Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 18
18 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir VIÐ þekkjum flest okkar þær kvartanir sem á okkur dynja yfir því að lagnakerfið í húsinu okkar eða á vinnustað okkar, vinni ekki eins og húseigandinn og/eða starfs- fólkið hélt að það ætti að gera. Kerfið uppfyllir ekki væntingar fólksins. Hversvegna ekki? Myndir þú ganga 15 km til Hafn- arfjarðar til að sækja eina milljón króna (vegna vinnulauna þinna), ef þú getur fengið sömu milljónina (án þess að vinna fyrir henni) í húsi sem er í 50 metra fjarlægð þaðan sem þú býrð? Nú spyr einhver hvað er mað- urinn að fara? Það sem ég meina, af hverju ætti hönnuður og/eða iðnaðarmaður að leggja út í alla þá kostnaðarsömu vinnu sem þarf til að stilla kerfin, prófa samvirkni tækja og skrifa handbók, ef þeir komast hjá því (fá samt greitt að fullu) vegna þess að eftirlitið er gagnslaust og út- tekt á lokafrá- gangi lagnakerfa af hlutlausum aðila er ekki til. Það er þess vegna sem þeir þurfa ekki að fara lengri leiðina til að sækja greiðsluna fyrir vinnuna sína. Oft á tíðum er ekki skilið eftir svo mikið sem nafn eða sími um þann sem síð- astur gekk frá kerfinu. Hver ber skaðann, húseigandinn og þeir sem áttu að njóta vellíðunar af lagnakerfunum. Kerfin eru sett saman úr mörgum hlutum, sem geta skipt hundruðum, allir hlutirnir verða að vinna saman. Farðu út í búð og kauptu þér handsnúinn rjómaþeytara, í pakk- anum hjá þeytaranum er stórt blað með lesningu um það hvernig þú átt að nota handsnúinn rjómaþeytara. Lagnakerfið í húsið þitt getur kostað á bilinu frá kr. fimmhundruð þúsund og upp í fimmtán milljónir og þú færð engar upplýsingar, ekki minnismiða í hendurnar um það hvernig þú átt að nota kerfið. Er þetta virkilega satt? Skoðaðu þetta bara heima hjá þér. Lagnafélag Íslands í samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfé- laga, Framkvæmdasýslu ríkisins og Lagnakerfamiðstöð Íslands, stend- ur fyrir ráðstefnu um úttekt á lokafrágangi lagnakerfa, sem verð- ur haldin, fimmtudaginn 20. mars 2003, í Lagnakerfamiðstöð Íslands, Keldnaholti. Ráðstefnan sett stund- víslega kl. 13.00. Hver framsögumaður hefur 15 mínútur fyrir framsögu, og 5 mín- útur fyrir fyrirspurnir úr sal. Á ráðstefnunni ræða framsögumenn um vandamálin sem minnst er á hér að framan og reynt verður að svara spurningum sem koma hér. Er eftirlit með verki hönnuða? Höfum við verið að valda húseiganda tjóni með ófullnægjandi frá- gangi lagnakerfa? Hver er tilgangur og markmiðið með úttekt á lokafrágangi lagna- kerfa? Hvað fær húseigandi í hendur til staðfestingar á því að lagnakerfi sé fullbúið? Eru til verklagsreglur um það hvernig úttekt á lokafrágangi lagna- kerfa eigi að fara fram? Erum við að valda tjóni á bygg- ingum í dag, með því að nota efni sem ekki eru vottuð samkvæmt byggingarreglugerð? Hvað er handbók lagnakerfa og hvernig á hún að vera byggð upp? Er það rétt sem heyrst hefur, að engin bygging yrði byggð á Íslandi ef fara ætti eftir byggingarreglu- gerð? Ráðstefnuna ávarpar umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir. Framsögumenn verða: Dagbjartur Guðmundsson, verk- fræðingur, Framkvæmdasýslu rík- isins. Einar H. Jónsson, tæknifræðing- ur, Umhverfis- og Fasteignastofu Reykjavíkurborgar Benedikt Jónsson, verkfr. vottun- arstjóri Rannsóknarstofnun, bygg- ingariðnaðarins. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri umhverfisráðuneytinu Þórður Ólafur Búason, yfirverk- fræðingur Byggingarfulltrúans í Reykjavík. Friðrik S. Kristinsson, tækni- fræðingur, Lagnatækni ehf. hönn- un- og ráðgjöf. Kristján Ottósson, framkvæmda- stjóri Lagnakerfamiðstöðvar Ís- lands. Sveinn Áki Sverrisson, tækni- fræðingur, VSB verkfræðistofa. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri, Sambands íslenskra sveitar- félaga. Að loknum framsögum verða með ráðstefnugestum myndaðir þrír vinnuhópar, sem munu gefa út nið- urstöður fyrir lok ráðstefnunnar frá hverjum hópi fyrir sig Ráðstefnuslit er kl.18.00. Ráð- stefnugjald kr. 3.000, kaffi og með- læti innifalið. Ráðstefnan er öllum opin. Sjá vefsíðu www.lafi.is Ráðstefna um úttekt á lokafrágangi lagnakerfa Hvert einasta tæki hefur númer, sem er kennitala tækisins. Kerfið er merkt og því lýst í texta. Þá fylgir handbók, þar sem hvert tæki er nefnt með sinni kennitölu og útskýrt hvernig það vinnur með öðrum tækjum, og hvernig það á að vera stillt. Ráðstefna um úttekt á lokafrágangi lagnakerfa verður senn haldin. Framkvæmdastjóri Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, Kristján Ottósson, fjallar hér um það sem fram fer þar. Kristján Ottósson Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR KVISTABERG - INNBYGGÐUR BÍLSKÚR Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er múrsteins- klætt með lituðu stáli á þaki og nær við- haldsfrítt að utan. 4 svefnherbergi, góðar stofur og vandað eldhús. tilv 14665 4RA - 5 HERB. DVERGABAKKI - Í SÉR- FLOKKI 4ra herb. 104 fm mjög góð íbúð á 2. hæð í húsi sem er allt nývið- gert að utan. Nýlegt eldhús, nýtt bað- herbergi, þvottaherb. innaf eldhúsi og stór stofa. Vestursvalir. Stór geymsla í kjallara. Verð 12,5 millj. tilv. 30937 ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Baðherbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suður- svalir og aðrar í norður með frábæru út- sýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattadiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv.31248 DALHÚS - HAGSTÆTT VERÐ Mjög gott 128,9 fm raðhús á 2 hæðum með stórri suðurverönd. 4 stór svefnh., stór stofa og borðstofa með parketi. Stór verönd. Barnvænt og ró- legt hverfi með skóla og alla íþróttaað- stöðu við þröskuldinn. Hagstætt verð. tilv 15250 ÁLFHEIMAR Ótrúlega góð „orginal sixties“ 120 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skipt- ist í samliggjandi stofur og tvö stór svefn- herbergi. Innréttingar eru allar uppruna- legar og í góðu ásigkomulagi. Verð 14,2 millj. tilv. 31474 TORFUFELL 4ra herb. 97 fm mjög vel skipulögð íbúð á 4. hæð. 3 stór svefnher- bergi og góð stofa. Nýtt parket. Yfir- byggðar svalir. Húsið allt ný klætt að utan. Góð sameign inni. Verð 10,6 millj. tilv. 15028 GALTALIND - KÓPAV. Glæsileg 4ra herb. 107,6 fm íbúð á 2. hæð í vönduðu húsi. Fallegar innréttingar, park- et á gólfum. Flísalagt baðherbergi. Flott útsýni. Laus 1. júlí ‘03 LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS 4ra herb ca 92 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Rúmgott hol m/opið inn í stofu, 3 svefnh., eldhús og bað. Áhv. 9,4 millj. Verð 11,4 millj. tilv. 31402 3 HERBERGJA HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Mjög falleg 3ja herb. 92,9 fm íbúð á 1. hæð í sérlega góðu fjölbýlishúsi. Tvö stór svefnherbergi, sjónvarpshol og sérþvotta- herbergi. Mikið útsýni. Mjög góður 24,6 fm bílskúr. Verð 14,9 millj. tilv.31501 VEGGHAMRAR - SÉRINN- GANGUR Góð 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérlóð. Íbúðin