Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 40

Morgunblaðið - 17.03.2003, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ ALAIN J.P. Belda, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki sjá neitt í stöðunni sem stöðvaði úr þessu þau áform fyrirtækisins að reisa álver hér á landi, ekki einu sinni stríð í Írak ef það skylli á, en skrifað var undir samninga um ál- verið á laugardag að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsinu á Reyð- arfirði. „Við reisum álver yfirleitt með því hugarfari að þau endist í allt að 50 ár og við rekum nokkrar verksmiðjur sem hafa verið starf- andi í meira en 90 ár. Órói í stjórnmálum og efnahagslífi kem- ur og fer en við ætlum okkur að vera hér á Íslandi,“ sagði Belda og benti á að Alcoa hefði á sínum tíma reist álver í Súrínam og Brasilíu í miðjum byltingum og stjórnmálaóreiðu í þeim löndum. hnjúkavirkjun væru. Fyrirtækið myndi leggja metnað sinn í að mæta kröfum sem flestra í um- hverfismálum en hann sagðist finna fyrir miklum stuðningi Austfirðinga og stjórnvalda. Belda sagðist sem stjórnarmaður í Citibank þekkja vel til þess þrýstings sem umhverfisverndar- samtök beittu fjármálastofnanir vegna lánsbeiðna til margs konar stóriðju, en eins og fram kemur komið í Morgunblaðinu hefur slík- um þrýstingi verið beitt vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Það er til fólk sem er á móti framförum en til allrar hamingju vex umheim- urinn og fólk gerir kröfur um betra líf. Okkar verkefni er að finna gott jafnvægi þarna á milli,“ sagði Belda. manna á Austfjörðum. Tólf mán- aða samningaferli væri ekki svo slæm útkoma í jafnstóru verkefni. Höfðum lengi augastað á Íslandi Aðspurður hvort Alcoa hefði fjárfest hér, hefði ekki legið fyrir sá undirbúningur sem eigendur Reyðaráls hefðu innt af hendi, sagði Belda svo vera, með stað- festu í röddinni. Fyrirtækið hefði haft augastað á Íslandi um langan tíma, m.a. vegna eignaraðildar sinnar í Elkem, stærsta eiganda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Fyrir þá sök hefði Alcoa verið reiðubúið til viðræðna við stjórnvöld með jafnsnöggum hætti og raun varð á. Belda sagði það eðlilegt að sumir væru andsnúnir jafnstórum verkefnum og álver og Kára- Álver Alcoa, Fjarðaál, verður reist í einum áfanga með fram- leiðslugetu upp á 322 þúsund tonn á ári. Áætlaður kostnaður við byggingu þess er um 90 milljarð- ar króna, eða eins og Belda benti á í ræðu sinni við undirskriftina að kostnaður væri um milljón dollarar á dag næstu fjögur árin. Álverið mun fá raforku frá Kára- hnjúkavirkjun og hefja fram- leiðslu árið 2007. Um 450 manns munu fá vinnu við álverið og 300 önnur störf skapast á Austur- landi. Tæpt ár er liðið síðan viðræður hófust við Alcoa eftir að Norsk Hydro hafði bakkað út úr áform- um sínum um álver í Reyðarfirði. Gengu viðræðurnar fljótt og vel fyrir sig, enda sagðist Belda hafa fundið strax góðan samstarfsvilja íslenskra stjórnvalda og heima- Forstjóri Alcoa í samtali við Morgunblaðið að lokinni undirskrift álsamninga Stríð stöðvar ekki áform Alcoa á Íslandi Morgunblaðið/RAX Þau tókust í hendur og mynduðu keðju sem undirrituðu álsamningana á Reyðarfirði á laugardag, f.v., Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, Michael Baltzell, framkvæmdastjóri hjá Alcoa, Alain Belda, forstjóri Alcoa, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Að baki þeim eru Max Laun, lögmaður frá Alcoa, Philip Vogler túlkur og lögmennirnir Hjörtur Torfason, Gunnar Jónsson og Jón Sveinsson.  