Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SKIPA ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 VOLVO er þekkt fyrir að setja þá fáu hugmyndabíla sem fyrirtækið smíðar í framleiðslu og þess vegna getur VCC hugmyndabíllinn, sem sýndur er á bílasýningunni í Genf, veitt okkur mikla innsýn í framtíðina hjá Volvo. Þannig hafa tveir nýlegir hug- myndabílar Volvo verið settir í fram- leiðslu á einn eða annan hátt. Volvo ACC (Adventure Car Concept) var t.a.m. grunnurinn að nýja XC90 sportjeppanum og PCC, (Performance Concept Car II), var fyrirboði hins afl- mikla V70R sem er nýkominn á mark- að. Fjölmargir aðdáendur Volvo hafa því ástæðu til að staldra við þegar Volvo kynnir VCC-hugmyndabílinn. Hann er nefnilega grunnurinn að næstu kynslóð S80 eða jafnvel nýjum V90. Nýr flokkur bíla? VCC er æði sérstæður á margan hátt. Í fyrsta lagi er hann stór, eða alls 4,90 metrar á lengd. Í annan stað er erfitt að setja hann í flokk með öðrum bílum. Þrátt fyrir stór hjól, 20" felgur, er þetta ekki jeppi. Hann er ekki held- ur venjulegur langbakur. Til þess er hann of sérstæður. Það er t.a.m. eng- inn b-biti á yfirbyggingunni og aftur- hurðirnar opnast í öfuga átt við fram- dyrnar. Fjölnotabíll er þetta heldur ekki. Til þess er þakhæðin of lág. En þó mætti einna helst flokka þennan bíl sem fjölnotabíl því aftursætin eru á sleðum og hægt að færa fram og til baka. Hugmyndabílar eru oft á tíðum stútfullir af nýjum uppfinningum og tækni og það er VCC líka. Innri hringur stýrisins, sem venjulega hefur að geyma flautuna og líknarbelginn, er t.a.m. fastur og snýst ekki þegar stýr- inu er snúið. Þetta hefur þann kost að ýmsir stjórnrofar á stýrinu eru alltaf í sömu stöðu þótt stýrinu sé snúið. Auk þess er tryggt að líknarbelg- urinn blæs alltaf út í sömu stefnu þótt verið sé að taka beygju. Fyrir vikið er hægt að hanna púðann á annan hátt í þeim tilgangi að hann veiti hámarks- vörn. Hreint loft Þakið á bílnum er í raun ein stór sóllúga. Auk þess að veita mikilli birtu inn í bílinn þjónar glerþakið þeim til- gangi að framleiða orku með inn- byggðum sólarrafhlöðum sem knýja loftfrískunarkerfi bílsins. Áður en úti- loftið sleppur inn í bílinn hreinsar kerf- ið bæði kolvatnsefni og köfnunar- efnisoxíð úr því. VCC er líka með hugmyndavél. Þetta er 2,6 lítra línusexa með beinni strokkinnsprautun og forþjöppu og á að skila í kringum 250 hestöflum. Í framtíðinni vonast Volvo eftir að geta tengt við þessa vél kúplingslausa handskiptingu. Spennandi framtíðarsýn Volvo Afturhurðir opnast í öfuga átt. Glerþak er á bílnum alsett sólarrafhlöðum. VCC-hugmyndabíllinn er með 250 hestafla vél. MEÐALALDUR íslenska fólksbílaflotans hefur hækkað og er nú 9,5 ár en var 8,8 ár í árslok 2000. Meðalaldur fólks- bíla í Evrópu er nálægt 7,5 ár. Fjöldi bíla á skrá 13. mars síð- astliðinn var 186.238 bílar, þar af 164.029 fólksbílar, en í um- ferð voru einungis 155.279 bílar, þar af 140.702 fólksbílar. Þetta þýðir að um 30.000 bílar, sem eru á skrá, eru ekki í notk- un. Mörgum þeirra hefur verið fargað án þess að hafa verið af- skráðir en engu að síður er ljóst að nýtt umhverfisgjald verður lagt á alla bíla sem eru á skrá sem eru yngri en fimmtán ára um mitt þetta ár. Einnig þarf að gera grein fyrir öllum bílum á skrá á skattfram- töl. Ef miðað er eingöngu við fólks- bíla í umferð var 1,76 bíll á hvern íbúa landsins 13. mars sl. Mun færri bílar í notkun en á skrá Fjöldi bíla er á skrá þótt ekki sé hann í umferð. 