Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 12
BANDARÍSKU hlaupagikkjunum Marion Jones og Tim Montgomery verður væntanlega boðið að keppa á gullmótunum sem fram fara í Evrópu, en margir mótshaldarar hugðust ekki bjóða þeim til leiks eftir að þau hófu samvinnu við Charlie Francis, fyrrum þjálfara Ben Johnson. Þau skötuhjú hafa ákveðið að slíta þeirri samvinnu og í kjölfarið er ljóst að þeim verður boðið að keppa. Jones er þrefaldur Ólympíu- meistari og Montgomery er heims- methafi í 100 metra hlaupi. Wilfried Meert, talsmaður gull- mótanna, sagði að aldrei hefði stað- ið til að banna þeim alfarið að keppa á mótunum. „Við vildum bara ræða málin við þau eða um- boðsmann þeirra, en nú hefur far- sæl lausn fundist og því eru þau bæði velkomin á gullmótin,“ sagði hann. Gullmótaröðin hefst í Ósló 27. júní, síðan er keppt í París og Róm í júlí, Berlín og Zürich í ágúst og síð- asta mótið verður í Brussel í byrjun september. Jones og Montgomery fá að keppa á gullmótunum Þetta er fjórða aðgerðin sem égfer í á einu ári,“ sagði Þóra. „Fyrir um ári fór ég í aðgerð á hægri mjöðm þar sem skafið var af brjóski og ég er búin að fara í tvær speglanir á vinstra hné, í fyrra skiptið var lið- þófi tekinn að hluta en í seinna skipt- ið var aftara krossbandið lagað og snyrt. Fyrir rúmum tveimur vikum var síðan sett 5 cm skrúfa í ristar- beinið en þar hafði komið svokallað „Jones fracture“, sem er álagsbrot sem myndast vegna lítils blóðflæðis í þessum hluta fótarins. Ég geri ráð fyrir því að ég verði komin á fullt eft- ir um 8 vikur, eða um það leyti sem ég kem heim í maí,“ sagði Þóra en hún er á þriðja ári í Duke University í Norður-Karólínufylki í Bandaríkj- unum, þar sem hún leggur stund á stærðfræði og sagnfræði. Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjum í fyrsta leik sínum í und- ankeppni EM 14. júní og það eru því góðar horfur á að Þóra verði orðin heil heilsu í tæka tíð fyrir hann. Þóra verður frá keppni í 8 vikur ÞÓRA B. Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fór í aðgerð í Bandaríkjunum fyrir tveimur vikum þar sem sett var skrúfa í 5. lið hægri ristar en Þóra hefur átt í tals- verðum meiðslum á undanförnu ári. GREINILEGA mátti merkja fram- farir hjá íslenska landsliðinu skip- uðu 21 árs og yngri knattspyrnu- konum, en þær mættu Svíum í landsleik í Egilshöll á laugardag- inn. Svíar höfðu betur, gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið ís- lensku stúlkunum yfir í upphafi leiks. Íslenska liðið fékk óskabyrjun þegar Dóra María gerði fallegt mark strax á 8. mínútu. Eftir það sóttu Svíar nokkuð meira en Dúfa Ásbjörnsdóttir markvörður sá til þess að Ísland var yfir í leikhléi, varði mjög vel. Í síðari hálfleik breyttist leikur íslenska liðsins nokkuð, stúlkurnar urðu öruggari og sóttu meira en áð- ur sem varð til þess að vörnin var dálítið fámenn á köflum. Svíar jöfnuðu á 65. mínútu og komust síðan yfir á þeirri 77. en síð- asta mark gestanna kom á síðustu mínútunni, í viðbótartíma. Hólmfríður Magnúsdóttir átti mjög góðan leik á vinstri kantinum og Dúfa í markinu eins og áður seg- ir auk þess sem Íris Andrésdóttir, önnur af eldri leikmönnum liðsins, lék mjög vel. Miðað við þenan leik er Úlfar Hinriksson landsliðsþjálf- ari á réttri leið með liðið. Hann leyfði öllum leikmönnum að reyna sig í leiknum og komust flestar vel frá sínu. Morgunblaðið/Kristinn Hólmfríður Magnúsdóttir átti mjög góðan leik á vinstri kantinum hjá íslenska liðinu og hér geysist hún í átt að markinu með tvo sænska leikmenn á hælunum. Framfarir hjá stúlk- unum  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Kärnten sem sigraði Rapid Vín, 1:0, í austurrísku úrvalsdeild- inni á laugardaginn. Með sigrinum komst Kärnten í fjögurra stiga fjar- lægð frá fallsæti deildarinnar.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með Veendam sem tapaði, 1:2, fyrir Sparta í hollensku 1. deild- inni. Viktor Bjarki Arnarsson lék síðustu 7 mínúturnar með TOP Oss sem tapaði, 4:0, fyrir Eindhoven.  