Morgunblaðið - 17.03.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.03.2003, Qupperneq 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 29 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Til leigu 1. Skrifstofu- og lagerhúsnæði, 400 fm, þar af skrifstofur 150 fm. Góð gáma- aðstaða og lóð. 2. 100 fm gott skrifstofuhúsnæði í mið- borginni nálægt Alþingi. 3. 1.500 fm, sem skiptast þannig: 3x425 fm og 225 fm, skrifstofu- og þjónustu- húsnæði neðst við Borgartún. Mal- bikuð bílastæði. Mjög hagstæð leiga fyrir trausta leigjendur. 4. 400 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í góðu húsi í miðborginni. Mikil loft- hæð. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m² jarðhæð m/2 stórum innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3-5 ein. 5 m lofthæð. Í húsinu er fyrir stór og virtur förðunarskóli. 2. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m². Stór bjartur salur sem hægt er að skipta upp í smærri ein. Tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. 3. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun- arbil 68 m² og 136 m². Í þetta 1500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu. 4. Við Bolholt — skrifstofuhæð. Á 4. hæð í lyftuhúsi ca 545 m² hæð sem skipta má upp í smærri einingar. Hagstætt leiguverð. 5. Við Bergstaðarstræti — verslunar- eða þjónustuhúsnæði. 2 einingar, ca 60 m² og ca 50 m² á jarðhæð. Hægt að sameina. 200 m frá Skólavörðustíg. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892-3797 og tsh@islandia.is. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2003 Almennt námi í læknisfræði á ensku, tann- lækningum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi- navíu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 24. maí. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1833178  III I.O.O.F. 19  1833178   GIMLI 6003031719 I  HEKLA 6003031719 IV/V  HEKLA 6003170319 IV/V  MÍMIR 6003031719 III REYKJAVÍKURBORG hefur lækk- að styrk sinn til Mæðrastyrksnefnd- ar úr einni milljón króna í 750 þús- und krónur. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir skýringuna þá að fé til styrkja hafi dregist saman. „Við vorum með fyrir þetta ár 10,1 milljón króna í styrkveitingar. Við þurfum auðvitað að gæta jafnræðis við úthlutun og þá skoðum við bæði ársskýrslur og ársreikninga sam- taka sem við styrkjum og skoðum m.a. fjölda þeirra einstaklinga sem þessi samtök vinna fyrir. Á ársreikn- ingi Mæðrastyrksnefndar kemur fram að hún hefur yfir umtalsverð- um fjármunum að ráða og í ljósi þess, en auðvitað fyrst og fremst vegna almenns niðurskurðar, lækk- uðum við styrkinn til Mæðrastyrks- nefndar eins og reyndar til fleiri samtaka. Við töldum að þessi lækk- un myndi ekki hafa nein umtalsverð áhrif á störf Mæðrastyrksnefndar.“ Lækkun styrks borgarinnar til Mæðrastyrksnefndar Minna fé í styrk- veitingar VISTVERND í verki leitar að leið- beinendum á höfuðborgarsvæðinu. „Fólki sem vill vera með í Vistvernd í verki fjölgar nú ört og á höfuðborg- arsvæðinu er skortur á leiðbeinend- um farinn að tefja framvindu verk- efnisins. Lýst er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja gerast leið- beinendur. Engrar sérfræðikunn- áttu er krafist, einungis áhuga. Leið- beinendur eru að öllu jöfnu fólk sem sjálft hefur tekið þátt í visthópi og er því boðið upp á helgarnámskeið sem sveitarfélag viðkomandi greiðir sé þörf á fleiri leiðbeinendum.