Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 C MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HASLUM, undir stjórn Krist- jáns Halldórssonar, komst í gærkvöld upp í norsku úrvals- deildina í handknattleik þrátt fyrir tap gegn Heimdal, 28:25, í lokaumferð 1. deildarinnar. Haslum endaði í fjórða sæti og fór upp á fimm mörkum betri markamismun en næsta lið, Follo, sem vann Oppsal í gær, 33:21. Haslum hefði með sigri í gær náð öðru tveggja efstu sæta deildarinanr og komist þar með í úrslitakeppni um norska meistaratitilinn ásamt sex liðum úrvalsdeildar, en það verða Heimdal og Kristiansand sem fara í þá keppni. Ósigurinn þýðir að leikurinn í gær var lokaleikur Kristjáns með liðið en hann hefur verið ráðinn þjálfari danska kvennaliðsins Skovbakken/Brabrand. Leikmenn Haslum fá Íslands- ferð að launum fyrir úrvals- deildarsætið en með liðinu leika þeir Daníel Ragnarsson, Heimir Árnason og Theódór Hjalti Valsson og á undan Kristjáni stjórnaði Óskar Bjarni Óskarsson liðinu. Hlynur Jóhannesson og fé- lagar í Stord steinlágu fyrir Runar, 39:24, í lokaumferð úr- valsdeildarinnar í gær. Þau úr- slit skiptu ekki máli þar sem Stord hafði þegar tryggt sér fimmta sætið í deildinni og sæti í úrslitakeppninni um meist- aratitilinn. Haslum komst upp í úrvalsdeildina KA/Þór á enn möguleika á að kom- ast í átta liða úrslit 1. deildar kvenna í handknattleik. Norðan- stúlkur unnu Gróttu/KR frekar óvænt um helgina og eru aðeins stigi á eftir Fylki/ÍR sem er í átt- unda sætinu sem stendur. Ein um- ferð er eftir og þá fær KA/Þór lið Víkings í heimsókn. Inga Dís Sigurðardóttir var at- kvæðamest í liði KA/Þórs á laugar- daginn og gerði 6 mörk en fimm stúlkur skoruðu fyrir liðið á meðan markaskorunin dreifðist meira hjá heimastúlkum en þar komust átta leikmenn á blað. Það lið sem lendir í áttunda sæti deildarinnar, síðasta sætinu inn í átta liða úrslitin, mætir Eyjastúlk- um, sem verður væntanlega erfitt verkefni. KA/Þór á möguleika Fyrstu fjögur mörkin voru Hauk-anna en hægt og bítandi sóttu gestirnir í sig veðrið og minnkuðu muninn jafnt og þétt með góðri baráttu. Fljótlega eftir hlé náðu Haukar aftur góðum leik sem skil- aði mest fimm marka forystu. Meiri hraði og harka var í leiknum enda skoruðu liðin samtals 33 mörk eftir hlé. Munurinn var lengi vel þrjú til fjögur mörk en seigla gestanna skil- aði þeim þremur mörkum í röð síð- ustu mínúturnar og staðan 29:28. FH fékk nokkur færi til að jafna en Lukresija Bokan í marki Hauka stóð fyrir sínu, eins og reyndar Jolanta Slapikiene í marki FH, sem varði mörg erfið skot eftir hlé. „Við fáum alltof mörg mörk á okk- ur og þá verðum við sjálfar að skora svo mikið,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka. „Okkur gekk vel í byrjun en þegar við breyttum vörn- inni gekk ekki nógu vel svo við breyttum aftur. Við byrjuðum á flatri vörn og ætluðum að halda henni þangað til við fengjum fyrsta markið á okkur en FH-stelpurnar eru seigar og gefast aldrei upp, ef maður slakar aðeins á eru þær komnar í bakið á manni,“ sagði Inga Fríða og fagnaði mikilvægum stigum. „Sigurinn skipti öllu máli fyrir okkur því þá getum við farið afslappaðri til Eyja í næsta leik, þá er ekki allt undir því það er stutt í þriðja sætið. Það er erfitt að fara með pressuna til Eyja, sérstaklega ef farið er með Herjólfi.