Hér er fagnaðarfundur/6 Á FJÓRÐA hundrað nemendur sungu á kóramóti framhaldsskólanna sem haldið var í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Kórarnir sungu Land míns föður saman í upphafi dagskrár. Síðan voru sungin ýmis lög eins og t.d. þættir úr Carmina Burana ásamt slagverkssveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og þáttur úr Galdra-Lofti. Kórarnir sjö voru frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum við Sund, Mennta- skólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Flensborgarskóla, Verzl- unarskóla Íslands og Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Jón Ásgeirsson var heiðraður fyrir framlag sitt til kórtónlistarinnar en hann hefur samið og raddsett mikið af tónlist fyrir kóra sem þessa. „Við erum að reyna að endurvekja þessi kóramót,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri kórs MH og sagði það hafa verið áhrifa- mikið þegar þessi stóri hópur söng þjóð- sönginn í fjórum röddum. Ákveðið var að halda kóramótið á Selfossi næsta ár. Jón Ásgeirs- son heiðraður á kóramóti Morgunblaðið/Kristinn Kórfélagar komu einn af öðrum og heiðruðu Jón Ásgeirsson með því að gefa honum rós. Að auki smelltu stúlkurnar á hann kossi hver af annarri og var haft á orði að Jón hefði ekki tekið því illa. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á föstudagskvöld 35 ára gamla konu, portúgalskan ríkisborgara, vegna gruns um að hún hefði boðið vændi. Hefur hún verið úrskurðuð í farbann. Egill Stephenssen, saksóknari lög- reglunnar í Reykjavík, segir að konan sé grunuð um brot gegn 206. grein al- mennra hegningarlaga sem m.a. kveður á um að refsivert sé að stunda vændi sér til framfærslu. Varðar það allt að tveggja ára fangelsi. Egill vildi lítið segja frá rannsókn málsins en m.a. væri verið að kanna aðdraganda þess að konan kom til landsins og hvort hún hefði áður komið hingað. Enginn annar hefur enn verið hand- tekinn vegna málsins eða yfirheyrður vegna þess. Aðspurður segir Egill að lögregla fylgist með því hvort íslenskar konur leggi stund á vændi. Slík rannsókn hafi ekki leitt til handtöku en hann bendir á að í lögunum sé lagt bann við vændi „sér til framfærslu“ en erfitt geti reynst að sanna slíkt. Í farbann vegna gruns um vændi HÓPUR björgunarsveitarmanna á vélsleðum og jeppum, alls á þriðja tug manna, svipaðist í gær um eftir þýskum hjónum sem óttast var að ættu í erfiðleikum á hálendinu norðan Mýr- dalsjökuls. Er vitað að fólkið gisti í Álftavatni aðfaranótt sunnudags og vonuðu björgunar- menn í gærkvöld að fólkið hefði gist í Hrafn- tinnuskeri í nótt. Fólkið, sem er rúmlega þrítugt, lagði af stað frá Hólsá í V-Skaftafellssýslu á þriðjudag. Þaðan ætlaði það í Strútslaug, vestur Mæli- fellssand í Hvannagil, Álftavatn, Hrafntinnu- sker og Landmannalaugar. Fólkið ætlaði að hafa símasamband við tengilið sinn hér á landi á hverjum degi, en hafði aldrei látið vita af sér. Hafði tengiliðurinn samband við lögreglu í gær og var ákveðið undir kvöld að senda leit- arflokk af stað eftir að í ljós kom að hópur Rangæinga sem dvaldi á þessum slóðum um helgina hafði ekki orðið var við Þjóðverjana. Vant göngufólk og vel búið „Það er ekki hægt að segja að fólkið sé týnt, þetta er fyrst og fremst eftirgrennslan því menn voru farnir að óttast um fólkið,“ segir Gils Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir að það kunni að vera eðlilegar skýringar á því að fólkið, sem hefur NMT-handsíma meðferðis, hafi aldrei haft samband. Símasamband sé lélegt á þessum slóðum og eins virki símarnir ekki vel í kulda. Gils segir að fólkið sé vant göngufólk, mjög vel útbúið og með mat til margra daga þar sem ferðalagið átti að standa til næstu helgar. Þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun ætluðu björg- unarmenn að freista þess að fara í Hrafn- tinnusker og athuga hvort fólkið væri þar að finna. Svipast um eftir þýskum göngumönnum PILTUR á sautjánda ári fannst látinn í fjör- unni fyrir neðan klettabelti rétt fyrir norð- an Húsavík um miðjan dag í gær. Þá hafði lögreglan á Húsavík og Björgunarsveitin Garðar leitað hans í um klukkutíma. Piltsins var saknað í gærmorgun, en síð- ast sást til hans stuttu eftir miðnætti að- faranótt sunnudags. Leit að honum hófst um miðjan gærdaginn. Er talið að pilturinn hafi látist af slysförum. Piltur fannst látinn á Húsavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.