“ Námskeið verður haldið helgina 29. og 30. mars og geta áhugasamir sent tölvupóst á vistvernd@land- vernd.is. Leiðbeinenda leitað fyrir Vist- vernd í verki ÁRLEGT vetrarnámskeið leit- arhunda Slysavarnafélags Landsbjargar hefur staðið yfir að undanförnu á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarðabyggð. Hundar og menn æfa leit að fólki í tilbúnum snjóflóðum. Um tíma var útlit fyrir að fresta þyrfti námskeiðinu vegna snjó- leysis en það blessaðist á síðustu stundu. Námskeiðið stendur í fimm daga og lýkur með prófum þar sem hundar eru metnir í þrjá flokka: A-flokk, sem eru útkalls- hundar, B-flokk, sem eru svokall- aðir vinnuhundar, og C-flokk, sem eru byrjendahundar. Morgunblaðið/Kristín Æft með leitarhundum í blíðskaparveðri Neskaupstað. Morgunblaðið. Opnuð var kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Keflavík á laugardag. Margrét Frímanns- dóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, opnaði miðstöðina formlega að viðstöddu fjölmenni. Þetta er fyrsta kosningamiðstöðin sem Samfylkingin opnar í kjör- dæminu en ráðgert er að opna innan tíðar fleiri skrifstofur, meðal annars á Selfossi, í Vestmanna- eyjum og á Höfn. Kosningamiðstöðin í Reykjanesbæ er á Hafnargötu 25 og verður fyrst um sinn opin virka daga frá kl. 17 til 22 og á laugardögum frá kl. 10 til 16. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur opnað kosningaskrif- stofu í Kópavogi. Kosningaskrif- stofan þjónar vinstrigrænum í Suðvesturkjördæmi og er til húsa í Bæjarlind 12. Kosningastjóri er Guðný Dóra Gestsdóttir. Kosningastjórnin vonast til að sem flestir líti inn og kynni sér afstöðu flokksins og spjalli við frambjóð- endur. STJÓRNMÁL Samskipti, kennsluhættir og viðmót kennara í fámennum skólum er heitið á fyrirlestri sem Kristín Aðalsteinsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri heldur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudag 19. mars kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Allir vel- komnir. Sagt verður frá rannsókn sem byggð var á þeirri tilgátu að að- stæður í fámennum skólum á Ís- landi geti auðveldað kennurum að taka tillit til þarfa nemenda, skapa góð tengsl við þá, samkennara og foreldra, og beita kennsluháttum sem hæfa aðstæðum í aldurs- blönduðum bekkjum. Reykbindindisnámskeið Krabba- meinsfélagsins hefst 24. mars nk. Þátttakendur á reykbindind- isnámskeiðum Krabbameinsfélags Reykjavíkur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili. Á fundunum er m.a. fjallað um reyklaus svæði, fráhvarfseinkenni, nikótínlyf og langvarandi afleiðingar tóbaks- neyslu. Skráning á námskeiðið í síma eða á arndís@krabb.is. Á NÆSTUNNI Á FUNDI Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands síðastliðinn föstudag var Davíð Gunnarsson kjörinn formaður ráðs- ins. Davíð er 22 ára hagfræðinemi og var kosinn í Stúdentaráð á síðasta ári. Hann hefur starfað í stjórn ráðs- ins í vetur og átt sæti í Háskólaráði, sem er æðsta ákvörðunarvald Há- skóla Íslands. Fráfarandi formaður SHÍ, Brynjólfur Stefánsson, stýrði kosningu nýs formanns en að henni lokinni voru Brynjólfi þökkuð góð störf í þágu ráðsins. Framboðslisti Vöku bar sigur úr býtum í kosningum til Stúdentaráðs sem haldnar voru 26. og 27. febrúar sl. Sitja nú 10 manns af lista Vöku, 6 af lista Röskvu og 2 af Háskólalist- anum í Stúdentaráði og sinn hvor fulltrúi Vöku og Röskvu situr í Há- skólaráði. Ný stjórn tekur við Stúd- entaráði Brynjólfur Stefánsson, fráfarandi formaður, og Davíð Gunnarsson, hinn nýi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.