Morgunblaðið - 17.03.2003, Side 32

Morgunblaðið - 17.03.2003, Side 32
DAGBÓK 32 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Þerney kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl. 13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Mánu- dagur kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, handavinna kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9–14 hárgreiðsla. Félag eldri borgara Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ, alla mánudaga kl 17.30 í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli. Söngfólk er hvatt til að koma og taka þátt í starfi með kórnum. Stjórnandi kórsins er Kristín Pjetursdóttir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 12.15 leir, kl. 13 postulínsmálun. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13 og fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan lokuð um óákveðinn tima. Brids kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði alla virka daga kl. 9– 16.30 .S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9. 30 gler og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 postulíns- málun og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerð, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Kvenfélagið Seltjörn fundur verður miðviku- daginn 19. mars kl. 20.30 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Minningarkort Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561- 5622. Í dag er mánudagur 17. mars, 76. dagur ársins 2003. Geirþrúð- ardagur. Orð dagsins: Ég elska þig, Drottinn, þú ert styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1.-2.) Snorri Stefánsson gerirfátækt að umfjöll- unarefni í pistli á frelsi.- is, vef Heimdallar. Hann segir að þegar fátækt sé mæld hér á landi sé mið- að við að þeir séu fátækir sem hafi minna en helm- ing meðalráðstöf- unartekna til umráða.     Gefum Snorra orðið:„„Fátæktarmörkin“ eru því síbreytileg. Þau færast upp og niður í takt við almenna velmeg- un þjóðarinnar. Rétt er að athuga að mælikvarð- inn þarf ekki að taka til allra sem eru fátækir og mælir e.t.v. einhverja fá- tæka sem hafa úr nógu að spila. Augljóst er að mælikvarðinn sem hér er notaður myndi ekki mæla fátækt í samfélagi 100 sjálfseignarbænda, hvers með sitt hundrað fjár,“ segir Snorri.     Áfram heldur hann:„Annað sem vert er að veita athygli er að þegar mælt er hlutfall af heild sem uppfyllir ein- hver skilyrði á ein- hverjum tíma þá segir það okkur ekki endilega hvað hefur gerst eða hvað muni gerast. Er- lendar rannsóknir benda til þess að meirihluti þeirra sem mælast fátæk- ir á einhverjum til- teknum tíma gerir það ekki fyrir næsta tímabil. Margt kemur þar til; sumir veikjast og geta ekki unnið, aðrir kjósa að taka hlé frá vinnu og læra meira, sumir verða atvinnulausir tímabund- ið, aðrir taka frí frá vinnu vegna barneigna og þannig mætti lengi telja.“     Að sögn Snorra bendarannsóknir til þess að sá tíundi hluti borgara hvers ríkis sem minnst efnaleg gæði hefur hafi úr að spila um þremur hundraðshlutum lands- framleiðslunnar. „Hlut- fallið er nokkurn veginn hið sama í öllum löndum. Fyrstu skrefin sem stíga þarf til að bæta efnaleg gæði þeirra sem minna hafa af þeim hljóta því að vera að auka efnaleg gæði samfélagsins alls. Að tryggja stöðuga at- vinnu og blómlegt efna- hagslíf svo þeir sem verði fyrir skakkaföllum eigi auðveldara með að kom- ast á beinu brautina á ný. Að því hefur sitjandi rík- isstjórn unnið með góð- um árangri. Ljóst er að slag- orðakennd umræða um að bæta þurfi úr fátækt gagnast lítið þekki menn ekki ástæður fátækt- arinnar. Mikilvægt er að ná að afmarka þann hóp manna sem lítið hefur af efnislegum gæðum. Þannig verða allar að- gerðir til að hjálpa því fólki sem þess þarf við markvissari og líklegri til að ná tilgangi sínum. Hins vegar er það ekki sannfærandi þegar menn láta sem þeir ætli að sigr- ast á fátækt en vita hins vegar ekkert um eðli eða orsakir hennar. Það er að ráðast á vindmyllur.