Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6 og 10.30. B. i. 16 Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Aukasýningar vegn a fjölda áskoranna SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV 1/2 SK Radíó X  Kvikmyndir.com Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15 OG 8. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private R- yan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 ÞAÐ ER sem runnið hafi æði á landsmenn vegna liðsmanna hinna svokölluðu Kjánaprika sem vænt- anlegir eru til landsins 11. og 12. apríl, en þeir eru, sem kunnugt er, stjörnur þáttanna „Jackass“ og hafa skemmt á SkjáEinum með skrípalát- um sínum sem oftar en ekki fela í sér stórhættulegar (og ástæðulausar) líkamsmeiðingar. Í tengslum við komu þeirra verður haldinn gleð- skapur á Astró, en 100 fyrstu sem keyptu sér miða í gær fengu einnig miða í teitina. Einnig eru líkur á að Kjánaprikin muni taka upp á því að spranga um jökla og fossa og taka upp skrípalæti á séríslenska vísu fyrir sjónvarpsþátt sinn. Í svefnpokum með kaffibrúsa Miðasala hófst á hádegi í gær, og höfðu margir eytt nóttinni fyrir utan Háskólabíó, til að fá örugglega miða. „Miðasalan var opnuð á hádegi í dag, og þá voru örugglega komnir yfir 200 manns í röðina,“ sagði Ísleif- ur Þórhallsson sem flytur inn Kjá- naprikin. „Þeir fyrstu mættu kl. 2 í nótt í kuldagöllum, með svefnpoka og kaffibrúsa, og voru þá búnir að vera þarna í 10 klukkutíma þegar miðasalan var opnuð. Svo bættist vel í hópinn upp úr kl. 6 í morgun og röðin hélt áfram að lengjast fram eftir degi.“ Ísleifur segir að mikið æði hafi ríkt þegar byrjað var að selja, og leið vel á aðra klukkustund þar til tók að róast í miðasölunni, en allar líkur eru á að síðustu miðarnir selj- ist í dag. Haldnar verða tvær sýningar og segir Ísleifur að á þeirri fyrri verði allt leyft: „Föstudagssýningin er bönnuð innan sextán, þá er allt leyfi- legt og engar hömlur á hverju þeir taka upp á í sýningunni. Seinni sýn- ingin verður hins vegar öllum opin, en þar reyna þeir að halda sig innan skynsemismarka.“ Þeir sem sitja í fremstu sætum á fyrri sýningunni mega því, að sögn Ísleifs, alveg eiga von á að fá einhverja líkamsvessa yf- ir sig. Einstök sýning Aðspurður er Ísleifur ekki hissa á viðbrögðunum: „Það vita auðvitað allir hvað Jackass er. Það er gaman að horfa á þá í bíó og í sjónvarpi, en það er eitthvað alveg sér- staklega spennandi við það að sjá þá gera þessa vit- leysu fyrir augunum á manni. Ég held líka óhætt að segja að Íslendingum hafi aldrei nokkurntíma gefist tæki- færi á að sjá aðra eins sýningu.“ Sýningin, sem ber nafn með rentu: Ekki reyna þetta sjálf (Don’t try this at home), spratt út frá fyrrnefndum sjónvarpsþáttum Kjána- prikahópsins. Það var fyrir hálf- gerða tilviljun að nokkrir liðsmenn þáttanna voru fengnir til að skemmta á sviði fyrir hóp af æstum áhorfendum, og tókst svo vel til að úr varð sýning sem farið hefur um gervöll Bandaríkin. Viðkoma Kjána- prikanna á Íslandi er liður í Evr- ópuför þeirra, en landið er meðal fyrstu viðkomustaða þeirra í álfunni. Ljósaperur og heftibyssa Ísleifur segir Kjánaprikin vilja sem minnst gefa upp um hvað þeir hyggjast sýna Íslendingum: „Þeir segja sjálfir að sýningin sé um þriðj- ungur uppistand, þriðjungur áhættuatriði, og svo þriðjungur ein- hver geðveiki, þar sem hvað sem er getur gerst. Ég er með mjög fyndinn lista af hlutum sem á að útvega: fimm latexhanskar, slökkvitæki, eld- fimt hársprey, átta ljósaperur, steik- arhnífur, tólf metra stigi, barnareið- hjól, kaðall og heftibyssa, svo nokkuð sé nefnt.