Morgunblaðið - 17.03.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.2003, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GUÐNÝ Aradóttir skrifar bréf í Morgunblaðið þann 14. mars sem er svo meinyrt í minn garð að ég er til- neyddur að svara, eins leiðinlegt og það nú er. Guðný leggur þar út af grein minni sem birtist á Múrnum 28. febr- úar s.l. Hvet ég menn til að lesa þá grein sjálfir því að Guðný sjálf er fremur slök heimild um efni hennar. En greinin hét „Top Shop“ og lagði út af frétt Fréttablaðsins um stjórnmála- skóla Samfylkingarinnar sem sam- kvæmt tón fréttarinnar var nánast jafnmikill viðburður og skákeinvígið í Laugardal árið 1972. Til eru margs konar lesendur og sumir hvimleiðir þeim sem fást við skriftir. Guðný les greinar á sinn eigin hátt og skiptir þá litlu hvað veslings höf- undurinn vildi sagt hafa, hún les óbuguð það sem henni sýnist. Í bréfi sínu segir hún þannig að ég hafi sagt að Samfylkingin væri „ómálefnaleg froða“. En ef betur er gáð er engin slík fullyrðing í greininni og hefur aldrei verið. Þar að auki sakar hún mig um „kvenfyrirlitningu“. Það þýðir auð- vitað lítið fyrir karlmann að reyna að bera slíkt af sér með því að benda á fjölmörg dæmi hins gagnstæða. Tel- ur hún setningu sem hún tilfærir úr grein minni (sem ég hvet menn til að lesa í samhengi) til vitnis um óslökkvandi hatur mitt á konum og sérstaklega ljóshærðum konum, án þess að skýra hvers vegna ég ætti að fyrirlíta þær. Hún yfirfærir þá kven- fyrirlitningu síðan yfir á alla í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði (sem er raunar full af ljóshærð- um konum og sumar þingmannsefni) og sjá þá allir hver tilgangurinn er með subbuskrifum hennar. En það sem setningin vísar raun- verulega til er andúð mín á stjórn- málaskólum og sérstaklega hvernig þar er farið með konur. Hvers vegna? Jú, í slíkum stofnunum er reynt að breyta fólki sem fer í fram- boð, kenna því að tala „kjörþokka- lega“ og konur eru þar sérstaklega teknar fyrir. Sumar ungar hugsjóna- konur koma óþekkjanlegar úr slík- um skólum og eru farnir að tala eins og ungir karlar. Ég veit að mörgum femínistum er þetta þyrnir í auga. Þannig að orð Guðnýjar um „kven- fyrirlitningu“ missa marks. Þessi grein hennar er ekki skrifuð sem innlegg í jafnréttisbaráttuna heldur til að ná ódýrum pólitískum skotum á andstæðing sem hingað til hefur ekki mátt nefna á nafn. En þeir sem hafa fylgst með mál- flutningi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í jafnréttismálum vita auðvitað hvar þeir hafa þann flokk, burtséð frá meintri „kvenfyr- irlitningu“ minni. Að lokum óska ég Guðnýju til hamingju með Samfylkinguna og flokknum með hana. Þetta bréf hennar er þó vonandi ekki besta dæmið um það hvernig fólki er kennt að skrifa bréf í stjórnmálaskóla flokksins. ÁRMANN JAKOBSSON, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Meinyrðum svarað Frá Ármanni Jakobssyni: ÁGÆTI fyrrverandi forstjóri. Í viðtali á Morgunvakt Ríkisút- varpsins nýlega sagðir þú hiklaust að þeir sem kosið hafa að ávaxta lífeyri sinn hjá Kaupþingi skilji ekki um hvað lífeyrissparnaður snýst. Ég er einn þeirra. Nýverið fékk ég að eigin ósk sent yfirlit yfir stöðu séreignarsjóðs míns sem ávaxtaður er hjá Kaupþingi. Þar kom fram að raunávöxtunin á síðasta ári var neikvæð um rúm 7%, ef ég man rétt, sem þýddi að í stað þess að þessi tiltölulega nýi sjóður ávaxtað- ist rýrnaði hann um rúmar 37 þús- und krónur á þessu eina ári. Þetta gerðist þrátt fyrir að ég færi að ráð- um þinna manna um að breyta um ávöxtunarleið. Á yfirlitinu var reyndar ekki reynt að sýna hvort og þá hve miklar breytingar hefðu orðið á ávöxtuninni við þá breytingu, en það er önnur saga. Mig langar í fullri einlægni að benda þér á að þetta mál snýst ekki um skilning eða skilningsleysi þeirra sem falið hafa Kaupþingi að ávaxta sitt pund. Málið snýst um traust og trúverðugleika, m.a. gagnvart okkur sem erum að reyna að búa í haginn fyrir komandi tíð, trúverðugleika sem mér finnst að þú hafir komist langt með að fyrirgera í fyrrnefndu viðtali. Það er enginn misskilningur fólg- inn í því að fólk sér lífeyri sinn rýrna í þínum höndum. Neikvæð ávöxtun er alveg jafn auðskilin flestum og já- kvæð ávöxtun og það þarf ekki djúp- an skilning á því hvernig megi ávaxta fé, til að sjá að það er betur komið í höndum einhverra annarra, t.d. inni á verðtryggðum banka- reikningi. Um þetta snýst málið. Um leið og ég kveð, til að fara að litast um eftir öðrum til að gæta þeirra fjármuna sem ég legg fyrir, bið ég þig afsökunar á að ekki náðist sá árangur í ávöxtun framangreinds sjóðs, að dygði til að leggja eitthvað af mörkum í 58 milljóna króna kaup- aukann þinn. Með bestu óskum, TRYGGVI JAKOBSSON, útgáfustjóri, Námsgagnastofnun, Víðimel 37, R. Opið bréf til stjórnar- formanns Kaupþings Frá Tryggva Jakobssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.