Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FYRIRTÆKI VIÐSKIPTI FISKVINNSLA Samkeppni olíufélaga á Íslandi er miklu meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fá fyrirtæki hafa vaxið eins hratt hér á landi og lyfjafyrirtækin Delta og Pharmaco. Tæknivæddasta hausa- þurrkun í heimi hefur hafið störf hjá Lauga- fiski á Akranesi. ÆTLUM/4 ÆVINTÝRALEGAR/6 HÁTÆKNI/11 SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES- ríkjum var 112,3 stig í febrúar sl. og hækk- aði um 0,4% frá janúar. Á sama tíma var samræmda vísitalan fyrir Ísland 124,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Frá febrúar 2002 til jafnlengdar árið 2003 var verðbólgan, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að með- altali í ríkjum EES, 2,4% á evrusvæðinu og 1,1% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahags- svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi, 5,1%, og 4,2% í Grikklandi. Verð- bólgan var minnst á Íslandi, 1,1%, og í Þýskalandi, 1,3%. V E R Ð L A G Verðbólga á Íslandi með þeirri lægstu í Evrópu     !" #$% & $' ( (   )*    + $,$+  ' --%.//.-%.//0 1  2 2 2 &$3& - ALLS voru flutt út 28 þúsund tonn af óunnum fiski frá Íslandi á síðasta fiskveiðiári eða tæp 6% af heildarbotnfisksafla ársins. Mest var flutt út af óunnum karfa á síð- asta fiskveiðiári, alls um 9.600 tonn, sem bæði voru flutt út ísuð í gámum og með veiðiskipum. Hlutfallslega mest af óunnum fiski er flutt utan frá Vestmanna- eyjum. Það eru tæp 15% af heildar- karfaafla síðasta fiskveiðiárs. Þá voru flutt út um 5.700 tonn af óunnum þorski sem eru tæp 3% af þorskafla tímabilsins. Eins voru flutt út um 4.300 tonn af óunninni ýsu eða rúm 10% heild- araflans. Þetta kom fram í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismanns um útflutning á óunnum fiski. 40% af heildinni Langmest var flutt út frá Vest- mannaeyjum eða 11 þúsund tonn sem eru um 40% af heildarút- flutningnum. Alls voru flutt út tæp 1.500 tonn af óunnum þorski frá Vestmannaeyjum sem eru tæp 16% þess þorskafla sem land- að var í Eyjum á síðasta fiskveiði- ári. Eins kemur fram í svari sjáv- arútvegsráðherra að tæp 2.200 tonn af ýsu voru flutt út óunnin frá Vestmannaeyjum á tímabilinu eða nærri 70% þess ýsuafla sem þar var landað, samkvæmt afla- tölum Fiskistofu. Þess ber þó að geta að í svari sjávarútvegsráð- herra er miðað við heimahöfn við- komandi skipa og fyrirtækja en aflatölur Fiskistofu taka mið af löndunarhöfn. Næstmest var flutt út af óunn- um fiski frá Reykjavík á síðasta fiskveiðiári eða rúm 2.800 tonn. Það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári er búið að flytja út um 15.000 tonn af óunnum fiski, þar af um 4.500 tonn af karfa og tæp 2.700 tonn af þorski. Um 5.600 tonn hafa verið flutt út frá Vest- mannaeyjum á fiskveiðiárinu en um 1.700 tonn frá Grundarfirði. Einar Kristinn segir tölurnar sýna að íslensk fiskvinnsla eigi þess ekki kost að bjóða í umtals- verðan hluta þess botnfiskafla sem sé til ráðstöfunar af Íslands- miðum. Það skipti máli með hvaða hætti þessi afli sé nýttur til sem mestrar verðmætasköpunar fyrir landið. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að fiskvinnsl- an í landinu eigi sömu möguleika á að kaupa þennan fisk en þó á sambærilegu verði og fiskvinnsla erlendis. Selja hæstbjóðanda Sjávarútvegsráðherra gaf nýver- ið út reglugerð sem kvað á um að tilkynna skuli fyrirhugaðan út- flutning á óunnum og óvigtuðum afla sem fluttur er á erlendan uppboðsmarkað með 24 tíma fyr- irvara. Fiskverkendur hafa sagt að þessi tilkynningaskylda breyti engu um aðgang þeirra að hráefn- inu en Einar Kristinn segist þeirrar skoðunar að þar sé um að ræða skref í rétta átt. „Það er fullkomlega eðlilegt að útgerðin selji afla sinn hæstbjóðanda en ég tel að það sé sömuleiðis eðlilegt að íslensk fiskvinnsla fái þá tækifæri til að greiða jafnhátt verð. Að mínu mati ætti að vera hægt, án mikilla vandkvæða, að bjóða þennan afla upp hérlendis, í gegn- um fjarskiptamarkaði. Erlendir fiskkaupendur hefðu þá einnig möguleika á að bjóða í fiskinn til jafns við íslenska, og um leið væri tryggt hæsta verð fyrir aflann.“ Tæp 70% af ýsu Eyja- manna óunnin úr landi 9.600 tonn af óunnum karfa flutt utan til Þýzkalands á síðasta ári eða 15% karfaaflans Morgunblaðið/Þorgeir Alls voru flutt út 28 þúsund tonn af óunnum fiski frá Íslandi á síðasta fisk- veiðiári eða tæp 6% af heildarbotnfisksafla ársins. Miðopna: Ævintýralegar breytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.