Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún JónaÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1922. Hún lést í Reykjavík 9. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þorsteinn J. Sigur- geirsson fyrrv. féhirðir hjá Búnaðar- banka Íslands og Að- albjörg Albertsdóttir húsfreyja. Eftirlif- andi systir Guðrúnar er Sigrún Þorsteins- dóttir, en eldri systk- ini, sem eru látin voru Garðar, Stefán og Guðlaug. Guðrún var tvígift. Fyrri maður hennar var Einar B. Waage hljóð- færaleikari. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Aðalbjörg Elísabet, gift Helga Kristinssyni og eru börn þeirra Gunnar og Guðríður Nanna. Sonur Gunnars er Helgi Saul. 2) Benedikta Guðrún, gift Halli Árnasyni og eru börn þeirra Gísli Jóhann, Þorvaldur Friðrik og Anna Guðrún. Gísli Jóhann er kvæntur Elínu Ásbjörnsdóttur og er sonur þeirra Einar Gísli. Hinn 21. október 1950 giftist Guðrún Gunnari B. Guðmunds- syni fyrrv. hafnarstjóra í Reykja- vík, en hann lést 4. janúar 2002. Börn þeirra eru 1) Jón Þorsteinn, kvæntur Margréti Birgisdóttur og eru dætur þeirra Lilja og Berglind. Dóttir Jóns Þor- steins frá fyrra hjónabandi er Lára Hrund. Börn Láru eru Birgir Arnar, Eyþór, Jón Hilmir og Hera Oddný Rak- el. 2) María Sigríður, gift Gérard Lemar- quis og eru börn þeirra Tómas, Þór, Andri Leó og Lea María. 3) Guðmund- ur Óli og eru börn hans Hrafnhildur Marta, Melkorka María og Álf- grímur Gunnar. 4) Hörður og eru synir hans Matthías og Guðbjörn. Guðrún lauk burtfararprófi í pí- anóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1943. Hún stundaði framhaldsnám í píanóleik við Ju- illiard School of Music og hjá Sascha Gorodnitzki í New York 1944-1945, við Det Kongl. Kons- ervatorium og hjá Haraldi Sig- urðssyni í Kaupmannahöfn 1949- 1952. Guðrún starfaði við píanó- kennslu með hléum m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskólann í Keflavík og Tónlistarskóla Kópavogs. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég kveð kæra tengdamóður mína Guðrúnu J. Þorsteinsdóttur með ljóði eftir hana sjálfa. Það heitir: Skammdegismyrkur á þorra. Nú er hennar síðasti þorri að baki og tekið að birta af vori. Þegar myrkrið er mest og magnleysið leggst yfir sálina, sé ég fyrir mér lækinn, sem liðast niður túnið. Endalaust, endalaust líður hann áfram. Ég heyri margstrengja hljóminn dökkna og lýsast. leysast sundur í ýmsa tóna, tafir við steina verða að smá andköfum, en svo er hann aftur frjáls og flýtir sér niður fjallshlíðina, áfram, áfram. Ég ligg í röku grasinu og augu mín reika um himininn, hina endalausu víðáttu. Og handan fljótsins rís jökullinn með hvíta fannbungu, eins og lok á fjötraðri mannssál. Feyktu mér vindur upp í hæðirnar, svo ég finni svalann leika um mig. Ljóðið birtir fallega, tæra og frið- sæla mynd. Í þessari mynd sé ég Junnu tengdamóður mína fyrir mér, nú þegar hún hefur kvatt þetta líf. Ég er reyndar viss um að Gunnar er þar þétt við hennar hlið, eins og hann var í þessu lífi, þar til hann kvaddi fyrir rúmu ári. Nú eru þau aftur, Junna og Gunn- ar, – saman í endalausri víðáttu. Ég þakka vináttuna, stöðuga