Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 17.03.2003, Síða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 27 Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, ÍSFOLD ELÍN HELGADÓTTIR ✝ Ísfold ElínHelgadóttir fæddist á Merkigili í Skagafirði hinn 28. júlí 1959. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut 5. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæjarkirkju 14. mars. þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Okkur langar að minnast einstakrar vin- konu okkar Ísfoldar El- ínar Helgadóttur sem lést langt um aldur fram 5. mars síðastliðinn. Við kynntumst Ís- foldu litlar stelpur í Ár- bænum þar sem for- eldrar okkar byggðu hús hlið við hlið. Fljótt kom í ljós að allt lék í höndum Ísfoldar og var hún óspör að miðla kunnáttu sinni til okkar, enda einstaklega listhneigð. Síðar lágu leiðir hennar í leik og starfi inn á þá braut. Ísfold var einstök baráttukona, sem sýndi sig best á því hvernig hún tókst á við sín erfiðu veikindi. Hún sýndi óbilandi kjark og dugnað og virtist hafa endanlausan styrk til að gefa öðrum. Teiknaði hún og málaði yndislegar myndir sem allar höfðu til- gang. Hver mynd var einstök fyrir þann sem hana fékk og einnig þau fal- legu orð sem Ísfold skrifaði aftan á myndirnar. Vil ég þakka henni þau fallegu orð sem hún skrifaði á mynd- ina mína, en upphafið hljóðar svona „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir“ (F.4.14) Horfum við nú á eftir skemmtilegri vinkonu sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Megi Guð og gæfan leiða Björgvin, Helga og Fannar um ókomna framtíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Guð blessi og styrki fjölskylduna alla. Þínar vinkonur, Þórdís og Jóhanna Njarðardætur. Í sorg og söknuði en jafnframt með miklu þakklæti langar okkur að minnast Sigurðar elskulegs tengdaföður og afa okkar. Við minn- umst þess dags þegar við hittum hann og fjölskylduna í fyrsta sinn, við vor- um strax teknar inn í hana af ein- stakri hlýju sem ekki er sjálfgefin, þar höfum við verið alla tíð síðan. Al- veg sama hvað gekk á þá passaði hann alltaf upp á alla fjölskyldumeð- limi, það má segja að sama hvað hver gerði þá mátti aldrei gagnrýna okkur. Síðast en ekki síst fannst okkur ynd- islegt hvað honum var hugleikið að SIGURÐUR RÓSANT INDRIÐASON ✝ Sigurður RósantIndriðason fædd- ist í Hafnarfirði 11. ágúst 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavík- urkirkju 22. febrúar. fjölskyldan stæði alltaf saman í blíðu og stríðu. Sigurður var einstakur maður, heiðarlegur í alla staði, fróður maður sem hafði mjög góða og skemmtilega frásagnar- gáfu. Sigurður var sannur maður. Elsku tengdapabbi og afi, við þökkum fyrir að hafa kynnst þér og verið hluti af fjölskyldu þinni, við elskum þig og söknum mikið. Nanna og Margrét (Magga.) Mig langar að kveðja elsku afa minn sem sagði mér allar skemmti- legur sögurnar, sem leyfði mér að vera hjá sér þegar hann var að gera við bílinn sinn, ég fékk alltaf að vera í kringum hann og var aldrei fyrir. Ég sakna þín, elsku afi minn, og syrgi og ég mun alltaf minnast þín. Hrönn Helga. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA Nú hefur elsku afi minn kvatt þetta jarð- neska líf og haldið til fundar við ömmu sem lést fyrir nær 8 árum síðan. Hún sem var þessi kvenskörungur og þú fylgdir henni í einu og öllu. Stundum er eins og fjarlægðin á milli himins og jarðar fái ekki sundurskilið samhent hjón og þannig held ég að það hafi verið með ömmu og afa. En alltaf er brott- för ástvina þungbær söknuður þeim sem á eftir horfa. Fyrir mér varstu meira en afi, þú varst mín föðurímynd. Mínar fyrstu minningar eru tengdar ykkur ömmu á Halldórsstöðum og síðan hafið þið verið fastur punktur í tilveru minni. Þið voruð virkir þátttakendur í gleði og sorgum og fylgdust grannt með lífinu og tilverunni hjá fjölskyldunni. Þær minningar og heilræði sem þú hefur gefið mér mun ég hafa í far- teskinu alla mína ævi. Greiðsemi þekktu allir sem af þér höfðu kynni, að rétta öðrum hjálparhönd og greiða götu náunga síns, vinsemd, HANNES LÁRUS GUÐJÓNSSON ✝ Hannes LárusGuðjónsson fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1905. