Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 B 5 bílar Kia Sportage Wagon 2,0 ný skr. 12,99, ek. 44 þ. km. Bsk. Verð kr 1.590 þús. Nissan Micra LX 1,3 ný skr. 05,97, ek. 79 þ. km. Bsk. Verð kr. 470 þús. Volkswagen Carav. syncro 2,4 diesel, ný skr 07,97, ek. 88 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.290 þús. Kia Carnival 2,9 T-diesel ný skr. 10,99, ek. 83 þ. km., ssk. Verð kr. 1.590 þús. Nissan Terrano Luxury 2,4 Ný skr. 07.00, ek. 42 þ. km. Bsk. Verð kr. 2.270 þús. Hyndai Accent Glxi 1,5 Ný skr. 07.98, ek. 53 þ. km., ssk. Verð kr. 690 þús. Kia Pride Glxi 1,3 Ný skr. 03.00, ek. 35 þ. km. Bsk. Verð kr. 590 þús. Opel Corsa 1,2-16V ný skr. 05.00, ek. 56 þ. km. Bsk. Verð kr. 650 þús. Kia Clarus 4d Glxi 2,0 ný skr. 05.99, ek. 42 þ. km., ssk. Verð kr. 880 þús. Daewoo Lanos SE 1,3 Ný skr. 12.00, ek. 47 þ. km., bsk. Verð kr. 690 þús. Tilboð 1.450 þús. Tilboð 450 þús. Tilboð 390 þús. Tilboð 1.450 þús. Tilboð 560 þús.Tilboð 750 þús. Tilboð 1.990 þús. Tilboð 490 þús. KRISTINN Bjarnason fagnaði ný- lega 75 ára afmæli sínu en hann hefur alla sína starfsævi verið bílstjóri. Hann byrjaði tvítugur að keyra strætisvagna og sinnti þeim starfa í 50 ár. Frá sjötíu ára aldri hefur hann keyrt leigubíl og má keyra út þetta ár. „Ég veit ekki hvort ég geri það en ég er samt ansi hress ennþá þrátt fyr- ir ýmis skakkaföll,“ segir Kristinn. Hann er líka stoltur eigandi Ford 1947 vörubíls sem er einn af fallegri fornbílum landsins. „Verslunin Brynja átti þennan bíl í upphafi og flutti hann inn. Þeir höfðu hann á ein- földum dekkjum til þess að hann kæmist inn í portið hjá þeim á Lauga- veginum. Yfirleitt komu þessir bílar á tvöföldum dekkjum. Ég er búinn að eiga bílinn í tuttugu ár en það eru ekki nema tíu ár síðan ég standsetti hann. Hann stóð alltaf uppi í Stardal.“ Kristinn hafði eignast sinn fyrsta Ford 18 ára gamall og hafði lengi haft augastað á Ford vörubílnum sem Brynja hafði fest kaup á. Kristinn segir að margir færir handverksmenn hafi komið að upp- gerðinni. Vélina fékk Kristinn hjá Magnúsi í Stardal ásamt fleiri vara- hlutum. Hörður Kristófersson gerði við vélina, Hjálmtýr Sigurðsson sand- blés húsið, ryðbætti bílinn og spraut- aði, Ingimundur Benediktsson og Gunnlaugur Magnússon sáu um tré- verkið, Ragnar Jónsson smíðaði grind fyrir pall og sturtu, Pétur Jóns- son aðstoðaði við kramið og Ágúst Sigurjónsson gerði upp hurðirnar, sem voru botnlausar af ryði, og grill- ið. Ford-vörubíll árgerð 1947, einn fallegasti fornbíll landsins. Morgunblaðið/Sverrir Vélin er Flathead V-8, 239 kúbiktommur, 100 hestafla, og þótti afar gangþýð. Eins og skiltið sýnir hafði Ford einkaleyfi á fjölmörgum hlutum í vörubílnum. FORNBÍLAR Ford 1947 75 ára og á 56 ára Ford Kristinn Bjarnason undir stýri á Fordinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.