Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 C MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ JUVENTUS og Inter unnu örugga sigra í ítölsku 1. deildinni um helgina og nú blasir við einvígi þeirra um meistaratitilinn þegar níu umferðum er ólokið. Juventus er þremur stigum á undan Inter en AC Milan sem lengi var líklegt til afreka er nú átta stigum á eftir Ju- ventus þar sem liðið gerði aðeins jafntefli, 0:0, við Reggina. Þar lék Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, sinn 500. deildaleik. Pavel Nedved skoraði tvívegis fyrir Juventus sem sigraði Modena, 3:0, á laugardaginn. Toppliðið hafði þó heppnina með sér því mark, sem við nánari skoðun reyndist full- komlega löglegt, var dæmt af Mo- dena rétt áður en Nedved kom Ju- ventus yfir í leiknum. Christian Vieri skoraði tvö marka Inter í 4:0 sigri á botnliðinu Como í gær. Vieri hefur nú skorað 23 mörk og er markahæstur í deild- inni og hann hefði getað gert fleiri í gær því hann nýtti ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og mark var dæmt af honum í þeim síðari. Francesco Toldo, markvörður Int- er, varði vítaspyrnu frá Nicola Am- oruso í fyrri hálfleiknum þegar staðan var 2:0. Juventus og Inter halda sínu striki  PETER Ridsdale, knattspyrnu- stjóri Leeds, segist viss um að ástr- ölsku landsliðsmennirnir Harry Kewell og Mark Viduka leiki áfram með félaginu á næsta tímabili. Rids- dale segir að viðræður við þá báða séu á næsta leiti og þeir hafi lýst yfir vilja sínum til að vera um kyrrt í röðum Leeds þrátt fyrir mikinn óróa hjá félaginu í vetur og ljóst sé að liðið leiki ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili.  HAKAN Sükür, tyrkneski fram- herjinn hjá Blackburn, var valinn maður leiksins þegar lið hans lagði Arsenal á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans í byrjunarliði Blackburn en hann fótbrotnaði á fyrstu æfingu sinni hjá félaginu þeg- ar hann kom til Englands í desem- ber.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, kveðst vongóður um að halda Sükür í sínum röðum en hann gerði skammtímasamning við Blackburn eftir að hafa verið leystur frá störfum hjá Parma á Ítalíu. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri nágrannaliðsins Bolton, er sagður ákafur í að lokka tyrkneska sóknarmanninn yfir í sínar raðir.  OLE Gunnar Solskjær, norski sóknarmaðurinn hjá Manchester United, fullyrti að félagi sinn Fab- ian Barthez væri besti markvörður heims, eftir sigur United á Aston Villa, 1:0, á laugardaginn. Barthez átti þá stórleik og varði sérstaklega vel frá Darius Vassell úr dauðafæri snemma í leiknum.  SOLSKJÆR sagði að Barthez hefði verið frábær í allan vetur. „Hann hefur oft mátt sitja undir gagnrýni en í okkar augum er hann sá besti í heiminum,“ sagði Sol- skjær.  JESPER Grönkjær, danski kant- maðurinn hjá Chelsea, fékk þungt högg í andlitið frá félaga sínum, Carlton Cole, á æfingu fyrir helgina. Í enskum fjölmiðlum var sagt að þeir hefðu lent í miklum slagsmálum í kjölfarið en þeir hafa nú báðir borið það af sér og segja fregnir af málinu stórlega ýktar.  EL-HADJI Diouf, leikmaður Liv- erpool, hefur boðið skoska piltinum Dominic Schiavone og félaga hans á síðari leik Celtic og Liverpool í UEFA-bikarnum á fimmmtudag. Diouf hrækti á áhorfandann Schiav- one í fyrri leik liðanna í Glasgow síðasta fimmtudag og var fyrir vikið sektaður um tveggja vikna laun, sem verða látin renna til góðgerð- armála.  SCHIAVONE, sem er 18 ára, og félagi hans verða sóttir með bifreið til Glasgow, munu dveljast í tvo sól- arhringa í Liverpool og þar mun Diouf biðja hann formlega afsökun- ar á atvikinu. Félagarnir munu njóta allrar bestu fyrirgreiðslu á Anfield og horfa á leikinn úr við- hafnarstúku á vellinum. FÓLK sigurinn. „Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik sem okkur tókst ekki að nýta og því varð þetta erfiðara en það hefði þurft að vera. Völlurinn var slæmur og boltinn hoppaði og skopp- aði um allan völl þannig að það var erfitt að ná valdi á honum. Ég hefði við eðlilegar aðstæður skorað annað mark, en boltinn hoppaði frá mér í staðinn fyrir að koma til mín þegar ég fékk frábært færi til að skora fyrr í leiknum,“ sagði Beckham. Andy Cole var ekki í leikmanna- hópi Blackburn þegar liðið tók á