skiptist í dag í 2-3 svefnherb., hol, baðherb., stofu og eldhús með borðkrók. Vandaðar innrétt- ingar. Góð sérlóð. Verð 12,3 millj. tilv. 31512 LJÓSAVÍK - NÝTT Einstaklega glæsileg og vönduð 103 fm 3ja herb íbúð á 1. hæð í nýlegu sexbýlishúsi. Sérinn- gangur og sérþvottahús. Vandaðar inn- réttingar og parket á gólfum. Sérgarður. Fallegt útsýni. Áhv. 7,8 millj. Verð 14,4 millj. tilv. 31296 2 HERBERGJA TEIGASEL 58,5 herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Rúmgott svefnherbergi, ágætt baðherbergi, eldhús m/borðkrók og endurnýjaðri innréttingu og rúmgóð stofa. Stórar suðursvalir. Ekkert áhvílandi. Verð 8,5 millj. tilv. 30914 ASPARFELL - LYFTUHÚS Góð 52,4 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eldhús með ágætri inn- réttingu, nýrri eldavélahellu, ofni, viftu og nýjum borðplötum. Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Suðvestur svalir, fallegt útsýni. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,3 millj. tilv. 31489 KELDULAND 2ja herb. 43 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) með sérgarði. Íbúð- in skiptist í svefnherbergi, baðherb., eldhús opið í stofu. Gólfefni parket og dúkar. Verð 8,2 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR HLÍÐASMÁRI - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mikið auglýs- ingagildi. Til afhendingar strax. tilv. 4022 ÞINGHOLTIN - 4 ÍBÚÐIR Virðulegt eldra hús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð, samt. að stærð 260 fm. Í húsinu eru í dag 4 íbúðir. Extra lofthæð á 1. hæð. Tveir inngangar. Húsið býður upp á að nýta það í einu eða fernu lagi. Stór og góð lóð. Hús þetta býður upp á mikla möguleika. BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skirfstofuhús- næði á 2. hæð og 130 fm lagerhúsnæði með innkeyrlsudyrum í kjallara. Skrif- stofuhúsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign. Tvær lyftur. Inn- angengt er í kjallara. Næg bílastæði. Frá- bær staðsetning í hinu nýja stofnana- hverfi Reykavíkur. Til afhendingar strax. tilv.15114 HAFNARSTRÆTI 18 Til leigu er í þessu virðulega aldna húsi í hjarta Reykjavíkur ca 240 fm húsnæði á jarðhæð og um 80 fm í kjallara. Húsnæði þetta hentar mjög vel fyrir veitingarekst- ur, verslun, kaffihús, listagallerý o.fl. Einnig er til leigu í sama húsi flott skrif- stofuherbergi á 2. hæð. Til afhendingar stax. tilv. 31451 KLETTHÁLS - LAGERHÚSNÆÐI Til leigu 525 fm nýtt og glæsilegt iðnað- ar- eða lagerhúsnæði. Húsnæðið skiptist í um 475 fm lagerhúsnæði með mikilli lofthæð og 2 stórum innkeyrsludyrum og um 50 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Stór malbikuð lóð. Til afhendingar strax. tilv. 31195 ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARBRAUT - KÓPAVOGI Til sölu um 230 fm gott iðnaðarhúsnæði með stórum innk.dyrum og mikilli lofthæð. Skrifstofa og kaffistofa á millilofti. Góð, stór lóð sem býður upp á ýmsa mögul. Laust fljótl. Verð 14,0 millj. tilv. 26908 VIÐARHÖFÐI - SALA - LEIGA Til sölu eða leigu 350 fm mjög gott iðn- aðarhúsn. með tvennum góðum innkdyr- um og góðri lofthæð. Selst eða leigist í einu eða tvennu lagi. Malbikuð lóð. Laust strax. 31312 FUNAHÖFÐI - LAGER- SKRIFST. Mjög gott iðnaðarhús- næði um 200 fm með góðum inn- keyrsludyrum og gryfju. Á efri hæð er mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið hentar vel fyrir t.d. heildsölu eða þjónustu. Verð 10,9 millj. tilv. 30973

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.