“ Lukreija í markinu, Hanna G. Stefánsdóttir, Brynja Steinsen og Harpa Melsteð voru einnig góðar. Einvarður Jóhannsson þjálfari FH-stúlkna var ánægður með allt nema byrjunina. „Við byrjuðum illa og lentum fjórum mörkum undir og erum síðan að elta þær allan leikinn. Það er sérstaklega erfitt á móti svona góðu liði eins Haukum. Fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar spiluð- um nógu vel til að vinna þær þó að við höfum alls ekki spilað nógu góðan leik. Ég er ánægður með að við skul- um ekki leggja árar í bát en það breytir ekki því að það var slæmt að koma sér í þessa slæmu stöðu í byrj- un,“ bætti þjálfarinn við en lið hans hefur bætt sig eftir því sem á líður veturinn. „Við náðum níu stigum í fyrstu umferð, sjö í næstu og erum nú þegar komin með tíu í þessari. Við höfum verið klaufar í leikjunum við liðin, sem eru á svipuðum slóðum og við í deildinni því þar telja stigin mest og við hefðum þá verið ofar í deildinni en við höfum strítt liðunum fyrir ofan okkur í deildinni.“ Jolanta var góð eins og Björk Ægisdóttir, sem skoraði 15 mörk. Sigrún Gils- dóttir og Dröfn áttu nokkra góða kafla. Lánleysi Valsstúlkna varð þeim að falli Lánleysi Valsstúlkna upp við markStjörnunnar varð þeim að falli þegar þær tóku á móti Garðbæing- unum á Hlíðarenda á laugardaginn. Með sigri hefði Valur getað tryggt sér 3. sæti deildarinnar en niðurstaðan varð tveggja marka sigur Stjörnunnar, 16:18. Stjörnustúlkur byjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt fjögurra marka forystu, 1:5. Valsstúlkur létu þessa byrjun gestanna ekki slá sig út af laginu heldur náðu með ágætum varnarleik og góðri markvörslu Berglindar Hansdóttur að minnka muninn í eitt mark um miðjan hálf- leikinn, 5:6. Þegar hér var komið sögu hrundi sóknarleikur Vals, þær gerðu sig sekar um mörg mistök í sókninni og Jolana Jovanovic varði það sem á markið kom og Valur skor- aði ekki mark seinustu 13 mínúturn- ar í hálfleiknum. Stjarnan nýtti sér þetta ólán Vals eins og þær gátu og fóru inn í leikhlé með fjögurra marka forystu, 5:9. Allt stefndi í að Stjarnan myndi gera út um leikinn á upphafsmínút- um seinni hálfleiks. Þær juku foryst- una í 6 mörk, 7:13, en þá hrukku Valsstúlkur í gang og smám saman söxuðu þær á forskot Stjörnunnar. Kolbrún Franklín átti góðan leik- kafla og skoraði mikilvæg mörk fyrir Val, sem náði að minnka muninn í eitt mark rétt undir lok leiksins. Það var hins vegar Hind Hannesdóttir sem skoraði síðasta markið og gerði út um leikinn og tveggja marka sigur Stjörnunnar var því í höfn. Þær Hind og Amela Hegic voru potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar og voru varnarmönnum Vals mjög erfiðar. Sóknarleikur Vals í fyrri hálfleik varð þeim að falli. Kol- brún Franklín átti góðan leik í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Stjarnan fór því með bæði stigin í Garðabæinn. Haukastúlkur sluppu með skrekkinn gegn FH-ingum í Kaplakrika „Við fáum alltof mörg mörk á okkur“ AFLEIT byrjun FH-stúlkna varð þeim að falli á laugardaginn er þær sóttu Hauka heim á Ásvelli í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik. Haukum