“ Þrír liðsmenn þáttanna munu mæta hingað, og fer þar fremstur Steve-O, erkibjáni, en honum til lið- sinnis verða Preston Lacy og Ryan Dunn. Flón eða snillingar? Af þeim fer misjafnt orðspor, en Steve-O var kallaður „fífl fram í fingurgóma“, asni og kjáni í viðtali Arnars Eggerts Thoroddsen sem birtist í blaðinu í gær. En þrátt fyrir að vera alræmdir fyrir að hoppa og skoppa á húsgögnum og bílum, beita heftibyssu á líkama sinn og sprellast klæðalausir á almannafæri, þekkir Ísleifur þá Steve-O og félaga ekki af öðru en góðu: „Mín reynsla af þeim er sú að þetta séu voðalega ljúfir drengir – ótrúlegt en satt – og til- tölulega mikið í lagi þegar ekki er kveikt á upptökuvélunum. En þeir eru alltaf til í hvað sem er þegar byrjað er að taka upp. Baksviðs eru þeir afskaplega ljúfir drengir og góðir, en fyrir framan linsuna og fyrir framan áhorfendur fara þeir í stuð og eru til í að gera allt sem þeir geta til að ganga fram af fólki.“ En af hverju? Er ekki í lagi með þessa menn? Ísleifur segir að Steve-O hafi svarað þessu í sjón- varpsþætti sem sýndur var á Skjá- Einum á föstudag: „Hann vill ekki vinna venjulega vinnu, og getur ekki enst í skóla, en vill að það verði mun- að eftir honum. Þessir menn eru líka örugglega vel stæðir í dag, lifa mjög fjörugu lífi og ferðast um allan heim til að stunda þessa vitleysu sína. Þeir skemmta sér örugglega meira og betur en flestir aðrir.“ Steve-O og margir aðrir í hópnum eiga að baki feril í áhættuleik og fjölleikahúsum. Getur kannski verið að hér séu í raun á ferð snillingar sem láta fólk bara halda að þeir séu vitgrannir spjátrungar sem teknir eru af götunni og hafa gaman af að meiða sig? Getur verið að Steve-O og félagar séu í raun ofboðslega greindir og klókir piltar, en ekki dæmalausir asnar? Beðið eftir Kjánaprikunum Fólk eyddi nóttinni fyrir utan Háskólabíó til að krækja sér í miða á sýningu Kjánaprikanna Morgunblaðið/Kristinn Baldur, Pétur og Ármann biðu eftir miðum á Kjánaprikin og lofuðu félögun- um í kuldagöllunum, sem sváfu vært, að vekja þá þegar miðasalan yrði opnuð. Söngfuglinn Britney Spears á í útistöðum við skófram- leiðandann Skechers, en svo virð- ist sem kær- ur gangi á milli lög- fræðinga beggja. Britney, sem auglýsti hjólaskauta og ýmsan aukabúnað fyrir skófyrirtækið sakar það um að hafa ekki greitt henni sem skyldi fyr- ir auglýsingaherferðina og fer fram á eina og hálfa milljón dala í skaðabæt- ur, eða vel yfir hundrað milljónir króna. Skechers hafa á móti kært Britney fyrir að hafa ekki staðið við samning- inn sem gerður var, en Britney ku hafa verið ósamvinnuþýð við hönnuði og markaðssetningarmenn. Fara þeir fram á heilar tíu milljónir dala í skaðabætur, sem skagar vel yfir sjö- unda hundrað milljóna króna. … Ástralinn reffilegi Russel Crowe mun senn ganga að eiga hina þokka- fullu Danielle Spencer, en þau upp- lýstu á dögunum að brúðkaupið myndi fara fram á afmælisdegi leik- arans 7. apríl næstkomandi. Fjöl- miðlafulltrúi Crowe sagði að athöfnin myndi fara fram í fjölskyldukapell- unni á óðali leikarans. Þau Crowe og Danielle hyggjast ekki hafa mikinn stjörnufans við athöfnina, heldur verður hún aðallega helguð ætt- ingjum og vinum, en um áttatíu nöfn verða á gestalistanum. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.