Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR        ./4.4 564047404 2 $!"4 89: 897 89. 89/ 79; 564/.4 564/0          5.9/ 559; 559: 5597 559. ./4.4 56404./4.4 56404   $!"4 5.; 5.: 5.7 5.. 5./ 55; 564.4 56404   !    " HRINU ársuppgjöra fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir síðastaár er nú að mestu lokið. Öll skila þau miklum „hagnaði“og gífurlegum „afkomubata“ frá árinu 2001 svo ætla máað allir séu kátir og glaðir. Svo er hins vegar ekki raunin. Í öllum þessum uppgjörum er sama grundvallaratriðið. Afkomu- bata má að mestu rekja til styrkingar krónunnar. Hvað þýðir það svo í raun? Jú, skuldir fyrirtækjanna í erlendum myntum lækka vissulega, séu þær umreiknaðar í íslenzkar krónur. Það segir hins vegar ekkert um reksturinn. Á árinu 2001 var viðkvæðið hins veg- ar þveröfugt. Slaka útkomu má helzt rekja til lágs gengis íslenzku krónunnar. Þá hækkuðu erlendu skuldirnar umreiknaðar í ís- lenzkar krónur. Það sagði heldur ekkert um reksturinn. Það get- ur ekki gengið að hækkun eða lækkun erlendra skulda reiknuð í íslenzkum krónum sé tekin beint inn í reksturinn sem tekjur eða tap. Þessar skuldir eru nefnilega ekki greiddar upp á viðkomandi rekstrarári, heldur er aðeins hluti þeirra greiddur, yfirleitt með jöfnum afborgunum. Það ætti því aðeins að taka þau áhrif geng- isbreytinga inn í rekstrarreikninginn, það er hve mikið lækkuðu eða hækkuðu afborganir vegna gengisbreytinga. Allt annað er í raun blekking. Þegar litið er á reksturinn kemur allt annað í ljós. Reksturinn á tapárinu mikla 2001 gekk í raun betur en flest ár önnur. Vegna hás gengis erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni, komu miklu fleiri íslenzkar krónur í kassann en árin á undan. Framlegð af rekstrinum var oft í kringum 30% og í sumum tilfellum mun meiri. Veltufé frá rekstri var mikið og veltufjárhlutfall hátt. Þetta segja margir að sé hinn raunverulegi mælikvarði á afkomuna. Hve miklum fjármunum reksturinn sé í raun að skila. Því voru það margir sem lögðu áherzlu á það í árupp- gjörum 2001 hve hátt veltufjárhlut- fallið væri. Nú hefur þetta snúizt við. Hinn til- búni hagnaður verður aðalatriðið, en lítið er talað um framlegð eða veltu- fjárhlutfall, sem hefur lækkað tölu- vert. Hvers vegna? Ársreikningar hafa verið töluvert til umfjöllunar að undanförnu, ekki aðeins af þessum sökum, heldur einnig að lög um þá séu ófull- nægjandi og að ekki sé farið að lögum við útgáfu þeirra. Afsögn Stefáns Svavarssonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, úr reikningsskilaráði er skýrt dæmi um stöðu þessara mála. Hann sagði af sér vegna óánægju með stefnu stjórnvalda varðandi reikningsskil fyrirtækja. Hann segir lögin um ársreikninga gölluð og brýnt að endurskoða þau. Hvert skyldi framhaldið svo verða. Mun fyrirtækjunum áfram leyfast að gefa upp villandi tölur í ársreikningum sínum? Það er í raun vandséð hvers vegna fyrirtækin gera það. Þau eru vissulega ekki að aðhafast neitt ólöglegt, þau fara að reglum og venjum um reikningsskil. En væri ekki betra fyrir allað aðila að áherzlan væri á hina raunverulegu afkomu? Myndi það ekki auka traust fólks á fyrirtækjunum. Að tíunda mikla breytingu rekstrarhagnaðar, sem byggist á tímabundinni hækkun eða lækkun gengis íslenzku krónunnar er ekki að skýra frá raunverulegri rekstrarafkomu. Innherji skrifar Bætta afkomu má rekja til styrking- ar