Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 6
KÖRFUKNATTLEIKUR 6 C MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓR frá Þorlákshöfn vann Reyni í Sandgerði, 67:76, á sunnudaginn þegar liðin mættust í síðari leikn- um í undanúrslitum fystu dieldar karla í körfuknattleik. Þar með er körfuknattleikslið Þorláks- hafnar komið í úrvalsdeildina þar sem það mun leika á næstu leiktíð og er þetta í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins sem það á lið í efstu deild. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Ármann/Þróttur liði KFÍ þannig að liðin verða að mætast þriðja sinni til að skera úr um hvort þeirra leikur í úrvalsdeild- inni að ári og fer sá leikur fram á heimavelli KFÍ á miðvikudaginn. Úrslitakeppnin í 2. deild karla fór einnig fram um helgina og var keppt á Akureyri. Leikið var í tveimur riðlum og síðan um sæti í undanúrslitum. Þau lið sem höfðu betur í undanúrslitunum tryggðu sér sæti í 1. deild að ári. Þór frá Akureyri hafði nokkra yf- irburði í sínum riðli og í undan- úrslitum þar sem liðið lagði Skagamenn 94:44. Sömu sögu er að segja af ÍG frá Grindavík, liðið hafði nokkra yfirburði, vann þó Grundfirðinga aðeins með tíu stigum í undanúrslitum, 100:90. Þór lagði síðan ÍG 94:91 í úrslita- leiknum. Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeildina í fyrsta sinn við að ljúka leiknum með sóma. Það er erfitt að skilja þetta hvers vegna við misst- um flugið. Stundum heldur maður að allt sé í lukkunnar velstandi en mér fannst mín- ir menn mæta of afslappaðir til síðari hálfleiks og hafi jafnvel haldið að KR-ingar væru búnir að gefast upp en það var öðru nær. Herbert hélt þeim inni í leiknum með skotsýningu í seinni hálfleik, besta sem ég hef séð til hans í áraraðir og hann reyndist okkur erfiður,“ sagði Frið- rik. FRIÐRIK Ragnarssson, þjálfari Njarðvíkinga, var ánægður með sína menn eft- ir að þeir voru búnir að leggja KR að velli og tryggja sér sæti í undanúrslitum. „Strákarnir léku frábærlega í fyrri hálfleiknum – sýndu sínar bestu hliðar og er þetta líklega einn okkar besti leik- ur í vetur og við skiptum ört inná, sem varð til þess að við komum úthvíldir til síðari hálfleiks. Það var gremju- legt að missa gott forskot á fyrstu sjö mínútunum eftir hlé en sem betur fer náðum „Þetta var einn okkar besti leikur“ Friðrik Ragnarsson Keith Vassel lék sinn fyrsta leik eftir aðhann hann fékk íslenskan ríkisborg- ararétt. Kunni hann greinilega vel við sig sem Íslendingur á móti Grindavík, en hann skoraði 36 stig og tók 18 fráköst. Hamarsmenn byrjuðu mun betur í leiknum og komust í 8:0. Grindvíkingar jöfnuðu þá, 8:8, og eftir fyrsta leikhluta var staðan 24:25 fyrir heimamenn. Í öðrum leikhluta voru heima- menn með frumkvæðið en Grindvíkingar þó aldrei skammt undan. Vassel fór þarna á kostum sem og Lewis, en sá fyrrnefndi gerði 19 stig fyrir Hamar og Lewis 17 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveim leikhlutun- um. Þriðji leikhluti var keimlíkur þeim tveim- ur á undan. Hamarsmenn urðu þó fyrir því að Lárus Jónsson fékk sína 4. villu þegar 6 mínútur voru eftir af hálfleiknum og var hann hvíldur fram í fjórða leikhluta. Hamar leiddi með tíu til þriggja stiga mun en Grindvíkingar biðu átekta eftir tækifæri til að komast yfir. Eftir þriðja leikhluta var staðan 62:60. Hamar sér þriðja HAMAR í Hveragerði tryggði sér þriðja l armeistara Grindvíkinga um sæti í 4-lið landsmeistaratitilinn í körfuknattleik, e ardaginn. Leikurinn var bráðfjörugur frá sem góður körfuboltaleikur þarf að bjóð Helgi Valberg skrifar  EIGINKONA leikmanns ÍR gerði sér lítið fyrir á leik ÍR og Keflavíkur í gærkvöldi, gekk inná völlinn og upp að Keflvíkingnum Edmund Saund- ers til að láta hann fá það óþvegið, líklega eftir að henni fannst illa farið með sinn mann en Saunders fékk úr þeirri viðureign tvö vítaskot.  