Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI O LÍUVIÐSKIPTI hér á landi hafa lengst af ver- ið í föstum, ríkisstýrðum skorðum, að sögn Hjör- leifs Jakobssonar. Hann segir að breytingar hafi verið miklar á síðustu árum. Sam- keppnin hafi aukist og verið nauð- synleg hvatning til að lækka kostn- að, bæta þjónustuna og finna nýjar leiðir til að mæta þörfum markaðar- ins. „Frá því ég tók við starfi forstjóra Olíufélagsins fyrir rúmu ári hef ég lagt megináherslu á að auka hæfni fyrirtækisins til að takast á við breyttar aðstæður,“ segir Hjörleif- ur. „Við höfum á þessu tímabili mót- að Olíufélaginu nýja stefnu frá grunni og breytt skipulagi. Stefnu- mótunin gengur út á að innleiða nýja hugsun og skapa félaginu tækifæri til að eflast, vaxa og veita betri þjón- ustu. Við ætlum okkur skýra forystu á markaðnum, vera fremst í flokki, og mér finnst að það markmið spegl- ist vel í baráttuanda starfsmanna. Í nýrri stefnumótun skilgreinum við okkur þannig að við séum í tvenns konar rekstri: að selja orku og veita þægindi. Grunnurinn að okkar starfsemi er að sjálfsögðu orkusala í formi eldsneytis til hins al- menna neytanda sem og til smærri og stærri fyrirtækja landsins. Ofan á þennan grunn höfum við síðan byggt rekstur þægindavöruverslana en segja má að þjónustustöðvar okkar hafi á ákveðinn hátt tekið við hlut- verki „kaupmannsins á horninu“. Þægindamarkaðurinn spilar sífellt stærra hlutverk í rekstri félagsins og þar ætlum við okkur hiklaust að sækja fram. Við sjáum töluverða samlegð þar til lengri tíma með hinni almennu dagvöruverslun þó að sá markaður virðist reyndar vera í lægð um þessar mundir. Samhliða útvíkkun á þjónustu okkar við neyt- endur höfum við einnig verið að auka framboð á rekstrarvöruþjónustu til fyrirtækja og við munum halda áfram á þeirri braut.“ Vægi stoðsviða minnkað Skipulagi Olíufélagsins var breytt verulega á síðasta ári. Hjörleifur segir það alþekkt að ef vilji sé fyrir því að fyrirtæki þróist hratt verði þau að vera markaðsdrifin. „Til þess að einfalda alla ferla ákváðum við að minnka vægi stoðsviða í fyrirtækinu, bæði fækka þeim, og einnig að færa ýmis verkefni sem þar voru inn á markaðssviðin tvö, sem annars veg- ar þjóna fyrirtækjamarkaðnum og hins vegar neytendamarkaðnum. Til að mynda er drifkrafturinn í fram- kvæmdum hjá neytendasviðinu og því var framkvæmdadeildin færð inn á neytendasviðið o.s.frv. Ef hlutir eiga að gerast hratt verður flækju- stigið að vera lítið og ég held að þess- ar skipulagsbreytingar hafi tekist vel hjá okkur. Skipulagið er þjálla og það auðveldar okkur að taka ákvarð- anir og koma þeim síðan rakleiðis í framkvæmd.“ Starfsfólki á skrifstofum Olíufé- lagsins hefur á sama tími fækkað nokkuð. Hjörleifur segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að standa að þessum breytingum á var- færinn hátt en þó í ákveðnum skref- um. Haldið verði áfram að leita allra leiða til hagræðingar og stemmning- in innan fyrirtækisins sé jákvæð fyr- ir því. Vekjaraklukkan ekki stillt Olíufélögin þrjú hafa nú á annað ár verið í rannsókn hjá Samkeppnis- stofnun og fyrr á þessu ári sendi Samkeppnisstofnun frumskýrslu til umræddra fyrirtækja til umsagnar. Hjörleifur segist sem minnst um þetta vilja segja enda séu öll þessi mál frá fyrri árum og miklar breyt- ingar hafi orðið á fyrirtækinu frá þeim tíma. „Stjórn félagsins tók þá ákvörðun strax í byrjun síðasta árs að vinna með Samkeppnisstofnun með það að markmiði að upplýsa málið fljótt og vel og koma því aftur fyrir sig. Ég hef engu við það að bæta nema að svo virðist sem vekj- araklukkan hafi ekki verið rétt stillt þegar samkeppnislögin tóku gildi,“ segir Hjörleifur. Viðskiptatryggð segir til sín Hjörleifur segir að Olíufélagið sé alls staðar í mikilli samkeppni. „Nestin okkar og Hraðbúðirnar eru í beinni samkeppni við ýmsar hverfissjoppur og klukkubúðir og allir vita hvernig samkeppnin er þar.