Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Sérbýli Krókabyggð - Mos. Skemmtilegt 3ja herbergja 97 fm endaraðhús á einni hæð. Nýlegt merbau-parket á gólfum, björt og rúmgóð stofa, borðkrókur í eldhúsi með útbyggðum glugga, Rúm- gott þvottahús með glugga innan íbúðar. Áhv. 5,9 millj. byggsj. Verð 15,1 millj. (11) Langholtsvegur. Gullfallegt ca 181 fm parhús á tveimur hæðum í góðu steinhúsi. Þrjú svefnherbergi (voru fjögur), góðar stofur með út- gang út á stóra verönd, fallegur garður. Gott ca 15 fm herb. í kjallara með sérinngangi (einnig inn- angengt frá íbúð). Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum m.a. eldhús, bað og gólfefni. Áhv. 11 millj. hagstæð langtímalán. Verð 20,5 millj. (70) Hvassaleiti - Laus. Mjög skemmtileg 130 fm efri sérhæð ásamt 29 fm sérstæðum bíl- skúr, á þessum eftirsótta stað. Þrjú til fjögur svefn- herbergi (búið að sameina tvö í eitt, lítið mál að breyta aftur). Tvær góðar samliggjandi stofur með tvennum svölum. Frábær staðsetning í göngufæri frá allri þjónustu (Kringlan). Ekkert áhvílandi. Verð 18.5 millj. Lindarsel - Útsýni. Óvenju fallegt og rúmgott ca 340 fm einb. á tveimur hæðum m. innb. 55 fm tvöföldum bílskúr. Húsið er staðsett innst í botnlanga og er glæsilegt útsýni af efri hæð- inni. 5-6 svefnherb., tvær stofur og sjónvarpsherb. Arinn í stofu, og stór suðurverönd með heitum nuddpotti. Áhv. ca 700 þús. Verð 32 millj. (64) Drápuhlíð. Mjög falleg 113,1 fm efri hæð í góðu 4ra íbúða steinhúsi. Eignin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús og bað- herbergi. Parket, flísar og linoleum-dúkur á gólf- um. Flísalagðar suðursvalir. Óvenju bjartir og fal- legir gluggar. Áhv. 6,8 millj. húsbr. Verð 15,9 millj. Blikahólar - Útsýni. Um er að ræða 81 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með frábæru útsýni til suðurs og vesturs yfir höfðuð- borgarsvæðið. Nýlegt parket á gólfum, dúkar í herbergjum og eldhúsi, baðherbergi nýlega end- urnýjað. Stofa með útg. út á suðursvalir. Áhv. 4,7 millj. Verð 10,6 millj. (19) Klapparberg. Vel skipulagt 177 fm einbýlishús á tveimur hæðum, auk 30 fm frí- standandi bílskúrs, samtals 208 fm. Húsið er staðsett innst í botnlanga. Fjögur stór svefnher- bergi, stofa og borðstofa með útgáng út á hellu- lagða verönd með heitum potti og skjólveggjum. Baðherbergi með sánu, baðkari og sturtuklefa. Verð 21,9 millj. (175) Eiðismýri - Seltj. Stórglæsilegt 201,6 fm endaraðhús með innb. bílskúr á þess- um eftirsótta stað. Húsið var byggt árið 1992 en var í raun allt innréttað á árunun ‘98-‘00. Gríða- lega vandaðar innréttingar (mahóní/nextel-lakk) hannað af innanhúsarkitekt. Gegnheilt Iberaro- parket á gólfum. Mikil lofthæð innbyggð halogen- lýsing. Fjögur herbergi og tvö baðherbergi. Eign í sérflokki. Áhv 8,4 millj. húsbr. og spron. Verð 28,5 millj. (151) www.husavik.net Elías Haraldsson Sölustjóri Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir Skjalafrágangur 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. lögg. fasteignasali Engihjalli - útsýni. Rúmgóð 90 fm 3ja herb. íb. á 8. hæð (efstu) í lyftuhúsi. Rúmgóð stofa m. svölum til suðurs. Einnig svalir úr hjóna- herbergi til austurs. Parket á gólfum, baðherbergi nýlega endurnýjað, þvottahús á hæðinni. Áhv. 6,9 millj. Verð 10,9 millj. (16) Mosarimi - Sérinngangur. Mjög falleg 82 fm 3ja herb. íbúð á efri hæð í fallegu litlu fjölbýli. Tvö góð svefnherbergi og rúmgóð stofa, lagt fyrir þvottavél á baði. Eldhús með góðri inn- réttingu (hvít með beyki), góður borðkrókur. Verð 11,4 millj. Laufrimi. Mjög falleg 84 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Tvö góð svefnherbergi og rúmgóð stofa. Parket og flísar á gólfum, lagt fyrir þvottavél á baði. Suðursvalir. Sérinngangur af svöl- um. Áhv. 6,6 millj. húsbréf til 40 ára. Verð 11,1 millj. (148) 2ja herb. Vesturgata. Mikið endurnýjuð 2ja her- bergja 71 fm íbúð á tveimur hæðum. Fallegt eld- hús, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Verð 9,3 millj. (92) Snorrabraut. Um er að ræða 2ja her- bergja 