HELGI Valur Daníelsson fór af velli á 57. mínútu hjá Peterborough sem tapaði, 1:0, fyrir Bristol City í ensku 2. deildinni.  HÓLMFRÍÐUR Magnúsdóttir skoraði öll þrjú mörk KR sem sigraði Breiðablik, 3:1, í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöld. Hólmfríður fékk að auki að líta rauða spjaldið í leiknum.  JUSTIN Leonard sigraði á Honda Classic golfmótinu í Bandaríkjunum um helgina en mótið er liður í PGA mótaröðinni. Leonard lék á 24 högg- um undir pari, einu höggi betur en Chad Campbell og Davis Love III.  LEONARD lék á fimm undir pari síðasta daginn en Campbell á sjö undir og Love á þremur, en besta hringinn síðasta daginn átti Adam nokkur Scott en hann varð í 65. sæti í mótinu. Hann spilaði á 71 höggi fyrsta daginn, einu undir pari, 67 höggum næsta dag, 76 höggum þriðja daginn og 62 þann síðasta.  DARREN Fichardt frá Suður- Afríku sigraði á Qatar Masters golf- mótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann lék völlinn í Qat- ar á 13 höggum undir pari, eins og landi hans James Kingston, en Fich- ardt vann á fyrstu holu í bráðabana.  TIGER Woods lék ekki með í þessu móti, en annars var það svo til fullmannað bestu kylfingum mótar- aðarinnar.  FICHARDT er 27 ára og er þetta í annað sinn sem hann sigrar á móta- röðinni, vann Opna brasilíumótið í Sao Paulo 2001. Hann ætlaði ekki að vera með að þessu sinni en konan hans hvatti hann til að láta slag standa og hann sér ekki eftir því. Glæsilegur verðlaunagripur og um 20 milljóna ávísun.  TALSVERÐ forföll voru í mótinu í Qatar, vantaði marga af bestu kylf- ingum Evrópu í mótið. Þó má nefna að Padraig Harrington frá Írlandi, varð í 11. sæti á fjórum höggum und- ir pari.  KRISTINA Koznick frá Banda- ríkjunum sigraði í síðasta heimsbik- armótinu í svigi kvenna í Noregi um helgina, fékk tímann 1.45,67. Laura Pequegnot frá Frakklandi varð önn- ur og Marlies Schild frá Austurríki þriðja. Þetta var fyrsti sigur Koz- nick í vetur.  JANICA Kostelic frá Króatíu, sem hafði tryggt sér heimsbikarinn í samanlögðu og í svigi, fór út úr brautinni þegar þrjú hlið voru eftir í síðari ferðinni.  HANS Knauss frá Austurríki sigr- aði í stórsvigi karla, 2.20,83, landi hans Benjamin Raich varð annar og þriðji varð Svisslendingurinn Mich- ael von Grüningen og tryggði hann sér þar með stórsvigsmeistaratitil- inn. Bode Miller frá Bandaríkjun- um, sem varð að sigra til að eiga möguleika á titlinum varð sjötti eftir að hafa verið í 17. sæti eftir fyrri ferðina.  SHANNON MacMillan tryggði Bandaríkjunum sigur á Noregi, 1:0, í viðureign þjóðanna á alþjóðlegu móti í Algarve í Portúgal í gær. Markið gerði hún strax á 4. mínútu leiksins. Svíþjóð og Kanada gerðu jafntefli, 1:1, og sömu tölur urðu í fyrstu umferðinni þegar Noregur mætti Svíþjóð og Bandaríkin léku við Kanada. FÓLK RÚNAR Alexandersson fimleika- kappi keppti um helgina á fyrsta heimsbikarmótinu í fimleikum en mótið var haldið í París. Rúnar keppti á þremur áhöldum, boga- hesti, tvíslá og í hringjum. Hann fékk 8,7 í einkunn fyrir bogahest- inn en hann missti jafnvægið í hringsveiflu á einum boga. Rúnar fékk síðan 8,9 fyrir æfingar sínar í hringjum og á tvíslánni. Hann komst ekki í úrslit á áhöld- unum enda mótið gríðarlega sterkt og má sem dæmi nefna að tólf verð- launahafar frá heimsmeistaramót- inu í fyrra voru meðal keppanda, en alls kepptu um 130 fimleikamenn á mótinu og komu þeir frá 37 löndum. Rúnar komst ekki í úrslit SYSTURNAR Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, sem leikur með KR, og Greta Mjöll Samúelsdóttir, sem leikur með Breiðabliki, voru báðar fluttar á slysadeild eftir viðureign liðanna í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Hólm- fríður ristarbrotnaði og verður væntanlega frá keppni fram á sum- ar en Greta og Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir, fyrirliði KR, skölluðu saman með þeim afleiðingum að þær þurftu báðar að fara í rann- sókn á slysadeildinni. Systur á slysadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.