Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 C 3 ARNAR Grétarsson skoraði tvö fyrstu mörk Lokeren sem vann stórsigur á Gent, 5:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Arnar hefur þar með skorað 13 mörk fyrir Lokeren í deildinni í vetur. Marel Baldvinsson gerði eitt markanna, sitt fyrsta eftir að hann gekk til liðs við Lokeren. Rúnar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson voru einnig í liði Lokeren að vanda. Lokeren er í harðri baráttu um sæti í meistaradeild Evrópu en er þó 15 stigum á eftir toppliði Club Brugge. Þó er það samdóma álit knattspyrnusérfræðinga að Lokeren leiki skemmtilegustu knattspyrnuna í deild- inni og það fengu áhorfendur að sjá í leiknum við Gent þar sem hinir leiknu leikmenn Lokeren lögðu sig alla fram um að sýna hvernig leika eigi knattspyrnu. Strax á 2. mínútu skoraði Arnar úr vítaspyrnu eftir að Rúnar Kristinsson tók hornspyrnu og Bangoura var togaður niður í vítateignum. Arnar kom Lokeren síðan í 2:1 með glæsilegu skoti í bláhornið eftir góðan sam- leik við Rúnar Kristinsson. Arnar hefur trúlega aldrei verið betri en nú og hann var langbesti maður vallarins í fyrri hálfleik en á fyrstu mínútu þess síðari meiddist hann og haltraði af leikvelli. Rúnar Kristinsson fór aftur á miðjuna í stað Arnars og lék þar eins og honum einum er lagið. Rúnar lagði upp þriðja markið fyrir Bangoura, Marel skoraði fjórða markið með góðu skoti rétt innan vítateigs eftir að skot frá Bangoura var varið. „Loks kom markið sem allir biðu eftir,“ kallaði þulurinn á leikvangi Lokeren. Bangoura bætti fimmta markinu við og skömmu fyrir leikslok fékk Rúnar heiðursskiptingu, við dynjandi lófatak áhorfenda sem hrópuðu „Kristinsson, Krist- insson“. Arnar Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, sem fagnaði 24 ára afmæli sínu á laugardag, vann geysilega vel all- an leikinn á miðjunni hjá Lokeren. Arnar með tvö og Marel eitt í stórsigri Morgunblaðið/RAX Arnar Grétarsson ■ Úrslit, staða /C11 UNGA kynslóðin hélt uppi merk- inu hjá Frömurum þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við KA í deildabikarkeppninni í knatt- spyrnu á Akureyri á laugardag- inn. Kvöldið áður höfðu Framarar tapað, 2:1, fyrir Þór en báðir leik- irnir fóru fram í Boganum. Þrátt fyrir að Akureyrarferðin skilaði Frömurum aðeins einu stigi eru þeir áfram efstir í A-riðli keppn- innar en Þórsarar standa þó best að vígi, hafa unnið alla þrjá leiki sína. KA fékk hinsvegar sitt fyrsta stig á laugardaginn. „Elsti útispilarinn í byrjunarlið- inu hjá mér gegn KA var fæddur 1979. Ég notaði marga leikmenn í þessum tveimur leikjum og þetta var gott tækifæri til að gefa yngri strákunum tækifæri, sem þeir nýttu vel. KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik en við í þeim síðari,“ sagði Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Stefán Þór Eyjólfsson, 18 ára, kom Fram yfir eftir 20 mínútna leik en Örvar Eiríksson jafnaði tveimur mínútum síðar. Hreinn Hringsson skoraði fyrir KA, 2:1, í byrjun síðari hálfleiks en 16 ára piltur, Helgi Ólafur Axelsson, sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Fram, jafnaði um miðjan hálfleikinn. Kristinn sagði að margir leik- menn Fram sem hafa verið meiddir væru að tínast inn í hóp- inn á ný. „Reykjavíkurmótið var okkur erfitt, við spiluðum þrjá leiki á einni viku og misstum marga í meiðsli en þetta er allt að koma og þeir Ragnar Árnason og Kristinn Tómasson voru aðeins með í Akureyrarferðinni,“ sagði Kristinn Rúnar. Framstrákarnir gerðu jafntefli við KA ■ Staðan /C10 SVETLANA Feofanova frá Rúss- landi endurheimti heimsmetið í stangarstökki kvenna á heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Birmingham í gær þeg- ar hún stökk yfir 4,80 metra. Met- stökkið kom í annarri tilraun og var þetta eina heimsmetið sem sett var á mótinu. Gamla metið, 4,78 metra, átti Stacy Dragila frá Bandaríkjunum, sem komst ekki í úrslitakeppnina í Birmingham. Hálfur mánuður er liðinn síðan Dragila setti sitt met en þá bætti hún met Feofanovu um einn sentí- metra. Feofanova var öruggur sig- urvegari í stangarstökki en landa hennar, Jelena Isinbajeva, varð önnur með 4,60 metra. Monika Pyr- ek frá Póllandi varð þriðja, hún stökk 4,45. var besta grein Jóns í þrautinni. Hann hafnaði í öðru sæti í stangar- stökkinu og náði sér upp í þriðja sæt- ið samanlagt, en aðeins munaði fjór- um stigum samanlegt á honum og Sebrle eftir stangarstökkið þar sem Sebrle náði sínum besta árangri á ferlinum, stökk 5 metra. Þar með var ljóst að keppnin um bronsið stæði á milli Jóns og Sebrle þegar kom að síðustu greininni. Þeir voru svo gott sem jafnir, fjögurra stiga forskot er það sama og menn séu jafnir, forskotið svaraði aðeins til um þriðjungi úr sekúndu. Þriðja besta þrautin á ferlinum Árangur Jóns Arnars í þrautinni í Brimingham, 6.185 stig, er sá þriðji besti sem hann hefur náð á ferlinum. Norðurlandametið, 6.293 stig, setti Jón á HM fyrir fjórum árum. Þá fékk Jón Arnar 6.233 stig á HM fyrir 2 árum þegar hann vann bronsverð- launin. Fjórði besti árangur Jóns í sjöþraut er 6.170 stig frá 1998. úr greipum í síðustu grein sjöþrautarinnar á heimsmeistaramótinu í Birmingham Reuters Jón Arnar Magnússon fagnaði ógurlega þegar honum varð ljóst að hann hafði komist yfir fimm metra í stangarstökkinu. Hann fór síðan yfir 5,10 metra en missti af þriðja sætinu í 1.000 metra hlaupinu þannig að munaði 11 stigum þegar upp var staðið eftir sjö greinar. Ljósmynd/Gordons Förlag Þórey Edda náði sér ekki á strik í stangarstökkinu á HM í Birm- ingham, en hér er hún samt hátt yfir ránni í einu stökka sinna. Reuters Jón Arnar Magnússon er hér vel yfir ránni í hástökkskeppninni í sjöþrautinni á heimsmeistaramótinu í Birmingham á laugardaginn. Heimsmetið endurheimt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.