GÆSLUMENN leiksins fylgdust með en gerðu ekki neitt og þegar konan hafði lokið skammarræðu sinni gekk hún aftur upp í stúku við fögnuð heimamanna en sendi þaðan til Saunders ljót fingurmerki, sem jafnt fullorðnir og ungir krakkar sáu greinilega.  LEIKMENN Keflavíkur og flestir áhorfendur fylgdust forviða með þessari uppákomu enda greinilega eitthvað farið alvarlega úrskeiðis hjá starfsmönnum leiksins.  EDMUND Saunders reyndi að halda ró sinni og hitti úr báðum víta- skotunum en stóðst þá ekki mátið og veifaði konunni. Fyrir það fékk hann hinsvegar villu fyrir óíþróttamanns- lega framkomu og fannst mörgum refsingin hörð. Hófust þá mótmæli en fleiri villur fylgdu í kjölfarið og eiginmaðurinn, Eugene Christoph- er, skoraði úr þremur vítaskotum fyrir ÍR.  LOGI Gunnarsson skoraði 20 stig fyrir Ulm og var stigahæstur þegar lið hans sigraði Ansbach, 99:89, á úti- velli í þýsku 2. deildinni í körfuknatt- leik á laugardaginn. Ulm er áfram í öðru sæti, er með 42 stig og á leik til góða á toppliðið Karlsruhe sem er með 44 stig.  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir Trier sem steinlá fyrir Bayer Leverkusen, 107:75, í þýsku 1. deildinni í gær. Trier situr áfram á botni deildarinnar með 8 stig eftir 21 leik, jafnmörg stig og Würzburg, en næstu lið eru sex stigum þar fyrir of- an.  DARREL Lewis lék að nýju með Grindvíkingum í Hveragerði, eftir að hafa farið í aðgerð á hné fyrir tíu dögum. Hann var langbesti maður Grindavíkurliðsins gegn Hamri, skoraði 42 stig, tók fimm fráköst og átti fimm stoðsendingar en þrátt fy- irr það beið lið hans ósigur.  LOS Angeles Lakers vann tvo úti- leiki í röð um helgina og styrkti með því stöðu sína í vesturdeild NBA. Lakers náði að sigra bæði Minnesota og Milwaukee og náði með því Utah í sjötta sæti deildarinnar.  LAKERS átti í miklu basli í Mil- waukee en lék frábæra vörn í síðari hálfleik, fékk þá aðeins 30 stig á sig og sigraði, 98:94. Shaquille O’Neal skoraði 24 stig fyrir Lakers og Kobe Bryant 20.  MICHAEL Jordan skoraði 19 stig fyrir Washington Wizards sem sigr- aði Miami, 89:82. Jerry Stackhouse var þó í aðalhlutverki hjá Wash- ington og gerði 37 stig en liðið á í harðri baráttu fyrir sæti í úrslita- keppninni. FÓLK E Friðrik Stefánsson náði völdumundir körfunum í byrjun en Herbert sá til þess með átta stigum í röð að hleypa Njarð- víkingum ekki of langt framúr. Það skilaði fjögurra stiga forskoti þegar fyrsta fjórðungi lauk en næstu lotu áttu Njarðvíkingar og með 34 stigum sneru þeir taflinu alveg við þegar. Gregory Harris fór á kostum með dyggri aðstoð félaga sinna og fimm- tán stig skildu liðin að í hálfleik, 55:40. Ef Njarðvíkingar hafa búist við framhaldi á svipuðum nótum og án þess að þurfa hafa of mikið fyrir því var þeim snarlega kippt niður á jörð- ina. Teitur Örlygsson reyndi að halda Njarðvíkingum inni í leiknum en hafði ekki erindi sem erfiði því KR-ingar voru komnir á bragðið og Herbert hitti vel. Forskotið góða var komið niður