voru samankomnir afkomendur afa og ömmu frá Skálanesi. Þetta var ógleymanlegur tími, að fara út í Skálanes, fæðingarstað Steina og ganga þar um, og heyra frásagnir hans af uppvaxtarárunum. Þetta eru minningar sem mér finnst gott að eiga. Fyrir ári flutti ég í nýja íbúð í kjölfar mikilla og erfiðra breytinga í mínu lífi. Elskulegur frændi minn kom strax að hjálpa mér að skipu- leggja málningu á íbúðinni og sá einnig um að kaupa allt sem til þurfti. Hann titlaði sig sem verk- stjóra og sá um að allt gengi fljótt og vel fyrir sig. Síðasta minning mín um hann er þegar ég fór ásamt foreldrum mín- um að heimsækja hann og Fríðu sambýliskonu hans, nokkrum dög- um áður en fyrirhuguð skurðaðgerð fór fram. Ég sá að af honum var dregið en hann var tilbúinn að taka áhættuna í von um betri heilsu. Þrátt fyrir þetta var stutt í glettnina og hans ákveðnu skoðanir. Hann var sannkölluð hetja hverdagsleikans. Elsku Sigrún, Gummi, Hallgrím- ur og Guðrún, ég votta ykkur, mök- um ykkar og barnabörnum samúð mína. Einnig sendi ég þér, Fríða mín, mínar samúðarkveðjur á þess- um erfiða tíma. Ég kveð frænda minn með sökn- uði og virðingu. Minning hans lifir áfram. Bjarndís Harðardóttir. Elsku besti Steini. Hvern hefði grunað þegar við hittumst á förnum vegi yfir jólahátíðirnar að það yrði síðasta skiptið sem við sæjumst á þessari jörð. En svona er lífið, maður veit aldr- ei hvað kemur næst og verður að njóta hvers dags. Það vissir þú manna best og gerðir svo sannar- lega. Þú varst alltaf skælbrosandi með þína yndislegu Fríðu þér við hlið. Það var alltaf gaman þegar þú komst í heimsókn, fullur af áhuga á hvað við systkinin værum að gera og velvild í okkar garð. Þú varst okkur sem besti afi. Við hugsum til þín með söknuði en þó miklu þakklæti fyrir að hafa fengið að umgangast þig og njóta nærveru þinnar. Þær samveru- stundir sem við áttum saman eru fullar af gleði og ánægju. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta og allrar fjölskyldunnar og minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Megir þú hvíla í friði. Elsku Fríða, Sigrún, Gummi, Hallgrímur, Gunna og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eva Sóley. Sigríður Margrét Þorsteinsdótt- ir var fædd að Aðalbóli í Hrafn- kelsdal 25. júlí 1909, dóttir hjónanna Þorsteins Jónssonar og Soffíu Pétursdóttur. Hún var ein níu systkina. Átján ára gömul fór hún til Reykjavíkur og réð sig í vist, eins og það var kallað í þá daga, hjá presthjónunum Árna Sigurðssyni og Bryndísi Þórarinsdóttur. Hún var hjá þeim í tíu ár. Bar hún alla tíð mjög hlýjan hug til þeirra, einkum til frú Bryndísar sem sjá má af því að hún gaf mér, einka- SIGRÍÐUR MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Sigríður Mar-grét Þorsteins- dóttir fæddist að Að- albóli í Hrafnkelsdal 25. júlí 1909. Hún lést 8. mars 1993. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jóns- son og Soffía Péturs- dóttir. Systkini Sig- ríðar eru Margrét, María, Ingibjörg, Ragnheiður, Elísa- bet, Guðbjörg, Geir- rún og Pétur. Af þeim eru Geirrún og Pétur enn á lífi. Maki Sigríðar var Magnús Oddsson, f. 11. júní 1905, d. 8. júlí 1996. Dóttir þeirra er Bryndís, maki Úlfar Hinriksson og sonur þeirra er Magnús Örn. Útför Sigríðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dóttur sinni, nafn hennar. Árið 1944 gekk hún í hjónaband