hvatningu og góða samfylgd í þessu lífi og bið guð að blessa minningu Guðrúnar J. Þorsteinsdóttur. Margrét Birgisdóttir. Á kveðjustund við fráfall mág- konu minnar Guðrúnar J. Þorsteins- dóttur, er okkur hjónunum mikið þakklæti í huga fyrir samfylgdina við hana um hálfrar aldar skeið. Á námsárum bróður míns Gunn- ars B. Guðmundssonar í Kaup- mannahöfn 1948-1952 heyrðum við af nánum kynnum hans og Junnu, sem leiddi til hjónabands og frá þeim tíma stóð hún við hlið hans sem hin trausta eiginkona til dánardægurs hans 4. janúar 2002. Við erum þakk- lát fyrir að hafa átt með þeim svo margar góðar samverustundir á heimili þeirra í Reykjavík og á Hey- læk og þökkum heimsóknir þeirra til okkar í Bretlandi, sem svo oft urðu hvati að því að saman nutum við góðrar hljómlistar þar sem kunnátta Junnu gat ráðið vali. Eftir langar fjarvistir okkar bræðra var það mikil ánægja er við um tíu ára bil áttum heimili í nálægð hvor annars, nutum félagsskapar fjölskyldna okkar og fylgdumst með er börnin fæddust, uxu og döfnuðu. Á rúmu ári eru þau hjónin bæði fallin frá, en um ókomin ár munu erfðaeiginleikar þeirra lifa áfram í vel gerðum börnum þeirra og öðrum afkomendum, sem minn- ing um góða foreldra. Í söknuði get- um við verið þakklát fyrir minning- arnar og fagnað því að hafa svo oft átt með Junnu og Gunnari svo marg- ar góðar stundir. Við Guðfinna send- um innilegar samúðarkveðjur til barnanna þeirra og allra aðstand- enda. Ólafur Guðmundsson Bretlandi. Junna var hún jafnan kölluð af vinum sínum. Hún var góðum gáfum gædd og hefði getað látið til sín taka á mörgum sviðum mannlífsins. „Hæfileikar yðar eru á leiksviðinu,“ sagði Sigurður skólastjóri hennar úr Austurbæjarskólanum þegar hann hitti hana uppkomna stúlku. Og þau orð voru ekki mælt út í hött. Sami maður tjáði mér að þegar Junna las upphátt fyrir skólasystkini sín í barnaskólanum, þá hefðu hinir verstu ólátabelgir setið og hlustað líkt sem væru þeir dáleiddir. Hún hafði yndi af skáldskap, og á miðjum aldri setti hún saman dálitla ljóðabók sem því miður mætti ekki réttum skilningi hjá þeim sem um slíkt skyldu fjalla. Listdómarar mega vara sig, að vinna ekki ógagn með skrifum sínum. Og hún hafði einnig mikla hæfileika til að rita óbundið mál, og setti saman ýmsar minningar og frásagnarþætti sem hún las stundum í trúnaði fyrir vini sína. En hún var hikandi eins og margir listamenn og birti ekkert af þessum þáttum. Ef til vill hefur hún talið að þeir væru nokkuð opinskáir, eða aldrei nógu vel unnir. Hún hafði löngun til að ganga menntaveginn og horfði með nokk- urri öfund á eftir stallsystrum sínum sem fóru þá leið. En það var ekki sjálfsagt á kreppuárunum í Reykja- vík að ungar stúlkur fengju að stunda langskólanám. Og hún fékk nú að læra, bæði í foreldrahúsum og síðan af eigin rammleik úti í hinum stóra heimi, læra það sem hún þráði allra mest – að leika á píanó. Að loknu námi í Tónlistarskóla Reykja- víkur braust hún til framhaldsnáms í New York, í miðri geigvænlegri heimsstyrjöld, og síðar hélt hún til enn frekara náms í Kaupmannahöfn þar sem hún nam meðal annars hjá hinum mikla íslenska