Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 4
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson 4 B SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ R ÓBERT Egilsson, yfirmat- reiðslumaður Sommelier á Hverfisgötu, brá sér á dögunum til New York og starfaði í eldhús- um nokkurra af bestu veit- ingastöðum Manhattan. Hann kom til baka innblásinn af helstu straumum og stefnum sem nú eru þar í gangi og hefur sett saman sérstakan „New York-matseðil“ sem gestum Sommelier mun standa til boða á næstu vikum. „Ég komst í samband við Grey Kunz, sem er einn þekktasti kokkur Bandaríkjanna, í gegnum Kjartan Ólafsson fiskútflytjanda sem er góður kunningi hans. Kunz er mikill áhugamaður um Ís- land og hinar hreinu afurðir okkar og hefur bæði áhuga á því að bjóða upp á íslenskan fisk á sínum stöðum og að koma hingað sem gestakokkur. Hann er núna að opna tvo nýja veitingastaði í New York auk þess að vera þekktur höfundur metsölu- bóka um matreiðslu,“ segir Róbert. Kunz kom Róbert í læri hjá tveimur af þekktari matreiðslumeisturum New York, þeim Eric Ripert á Le Bernardine og Svíanum Marcus Samuelsson á Aquavit. Að auki hitti hann m.a. Daniel Boulud, einn þekktasta kokk Bandaríkj- anna, en veitingastaður hans, Daniel, er sá besti í New York að mati Zagat Survey. „Það er erfitt að greina helstu straumana í mat- reiðslunni í New York í dag, fjölbreytnin er svo mikil og fjöldi gæðastaða gífurlegur. Þó virtist mér svolítið áberandi afturhvarf til einfaldleika, þótt það væri kannski stundum ansi flókin mat- reiðsla á bak við einfaldleikann. Þetta var t.d. mjög áberandi á Aquavit, sem gerir út á ferskleika og einfaldleika í framsetningu en með mikilli fyrir- höfn í eldhúsinu, eins og ég fékk að kynnast en þar störfuðu 20 manns í senn auk aðstoðarmanna á bakvið.“ Róbert segir að New York-matseðill Sommelier sé tekinn héðan og þaðan og raunar í stöðugri þróun. „Þessa dagana er ég með sem lystauka nautacarpaccio sem er vafið utan um svartbaunamauk borið fram með heitu peru mangó-tesoði sem þjónninn hellir yfir réttinn þegar hann er borinn fram. Í forrétt býð ég upp á silungatartar með sólberja kafír lime-geli og soja wasabi-olíu. Aðalrétturinn er lambafilé sem er vafið utan um brasseraða gulrót, með sætum kart- öflum og hnetusósu. Þetta er mjög nýstárleg út- færsla á lambafilé og lítur mjög fallega út á disk- inum. Í eftirrétt er súkkulaði-tarte með lime-tei og pistasíuís með.“ Nánari upplýsingar um seð- ilinn getur fólk nálgast á www.sommelier.is. New York-stemmning á Sommelier Morgunblaðið/Golli FLEST þau áströlsku vínsem seld eru hér á landikoma frá vínræktar-svæðum Suður-Ástralíu,s.s. Barossa, Petaluma og Coonawarra. Vín eru hins vegar ræktuð á fleiri svæðum og mörg af bestu vínum Ástralíu koma frá Vestur-Ástralíu af vínræktarsvæð- inu Margaret River suður af borg- inni Perth. Loftslagið þar er mun Miðjarðarhafslegra en í Suður- Ástralíu og það endurspeglast í vín- unum. Hér á landi eru í sölu vín frá fyrirtækinu Cape Mentelle, sem er dótturfyr- irtæki franska kampavíns- risans Veuve-Clicquot, rétt eins og nýsjálenska fyr- irtækið Cloudy Bay. Cape Mentelle Cabernet Merlot 2000 er stórt og höfugt vín, þykkt, heitt og kryddað og í ilm þess má greinilega finna negul og jafnvel myntu. Það er fremur þykkt, eikað og feitt og endist lengi í munni. Kostar 1.990 krónur. 17/20 Cape Mentelle Shiraz 2000 er þægileg og glæsilegt vín, greinilega annars eðlis en hinir feitu Shiraz-boltar Suður- Ástralíu. Það er fágaðra í allri uppbyggingu og (þorir maður að segja það) svolítið franskara. Kryddað og lifandi með mildum tannínum í bland við eikina. Upp- bygging þétt og greina má plómur, leður og jörð. Kostar 2.210 krónur. 18/20 Jacobs Creek Chardonnay Reserve 2001 er aðgengilegt, ferskt og þægilegt hvít- vín. Klassískur hitabelt- isávöxtur og sítrus með léttri eik og hressilegri sýru. Gott en svolítið hefðbundið. 16/20 Michel Lynch Blanc 2001 er hvítt Bord- eaux-vín þar sem þrúgan Sauvignon Blanc ræður ferðinni. Hressandi með fersk- um góðum ávexti þar sem græn epli og per- ur eru uppistaðan. Stutt og þægilegt. Kostar 1.090 krónur. 15/20 La Braccesca Vino Nobile di Monte- pulciano 1998 er fínn Ítali, farinn að sýna þroska. Núggat og mokka í nefi, fremur sýrumikið og springur vel út með mat, verður kjötmikið og þykkt. Kostar 1.790 krónur. 17/20 Vín Vín frá Vestur- Ástralíu Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. KÖLD JARÐARBERJASÚPA MEÐ KAMPAVÍNS-LIME-ÍS Jarðarberjasúpa 3 bollar jarðarber (græni toppurinn fjarlægður) 1⁄3 bolli kampavín 1⁄3 bolli sykur ½ bolli ferskur appelsínusafi safi úr einni sítrónu Setjið í blandara (blender), nema 1⁄3 hluta af sykrinum, og maukið (aðgætið eftir stutta stund – gætið þess að halda blöndunni þéttri). Bætið sykrinum við í smáum skömmtum, jarðarberin eru mismunandi sæt eftir tegundum þannig að ekki er víst að nota þurfi allan sykurinn. EFTIRRÉTTIR FRÁ NEW YORK Kampavíns-lime-ís 3 bollar kampavín 6 msk sykur safi úr einum lime-ávexti 1⁄3 bolli hunang Setjið í pott og látið suðuna koma upp. Takið strax af hellunni því blandan má ekki sjóða nið- ur. Setjið í flatan bakka og frystið. Setjið kalda súpuna í skál og eina kúlu af ísn- um út í. Skreytið diskinn með jarðarberja- sneiðum og skvettið smákampavíni yfir ísinn. Notið freyðivín í þessa uppskrift ef kampavín er ekki við höndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.