með Magnúsi Oddssyni, sjómanni og síðar leigubílstjóra. Bjuggu þau fyrst í Norður- mýrinni en árið 1959 fluttu þau í Klepps- holtið þar sem þau bjuggu þar til árið 1976 að Magnús lést. Síðustu árin dvaldi Sigríður á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði þar sem henni var sýnd einstök hlýja og góð umönnun. Hún lést þar í svefni laugardag- inn 8. mars, 2003. Sigríður var mjög falleg kona á yngri árum, og reyndar alla tíð, fínleg og viðkvæm. Hún hafði yndi af öllu fögru, hvort sem það var í klæðaburði eða umhverfi. Hún var einnig mjög frændrækin og stóð heimili hennar alltaf opið fyrir skyldmennum hennar að austan, þegar þau átti erindi til borgarinn- ar, til lengri eða skemmri tíma. Árið 1950 tóku Magnús og Sig- ríður mig að sér nýfædda og reyndust mér sem bestu foreldrar æ síðan. Er ég ævinlega þakklát forsjóninni fyrir það að hafa komið mér í svo góðar hendur. Ég þakka móður minni sam- fylgdina og bið henni blessunar guðs. Bryndís Magnúsdóttir. ✝ Jón GuðmundurSveinsson fædd- ist að Torfalæk í A.- Húnavatnssýslu 5. október 1924. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík, 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Sveinn Björns- son bóndi og smiður, f. í Sveinskoti á Álfta- nesi 10. október 1883, d. 1. desember 1957 og Guðbjörg Jónsdóttir, f. í Hnífs- dal 1. október 1901, d. 7. desember 1982. Föðurforeldrar Guðmundar voru Björn Sveinsson bóndi og sjó- maður og Kristín Þóroddsdóttir og móðurforeldrar hans Jón Jóns- son bóndi og Jófríður Jónsdóttir. Systkini Guðmundar eru Kristín, f. 1922, Björn, f. 1927, Jóhanna, f. 1929, Magnús, f. 1932 og Björg, f. 1938. Árið 1949 hóf Guðmundur bú- skap með Sólbjörgu Jórunni Vig- fúsdóttur, f. 20. júní 1917, d. 31. mars 1998, frá Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Jónsdóttir, f. 28. júlí 1878, d. 30. júní 1959, og Vigfús Guðmundsson, f. 10. októ- ber 1884, d. 15. nóvember 1963. Hinn 15. ágúst 1964 gengu þau í hjóna- band og bjuggu alla tíð í Innri-Njarðvík. Eignuðust þau 3 börn. Þau eru: 1) Drengur f. 5. júní 1951, d. 5. júní 1951. 2) Vigfús Heiðar, f. 4. júní 1953. 3) Svan- hildur Stella Júnírós, f. 23. júní 1955, gift Óskari Ásgeirssyni. Fyrir átti Sólbjörg börnin: 1) Dagný Austan, f. 21. janúar 1940, sambýlismað- ur Herbert Kristjánsson. 2) Karl, f. 10. september 1941. 3) Víg- steinn, f. 10. júní 1943. 4) Jóna Þórunn, f. 20. október 1944. Guðmundur gekk í barnaskóla Torfalækjahr. 1934 – 38. Stundaði skipasmíðanám í Skipasm. Egg- erts Jónssonar í Innri-Njarðvík frá 1946 – 1950 og lauk sveins- prófi sama ár. Hann vann land- búnaðarstörf á ýmsum stöðum fram að iðnnámi. Guðmundur starfaði lengst af í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Jafnhliða smíðum rak Guðmundur ásamt eiginkonu sinni hænsnabú í Innri- Njarðvík. Útför Guðmundar verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er tengdafaðir minn, Guð- mundur Sveinsson. Hans er sárt saknað. Það var árið 1981 sem ég kynntist Guðmundi. Áttum við alla tíð góð samskipti og er ég þakklátur fyrir það. Hann var mikill heiðurs- maður, rólegur í fasi, traustur og maður orða sinna. Alltaf var ánægjulegt að koma á heimili þeirra sæmdarhjóna Guð- mundar og Sólbjargar að Njarðvík- urbraut 16 í Innri-Njarðvík, en Sól- björg lést 31. mars 1998. Heimili þeirra minnti um margt á heimili eins