móti Arsenal, en hann og Graeme Souness lentu í smárifrildi á æfingu fyrir helgina. „Það er ekkert óalgengt að menn rífist aðeins. Ég vil að liðið taki hressilega á á hverri æfingu, æfi af ákveðni og ástríðu þannig að það sé tilbúið í alla leiki. Okkur lenti aðeins saman en við leysum það nú um helgina,“ sagði Souness um viðskipti hans og Cole. Ákafi og ástríða leikmanna Soun- ess skilaði sér á laugardaginn því sig- ur Blackburn var sanngjarn og getur liðið nú státað af því að hafa unnið Arsenal tvívegis í vetur og United einu sinni en þau eiga eftir að mætast öðru sinni. Lið Arsenal var talsvert breytt frá því sem það hefur verið lengstum í vetur. Seaman varð að sætta sig við að fresta 1.000 deildarleiknum sínum og Stuart Taylor tók stöðu hans í markinu. Vieira og Campbell voru báðir meiddir og ekki lagaðist vörnin þegar Keown fór meiddur af velli á 18. mínútu. Newcastle heldur sig ekki langt undan efstu liðunum, vann góðan 2:0 sigur á Charlton á útivelli og er aðeins fimm stigum á eftir Arsenal. Fyrirlið- inn Alan Shearer kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mín- útu. Craig Bellamy vann vítaspyrn- una, var togaður niður í vítateignum og var Bobby Robson, stjóri þeirra röndóttu, mjög ánægður með fram- gang Bellamys í leiknum og sagði hann tvímælalaust mann leiksins. „Hann er ótrúlega fljótur og auk þess sívinnandi, alltaf að reyna að fá boltann á milli varnarmannanna eða fyrir aftan þá. Það eru ekki margir framlínumenn eins og hann nú til dags og þess vegna finnst okkur svona vænt um hann,“ sagði Robson eftir leikinn. Everton og West Ham gerðu markalaust jafntefli og geta Hamr- arnir verið aðeins hamingjusamari með það en heimamenn í Everton þó svo bæði lið hefðu viljað þrjú stig, Everton til að dragast ekki of langt aftur úr í baráttunni í efri hlutanum og West Ham til að reyna að koma sér af fallsvæðinu. Það stefnir allt í spennandi ogskemmtilegan endasprett í ensku deildinni. Arsenal er með tveggja stiga forystu á United og eiga liðin eftir að mætast á Highbury í apríl og ekki ólíklegt að sá leikur ráði miklu um hvaða lið fagnar mest í lok tímabilsins. David Beckham gerði eina mark leiksins, sitt sjöunda á tímabilinu, þegar United lagði Aston Villa 1:0 og kom markið á 12. mínútu. Markið kom eftir sendingu frá Ryan Giggs. United var sterkari aðilinn í leiknum, fékk nokkur færi sem nýttust ekki en aðstæður til að leika knattspyrnu voru ekki góðar, völlurinn mjög ósléttur. „Við gerðum okkur þetta óþarflega erfitt,“ sagði Beckham eftir Retuers David Beckham fagnar marki sínu gegn Aston Villa, það reyndist sigurmarkið. Forysta Arsenal aðeins tvö stig MANCHESTER United minnkaði forskot Arsenal í baráttunni um meistaratitilinn í Englandi um helgina um þrjú stig og hafa meist- ararnir nú aðeins tveggja stiga forystu. United vann Aston Villa en Arsenal tapaði öðru sinni í vetur fyrir Blackburn. Newcastle sigraði einnig og er fimm stigum á eftir Arsenal. KNATTSPYRNUSTJÓRARNIR Gerard Houllier hjá Liverpool og Glenn Hoddle hjá Tottenham sendu hvor öðrum tóninn í enskum fjölmiðlum í gær eftir að Liver- pool vann leik liðanna á White Hart Lane í London, 3:2. Houllier sakaði Maurico Taricco, argentínska varnarmanninn hjá Tottenham, um að reyna markvisst að æsa El-Hadji Diouf, senegalska leikmann- inn hjá Liverpool upp og kvartaði ítrekað yfir framkomu hans. Eftir hálftíma leik var Houllier nóg boðið, gekk til Johns Gormans, aðstoðarstjóra Tottenham, og kvaðst ósáttur við það sem ætti sér stað inni á vellinum, og í leikhléinu kvartaði hann enn frekar við dómara leiksins. „Ég reiddist mjög í fyrri hálfleik, en hvort sem það var með ráðum gert eða ekki leit út fyrir að Tariccio væri að reyna að koma Diouf útaf með rautt spjald. Sem betur fór tók dómarinn eftir þessu. Mér fannst þetta vera ósæmileg framkoma og bað því um að eitthvað yrði gert í málinu,“ sagði Houllier. Hoddle vísaði ásökunum Houlliers til föðurhúsanna sem algjörri fjarstæðu og sagði að Houllier hefði sjálfur farið yfir strikið. „Ég skil ekki hvað honum gengur til og það var honum ekki sæmandi að ráðast með fúkyrðum að okkar leikmanni þegar liðin gengu til búningsherbergja,“ sagði Hoddle. Houllier og Hoddle í hár saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.