Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 35
legu sem ríkti í fyrstu myndinni og að sjálfsögðu er Grimmhildur Grá- mann enn að reyna að næla sér í dal- matíuhund til geta búið sér til kápu og önnur listaverk úr. Einnig seldist vel í sinni fyrstu viku sérstök viðhafnarútgáfa af þriðju Die Hard-myndinni þar sem Bruce Willis nýtur aðstoðar Samuel L. Jackson í glímunni við hinn geggjaða glæpamann Simon, sem Bretinn (en ekki hvað) Jeremy Irons ofleikur af alkunnri snilld. ÞAÐ þurfti þetta líka ferlíki til að brjóta ísinn, rúsnesskan kjarn- orkukafbát hvorki meira né minna. Stærsta mynd sem Sigurjón Sig- hvatsson hefur tengst, K-19: Ekkju- skaparinn, er nýkomin út á mynd- diski hérlendis, og gerir sér lítið fyrir og slær við toppmynd síðustu vikna Ísöld. Auk myndarinnar, sem skartar Ingvari okkar Sigurðssyni í einu að- alhlutverkanna, er að finna á mynd- diskaútgáfunni ýmislegt aukaefni. Hægt er að hlýða á leikstjórann Kathryn Bigelow skrafa um mynd- ina og lýsa því sem fyrir ber á meðan horft er á hana og nokkrar heimild- armyndir fá einnig að fljóta með. Tvær aðrar myndir koma nýjar inn á mynddiskalistann þessa vik- una. Hundalíf 2 er aldeilis kærkom- inn fengur fyrir jafnt unga sem aldna Disney-fylgjendur. Myndin er sjálfstætt framhald teiknimynd- arinnar sígildu frá 1961. Í framhald- inu, sem er frumsýnt á myndbandi og mynddiski, er leitast mjög við að endurskapa stemmninguna þægi- Söluhæstu mynddiskar landsins Kafbátarnir brjóta ísinn                                                      !" # $%&  '()  *& +,"  $  +&-   .-# )--( $-/0+$  1 2.3( + - $  $ -43$- *-&"  $ 5/1$+, + 6$ $-/4  2.3( + - $ .%- -5/   7&8 9:-9  ++- *$+  )8$-7$  1 ; $8+9( 6$ $-/4  . &3 $. $ .--6 --+ <++-=/   $& . > . > .)& 8? . > .)& 8? . > . > . >  $& . > .)& 8? .)& 8? .)& 8? .)& 8? . >  $& . > . > @  <+$ A- =     .?++ - &  *$(/> & -  < + 752 + . >$  + 1 3        Kafbátakarlarnir Ingvar, Ford og Neeson eru komnir á mynddiska. skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 35 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman9 Margverðlaunuð stórmynd frá leikstjóra Billy Elliot. Missið ekki af þessu einstæða meistaraverki. Ein rómaðasta mynd seinni ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12 HJ MBL HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. „Ein besta mynd ársins“ Fréttablaðið www.laugarasbio.is Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL Sýnd kl. 5. B.i. 16 ára.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Eingöngu sýnd um helgar www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu dramatíska tónlist kvikmyndarinnar verður þó tæki sem miðlar tilfinn- ingalegri upplifun hins annars lam- aða Szpilmans, og í afdrifríku atriði undir lok kvikmyndarinnar táknar tónlistin þá von, mannúð og fegurð sem lifað hefur andspænis ómann- eskjulegri grimmd. Adrien Brody fer mjög vel með hlutverk hinnar hrjáðu söguper- sónu, og umbreytist á áhrifaríkan máta í þann skugga af manneskju sem Szpilman er orðinn undir lokin, eftir að hafa falið sig, flúið, hírst og soltið. Þótt Szpilman sé kjölfesta sögunnar, eru aðrar persónur jafn sterkar og lifandi. Vegna þess hve persónur eru dregnar sterkum dráttum, verður fráfall þeirra ein- hvern veginn raunverulegra og skerpir þá mynd