og ég kynntist sem barn og ung- lingur í sveit, enda voru þau bæði fædd og uppalin í sveit. Sólbjörg óx úr grasi að Stóru-Hvalsá í Hrútafirði og Guðmundur að Torfalæk í Húna- vatnssýslu. Guðmundur var lærður skipasmiður. Jafnhliða launavinnu við skipa- og húsasmíðar rak Guð- mundur hænsnabú í Innri Njarðvík í áratugi. Einnig áttu þau nokkur hross og hund, sannkallað sveita- heimili. Ég vissi til að faðir Sólbjarg- ar bjó hjá þeim á árum áður, fjöl- skylduform sem minnir á lífshætti fyrri tíma. Ég man eftir að hafa farið til verka í hænsnahúsið ef svo bar undir ef Guðmundur eða Heiðar mágur áttu ekki heimangengt. Ekki dugði minna en fara í vinnugallann hans og setja upp derhúfuna, svo ekki dytti niður varpið. Mér fannst ég stundum heyra efasemdatón í nokkrum hænum úti í horni, eins og þær væru að segja að þetta væri nú ekki hann Guðmundur. Hann hafði á sínum tíma byggt hús sitt sjálfur og aðstoðaði þá einn- ig marga af nágrönnum sínum. Í þá daga var vöruskortur og menn fóru ekki öllum tilvikum í næstu verslun að kaupa efni eða verkfæri. Guð- mundur var handlaginn og smíðaði mörg sinna verkfæra sjálfur. Hann vann gegnum tíðina mikið heima við í bílskúrnum og þar kenndi ýmissa grasa, gömul verkfæri og áhöld frá fyrri tíð. Guðmundur sá sjálfur um allt viðhald á húsinu og umhirðu garðsins, sem þau Sólbjörg höfðu lagt mikla natni við og naut ég þeirr- ar ánægju að aðstoða þau einstaka sinnum. Ég tel mig hafa verið heppinn að hafa átt þess kost að kynnast Guð- mundi, ég tel mig hafa lært margt af honum. Ég kveð hann með virðingu og söknuði. Hvíl í friði. Óskar Ásgeirsson. Ó, hvað þú, guð, ert góður, þín gæzka og miskunn aldrei dvín; frá lífi minnar móður var mér æ nálæg aðstoð þín. Mig annast ávallt hefur og allt mitt blessað ráð, og mér allt gott æ gefur, ó, guð, þín föðurnáð. Það mér úr minni ei líði, svo mikli eg nafnið þitt, og þér af hjarta hlýði, þú hjartans athvarf mitt. (P.J.) Hlynur, Berglind og Aðalheiður. GUÐMUNDUR SVEINSSON Brosið þitt, hláturinn, gleðin og gamansögurnar sem þú alltaf hafðir á vörum munu ætíð fylgja minningu þinni. Takk fyrir það sem þú gafst okkur. Hvíl í friði. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Ólafur Sverrisson. HINSTA KVEÐJA Okkar ástkæri, SIGURÐUR SIGGEIRSSON frá Læk, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, þriðjudaginn 18. mars kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina, Fjóla Óskarsdóttir, Aðalheiður Ísleifsdóttir, Kári S. Kristjánsson, Sigurlaug Siggeirsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELLERT RÖGNVALDUR EMANÚELSSON, Faxabraut 36C Keflavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Kelfavíkurkirkju föstudaginn 21. mars kl. 11.00. Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, Emanúel Ellertsson, Lísa Ellertsson, Pétur Lúðvíksson, Karin Uglenes og barnabörn. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, JÓNAS EINARSSON WALDORFF, Álsvöllum 4, Keflavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 18. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Regnbogabörn. Helle Alhof, Einar Þórðarson Waldorff, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Daníel Einarsson. Karin Alhof, Edda María Einarsdóttir, Haukur Árnason, Þórður Waldorff, Aðalfríður Stefánsdóttir. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.