Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 31
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 31 Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálmar og bænagjörð í Guðbrands- stofu í anddyri Langholtskirkju. Allir vel- komnir. Kl. 15-16.30 Ævintýraklúbburinn, starf fyrir 7-9 ára börn, sem eru öll velkomin. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.15. 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10- 12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkj- unnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyr- irbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Stúlknastarf fyrir 11-12 ára kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. KFUK í Grafarvogs- kirkju kl. 17.30-18.30 fyrir stúlkur 9-12 ára. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 17.30-18.30 fyrir 7-9 ára. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30-19.30. Sorg- arhópur kl. 20. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15-18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Um- sjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566-7113. Opinn bænahópur í Lága- fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju: Fundur mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og sr. Kristján Björnsson. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6-9 ára starf, kl. 16. TTT-starf kl. 17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans Nóa, 1. 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30 Mannakorn, 6. og 7. bekkur. Safnaðarstarf UM næstu helgi 21.-23 mars verða kyrrðardagar með nýju sniði í Skál- holti. Þeir verða sérstaklega ætl- aðir göngu- og útivistarfólki, sem vill skoða sín ferðakort, útbún- aðinn, viðburði og tilgang æviferð- arinnar. Leiðsögn annast göngu- prestarnir Halldór Reynisson og Sigurður Árni Þórðarson Yfirskrift kyrrðardaganna er: Æviferðin. Gengnar verða hinar fallegu leiðir í grennd Skálholts, að Vörðufelli, Þorlákshver og um stað- inn. Við upphaf ferðanna og á hvíldarstundum verða stuttar íhug- anir um hin ýmsu æviskeið manns- ins. Ævin er lífsleið einstaklingsins. Förin er samsett og hún á sér upp- haf, áfanga og mið. Hvernig geng- ur okkur á þeirri leið? Viljum við staldra við og íhuga hvaða vörður við notum sem stefnumið? Á kyrrðardögum er farið í hvarf, menn draga sig í hlé frá áreiti dags- ins, frá hljóðmenguninni, hvílast og endurnærast í hinni hlýju þögn sem er hinn ytri rammi kyrrðardag- anna. Dagskrá kyrrðardaganna er síðan tilboð sem þátttakendum stendur til boða, en að sjálfsögðu er það val hvers einstaklings hvernig hann nýtir þau tækifæri sem þögn kyrrðardaganna veitir. Boðið er upp á trúnaðarsamtöl. Dvalist er í Skálholtsskóla þar sem ný svefnálma hefur verið tekin í notkun og boðið er upp á fjöl- breyttan, þjóðlegan mat. Morgun- og kvöldtíðir eru sungnar að forn- um sið í Skálholtskirkju. Kyrrðardagarnir hefjast á föstu- dagskvöld kl. 17.00 og lýkur síð- degis á sunnudag. Dvalarkostn- aðurinn er kr. 9.600 . Skráning og nánari upplýsingar er í Skálholts- skóla sími 486 8870, netfang skoli- @skalholt.is „Á leiðinni heim“ í Grafarvogskirkju Í ÞESSARI viku verða lesnir Pass- íusálmar í Grafarvogskirkju kl. 18.15-18.30. Þeir sem lesa eru: Í dag, mánudaginn 17. mars: Gunnar Hansson; 18. mars Að- alsteinn Ingólfsson; 19. mars Ragn- ar Ingi Aðalsteinsson; 20. mars Sig- urbjörg Þrastardóttir og 21. mars Árni Pétur Guðjónsson. Morgunblaðið/Jim Smart Skálholtskirkja. Kyrrðardagar ætlaðir göngu- og útivistarfólki Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Verð 450 kr. og 795 kr. 5 stærðir Páskaeggjamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.