“ Hjörleifur telur einnig að sam- keppnin í olíuviðskiptunum sé miklu meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Eldsneyti er mjög verðteygin vara þannig að ef einhver býður bensín fyrir einni krónu lægra verð en keppinauturinn verði hinir að fylgja með. Hann segir að auk þessa verði stöðugt algengara að fyrirtæki leiti tilboða í eldsneytiskaup sín og þar sé að myndast hin fullkomna samkeppni. Á hinn bóginn segi við- skiptatryggð auðvitað til sín á þess- um markaði eins og á öðrum mörk- uðum, sum fyrirtæki eigi sér langa viðskiptasögu hjá ákveðnu olíufélagi og vilji halda sig þar. Þannig hafi Ol- íufélagið til dæmis stutt við ýmis út- gerðarfyrirtæki í gegnum tíðina þeg- ar þau hafi farið í gegnum erfiða tíma og þessi fyrirtæki verðlauni fé- lagið með ákveðinni tryggð. „Þessi markaður er á stöðugri hreyfingu. Okkar viðskiptavinahópur breytist frá mánuði til mánaðar og vonandi náum við fleirum í viðskipti en við missum.“ Tæpar 2 krónur á lítra Hlutdeild Olíufélagsins á eldsneytis- markaðinum var 35,2% á síðasta ári og jókst hún um 1% frá fyrra ári. Hjörleifur segir að afkoma Olíufé- lagsins árið 2002 hafi verið ágæt og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns- liði og leigugreiðslur hafi verið 1.424 milljónir króna. „Þetta er heldur betra en árið áður og betra en áætl- anir stóðu til og við erum því vel sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Hjörleif- ur en nefnir þó að almennt hafi hagn- aður fyrir fjármagnsliði í þessum geira á síðasta ári ekki verið nema tæpar tvær krónur á hvern seldan lítra. „Þetta er ekki há tala og ég held að verð muni áfram þrýstast niður þannig að við verðum einfald- lega að ná hagnaðarmarkmiðum okkar með því að lækka allan okkar kostnað.“ Stjórnandi þarf yfirsýn „Það er ekki til nein algild regla um það hvernig best er að stjórna fyr- irtæki í samkeppni á frjálsum mark- aði, en ég held að stjórnandi dagsins í dag þurfi að hafa miklu breiðari yf- irsýn en áður. Hann þarf ekki bara að fylgjast með því að reksturinn og upplýsingakerfin séu í réttu horfi, engu minna mikilvægt er að kúltúr fyrirtækisins sé í lagi. Síðast en ekki síst verður stjórnandinn að horfa á markaðinn, sjá fyrir lykilbreytingar og keyra fyrirtækið í áttina að því sem markaðurinn vill. Ef til er einhver stóri sannleikur, þá held ég að farsæl stjórnun snúist um að velja sér til samstarfs gott og röskt fólk sem þú treystir, hafa skýra stefnu og fylgja alltaf vel upp- lýstri sannfæringu. Jafnframt er mikilvægt að óttast ekki að taka ákvarðanir. Það er mín reynsla að þegar ég hef haft sterka tilfinningu fyrir einhverjum hlutum, en síðan af einhverjum orsökum ekki hrint þeim í framkvæmd, þá hef ég yfirleitt allt- af séð eftir því að láta ekki innsæið ráða,“ segir Hjörleifur Jakobsson. Ætlum okkur skýra forystu á markaðnum Forstjóri Olíufélagsins ehf. segir að samkeppni í olíuviðskiptunum hér á landi sé miklu meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir því eldsneyti sé mjög verðteygin vara Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörleifur Jakobsson segist telja að stjórnandi dagsins í dag þurfi að hafa miklu breiðari yfirsýn en áður. Á síðasta ári voru dregin skýr skil milli aðalstarfsemi Olíufé- lagsins og eignaum- sýslu. Hjörleifur Jak- obsson var þá ráðinn forstjóri Olíufélagsins ehf. sem yfirtók kjarnastarfsemi Olíu- félagsins. Hann sagð- ist í samtali við Grétar Júníus Guðmundsson telja að breytingin hefði verið mjög já- kvæð. Olíufélagið ein- beitti