61 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, svalir í suður og parket á gólfum. Ekkert áhvílandi. Eignin getur losnað fljótt. Verð 8,1 millj. (54) Garðhús. Gullfalleg 75,4 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í fallegu fjölbýli. Svefnherbergi með góðum fataskápum, parket. Rúmgóð stofa með útg. út í garð. Fallegt eldhús með útbyggðum glugga í borðkrók. Þvottahús í íbúð. Áhv. 6,0 millj. byggsjlán. Verð 9,9 millj. Vesturvör - Laus. Um er að ræða 42 fm ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í for- stofu, stofu, svefnherbergi og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Kórsalir - „Penthouse.“ Ný og glæsileg ca 300 fm „penthouse“-íbúð á 6. og 7. hæð í lyftuhúsi, auk tveggja stæða í bílskýli. Glæsi- legt útsýni úr íbúðinni, tvær til þrjár stofur, 4 - 5 svefnherbergi, Stórar svalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Verð 32 millj. (35) 3ja herb. Laugavegur. Mjög snyrtileg og rúmgóð 65 fm 3ja herb. risíbúð í eldra steinhúsi. Tvö svefn- herbergi og ágæt stofa. Baðherbergi með baðkari, lagt fyrir þvottavél, nýlegar flísar á gólfi. Áhv. 4,6 millj. húsbr. Verð 7,9 millj. Háaleitisbraut. Mjög björt og snyrti- leg 69,1 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð (efstu) í fal- legu fjölbýli. Tvö svefnherbergi og rúmgóð stofa, suð-vestursvalir, frábært útsýni. Parket á gólfum. Áhv. 4,5 millj. húsbr. og lífsj. Verð 10,5 millj. Kleppsvegur. Skemmtilega skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli (lítið stigahús aðeins fjórar íbúðir, ein íbúð á palli). Eignin er að mestu í upphaflegu útliti. Nýir gluggar og gler. Áhv. 5,2 millj. húsbréf. Verð 9,7 millj. Hjarðarhagi. Falleg og vel skipulögð 70 fm 3ja herbergja íbúð í kj. í steinhúsi. Rúmgott eld- hús með fallegum innréttingum, baðherbergi með sturtuklefa, innréttingu og flísum, stór og björt stofa. Gluggar og gler hefur verið endurnýjað. Áhv. 4,2 millj. Verð 9,5 m. (76) Jöklafold. Gullfalleg 86 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í þessu falleg fjölbýli. Mjög fallegar og vandaðar innréttingar, gegnheilt parket og flísar á gólfum. Útgangur út á glæsilega verönd úr stofu, sérgaður. Áhv. 6,3 millj. byggsj. og hús- bréf. Verð 12,2 milllj. (100) Álfatún. Gullfalleg 3ja herb. 80 fm íbúð á 3. hæð (efstu) á þessum eftirsótta stað í Fossvog- inum, Kópavogsmegin. Tvö góð svefnherb., annað með útg. út á austursvalir, sjónvarpshol, og stofa með útg. út á suðursvalir. Þvottahús innan íbúðar með glugga. Áhv. 3,9 millj. Verð 12,5 millj. (18) Hlaðbrekka - sérinng. Mjög fal- leg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 93 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Fallegt parket á gólfum, stór stofa og borðstofa, eldhús nýlega endurnýjað ásamt baðherbergi sem nýlega var flísalagt í hólf og gólf. Sérinngangur er í íbúðina. Áhv. 3,3 millj. húsbr. Verð 12,7 millj. (69) Vesturbær/Seltj. Mjög falleg 78 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Tvö her- bergi og rúmgóð stofa. Nýlegt parket á gólfum, flí- salagt baðherbergi með glugga. Áhv. 5,8 millj húsb. Verð 10,2 millj. Vættaborgir. Mjög fallegt 178 fm par- hús á tveimur hæðum, innbyggður 32 fm bílskúr. Fjögur góð herbergi, rúmgott eldhús með vandaðri innréttingu. Glæsilegt útsýni. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 8,0 millj. í húsbréfum. Áhv. 12 millj. Verð 21,5 millj. (44) Nýbygging Ólafsgeisli. Um er að ræða glæsilegar efri og neðri hæðir auk bílskúrs á þessum frábæra útsýnisstað. Stærðir hæðanna eru frá ca 180-235 fm, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Verð frá 15,4 millj. fokhelt. Möguleiki á að fá lengra komið (45) Kirkjustétt - aðeins eitt hús eftir. Vandað og vel staðsett 172 fm raðhús á tveimur hæðum sem klætt er að hluta til með áli. Þrjú svefnherb. og stofa. Húsin eru til af- hendingar strax fokheld að innan en full frágengin að utan, möguleiki á að fá lengra komin. Verð 15,2 millj. (114) Jörfagrund - Kjalarnes. Um er að ræða gott einbýlishús á einni hæð með tvö- földum bílskúr. Fjögur svefnherbergi, stofa og borð- stofa. Eignin skilast fullbúin að utan og rúmlega fok- held að innan. Frábært útsýni. Nú þegar tilb. til af- hendingar. Verð frá 12,9 millj. (42) Ólafsgeisli. Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Fjögur svefnher- bergi. Eignin skilast nánast fullbúin að utan og fok- held að innan. Teiknignar á www.husavik.net. Verð 16,5 millj. (40) Gvendargeisli. Vel staðsett 193 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 34 fm bíl- skúr. Fjögur svefnherb. auk sjónvaprshols. Eignin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan, mögu- leiki að fá lengra komið. Verð 16,9 millj. (47) 4ra til 5 herb. Laufengi. Um er að ræða góða og vel skipulagða 4ra herbergja 107 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Linoleum-dúkur á gólf- um, útgangur úr stofu út á suðursvalir, þrjú rúm- góð svefnherbergi. Verð 12,8 millj. (15) Flétturimi - bílskýli. Góð 115 fm, 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð (efstu), auk 20 fm bílskýl- is. Þrjú góð svefnherb., sjónvarpshol í risi, stofa og borðst. m. glæsilegu útsýni, vestursvalir. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Verð 14,9 millj. (10) Nýbýlavegur. Mjög skemmtileg 4ra herb. ca 90 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Eignin var öll standsett að innan árið 1997. Gegn- heilt parket á holi og stofu, nýlegt eldhús og bað- herbergi. Verið er að álklæða húsið að utan og greiðast þær framkvæmdir af seljanda. Áhv. 6 millj. Verð 13,9. millj. Kórsalir - Lyftuhús. Nýjar og til- búnar til afhendingar 3-4ra herbergja 110-118 fm íbúðir í lyftuhúsi, auk stæðis í bílskýli. Teikningar á skrifstofu. Vandaðaðar íbúðir. Áhv. 11,5 millj. Verð 17,5 millj. (35) Akranes - Fasteignamiðlun Vest- urlands er með í sölu núna húseign- ina Þjóðbraut 1, Akranesi. Húsið, sem er steinsteypt og var reist um 1950, er 421,5 fermetrar að stærð og stendur á 4.342 fermetra lóð við hringtorg á einum besta stað í bæn- um að sögn Soffíu S. Magnúsdóttur hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. „Þessi eign býður upp á mikla möguleika, einkum vegna stærðar lóðar og staðsetningar,“ sagði Soffía ennfremur. „Þegar hús þetta var reist fyrir rúmum 50 árum var það talsvert út úr bænum en sem kunnugt er hefur byggð á Akranesi þanist nokkuð út þannig að nú er það inni í svoköll- uðum miðbæjarkjarna sem er að rísa í hjarta bæjarins.“ Á þessum tíma var innakstur í bæinn framhjá húsinu en því var síðar breytt. Nú stendur hins vegar til að taka upp fyrri sið og að Þjóð- brautin verði aðalumferðaræðin í bænum á ný, einkum þar sem þetta yrði greiðasta leið niður að höfn og að mörgum af stærri fyrirtækjum bæjarins, svo sem Sementsverk- smiðjunni, fiskvinnsluhúsunum og fleira. Húsið sem um ræðir er stein- steypt á einni hæð og skiptist í fjög- ur misstór pláss, þak er nýlega end- urnýjað, svo og rafmagnsinntak og rafmagnstafla. Við húsið er malbik- að plan að hluta en að öðru leyti er malarplan og gróin grasflöt. Nú eru starfandi í húsinu bílasala og eld- varnarþjónusta. Húsið er til sölu í einu lagi en má þó skoða aðra mögu- leika. Hringtorgið sem húsið stendur við tengir m.a. væntanlega inn- keyrslu í bæinn um Þjóðbraut og Stillholt þar sem eru sjórnsýsla bæjarins, sýslumannsembættið, Landmælingar Íslands og mörg önnur fyrirtæki og nú er hafin skipulagsvinna að miðbæjarreitnum steinsnar frá. Þá er stærsta blokka- hverfið í bænum handan við Þjóð- brautina og því fjöldi íbúa í kring. Einnig er örstutt niður á Langa- sand, sem er baðströnd Skaga- manna. Uppgangstímar virðast nú framundan á Akranesi og horft er til stóriðjuframkvæmda á Grundar- tangasvæðinu og mikilla íbúðabygg- inga sem þegar eru hafnar í bænum eða eru á teikniborðinu. Ásett verð er 29 millj. kr. Þjóðbraut 1 Þjóðbraut 1 er til sölu hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. Þetta er 421,5 fermetra eign, byggt um 1950 og hefur verið tals- vert endurnýjað, ásett verð er 29 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.