píanaóleikara Haraldi Sigurðssyni. Eftir heim- komuna lék hún einleik og stundaði undirleik við ýmis tækifæri, og hjá Ríkisútvarpinu eru varðveittar upp- tökur með fögrum og persónulegum píanóleik hennar. Í Kaupmannahöfn kynntist hún ungum verkfræðistúdent, Gunnari B. Guðmundssyni, og þau gengu í hjónaband haustið 1950. Þá voru ör- lög hennar ráðin í margvíslegum skilningi. Ef menn vilja komast áfram á listabraut, til að mynda leika einleik á hljóðfæri svo sem Junnu dreymdi um, þá tjóar ekki annað en helga listinni alla krafta sína. En slíkt var í þá daga ekki unnt fyrir húsmóður sem jafnframt þurfti að stýra stóru heimili, ala upp börn og styðja eiginmann í stóru og anna- sömu embætti. Ég veit að í sálu Junnu bjó alltaf nokkur sársauki yfir því að fá ekki að halda lengra áfram á þeirri braut þar sem hún fann í raun og veru mátt sinn og megin. Hún fékk nokkra útrás við að kenna ungu fólki píanóleik, en þá atvinnu stundaði hún áratugum saman með frábærum árangri; og hún gladdist við að hlýða á góða tónlist og fylgjast með merkilegu og gróandi hljómlist- arlífi þjóðar sinnar. En hitt er jafnvíst að aldrei iðr- aðist hún þess að velja þá braut sem hún kaus sér forðum daga í borginni við sundið. Gunnar maður hennar, sem lengi var hafnarstjóri Reykja- víkur, var sannur úrvalsmaður og hvers manns hugljúfi sem honum kynntist, og hjónaband þeirra Junnu var farsælt svo sem best mátti verða. En þótt Gunnar væri ávallt stilltur og ljúflyndur, þá var hann jafnframt fastur fyrir og atorkusamur og markaði heillarík spor í hafnarmál- um Íslands – og raunar víðar um heim, því hann var fenginn til að- stoðar við hafnagerð í fjarlægum löndum, í Asíu og Afríku. Gunnar andaðist skyndilega fyrir rúmu ári og fór þá eins og oft vill verða um hjón sem lengi hafa unað lífi í ást og eindrægni, að makinn sem eftir situr er að hálfu horfinn sömu leið. Við söknuðinn bættist að Junna hafði um árabil átt við marg- víslega vanheilsu að stríða. En hún gladdist við dugnað og farsæld barna sinna og barnabarna, og þau endurguldu henni með stakri um- hyggjusemi þegar á þurfti að halda. Og dugnaðurinn og bjartsýnin héldu henni uppi. Hún hafði verið slæm, hún hafði þurft að leggjast inn á spít- ala hvað eftir annað, en nú var hún miklu hressari, og hugurinn var full- ur af áformum um það sem hún ætl- aði að taka sér fyrir hendur. Og hún starfaði meðan stætt var. Í vetur sótti hún hljómleika alltaf þegar færi gáfust og heilsa hennar mögulega leyfði, í síðasta sinn aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Kannski má segja að hún hafi hlíft heilsu sinni miður en skyldi, en hún lifði líka líf- inu til hinstu stundar, og það líf var bæði farsælt, auðugt og gjöfult vandamönnum hennar og vinum. Við Sigríður vorum bundin þeim Junnu og Gunnari með margvísleg- um böndum. Böndum frændsemi og tengda, og umfram allt böndum óbil- andi vináttu, frá ungum aldri og til hinstu stundar. Þegar ég kynntist Junnu fyrst í Kaupmannahöfn, þá endurnýjaðist æskuvinátta mín við Aðalbjörgu móður hennar sem lengi stýrði matsölu á Amtmannsstíg 4 hér í borg. Aðalbjörg var réttum 40 árum eldri en ég, en sá aldursmunur hvarf þegar við blönduðum geði saman, sem oft bar við. Nú eru þau bæði horfin Gunnar og Junna. Missirinn er mikill, og við hjónin sendum börnunum þeirra hjartanlegar samúðarkveðjur. Þau mega vita að um foreldra þeirra eig- um við margar fagrar minningar sem lýsa okkur þann spöl sem við sjálf eigum ófarinn eftir. Aftur horfir ellin grá. Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. (Gr. Th.) Jónas Kristjánsson. Ég get ekki sagt að fregnin um lát Guðrúnar hafi komið mér á óvart. Samt snertir það mann ávallt jafn illa þegar nánir vinir hverfa á braut. Guðrún eða Junna, eins og hún var kölluð af okkur vinum hennar, hefur verið í nánasta vinahópi okkar Helgu heitinnar frá því að við vorum ung í Ameríku. Það var árið 1943 í New York að einn góðan veðurdag var hringt á dyrabjöllunni hjá okkur Helgu. Var þar komið ungt par sem við þekktum ekki mikið en könnuð- umst þó við, Guðrún Þorsteinsdóttir og fyrri maður hennar Einar B. Waage. Þau voru nýkomin til New York í sömu erindagjörðum og ég eða til að stunda framhaldsnám í tónlist, Einar á kontrabassa en Guð- rún á píanó. Frá þessum árum bund- umst við vináttuböndum sem aldrei slitnuðu. Á þessum árum var eftirsótt að komast til góðra kennara. Einar komst til fyrsta kontrabassista í Fíl- harmóníuhljómsveit New York. Betra gat það ekki verið. Ég bauðst til þess að tala við kennarann minn, Sascha Gorodnischski, um hvort hann væri tilkippilegur til þess að taka Junnu í tíma. Það gekk eftir og voru nú allir ánægðir. Því miður voru tímarnir hjá Gorodnischski stopulir vegna veikinda Junnu, sem oft hrjáðu hana á lífsleiðinni. Þegar ég var að búa mig undir fyrsta konsert minn í Bandaríkjun- um árið 1945 þurfti ég að æfa mig mikið. Raunar meira en fólkið í hús- inu þoldi og var þetta vissulega al- varlegt vandamál. Þá hlupu Einar og Junna undir bagga og buðu okkur Helgu með nokkurra mánaða son okkar að búa hjá sér úti á Long Is- land í tvo mánuði í einbýlishúsi sem þau höfðu tekið á leigu. Þar gat ég æft mig alveg ótruflaður. Sýnir þetta hversu ágætt það fólk var sem hér átti í hlut. Þessir tveir mánuðir liðu fljótt og eru í minningunni einn skemmtilegasti kaflinn í lífi okkar í Bandaríkjunum. Í þessari stuttu grein er hvorki staður né stund til þess að rekja ævi- feril Junnu með neinni nákvæmni. Einar og Junna skildu nokkrum ár- um eftir dvölina í Bandaríkjunum. Hún giftist seinna Gunnari B. Guð- mundssyni sem seinna varð hafnar- stjóri í Reykjavík. Hjónaband þeirra var með afbrigðum gott og gæfa þeirra mikil. Fyrir rúmu ári lést Gunnar snögglega og varð það mikið áfall fyrir Junnu. Eftir það hrakaði henni mikið og varð ekki söm eftir. Er ekki vafi að dauði Gunnars flýtti fyrir hennar eigin dauða. Junna var skarpgáfuð kona. Það var sérstaklega gaman að tala við hana um músík og túlkun í tónlist. Hún hafði ákveðnar skoðanir og oft frumlegar svo eftir var tekið. Ég gat alltaf treyst dómgreind henar þegar ég sjálfur spilaði. Hún gagnrýndi ákveðið en af sanngirni. Junna kenndi í Tónlistarskóla Kópavogs og var vinsæll kennari. Ég fylgdist ekki með kennarastarfi hennar en þegar ég var að skrifa þessa stuttu minningargrein og spurðist fyrir um hana í skólanum var svarið fyrirsjáanlegt en einfalt: „Hún var mjög góður kennari.