Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 7
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 C 7 „ÞEGAR við lögðum Grindvíkinga að velli í síðasta leiknum okkar í deildarkeppninni og tryggðum okkur þar með réttinn til að leika í úrslitakeppninni, sáum við að það er hægt að gera ýmislegt ef menn leggja hart að sér allan leikinn og berjast af fullum krafti. Við náðum að endurtaka leikinn nú í úrslita- keppninni og ég er mjög ánægður með það að vera ekki úr leik strax. Leikmenn mínir hafa náð góðu sjálfstrausti og þá átti Keith Vassell frábæran leik – fór með okkur eins langt og hægt var. En þessi leikur gerir í rauninni ekki neitt fyrir okkur ef við vinnum ekki næsta leik,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálf- ari Hamarsmanna, eftir sigur þeirra á Grindvíkingum í Hvera- gerði á laugardaginn. Hamar mæt- ir Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík í kvöld. „Það var stefnan hjá okkur að klára þessa rimmu hérna í Hvera- gerði, en því miður tókst það ekki þannig að við verðum að leika einn leik til viðbótar - og þann leik ætl- um við að sjálfsögðu að vinna og komast áfram í keppninni. Við tök- um þessum ósigri af karlmennsku og mætum grimmir í næsta leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindvíkinga. Keith Vassell átti frábæran leik gegn Grindavík Leikmenn Grindavíkur byrjuðu af mikl- um krafti í upphafi fjórða leikhluta og jafn- aði Darrel, 71:71, þegar sex mínútur voru eftir. Um nokkurt skeið var leikurinn í járn- um en síðan sigu Grindvíkingar fram úr og komust í 75:81 og héldu þá margir að sigur væri unninn. Heimamenn voru þó aldeilis á öðru máli og með mikilli baráttu í lok leiks- ins jafnaði Hamar og komst yfir en Lárus Jónsson tryggði þeim sigurinn með tveggja stiga körfu eftir að Keith Vassel hafði stolið boltanum. Þá voru 9 sekúndur eftir en Grindvíkingar misstu boltann klaufalega frá sér og Hamarsmenn fögnuðu sigri. Vassel fór hamförum í þessum leikhluta, sem og Darrel Lewis en hann skoraði 17 stig í þessum leikhluta. Þá átti Hallgrímur Brynjólfsson skemmtilega innkomu hjá Hamri, en hann setti niður tvær mikilvæg- ar þriggja stiga körfur þegar Hamar var kominn undir í fjórða leikhluta. Hjá Hamri bar Keith Vassel höfuð og herðar yfir sína menn en einnig átti Lárus Jónsson stórleik. Hjá Grindavík var það Darrel Lewis sem hélt sínum mönnum á floti. tryggði a leikinn eikinn í einvígi liðsins við deild- a úrslitum úrslitakeppninnar um Ís- er liðið vann 90:88 í Hveragerði á laug- á upphafi til enda og bauð upp á allt ða upp á. Liðin skiptust á um að hafa forystuí leiknum og aldrei bar meira á milli en tvö til þrjú stig, en oftar jafnt á stigatöflunni en áhorfendur eiga að venjast. Eftir þriðja leikhluta var staðan 52:52 og 71:71 að venjulegum leiktíma loknum. Í fram- lengingu tókst svo heimamönnum að sigra. Það var ljóst þegar í upphafi að Haukarnir voru komnir til þess að klára dæmið en einnig lá nokkuð í augum uppi að Tindastólsmenn ætl- uðu ekki að gefa áframhaldandi veru í úrslitakeppninni upp á bátinn bar- áttulaust. Bæði liðin léku mjög sterkan varnarleik og með Axel að dekka Stevie náði sá síðarnefndi ekki að gera mikinn usla í vörn heimamanna, og skiptust liðin á að skora og hafa forystuna, en þegar tæp mínuta lifði af leikhlutanum og heimamenn tveim stigum yfir, mis- tókst skot frá Halldóri, og Tinda- stólsmenn náðu frákastinu og Cook skoraði fallega þriggja stiga körfu og heimamenn höfðu fimm stiga for- ystu. Í öðrum leikhlutanum byrjuðu gestirnir með látum, Axel var kom- inn með þrjár villur og kom lítið inn í þessum hluta enda fór nú Stevie á kostum og skoraði þrjár körfur í röð án þess að heimamönnum tækist að svara og voru nú Haukarnir komnir yfir. Haukarnir léku nú sóknarleik þar sem Stevie var ætlað að klára sóknirnar enda skoraði hann fjórtán af sextán stigum liðsins í þessum leikhluta. Hjá Stólunum var Cook í svipuðu hlutverki og Kristinn var góður utan við þriggja stiga línuna, og Antropov sterkur undir körfunni. Í lokaleikhlutanum var jafnt á flestum tölum baráttan var í al- gleymingi og ljóst að sigurinn gat fallið hjá hvoru liðinu sem var. Ingv- ar skoraði tvær þriggja stiga körfur fyrir Hauka, en Cook og Kristinn svöruðu í næstu sókn fyrir Tindastól. Þegar tíu sekúndur voru til leiksloka náði Halldór Kristmannsson með harðfylgi að jafna 71:71 og leiktím- inn rann út án þess að Tindastóls- menn næðu að knýja fram sigur. Í framlengingunni var jafnt á tölunum eins og áður. Í stöðunni 76:76 skoraði Ingvar þriggja stiga körfu fyrir Hauka og breytti stöðunni í 76:79, en Cook svarið með samskonar skoti, og jafnaði aftur, 15 sekúndur voru eftir, Haukar með boltann og brotið var á Bojovic