dugði ekkert annað en sigur til að tryggja sér annað sæti deildarinnar og tókst það með herkjum í 30:28 sigri því nágrannarnir frá Kapla- krika héldu þeim við efnið fram á síðustu mínútu. Morgunblaðið/Kristinn Amela Hegic, leikmaður Stjörnunnar, ógnar marki Valsstúlkna í leiknum á laugardaginn en til varnar eru Drífa Skúladóttir og Kolbrún Franklín, sem var atkvæðamest í Valsliðinu. ■ Úrslit /C10 ■ Staðan /C10 Stefán Stefánsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar FYLKIR/ÍR lagði Fram nokkuð örugglega, 24:15, þegar liðin mætt- ust í 1. deild kvenna í handknattleik um helgina. Stúlkurnar úr efri byggðum Reykjavíkur virðast því staðráðnar í að komast í átta liða úrslitin en þær vita af norðan- stúlkum stigi á eftir sér. Fylkir/ÍR á heimaleik í síðustu umferðinni, rétt eins og KA/Þór, og tekur á móti Valsstúlkum og verður róðurinn örugglega erfiður því Val- ur er í baráttunni við Víking um fjórða sætið, sem gefur heima- leikjarétt. Hekla Daðadóttir fór á kostum í liði Fylkis/ÍR, gerði tíu mörk og lék vel. Staðan í leikhléi var 15:11 þannig að Framstúlkur náðu aðeins að gera fjögur mörk í síðari hálf- leiknum en heimamenn 9. Fylkir/ÍR ætlar áfram EYJASTÚLKUR lentu í smábasli þegar þær heimsóttu Víkings- stúlkur um helgina. ÍBV, sem hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur og er með 199 mörk í plús, sigraði 24:20 eftir að hafa verið 11:9 undir í leikhléi, en Víkingur gerði fyrstu fjögur mörk leiksins. Í síðari hálfleik komst ÍBV fjór- um mörkum yfir um tíma en heima- stúlkur minnkuðu muninn í eitt mark, en komust ekki nær og eru þær því enn í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Val. ÍBV á heimaleik á móti Haukum í síðustu umferðinni og verður það örugglega hörkuleikur þó svo hann skipti ekki nokkru máli, ÍBV er deildarmeistari og Haukastúlkur enda í öðru sæti, sama hvernig fer í Eyjum í síðustu umferðinni. Öruggt hjá Eyjastúlkum RÓBERT Sighvatsson átti stórleik með Wetzlar þegar lið hans sigr- aði Nordhorn, 27:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugar- daginn. Róbert skoraði átta mörk í mikilvægum sigri og Julian Ró- bert Duranona var líka drjúgur með Wetzlar og gerði 4 mörk. Lið þeirra er þar með komið þremur stigum frá fallsæti. Magdeburg vann nauman sigur á Wallau-Massenheim, 40:37, og tryggði sér hann með góðum endaspretti. Ólafur Stefánsson var sem fyrr í aðalhlutverki hjá Magdeburg og skoraði 9 mörk en Sigfús Sigurðsson gerði 4. Einar Örn Jónsson náði ekki að skora fyrir Wallau. Essen vann Minden auðveldlega, 31:21, og fylgir Magdeburg eftir í baráttunni um þriðja sætið. Guð- jón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Essen og Patrekur Jóhannesson 1. Gylfi Gylfason var ekki á meðal markaskorara hjá Wilhelmshaven- er sem steinlá fyrir HSV Ham- burg, 28:15. Markus Baur skoraði 10 mörk fyrir topplið Lemgo sem færðist enn nær meistaratitlinum með sigri á Gummersbach, 35:28. Flensburg, sem er áfram sex stigum á eftir Lemgo, burstaði Pfullingen, 39:27, og gerði Lars Christiansen 13 mörk fyrir Flens- burg. Morgunblaðið/Golli Róbert Sighvatsson Róbert skoraði átta mörk gegn Nordhorn ■ Úrslit, staða /C10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.