í þrjú stig þegar KR slakaði aðeins á klónni en með þriggja stiga körfu Herberts í upp- hafi fjórða leikhluta komst KR yfir í fyrsta sinn, ef frá eru talin fyrstu stig leiksins. Hófst þá atið fyrir al- vöru. Menn fóru að tínast útaf og vesturbæingum tókst að halda naumu forskoti en þegar mörg víta- skot þeirra misstu marks færðist forystan yfir til heimamanna, sem minnugir sviptinganna á síðustu mínútum fyrri leiksins, þraukuðu. KR-ingurinn Darrell Flake fékk sína fjórðu villu eftir 30 sekúndur í byrj- un síðari hálfleiks en gaf ekkert eftir á endasprettinum. „Ég er sáttur við alla mína menn í fyrri hálfleik en eftir hlé notaði ég færri menn og komst upp með það því þeir höfðu fengið góða hvíld í fyrri hálfleik,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkinga, sem voru ekki sannfærandi fram eftir vetri en hafa í síðustu leikjum sýnt að þeim eru allir vegir færir. „Við unnum nú lið sem við höfum alltaf átt í erfiðleikum með og mér finnst við vera að ná toppi á réttum tíma. Vet- urinn hefur verið erfiður og við höf- um spilað frekar illa en nú er þetta að smella hjá okkur og við fáum fyrir vikið meðbyr. Það er draumastaða að hafa unnið báða leikina og hvíla lúin bein í nokkra daga.“ Njarðvíkingar unnu á liðsheild, níu leikmenn komu inná og skiluðu allir sínu. Gregory Harris þar þó þeirra bestur með 25 stig, 5 fráköst og 13 stoðsendingar. Friðrik tók 14 fráköst og varði tvö skot. Teitur hitti úr 5 af 10 þriggja stiga skotum. „Eins og alltaf eru hörkuleikir þegar KR og Njarðvík mætast, þá veltur allt á einu frákasti, einu skoti, einu stigi eða einu víti,“ sagði Her- bert eftir leikinn. „Eftir sviptingar og tap í fyrri leiknum var gríðarlega erfitt sálfræðilega að mæta hingað en við vorum staðráðnir að bæta fyr- ir það. Við höfðum fram að hádegi daginn eftir tapið í fyrri leiknum til að vera í fýlu en byrjuðum þá að byggja okkur upp fyrir þennan leik og ég tel að okkur hafi tekist það ágætlega. Það var því mikil spenna í fyrri hálfleik en við vissum að það var hægt að vinna. Það myndast oft ákveðin spenna þegar maður er kominn með bakið upp við vegginn. Við vorum fimmtán stigum undir í hálfleik eins og þeir í heimaleiknum okkar og tókst að vinna okkur. Við vorum komnir yfir og farnir að stýra leiknum en vantaði herslumuninn til að vinna.“ Herbert hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum, Darrell Flake tók 11 fráköst og Baldur Ólafsson varði fjögur skot. Aðrir gerðu minna og það dugði liðinu ekki að spila vel tæplega hálfan leik. Njarðvíkingar í undanúrslitin eftir annan sigur á KR-ingum í Njarðvík Sýning Herberts kom KR ekki til bjargar Morgunblaðið/Kristinn Teitur Örlygsson hefur sett sterkan svip á leik Njarðvíkurliðs- ins eftir að hann byrjaði að leika á ný með liðinu. Hér er hann með knöttinn á ferðinni að körfu KR-inga, án þess að Ingvaldur M. Hafstein nái að stöðva hann. FLUGELDASÝNING Herberts Arnarsonar dugði KR-ingum ekki til sigurs gegn Njarðvík á laugardaginn þegar liðin mætt- ust öðru sinni í 8-liða úrslitum. Slakur fyrri hálfleikur varð þeim að falli því Njarðvíkingar sýndu þá gamlar sparihliðar og áttu auk þess varabirgðir af orku fyr- ir lokasprettinn sem var nóg til að vinna 97:95 eftir dramatískar og spennuþrungnar lokamín- útur. Njarðvíkingar eru því komnir í undanúrslit og bíða eft- ir oddalotu Grindvíkinga og Hamars. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.