1,76 fólksbíll á hvern íbúa landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg HYUNDAI var ásamt Honda með næstlægstu tíðni bilana í könnun Consumer Reports, tímariti banda- rísku neytendasamtakanna, á 25 mismunandi bílategundum. Toyota var í efsta sæti. Þar með hefur þessi suður-kóreski bílaframleiðandi blandað sér í toppbaráttuna um lægstu bilanatíðnina, sem þykir at- hyglivert í ljós þess að fyrir 10 árum var Hyundai meðal þeirra slökustu. Langbesti árangur Hyundai Hyundai deildi öðru sætinu með Honda, þar sem báðir framleiðendur voru með 11 bilanir á hverja 100 bíla. Þetta er langbesti árangur Hyundai til þessa, sem varð í 12. sæti í síðustu könnun með 24 bilanir. Í fyrsta sæti var Toyota með 10 bilanir á hverja 100 bíla og í því þriðja varð Subaru með 13. Könnunin náði til bíla af 2002 árgerð og reyndist meðalbilanatíðn- in vera 18 á hverja 100 bíla. Þetta meðaltal hefur lækkað úr 21 bilun á milli ára, sem er í samræmi við þá þróun að bilanatíðnin hefur þegar á heildina er litið verið að lækka jafnt og þétt með hverri nýrri árgerð. Kostnaðar vegna ábyrgða snarlækkað Að sögn Davids Champion, eins ritstjóra Consumer Reports, eru umskipti Hyundai ein þau mesti sem um getur í þau 50 ár sem blaðið hefur kannað bilanatíðni bíla. Sókn fram- leiðandans hafi jafnframt verið sér- staklega hröð á síðustu þremur árum eða svo. Að sögn Atla Viðars Krist- inssonar, ábyrgðarstjóra hjá B&L, umboðsaðila Hyundai á Íslandi, koma þessar niðurstöður ekki á óvart. Ábyrgðir vegna bilana í Hyundai-bílum hafi dregist verulega saman hjá B&L, sér í lagi á undan- förnum tveimur til þremur árum. Telur Atli Viðar að þar sé um veru- lega fækkun að ræða eða allt að 40 til 50% eftir tegundum. Aðrir umboðs- aðilar hafi svipaða sögu að segja, m.a. í Bandaríkjunum þar sem kostnaður vegna ábyrgðartjóns hafi lækkað um allt að 50%. Ford og Benz slakastir Niðurstöður Consumer Reports eru unnar upp úr 480.000 svörum frá áskrifendum blaðsins við könnun sem það sendir út árlega. Mikið er jafnan um þær fjallað í bandarískum fjölmiðlum og bar t.d. Wall Street Journal lof á Hyundai og General Motors, sem einnig hefur bætt frammistöðu sína töluvert. Verstu útreiðina fengu að mati blaðsins Ford, sem hefur ekki fengið verri niðurstöður frá árinu 1997, og Mercedes-Benz, lúxuslína Daiml- erChrysler samsteypunnar. Það má, að sögn Don Dees, aðstoðarfram- kvæmdastjóra gæðasviðs Chrysler Group, e.t.v. rekja til þess að Benz- eigendur átti sig enn ekki til fulls á nýrri hátækni bílanna, og telji því um bilanir að ræða, þótt ekkert ami að. Hyundai í toppslaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.