“ Það er með söknuð í huga að ég kveð kæran vin. Þegar aldurinn færist yf- ir fækkar óhjákvæmilega í kynslóð samferðamannanna. Þetta er líkast því að heil bygging sé að hrynja. Að endingu er allt búið. Þannig er lífsins saga. Innilegar samúðarkveðjur til barna og annarra ættingja. Rögnvaldur Sigurjónsson. Í dag kveðjum við Junnu. Hún var góð vinkona okkar hjóna um hálfrar aldar skeið. Fyrir rúmum 50 árum kom Junna til Kaupmannahafnar til náms í píanóleik. Hún kynntist þar mannsefni sínu, Gunnari B. Guð- mundssyni, sem þar var við nám í byggingaverkfræði. 21. október 1950 giftu þau sig í ráðhúsi Kaupmanna- hafnar. Heimili þeirra varð fljótlega griðastaður vinahóps Gunnars og frá því heimili eru margar ljúfar minn- ingar. Gunnar og Junna tengjast sterk- lega minningum okkar hjóna frá Kaupmannahöfn, og komu þau við sögu í tilhugalífi okkar og meðal ann- ars héldu þau veislu í tilefni af trúlof- un okkar. Leið okkar allra lá heim til Ís- lands. Nokkrum árum eftir heim- komuna byggðum við saman raðhús við Ljósheima í Reykjavík og vorum nábúar í áratugi. Frá þeim tíma eru margar góðar minningar. Junna og Gunnar fluttu úr Ljós- heimunum fyrir tveim áratugum. Við hittumst þó alltaf reglulega við ýmis tækifæri og var það jafnan fagnaðarfundur. Síðast heimsóttu þau okkur hingað í Ljósheimana í desember 2001. Við það tækifæri ávörpuðu þau okkur og rifjuðu upp minningar frá Kaupmannahöfn. Junna var sterk persóna og mörg- um hæfileikum gædd. Hún var list- ræn, stundaði kennslu í píanóleik til margra ára og samdi auk þess lög og ljóð við ýmis tækifæri. Þá lék hún oft á vinafundum fyrir söng og til skemmtunar og var hrókur alls fagn- aðar. Hún gekk ekki heil til skógar seinni árin og átti oft við veikindi að stríða en stóð þau af sér. Fyrir rúmu ári síðan andaðist Gunnar og var sá missir henni þung- bær. Mikill söknuður er að þeim hjón- um. Við hjónin ásamt börnum okkar vottum fjölskyldu Junnu og Gunnars og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Helga og Jóhann. Elskuleg vinkona, Junna, hefur kvatt eftir langa og trygga vináttu. Junna var heiðurskona, af heiðurs- fólki komin, gift heiðursmanni, átti fullt hús af heiðursbörnum. Meðan börnin voru börn, léku þau sér í kringum Junnu, sem lék á píanóið og fyllti hlustir þeirra af hljómlist, sem þau búa síðan að. Gunnar, „Jarlinn frá Heylæk“, eins og ég kallaði hann oft, var lífsförunautur Junnu og hornsteinn í lífi hennar, virki og vörn. Junna litaði lífið með tónum. Hún var píanóleikari og kennari, ljóð- skáld og tónskáld. Junna, góða og gáfaða Junna, hetjan, sem reis upp þótt bakið brotnaði. Hún gekk hljótt um gleð- innar dyr, flíkaði ekki hljómlistar- gáfu sinni, en þar átti hún gildan sjóð, og mættu margir af njóta. Nú svífur andi hennar yfir vötnunum, þegar við kveðjum hana hinstu kveðju, með þakklæti fyrir margar glaðar stundir. Aðalheiður Guðmundsdóttir. GUÐRÚN J. ÞORSTEINSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.