sem dregin er upp af kúgunaraðferðum nasistanna, þar sem tilviljunarkenndum morðum var beitt samhliða skipulegri útrým- ingu. Þó svo að Píanóleikarinn sé löng og erfið kvikmynd, hefur Polanski og samstarfsfólki hans tekist að skapa þar heildstætt og marghliða kvikmyndaverk, sem vekur áhorf- andann enn til umhugsunar um eitt af hinum myrkustu skeiðum mann- kynssögunnar. Heiða Jóhannsdóttir ÞAÐ hlaut að koma að því. Það hlaut að gerast að einhver í Hollywood lýsti því yfir að fram á sjón- arsviðið væri stiginn James Bond nýrrar aldar. Í krafti velgengni Fljótir og fífldjarfir (Fast and the Furious) beit Rob Cohen á agnið, tefldi fram stjörnu þeirrar myndar, Vin Dies- el, sem nýjustu ofurhetjunni, hinum bandaríska Bond í stórmyndinni xXx sem var ein af sumarmyndum síðasta árs. Enginn smóking, enginn Martini og ekkert hár heldur þeim mun meira af vöðvum, brellum, has- ar og allskyns fífldirfsku – sem er jú þeirra fag, Cohens og Diesels. Það kemur lítið á óvart að Cohen, eins framsýnn náungi og markaðs- sinnaður og hann nú er, skuli hafa hugsað út í mynddiskaútgáfuna á myndinni allt frá upphafi. Þannig lét hann mynda alla gerð myndarinnar í bak og fyrir, ítarlegar en nokkru sinni hefur verið gert áður, vilja sumir meina. „Kvikmyndagerð- armaður á að nýta öll tækifæri sem gefast til að veita áhorfendum betri innsýn í myndir sínar og tilurð þeirra.“ Myndatökumenn skrásettu alla 82 tökudaga myndarinnar og Cohen tók sig til og bjó til dagbók úr myndefninu, sem er að finna á nýja mynddisknum. Cohen hefur ofurtrú á mynddiskatækninni og segist þegar hafa orðið var við að allt ítarefnið sem fylgir myndum hafi aukið skilning almennings á kvikmyndagerð. „Mynddisk- urinn er einhver mesta bylting sem orðið hefur í heimi afþreyingarinnar. Ekki einasta hafa þeir aukið áhuga fólks og ánægju á kvikmyndum heldur hefur ekki kom- ið fram betra tól til að kenna ungu fólki mynd- lestur. Nú er maður farinn að heyra krakka spjalla saman um klippingu og kvikmynda- töku, eitthvað sem var algjörlega lokuð bók hér áður fyrr fyrir almenningi.“ Spjallið hjá Cohen undir xXx, val- kostur sem í boði er á mynddiskaútgáf- unni, er líka eftir þessu. Hann er grein- lega afar spenntur yfir þeirri tæknibyltingu sem á sér nú stað í kvikmyndagerðinni og vill óður og uppvægur fræða unga áhorfendur og svipta hulunni af því hvernig í ósköpunum er hægt að fram- kvæma allar þessar ótrúlegu tæknibrellur sem myndin er upp- full af. Af því leytinu er þessi diskur náttúrlega ekkert minna en himnasending fyrir unnendur brellum hlaðinna hasarmynda. Auk bunka af heimild- armyndum sem fjalla um gerð xXx þá má nefna 10 atriði sem ekki náðu inn í 124 mínútna end- anlegu útgáfuna og gerir Cohen nokkra grein fyrir hvers vegna. Ýmislegt annað er þarna líka, misjafnlega áhugavert eins og gengur og gerist. Hvað svo sem mönnum finnst um myndina sem slíka þá verður vart um það deilt að mynddiskaformið er sem sniðið fyrir hana. Þeir sem ekki fengu nóg af myndinni í bíó, ættu því að kynna sér mynddiskinn, sem býður upp á meira – svo miklu, miklu meira. Hasarmyndin xXx kemur út á mynddiski í vikunni Svo miklu, miklu meira! Hvernig fer hann að þessu? Mynddisk- urinn með xXx svarar því. Skarphéðinn Guðmundsson ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.