sem náði ekki að skora úr vítunum, Tindastólsmenn náðu boltanum og Cook braust í gegnum vörn Haukanna og skoraði, og nú leið leiktíminn án þess að Haukarnir næðu að jafna. Kristinn Friðriksson var ánægður í leikslok. „Við vorum óheppnir því við áttum að vinna fyrsta leikinn, og þá spiluðum við betur en við gerðum í kvöld. Þetta var spennandi leikur og örugglega skemmtilegur fyrir áhorfendur, vörnin hjá okkur var fín, en sóknin slök, og þar verða allir að vera virkir ef hlutirnir eiga að ganga upp. Nú förum við bara suður á þriðjudaginn og klárum þetta dæmi. Við höfum sýnt það í vetur að við spilum oft betur á útivelli og við ætl- um að notfæra okkur það núna,“ sagði hann. Tindastóll knúði fram oddaleik TINDASTÓLSMENN bitu í skjaldarrendur og náðu af harðfylgi að knýja fram sigur í öðrum leik sínum við Hauka í 8-liða úrslitum Int- ersportdeildarinnar í körfuknattleik. Tindastóll sigraði 81:79 eftir framlengdan leik og verða liðin að mætast þriðja sinni, annað kvöld í Hafnarfirði. Björn Björnsson skifar Gestirnir úr Keflavík hófu leikinnmeð þriggja stiga körfu en tókst ekki að fylgja því eftir enda sást snemma að þeir voru ekki alveg tilbúnir í slaginn. Breiðhylt- ingar aftur á móti spiluðu þróttmikla svæðisvörn og tóku mikla spretti til að hindra eða trufla stórskyttur Kefl- víkinga. Það býður hættunni heim en gekk upp og um miðjan fyrsta leik- hluta hafði ÍR 20:11 forystu. Sá mun- ur var hinsvegar fljótur að hverfa og snemma í öðrum leikhluta var for- skotið komið niður í eitt stig, 32:31. Þá var eins og Keflvíkingar héldu sig komna á beinu brautina en því var ekki að heilsa. Þeir lögðu ekki nóg í skotin og því brást hittnin en sköpum skipti að ÍR-ingar spýttu duglega í lófana, börðust fyrir hverjum bolta og tóku næstum öll fráköst þangað til þeir höfðu náð 17 stiga forystu, 48:31. Tvær þriggja stiga körfur Hregg- viðs Magnússonar áður en mínúta var liðin af síðari hálfleik skilaði ÍR 20 stiga forskoti. Þeir hefðu mátt fagna ögn varlegar því næstu 11 stig voru gestanna og aftur komin spenna í leikinn. Keflvíkingar náðu hinsveg- ar ekki að fylgja þessum kafla eftir og það fór í skapið á þeim, sumir lögðu á sig krók til að ná sér í villu og Damon Johnson fékk sína fjórðu og fór útaf í bili. Þeir náðu ekki upp bar- áttuanda til að komast inn í leikinn en ÍR-ingar voru komnir á bragðið. Undir lokin hitnaði mikið í kolunum og menn gerðu sig seka um mörg óþarfa brot í hita leiksins eftir að úr- slit voru ráðin. „Við spiluðum hreyfanlega svæð- isvörn og Keflvíkingar reyndar hittu ekki eins vel og í fyrri leiknum en það var líka góð barátta í mínum mönn- um og mér fannst þeir eiga sigurinn fyllilega skilinn,“ sagði Eggert Garð- arsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Munurinn lá svolítið í því að Keflvík- ingar voru slappir í kvöld en við til- búnir til að verja okkar heimavöll og gefa ekki leikinn í hendurnar á þeim. Við erum að eiga við topplið og verð- um að standa klárir ef við ætlum að eiga möguleika í Keflvíkinga.“ Egg- ert sagði erfiðan leik framundan en sigur mögulegan. „Það skiptir máli í úrslitakeppninni að það er svo stutt á milli leikja og menn muna ófarir sín- ar vel. Það er því ekki erfitt fyrir Keflvíkinga að undirbúa sig fyrir næsta leik eftir að þeim var rúllað upp hérna í kvöld. Við erum hinsveg- ar á bleiku skýi núna en verðum að halda áfram að bíta frá okkur.“ Hjá ÍR lögðu margir hönd á plóg til að uppskera þennan sigur, Eugene Christopher skoraði grimmt og Hreggviður einnig með 5 af sex þriggja stiga skotum sínum í körfuna og 11 fráköst. Eiríkur Önundarson tók 8 fráköst og átti 15 stoðsendingar en Sigurður Þorvaldsson tók 15 frá- köst. Stuðningsmenn Keflvíkinga vildu sumir auglýsa eftir lykilmönnum í hálfleik því það fór lítið fyrir þeim en flestir þeirra náðu að bæta sig eftir hlé. Guðjón Skúlason skoraði fjórar þriggja stiga körfur. Edmund Saunders tók 13 fráköst og varði þrjú skot og Damon Johnson tók tíu frá- köst en átti 11 stoðsendingar. Hamskipti ÍR dugðu UMSKIPTIN frá fyrri leik ÍR og Keflavíkur á föstudaginn og öðrum í Seljaskóla í gærkvöldi voru mikil. Mesti munurinn lá í því að nú mættu Keflvíkingar á hælunum en Breiðhyltingar á tánum og með góðri baráttu tókst þeim að ná undirtökunum og halda þeim allan leikinn. Það skilaði 103:86 sigri og því verður oddaleikur liðanna í Keflavík annað kvöld. Fyrsta leikinn vann Keflavík með 28 stiga mun en ÍR nú með 17 stigum svo að það er allra veðra von og áhorf- endur líklega ekki sviknir um hörkuleik. Morgunblaðið/Árni Torfason iríkur Önundarson, ÍR, sækir að körfu Keflvíkinga í leiknum í gærkvöld en Gunnar Einarsson er til varnar. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.