Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 B 9 bílar 480 8000 480 8000 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is SELFOSSI GMC Sierra x/cab 1996 turbo diesel, ek 175.000, „stepside“ skúffa, leður, plasthús og fl. Verð 2.200.000. Toyota Landcruiser 90 LX D4D 10/00 ek. 68.000, 33" breyttur og fl. Toppeintak verð 3.190.000. GMC Suburban SLT 6,5 turbo diesel 1996, ek 125.000, leður og raf- magn í öllu. Toppástand. Verð 2.890.000. GMC Sierra Duramax turbo diesel 2002, ek 34.000, einn með öllu. Verð 4.490.000. Toyota Corolla XLI 1996 ek 132.000, álfelgur, spoiler cd og fleira. Verð 590.000. Toyota Landcruiser 80 VX 1995 ek 200.000, 33" breyttur, innfluttur nýr. Gullfallegur bíll. Verð 2.890.000. Hyundai Sonata 06/00, ek. 60.000, ssk, spoiler og fl. Möguleiki á 100% láni. Verð 1.290.000. VW Passat 1600 10/99 ek 84.000, trentline innrétting, topplúga og fl. Ákv. lán 830.000. Verð 1.260.000. Nú er rétti árstíminn til að að huga að atvinnutækjum fyrir sumarið. Næsta tölublað sérblaðsins bílar 26. mars verður helgað umfjöllun um atvinnubíla, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 24. mars Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is bílar Vinnuvélar og atvinnutæki MILLIGÍRAR eru aðallega settir í jeppa til þess að hægt sé að láta hjólin snúast nógu hægt þegar ekið er í snjó. Þegar ekið er löturhægt; hægar en ágönguhraða, gefst hjól- unum nægilegur tími til að þjappa það miklu lofti úr snjónum að bíll- inn flýtur ofan á honum. Lægsti gír í venjulegum jeppa er á bilinu 1 á móti 30-40, (1 snún- ingur á dekki á móti 30-40 snún- ingum á vél). Með milligír tvö- til þrefaldast niðurgírunin í bílnum. Þá er lægsti gír um það bil 1:1.000. Milligírinn gerir kleift að komast auðveldar yf- ir hindranir sem annars væru ill- færar eða ófærar. Sem dæmi má nefna að þegar ekið er yfir krapa- tjarnir skiptir öllu máli að fara sem hægast. Margir jeppar eru búnir driflæs- ingum í afturdrifi. Breyttir jeppar hafa auk þess gjarnan læsingu í framdrifi sem kemur þá í stað venjulegs mismunadrifs. Stundum er sagt að alvörujeppi sé ekki fullkláraður nema hann hafi læsingu í fram- og afturhásingu sem tryggi að tiltækt afl berist til allra hjóla í einu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílheimar stóðu fyrir Izuzu Trooper-jeppaferð í Setrið í aprílbyrjun. Hér er ekið varlega yfir sprænu í vetrarskrúða vestan við Kerlingarfjöll. JEPPAHORNIÐ Milligír (skriðgír) klætt marga bíla. Leðrið kemur til- sniðið að utan og kosturinn við það að láta leðurklæða bílinn eftir á er sá að þá fæst leður í allt sætið og hurðarspjöldin líka. Leðurklæddir bílar frá verksmiðju eru oft einungis með leður á slitflötum. Sigurjón tekur einnig að sér að viðhalda og hreinsa leður í bílum. Hann segir það algengan misskiling að nóg sé að bera efni á leðrið. Þessu líkir hann við það að ef kona bæri á sig krem dag eftir dag án þess að hreinsa andlitið vel áður. Rúmri klukkustund síðar var Sig- urjón búinn að festa sætið að nýju í bílinn og það var ekki hægt að sjá að nokkru sinni hefði verið saum- spretta í sætinu. Þeir sem þurfa á þjónustu sem þessari að halda er bent á símanúmer Sigurjóns: 899 0983. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Sætið losað frá. Eins og sjá má er saumspretta í hliðarstykkinu. Sætið orðið eins og nýtt. BENSÍNSALAN á síðasta ári nam rúmlega 192 milljónum lítra sem var 0,9% meiri sala en á árinu 2001. Ríkið fékk í sinn hlut af bensínsölunni í formi bensíngjalds 5.493 milljónir kr. Bensínsalan hefur verið svipuð síðastliðin fimm ár þrátt fyrir mikla aukningu í bifreiðaeign landsmanna. Að stærstum hluta er þetta rakið til þess að dísilbílum hefur fjölgað hlut- fallslega meira en bensínbílum undanfarin ár. Bensínbílar voru 83% af bifreiðaeign í árs- lok 2002 en 88,9% í árslok 1994. Þá innheimti ríkið alls 4.726 milljónir kr. vegna þungaskatts á síðasta ári, þar af 2.469 millj- ónir kr. vegna kílómetragjalds og 2.257 milljónir kr. vegna ár- gjalds þungaskatts. Alls námu tekjur ríkissjóðs vegna bensín- gjalds og þungaskatts á síðasta ári því 10.219 milljónum kr. 10,2 millj- arðar kr. til ríkis Bensíngjald og þungaskattur Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.