Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ fim 20/3 kl. 21, AUKAS. Nokkur sæti föst 21/3 kl. 21, UPPSELT, lau 22/3 kl, 21, UPPSELT fim 27/3 kl. 21, AUKAS. UPPSELT föst 28/3 kl, 21, UPPSELT lau 29/3 kl, 21,UPPSELT föst 4/4 kl, 21, Nokkur sæti lau 5/4 kl. 21, Laus sæti föst 11/4 kl, 21, Nokkur sæti lau 12/4 kl. 21, Laus sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR FJÓRUM DÖGUM FYRIR SYNINGU Sýnd kl. 8 og 10. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd! Sýnd kl. 5.45Sýnd kl. 10. B. i. 16Sýnd kl. 7. B.i. 16.  HJ MBL Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Frumsýning fi 20/3 kl 20 UPPSELT 2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort 3. sýn su 30/3 kl 20 rauð kort 4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort 5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort fi 10/4 kl 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Fö 4/4 kl 20 ATH: Síðustu sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 Lau 12/4 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 21/3 kl 20, Mi 26/3 kl 20, MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 21/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Su 30/3 kl 20 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 22/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 22/3 KL. 14, UPPSELT Lau 29/3 kl 14 Lau 5/4 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Tilnefningar til Óskarsverð- launa, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Sýnd kl. 8. B.i 12.  Kvikmyndir.com  SG DV Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. kl. 8 og 10.20 Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 4. B. i. 12. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd! Frá leikstjóra Boogie Nights. Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar þri 18.3 kl. 20 Aukas. Nokkur sæti fös 21.3 kl. 20 Lokas. Örfá sæti Síðustu sýningar SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700. beyglur@simnet.is „Engum er hollt að hlæja samfellt í lengri tíma“ S. H Mbl Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 Fim 3/4 kl 21Síðustu sýningar Í HINNI nýju kvikmynd sinni, Píanóleikaranum, sem hlaut Gullpálmann í Cannes árið 2002, ræðst Roman Polanski ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Helför nasista gegn gyðingum í heimsstyrj- öldinni síðari, er viðfangsefni sem ekki er aðeins vandmeðfarið í eðli sínu, heldur hafa hinar mörgu og misjöfnu atrennur sem gerðar hafa verið að því á kvikmyndasviðinu, e.t.v. getið af sér nokkurs konar ónæmi eða óþol nútímafólks fyrir þessu myrka tímabili sögunnar. Og þótt ótækt sé að gera þá kröfu til kvikmyndagerðarmannsins að hann nálgist helförina á einhvern ferskan eða nýjan máta, stendur hann óhjá- kvæmilega frammi fyrir spurning- um um hvernig réttast sé að taka á viðfangsefninu, með hliðsjón af því sem þegar hefur verið gert og í ljósi siðferðilegra spurninga um hversu langt menn geti leyft sér að ganga í því að gera helförina einungis að sögusviði fyrir klisjukenndar hetju- sögur, þar sem sjónum er beint að örlögum fárra útvaldra söguhetja. Því fátt er ósmekklegra en þegar kvikmyndagerðarmenn notfæra sér stríð og mannlega harmleiki til að gefa stöðluðum afþreyingarsögum átakasaman bakgrunn. Einmitt í þessu ljósi sýnir Roman Polanski einkar yfirvegaða nálgun við viðfangsefnið í Píanóleikaranum, kvikmynd sem byggð er á bók pólska píanóleikarans Vladyslav Szpilman um upplifun sína af helför- inni. Polanski er sjálfur einn af eft- irlifendum helfararinnar, hann missti móður sína í fangabúðum nasista, en slapp sjálfur úr gyðinga- gettói Kraká-borgar á