Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 6
Ef til stendur að ferðast um Frakkland með tjaldvagn, hjól- hýsi eða í húsbíl kemur þessi slóð að notum: www.france- camping.eu.com EIGI lesendur leið til Barcelona á næstunni er þess virði að taka á sig smá krók og heimsækja sér- staka súkkulaðibúð. Það er engu líkara en mæðg- urnar í Óskarsverðlaunamyndinni Chocolate séu mættar í búðina Cacao Sampaka til þess að búa til exótískt súkkulaði fyrir gangandi vegfarendur. Þarna rétt í göngufæri við Römbluna hefur bróðir eins frægasta kokks á Spáni, Ferrans Adrians (sem á einn frægasta veit- ingastað á Spáni á Costa Brava, El Bulli), sett á stofn súkkulaðibúð, sem hefur það markmið að blanda saman nýjum hugmyndum og alda- gömlum vinnuaðferðum. Smakkað í rólegheitum Þarna er ekkert auðveldara en að detta í það og háma í sig súkkulaði. Það er þó alls ekki mælt með því, heldur að fólk njóti og smakki í ró- legheitunum. Smakka súkkulaði á sama hátt og maður smakkar vín, nema hvað hér dugar til að smakka rétt, að leyfa bara súkkulaði- bitunum að bráðna hægt og rólega í munni áður en bitið er í og kyngt. Kampavínsframleiðandi einn lét hafa eftir sér um daginn, að ef maður er vanur venjulegu kampa- víni þá sé ekki víst að maður kunni að meta hágæðakampavín, þegar það er borið á borð fyrir mann, að minnsta kosti ekki í fyrsta kasti. En þegar maður komist hins vegar upp á lagið, þá geti verið fjand- anum erfiðara að snúa til baka. Sama má kannski segja um súkku- laðið í Cocoa Sampaka-búðinni, fyrsti bitinn af súkkulaði með saffr- ani, karríi eða pipar, hljómar og jafnvel bragðast svolítið undarlega, en svo er eins og mann langi alltaf í meira. Gaudi-súkkulaði Það er að mínu mati ekki hægt að skrifa um gott súkkulaði í Barcelona nema minnast líka á belgísku súkkulaðibúðina Petit Plaisir, sem er búin að hreiðra um sig á tveimur stöðum í Barcelona og einum í Madrid. Petit Plaisir býður upp á hágæðasúkkulaði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nú, í tilefni af Gaudi- árinu 2002, bættu þeir við Gaudi- súkkulaði, hvað verður næst? Ómótstæðilegt súkkulaði í Barcelona Súkkulaðibúðirnar Petit Plaisir og Cocoa Sampaka ættu allir sælkerar sem eru staddir í Barcelona að heimsækja.  Cacao sampaka www.cacaosampaka.com Consell de Cent, 292 08007 Barcelona Sími: 93 - 272.08.33 Petit Plaisir www.petitplaisir.com Chocolat belge Ganduxer, 33 Sími: 934144193 08021 Barcelona Rossselón, 237 Sími: 93.217.45.18 08008 Barcelona Castelló, 12, Sími: 91.577.34.67 28001 Madrid Súkkulaði með saffrani, karríi og pipar hljómar kannski ekki freistandi en Margrét Hlöðversdóttir sem fór í súkkulaðileiðangur í Barcelona segir að mann langi í meira og meira. NÝLEGA tók Magnfríður Sigurð- ardóttir að sér leigumiðlun sum- arhúsa á Ítalíu fyrir fyrirtækið Enjoy Italy en fyrirtækið er með umboðs- menn í ýmsum löndum. Húsin sem um ræðir eru aðallega í Umbriu og í Toscana en einnig víðar á Ítalíu eins og við Gardavatnið, á Rimini og Amalfi. Að sögn hennar er um að ræða sumarhús en einnig íbúðir, hús, kast- ala og hótelherbergi. Hún segir að vikuleiga fyrir sumarhús sé frá 30.000 íslenskum krónum og síðan hækkar verðið eftir tíma sem dvalið er á og íburði húsnæðisins. Upplýsingar um gististaðina eru í bæklingi sem fyrirtækið gefur út og þar er hótelgistingin stjörnumerkt til að fólk geti áttað sig á þeirri þjón- ustu sem er í boði og mismunandi margir broskallar eru við gistingu í sumarhúsum. Magnfríður segir að boðið sé upp á að kaupa fyrir fólk inn nauðsynjavör- ur áður en það kemur og einnig verð- ur Magnfríður með umboð fyrir sér- stakar sælkeraferðir og hjólaferðir. Leigir út sumarhús á Ítalíu  Vacanza-sumarhús á Ítalíu Sími 6991132, Tölvupóstfang: postur@vac- anza.is Vefslóð www.vacanza.is FERÐASKRIFSTOFAN Embla, sem hefur sérhæft sig í ævintýraferð- um til framandi áfangastaða í litlum hópum, hefur fengið umboð fyrir siglingum Seven Seas Cruises skipafélagsins. Í fréttatilkynningu frá Emblu kemur fram að félagið hafi skapað sér sérstöðu fyrir 6 stjörnu lúxusskip sem taka allt frá 180 manns og upp í mest 700 manns. Mikill metn- aður er lagður í skipulagningu ferða og val á áfangastöðum og reynt að fara ótroðnar slóðir. Skipin eru alls sjö. Farþegum Emblu býðst m.a. að bóka í eftirfarandi ferðir: Frá Monte Carlo til Rómar, Hápunktar Karíba- hafs, Heimur Hellena, Perlur Grikk- lands og Tyrklands, Haustlitadýrð – Montreal til New York. Af þessu til- efni kemur til landsins markaðs- og kynningarstjóri skipafélagsins Mich- ael Baker. Hann verður unnt að hitta að kvöldi sunnudags en þá efnir Embla til stefnumóts við ferðafélaga á Hótel Sögu, Sunnusal, þar sem Michael Baker kynnir m.a. ferð Emblu með Paul Gauguin-skipinu til draumaeyjanna í Pólinesíu, Tahiti. Skemmtunin hefst kl. 19.00 og hægt er að bóka sig í síma 511 4080. Kvöld- verður, skemmtiatriði og happdrætt- isvinningar í boði. Embla fær umboð fyrir skemmtisiglingar  Heimasíða skipafélagsins er www.rssc.com og hægt er að nálgast nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofunni Emblu, Sími: 511 4080 Veffang: www.embla.is Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is BÍLARAF umboðið Gasmiðstöðvar, vatnshitarar í bíla, báta, húsbíla, felli- hýsi, sumarbústaði o.fl. Mjög hljóðlátar og öruggar enda 50 ára reynsla. Uppfylla alla þýska og ce-öryggisstaðla. Lokað brunahólf = enginn opinn eldur Tekur loft utan frá rými = engin hætta á súrefnisskorti Skilar afgasi út úr rými = engin mengun S-2200 Þilofnar í alla ferðabíla og bústaði, einnig möguleiki á blæstri. E-2400/E-4000 Hitar með blæstri, tveggja hraða með thermostati. Vatnshitari Hitar bæði vatn og rýmið, allt að 6000 wött, með thermostati. Auðbrekku 20 • S. 564 0400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.