Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 17. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR RÉTT MISSTI AF VERÐLAUNUM Á HM / C2 Öll mörkin voru skoruð í fyrrihálfleik. Sverrir Sverrisson kom bikarmeisturum Fylkis yfir strax á 8. mínútu. KR-ingar jöfnuðu um miðjan hálfleikinn þegar einn Árbæinganna sendi boltann í eigið mark og Einar Þór Daníelsson skor- aði sigurmark þeirra skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn var jafn og hraður og lofaði góðu fyrir framhaldið hjá liðunum. „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur. Við KR-ingar lögðum mikinn metnað í leikinn, enda um að ræða bikar sem er á margan hátt eft- irsóknarverður og það er erfiðara að vinna sér rétt til að leika um hann en nokkurn annan. Þetta var jafn leikur og sigurinn gat lent hvorum megin sem var og mér finnst hann sýna að liðin eru mun nær því að vera komin í góða leikæfingu fyrir sumarið en áð- ur hefur þekkst á þessum árstíma. Það getum við þakkað knattspyrnu- húsunum, liðin hafa leikið mikið fleiri leiki að vetrarlagi en áður og það getur ekki annað en skilað sér þegar fram í sækir,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgun- blaðið eftir leikinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Einar Þór Daníelsson, fyrirliði KR, lyftir meistarabikarnum í Egilshöllinni í gærkvöld en það var einmitt hann sem skoraði sigurmark Íslandsmeistaranna gegn bikarmeisturunum. Þriðji sigur KR-inga í meistarakeppninni KR-INGAR eru meistarar meistaranna í knattspyrnunni eftir sigur á Fylki, 2:1, í Egilshöll í gærkvöld. Þeir tóku þar með við Sigurðarbik- arnum, sem ekki hafði verið afhentur frá árinu 1998 þegar keppnin fór síðast fram. Þetta er þriðji sigur KR í Meistarakeppni KSÍ en áð- ur fögnuðu Vesturbæingar sigri í henni árin 1969 og 1996. LANDSLIÐSMENNIRNIR í knatt- spyrnu Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Aston Villa og Arnar Grétars- son hjá Lokeren urðu báðir fyrir meiðslum fyrir og um helgina. Þeir telja þó báðir að þau komi ekki til með að setja strik í reikn- inginn hjá sér fyrir landsleikinn gegn Skotum á Hampden Park 29. mars. Jóhannes Karl meiddist á æfingu hjá Aston Villa á fimmtudag og var því ekki í leikmannahópnum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Ég sneri mig bæði á ökkla og hné en sem betur fer er ekki um alvarlega tognun að ræða,“ sagði Jóhannes við Morgunblaðið í gær. Arnar Grétarsson fór meiddur af velli á laugardagskvöldið eftir að hafa skorað tvívegis þegar Lokeren sigraði Gent, 5:1, í belg- ísku knattspyrnunni. „Ég fékk spark aftan í hælinn og var aumur þar fyrir vegna álagsmeiðsla. Þetta tekur sennilega nokkra daga að jafna sig, en þar sem hvorki er um tognun né slit að ræða, er ég viss um að ég geti spilað með Lokeren næsta laugardag,“ sagði Arnar. Komast til Glasgow LEE Sharpe hefur ákveðið að ganga að tilboði því sem Grindvík- ingar gerðu honum og ætlar að leika með þeim í sumar. Sharpe kom hingað til lands fyr- ir stuttu og leit á aðstæður og seg- ir að sér hafi líkað vel það sem hann sá og ákvað kappinn í kjöl- farið að slá til. Sharpe hefur með- al annars leikið með Manchester United, Leeds United, Bradfrod, Exeter og Sampdoria á Ítalíu. Hann hefur ekkert leikið síðan hann var á mála hjá Exeter í þriðju deildinni ensku síðasta haust. Grindvíkingar eru ánægðir með að fá kappann og segja að þó svo hann hafi ekki leikið mikið að und- anförnu muni hann styrkja liðið mikið og telja hann verða mikla lyftistöng fyrir íslenska knatt- spyrnu. Sharpe með Grindavík í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.