barnsaldri. Í þessari vönduðu kvikmynd dregur hann upp kaldranalega mynd af meðferð nasista á gyðingum í her- teknu Póllandi heimsstyrjaldarinnar síðari, mynd sem er fremur tilraun til að kortleggja og kalla fram hinn grimma veruleika helfararinnar og stríðsins en að skapa einhverja merkingarríka örlagasögu eða draga fram nýjan flöt á sögunni eins og við þekkjum hana. Engu að síður er sú mynd sem brugðið er upp af sögunnar rás í senn breið og marghliða. Frásögnin markast við sjónarhorn Szpilmans sjálfs, þess sem lifði af, og segir sögu þeirra mörgu harmleikja sem hann verður vitni að á tíma stríðs- ins. Sjálfur ritaði Szpilman minn- ingar sínar strax að loknu stríði, og hefur verið bent á að þar sé um að ræða frásögn þess sem nýlega hefur lifað mestu hugsanlegu hörmungar, er harmi sleginn, dofinn og mark- aður kaldri vantrú á siðferðisleg mörk mannkynsins. Þessi afstaða endurspeglast að mörgu leyti í kvik- mynd Polanskis, sem lýsir harm- leiknum af kaldranalegu raunsæi og er alveg laus við melódramatíska til- burði. Frásögn kvikmyndarinnar hefst í Varsjá árið 1939, skömmu eftir að Þýskaland Hitlers hefur hertekið Pólland. Hinn ungi Szpilman býr þar ásamt fjölskyldu sinni, og þegar byrjaður að skapa sér nafn sem ein- leikari. Fjölskyldan ákveður að halda kyrru fyrir í Varsjá í von um að allt fari vel og styrkist sú von þegar fregnir berast af því að Bret- ar og Frakkar hafi sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Sagan lýsir því síðan hvernig snaran herðist smám saman um háls gyðinganna í borginni, í fyrstu eru sett aðskilnaðarlög, síðar er gyðingunum komið fyrir í gettó- um og að lokum hefjast skipuleg morðin. Fylgst er með viðbrögðum Szpilmans og fjölskyldu hans, vina, kunningja og nágranna (gyðinga eð- ur ei) sem markast af vantrú, óör- yggi, ótta og loks bjargarleysi. Sjálfur sleppur Szpilman við út- rýmingarbúðirnar, og er leyft að dvelja áfram í borginni sem hluti af gyðinglegu vinnuafli sem er undir ströngu eftirliti, og undirselt tilvilj- unarkenndu ofbeldi. Sú mynd sem gefin er af stríðshrjáðri borginni og eyðilegu gyðingahverfinu eftir að stærstur hluti íbúanna hefur verið sendur í dauðann, er áhrifarík og sterk. Eftir að dyrnar á gripavögn- unum sem flytja fjölskyldu Szpil- mans í útrýmingarbúðirnar lokast, situr hann sjálfur eftir og þarf að takast á við sorgina, biturðina og e.t.v. sektarkenndina yfir því að hafa einn lifað af. Ein af spurning- unum sem kvikmyndin tekur upp, er hin óvægna spurning sem bæði fórnarlömbin og skilningsvana síð- ari tíma kynslóðir hafa sett fram í sífellu, þ.e. hvers vegna risu hinir kúguðu ekki upp gegn kúgurum sín- um? Í fremur nákvæmri kortlagn- ingu sinni á kúgunarferlinu svarar kvikmyndin þessari spurningu, auk þess sem sjónarhorn kvikmyndar- innar sem staðsett er í miðju átak- anna, þar sem Szpilman fylgist bjargarlaus með framvindu stríðs- ins, gerir það að verkum að hægt er að víkja að andspyrnutilraunum ekki aðeins Pólverja við lok stríðsins heldur hinna fáliðuðu gyðinga sem eftir urðu í gettóunum. Þessum hug- uðu uppreisnum fylgist Szpilman þó aðeins með úr fjarlægð, og úr felum. Engin tilraun er gerð til hetjugerv- ingar á aðalsöguhetjunni, hún ein- faldlega lifir af og segir söguna. Hin Að lifa af og segja söguna KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Roman Polanski. Handrit: Ronald Harwood, byggt á bók eftir Vlad- yslav Szpilman. Kvikmyndataka: Pawel Edelman. Tónlist: Vojciech Kilar. Aðal- hlutverk: Adrien Brody. Bretland/ Þýskaland/Pólland/Holland. Focus Features, 2002. THE PIANIST / PÍANÓLEIKARINN 1/2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.