krónunnar Hinn tilbúni hagn- aður verður aðal- atriðið, en lítið er talað um framlegð eða veltufjárhlut- fall, sem hefur lækkað töluvert. innherji@mbl.is ll FLUGREKSTUR ● PROCTER & Gamble keypti á þriðjudag 77,6% hlut í þýska hárvörufyrirtækinu Wella á genginu 92,25 evrur á hlut. Mikill þrýstingur var á P&G að gera tilboð í Wella eftir að annað fyrirtæki, Henkel, keypti 7% hlut í Wella í liðinni viku. Henkel gerði í fyrra óformlegt tilboð í hlutinn sem til sölu var í Wella og voru verðhugmyndir á bilinu 70-80 evrur á hlut. Það þótti of lágt. Gengi bréfa í Wella var 75,50 evrur á hlut við lokun markaða á mánudag, en gengið var frá samningnum á þriðjudag. P&G greiðir því um 22% yfirverð á hlut. P&G kaupir Wella ◆ ◆ ● LIÐLEGA 4% aukning varð í verslun með dagvöru á föstu verðlagi í febrúar miðað við árið þar á undan, að því er fram kemur í til- kynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu. Verðlag lækkaði um 4,3% á dagvöru á milli ára. Veltuaukning varð einnig í sölu áfengis, um 2,4%, ef borin eru saman sömu tímabil. Hins vegar hefur velta í lyfjaverslunum farið minnkandi undanfarna tvo mánuði og hefur minnkað um 7,3% milli mánaða. Smásöluvísitala SVÞ er mæld á grundvelli upplýsinga frá flestum dagvöruverslunum landsins, ÁTVR og lyfjaverslunum. IMG ann- ast vinnslu og framsetningu smásöluvísitöl- unnar. Veltuaukning í dagvöruverslun ll VERSLUN ● RÍFLEGA 39% hlutur í útgerðarfélaginu Ög- urvík hf. er til sölu. Ætla má að verðmæti hlutarins sé um 1.400 milljónir króna. Hluturinn er í eigu fjöl- skyldu Péturs heitins Gunnarssonar en aðrir hluthafar í félaginu eru Gísli Jón Hermannson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, og fjölskylda hans sem á einnig ríflega 39% hlut, Skelj- ungur hf. sem á 15% hlut og Brynjólfur Hall- dórsson, skipstjóri, sem á 6,8% hlut. Upp- lausnarvirði Ögurvíkur er um 3,6 milljarðar króna og því má ætla að verðmæti 39% hlut- ar sé um 1.400 m.kr. Hjörtur Gíslason, út- gerðarstjóri og einn eigenda félagsins, segir að verið sé að leita að kaupanda en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. 39% hlutur í Ögurvík til sölu HOLLENSKA fyrirtækið Ahold, sem er þriðja stærsta matvörurfyrirtæki heims, hefur tilkynnt að það neyðist til að bakfæra sölutekjur upp á 30 milljarða dollara, eða sem nema 2.300 milljörðum íslenskra króna og eru 15% af tekjum fé- lagsins. Þó er ekki talið að þess- ar aðgerðir hafi áhrif á bókfærð- an hagnað fyrirtækisins. Þetta eru tekjur tengdra fé- laga fyrirtækisins síðustu þrjú ár, en samkvæmt bandarískum lögum um reikningsskil var Ahold ekki heimilt að færa þær í bókhaldi sínu. Um er að ræða sameignarfyrirtæki félagsins á Norðurlöndum, Portúgal og Argentínu. Bandarískar reglur kveða á um að fyrirtæki verði að færa allar tekjur félags í bók- haldi sínu, ef eignarhlutur í því er yfir 50%. Ahold tilkynnti að komið hefði í ljós að eignarhlutur fyrirtæk- isins í ICA Ahold á Norðurlönd- unum, Disco Ahold í Argentínu og Jeronimo í Portúgal, hefði aldrei farið yfir 50%. Þetta væru „upplýsingar sem endurskoð- endum hefðu ekki verið kunn- ugar fyrr en nýlega.