“ STAKSTEINAR Fátæktarmörkin færast með velferð þjóðarinnar Víkverji skrifar... ÞANNIG vill til að Víkverji er al-veg hreint makalaus maður. Og hann er ekki ýkja glaður í dag. Ólundin stafar ekki (endilega) af því að Víkverji sé einmana heldur skýrist skap hans af frétt sem birtist í Morgunblaðinu fyrir réttri viku, 8. mars sl. Þar kom nefnilega fram að giftir karlar hafa 94% hærri laun en ógiftir, ef vitnað er beint í fyrirsögn fréttarinnar. Ef eitthvað er að marka fréttina, sem byggðist á frásögn Ingólfs V. Gíslasonar, starfsmanns Jafnrétt- isskrifstofu, á ráðstefnu um launa- jafnrétti, eru meðaltekjur gifts karls 3,3 milljónir króna á ári á meðan sá ógifti hefur 1,7 milljónir í árstekjur. Nú ber að gæta að því að Víkverji er sjálfur með talsvert meira en 1,7 milljónir króna í árstekjur og þessir útreikningar eiga því í reynd ekki við hann. Hitt er annað mál að skv. þessu blasir hreinlega við að bar- áttan fyrir launajafnrétti á Íslandi snýst alls ekki um það að jafna laun kynjanna, karla og kvenna, heldur um að bæta hag þeirra sem ein- stæðir eru. Og þar er rétt að huga sérstaklega að einstæðum körlum, frekar en konum, því skv. útreikn- ingum Ingólfs er ekki jafnmikill munur á tekjum giftrar konu og ógiftrar. x x x OG þó. Fram kom nefnilega hjáIngólfi að meðaltekjur konu í sambúð er 1,5 milljónir króna á ári, en meðaltekjur ógiftrar konu er 1,3 milljónir króna. Því er ljóst að karlar sem ekki eru í sambúð hafa hærri tekjur en konur í sambúð og er mun- urinn um 13%. Þetta eru athyglisverðar tölur, svo ekki sé meira sagt. Sem fyrr segir er Víkverji fyrir ofan áð- urnefndar meðaltekjur ógifts karls og það finnst honum auðvitað gleði- legt. Spurningin sem vaknar er þó sú hvort formúlan sé algild og hvort sessunautur Víkverja, sem hugs- anlega hefur svipaðan starfsaldur að baki og ber álíka ábyrgð í starfi, hafi 94% hærri laun en hann – af þeirri ástæðu einni að hann er giftur! Víkverji leyfir sér að efast um að svo sé. Augljóst er þó að eins gott er fyrir hann – eins og alla aðra, konur og karla – að halda vöku sinni í launamálunum. x x x ÞAÐ vakti gleði Víkverja að heyraað búið væri að velja Guðna Bergsson aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Viðskilnaður Guðna við landsliðið á sínum tíma var sorg- legur og full ástæða til að slá striki yfir þau mál nú, og þó fyrr hefði ver- ið. Morgunblaðið/Kristinn Guðni Bergsson klæddist síðast landsliðspeysu Íslands gegn Írum haustið 1997. Orlof – tungu- málaskóli SUMUM líkar allvel að eyða sumarfríum sínum á sólarströnd og láta sólina verma sig. Það höfum við hjónin einnig reynt marg- sinnis en við erum einnig nýbúin að komast að ákveðnum sannleika um að ýmislegt annað getur auð- veldlega komið til greina, sérstaklega þegar eyða þarf auka sumar/vetrarfríi sem safnast hefur upp og er jafnvel á þeirri blátaums- brún að lenda milli stafs og hurðar og verða að engu ef það er ekki tekið út í tæka tíð eða fyrir 1. maí ár