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kálfatjarnarkirkju 15. mars. hlýja og góðgirni voru afa í blóð borin. Glettinn og spaug- samur var hann í um- ræðum og sagði aldrei meira en hann vissi um menn og málefni og lagði áherslu á hið já- kvæða en sleppti hinu. Afi hafði frá mörgu að segja og margs að minnast. Lífssaga hans er samofin breytingum. Afi lifði tímana tvenna í orðsins fyllstu merk- ingu. Ég trúi því að nú sitjir þú í faðmi ástvina sem farnir voru á undan þér. En allt tekur enda og nú hefur þú, elsku afi minn, fengið langþráða hvíld, en eftir á ég það sem aldrei verður frá mér tekið, yndislegar minningar um ein- stakan afa. Kveðja frá langafabörn- um sem búsett eru erlendis. Elsku langafi, við minnumst þín með sökn- uði, virðingu og hlýju. Leiðirnar skilja en ljós okkur skín, er liðinna daga við minnumst. Við Inga Hafdís og fjölskyldan þökkum af hjarta og hugsum til þín uns heima hjá Drottni við finnumst. Tryggvi. Elsku afi minn, mikið held ég að þú sért ánægður að vera búinn að hitta hana ömmu Sillu aftur. Hver hefði getað trúað því að þú værir orðinn 97 ára gamall, því þú leist svo vel út og húmorinn var aldr- ei langt undan. Kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim spurði ég þig „hvað ertu nú gamall, afi minn?“ og þá kinkaðir þú kolli og sagðist vera rétt um þrítugt en vissir samt ná- kvæmlega hvað þú værir gamall. Kom ég stundum í heimsókn til þín, tók handklæði, hitaði undir heitu vatni og pakkaði þínum þreyttu fót- um inn og gaf þér svo gott nudd. Þessar stundir voru okkur kærar og hefðu reyndar mátt vera miklu fleiri en þú sagðist skilja það vel þar sem allir þyrftu að vinna mikið í dag og ekki væri tími til að snúast í kringum gamla fólkið. Eitt sinn í vetur kom ég til þín og við spiluðum saman Olsen Olsen en reglurnar voru engar en samt skemmtum við okkur mjög vel. Afi minn, þegar amma var á lífi þá voruð þið alltaf svo samrýnd, jákvæð og yndisleg og á ég margar góðar minningar um ykkur, t.d. þegar þið komuð í afmælisveislur, alltaf mætt fyrst á staðinn og með eitthvað nýti- legt í farteskinu, seðil eða eitthvað búið til af ykkur. Nú eru kominn til guðs, afi minn, sæll og glaður þinna lífdaga. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Bestu kveðjur frá Fjólu Björk, Böðvari og fjölskyldu. Guð geymi þig, afi minn. Þín Lára Jóna. Ég vil þakka elsku afa mínum allar þær yndislegu minningar sem hann gaf mér og tileinka honum þetta kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson. Ég veit að það besta sem í mér er, í arfleifð ég tók frá þér. Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund, sem getur brosað um vorfagra stund, og strengina mína, sem stundum titra, er stráin af náttköldum daggperlum glitra, stemmdi þín móðurmund. Sérstakar kveðjur og þakkir sendi ég starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, F.2, fyrir frábæra ummönnun sem það veitti honum afa mínum. Árný Helgadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, frá Kollafjarðarnesi, lést föstudaginn 14. mars á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Skeggjadóttir, Guðný Skeggjadóttir, Guðmundur Ingimarsson, Ormar Skeggjason, Sigríður Ingvarsdóttir, Guttormur Þormar og aðrir afkomendur. Ástkær móðir mín, amma og systir, GUÐRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Þúfubarði 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 18. mars kl. 10.30. Haraldur Hjaltalín, Hjördís Ósk Haraldsdóttir, Jensína Sigurðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, JÓNÍNA ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamrahlíð 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 18. mars kl. 13.30. Gyða Þorgeirsdóttir, Sigurður Guðbjartsson, Snorri Þorgeirsson, Unnur Pétursdóttir, Jón Ævar Þorgeirsson, Ingibjörg Hákonardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.