“ Ahold hefur sem kunnugt er lent í miklum hremmingum að undanförnu. Fyrir rúmum tveimur vikum var tilkynnt að tekjur dótturfyrirtækisins U.S. Foodservice í Bandaríkjunum hefðu verið oftaldar sem nemur 500 milljónum dollara. Í kjölfar- ið sögðu forstjóri og fjármála- stjóri Ahold af sér. Ahold verður að bakfæra tekjur Hefur ekki áhrif á bókfærðan hagnað Morgunblaðið/Árni Sæberg TÖLVUMIÐSTÖÐ sparisjóð- anna og Origo ehf., dótturfyr- irtæki TölvuMynda hf., hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á vefumsjón- arkerfinu WebMaster. Samning- urinn felur í sér uppsetningu á WebMaster og vefun nýs vef- svæðis fyrir Samband íslenskra sparisjóða (Sisp) og Tölvu- miðstöð sparisjóðanna (TS) með möguleika á sér vefsvæðum fyr- ir hvern einstakan sparisjóð. „Á vefsvæðum sparisjóðanna er kappkostað að höfða til ólíkra þarfa viðskiptavina og veita einstaklingum og fyrir- tækjum tímanlega upplýsingar um fjármál. Vefsvæðunum er ætlað að vera upplýsingagátt fyrir allt sem snertir fjármál og að miðla upplýsingum um vörur og þjónustu sparisjóðanna. Að auki mun innranet sparisjóðanna – Upplýsingavefur starfsmanna– verða fært yfir í hið nýja vef- umsjónarkerfi,“ segir í fréttatilkynningu frá sparisjóðunum. Samið um upplýsinga- veitu sparisjóðanna Gísli Jafetsson, markaðsstjóri Sambands íslenskra sparisjóða, Sæmundur Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, og Stefán Þór Stef- ánsson, sölu- og markaðsstjóri Origo ehf., við undirritun samn- ingsins. Möguleiki á vefsvæðum fyrir hvern sparisjóð ICELANDAIR og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára um markaðssetn- ingu og innkaup á Iceland Spring-vatni, gosdrykkjum, bjór, sterku áfengi og léttu víni fyrir veitingastarfsemi um borð í flugvélum Icelandair. Gengið var til samstarfsins eftir útboð. Í fréttatilkynningu segir að samningurinn sé með þeim stærri sem Icelandair hafi gert á þessu sviði og hafi í för með sér að flestir drykkir sem veitt- ir eru um borð séu nú frá Öl- gerðinni. Til að halda kostnaði í lágmarki leiti Icelandair ávallt hagstæðustu tilboða en félagið leggi mikla áherslu á að skipta við íslensk fyrirtæki sé þess kostur. Þá segir að fyrirtækin telji að þessi samningur styrki starfsemi beggja og jafnframt íslenskar framleiðsluvörur. Hann feli í sér að íslenskum ferðamönnum séu boðnar ís- lenskar vörur, auk þess að er- lendum ferðamönnum séu kynntar vörurnar. Samningur- inn feli jafnframt í sér að vörur Ölgerðarinnar verði auglýstar í sjónvarpi í öllum vélum Ice- landair. Icelandair býður drykki Ölgerðarinnar Morgunblaðið/Sverrir ll SJÁVARÚTVEGUR ◆ ● VERÐ hlutabréfa fjögurra stærstu flug- félöga í Evrópu snarféllu í gærmorgun eft- ir að Standard & Poor hafði gefið út þá yfirlýsingu að til skoðunar væri að skerða lánshæfismat tveggja evr- ópskra flug- félaga og níu bandarískra. Verð bréfa í British Airways, sem talið er að S&P muni skerða lánshæfismat á, féll um 7% en Lufthansa, um 5%, en þeirra lánshæfiseinkunn núna hljóðar upp á BBB+. Air France féll um 4% og KLM um 6%. Þessar hugsanlegu niðurfærslur á láns- hæfiseinkunninni bætast við þá miklu erf- iðleika sem flugfélögin hafa glímt við síð- ustu misseri, auk þeirra vandræða sem stríð í Írak gæti þýtt fyrir félögin, en talið er að hugsanlegt stríð komi harkalega niður á tekjum flugfélaga um allan heim. Sem dæmi þá sagði United Airlines fyrr í vikunni að pantanir í millilandaflugi hefðu hrunið sl. viku og væru 40% færri nú en fyrir ári. Félagið horfir nú fram á að þurfa að grípa til hópuppsagna eða fara í gjald- þrot að öðrum kosti. Vandi flugfélaga eykst ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.