sér að þjónustu á neytenda- og fyrir- tækjamarkaði en eign- arhaldsfélagið Ker hefði það markmið að vinna úr fjárfestingum sem ráðist hefði verið í á undanförnum árum ásamt frekari þróun á því sviði. gretar@mbl.is ● ÞÝSKA fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telekom tapaði 24,6 millj- örðum evra eða sem nemur 2.079 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er mesta tap hjá evrópsku fyrirtæki á einu ári, að því er fram kemur í frétt BBC. Niðurfærsla á eignum og hluta- bréfum sem fyrirtækið keypti þegar netbólan var í sem mestum blóma nam um 19,3 milljörðum evra. Stórfyrirtækin France Telecom og Vivendi töpuðu álíka fjárhæðum á síðasta ári en tap hvors um sig var yfir 20 milljarðar evra. EBITDA hagn- aður Deutsche Telekom fyrir árið 2002 nam 16,3 milljörðum evra sem er um 8% hækkun frá fyrra ári. Velta fyrirtækisins jókst um 11% milli áranna 2001 og 2002 og nam 53,7 milljörðum evra í fyrra. Skuldir Deutsche Telekom voru 61,1 milljarður evra í árslok 2002 en sú tala jafngildir yfir 5.100 millj- örðum íslenskra króna. Mesta tap sögunnar hjá Deutsche Telekom ● LÁNASJÓÐUR landbúnaðarins skilaði eiganda sínum, ríkinu, tæp- lega 89 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Árið áður var hann rekinn með tæplega 15 milljóna króna hagnaði. Vaxtatekjur sjóðsins námu 1.206 milljónum króna, en vaxta- gjöld 1.067 milljónum. Hagnaður fyr- ir eignarskatt var tæplega 108 millj- ónir króna. Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru rúmir 17 milljarðar króna, þar af námu útlán 16,3 milljörðum. Útlán 2001 voru 15,5 milljarðar og heildar- eignir 15,8 milljarðar. Eigið fé var svipað og árið áður; 3.140 milljónir samanborið við 3.052 milljónir 2001. Skuldir námu þannig tæpum 14 milljörðum í lok árs 2002, en tæpum 13 milljörðum árið áður. Lánasjóður landbún- aðarins með hagnaði ● ÞÝSK pör geta nú bæði gengið í hjónaband og byggt sér hús á ein- faldan og ódýran hátt – í næsta stór- markaði. Matvörukeðjan Plus í Þýskalandi býður upp á brúðkaup með öllu á til- boðsverði. Herlegheitin kosta 2.220 evrur eða um 190 þúsund krónur. Innifalið í verðinu er borgaleg hjóna- vígsla, móttaka með kampavíni og brúðartertu, matarhlaðborð og drykk- ir fyrir allt að 18 manns á topphóteli auk gistingar í brúðarsvítu með morgunverði. Brúðarkjól, brúðarvönd og annað tilheyrandi er svo hægt að kaupa sérstaklega á vægu verði hjá sömu matvöruverslun. „Við viljum einfaldlega sýna að við höfum upp á meira að bjóða en sokka og matvöru,“ segir yfirmaður markaðsmála hjá Plus súpermörk- uðunum. Hann bætir við að fjölmarg- ir hafi sýnt „brúðkaupspakkanum“ áhuga síðan þjónustan var kynnt síð- astliðinn mánudag. Til að auka enn á vöruframboðið selja Plus markaðirnir einnig „hús- byggingarpakka“ en í honum er allt sem þarf fyrir nýgift pör sem vilja koma þaki yfir höfuðið. Pakkinn kost- ar 87.000 evrur eða 7,4 milljónir króna. Brúðkaup á tilboði ● FRAKTLAUSNIR og Panalpina Worldtransport Ltd. hafa undirritað samstarfssaming um flutnings- miðlun. Panalpina er alþjóðleg flutn- ingsmiðlun, sú næst stærsta í Evr- ópu. Fyrirtækið er með yfir 330 skrifstofur í 70 löndum og starfs- mannafjöldinn er rúmlega 12.000. Auk þess er fyrirtækið ASB (Air Sea Brokers) innan vébanda Panalpina. Fraktlausnir mun annast alla þjónustu við Panalpina á Íslandi og hefur beinan aðgang að flutn- ingakerfi Panalpina um allan heim. Auk almennrar flutningsmiðlunar og tollskjalagerðar hafa Fraktlausnir á undanförnum árum unnið að sérverk- efnum tengdum flutningum fyrir kvik- myndaiðnaðinn og tónleikahald auk sérfræðiþjónustu í listaverkaflutn- ingum. Fraktlausnir semja við Panalpina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.