hvert. Við hjónin tókum þá ákvörðun nýverið, eftir að flugfargjöld lækkuðu til muna, að reyna hvort tungumálaskóli í Bretlandi gæti gefið okkur viðunandi ánægju og jafnframt ein- hver skref fram á við í þeirri viðleitni okkar að ná betur valdi á og að skilja enska tungu, tala hana og skrifa. Það má jafnframt koma hér fram að við erum komin af léttasta skeiði og því búin að reyna ýmislegt áður, m.a. aðra tungumála- skóla. Eftir að hafa notið svo yndislegrar dvalar sem raun ber vitni undanfarna daga, hjá afbragðsfólki (inni á heimili) sem kom jafnvel enn betur út en fjögurra stjörnu hótel og góðrar viðbótarmenntunar í skólanum, þá er það okkur mjög ljúft að láta þess getið við áskrifendur Morgun- blaðsins og aðra Íslendinga að nám eins og þetta er mjög áhugavert og þess virði að skoða nánar. Okkur kemur m.a. í hug að margir hafa á undan- förnum árum tekist á við það skemmtilega verkefni að selja ferðamönnum ým- iskonar þjónustu yfir sum- armánuðina. Fyrir þá, sem vildu auðga sinn þekking- arbrunn á fljótvirkan hátt, þá er þessi leið alveg kjör- in. Þá er og við hæfi að geta þess að tveggja til þriggja vikna upprifjun í ensku á jafnskilvirkan hátt er kannski ekki alveg fram- kvæmanleg eða í boði á Ís- landi, nema með sérstöku fyrirkomulagi eða þá með töluvert meiri kostnað í huga en það sem hér er um rætt. Skólinn sem við vilj- um koma á framfæri, heitir St. George’s Clubclass og er í Worthing sem er til- tölulega yfirvegaður og ró- legur bær nokkuð sunnan við Brighton. Allar upplýs- ingar um skólann má lesa á heimasíðu hans sem er http://www.sg-cc.com Víðförli. Útvarp Saga góð stöð ÉG hlusta mikið á Útvarp Sögu. Það er mikið af góðu efni þar og einnig fær fólk að hringja inn og tjá skoð- anir sínar. Þessi útvarps- stöð er löngu tímabær. Í morgun, 13. mars, hlustaði ég á þátt Arnþrúðar Karls- dóttur þar sem hún ræddi við aðstoðarlandlækni um afleiðingar fátæktar á heilsuna. Það var mjög gott að fá umfjöllun um þetta málefni sem svo marga varðar í nútímanum. Af við- bögðum fólks, sem ég hef heyrt í, eru allir sammála um að þessi þáttur var mjög góður. Ég vil að lokum þakka öllu því góða fólki sem vinn- ur á Útvarpi Sögu og sendi því mínar bestu kveðjur. Sigrún Á. Reynisdóttir. Tapað/fundið Barnastóll í óskilum BARNASTÓLL á reiðhjól er í óskilum á Karlagötu. Upplýsingar í síma 551 9831. Kápa og veski týndust DRAPPLIT rúskinnskápa og grænt leðurveski týnd- ust á Kaffi Reykjavík laug- ardaginn 8. mars. Skilvís finnandi skili mununum á Kaffi Reykjavík. Frakki tekinn í misgripum DÖKKGRÁR frakki var tekinn í misgripum föstu- dagskvöldið 7. mars í Skip- holti 70. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 3730 og 897 2969. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX LÁRÉTT 1 mjög grannur, 8 málm- þráðum, 9 tekur, 10 elska, 11 óhreinindi, 13 peningar, 15 máttar, 18 viða að sér, 21 skarð, 22 minnka, 23 ákveð, 24 ónauðsynlegt. LÓÐRÉTT 2 eiga sér stað, 3 auðlind- in, 4 ops, 5 stór, 6 dæld, 7 ósoðinn, 12 gyðja, 14 dveljast, 15 lofa, 16 öskra, 17 sáldur, 18 fisk- ur, 19 þungrar byrði, 20 tóma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 aðild, 4 sakka, 7 fæddi, 8 rófan, 9 grá, 11 roða, 13 ásum, 14 Krist, 15 hema, 17 tjón, 20 und, 22 mótun, 23 urðar, 24 arinn, 25 dýrin. Lóðrétt: 1 aðför, 2 ildið, 3 deig, 4 skrá, 5 kufls, 6 afnám, 10 reisn, 12 aka, 13 átt, 15 hemja, 16 metti, 18 jaðar, 19 nýrun, 20 unun, 21 dund. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.