Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ F RÁ því vefurinn fór að ryðja sér til rúms fyrir alvöru í kringum 1996 hefur fólk um allan heim verið að skrifa þar pistla, þar sem það varpar fram skoðunum og gerir það nokkuð reglulega og alltaf í tímaröð, þ.e. nýjustu hug- renningarnar birtast efst á skjásíðunni. Þar koma fram jafn fjölbreyttar skoðanir og mennirnir eru margir sem skrifa pistlana. Þeim er ekki ritstýrt og tjáningin er óheft og sjálfsprottin, sem gerir þá heillandi, ef þeir eru vel skrifaðir. Sumir hafa tekið þessi skrif föstum tökum og skrifa á hverjum degi og jafnvel nokkrum sinn- um á dag: Segja má því að hér sé um að ræða fjöl- radda samfélag þar sem einstaklingurinn ræður yfir sínum eigin miðli og getur sagt það sem hon- um sýnist. Það er ekki aðeins að fólk sé að skrifa pistla heldur les þetta fólk skrifin hvað hjá öðru og kemur með athugasemdir, þannig að úr verður oft lífleg umræða á þessum síðum. Í því sambandi hafa menn bent á það hvernig þjóðsögur og ævintýri, þ.e. upplognir undir- skriftalistar og hryllingssögur af tölvuvírusum og hættulegum dýrategundum, hafa náð sér á strik í vestrænu samfélagi eftir tilkomu Netsins og sér- staklega tölvupóstsins. Salvör Gissurardóttir, sem hefur verið öflugur vefpenni allt frá upphafi bloggsins og manna duglegust við að kynna vefleiðara, skilgreinir á bloggsíðu sinni, www.asta.is/blogg, hvað blogg er: „Það má líkja bloggurum við einfara þar sem hver er uppi á sínum hól og hrópar sögu sína út í umhverfið. Þá fara þeir sem eru á hinum hól- unum að hrópa til baka og kallið berst áfram. Sagan er endurtekin af bloggara eftir bloggara, sem segir sína útgáfu af sögunni og kannski verð- ur sagan réttari eftir því sem hún berst víðar og eftir því sem fleiri eru búnir að taka hana upp og meta hver kjarninn í henni er og senda hana áfram.“ Næturlífið og bloggið Pistlarnir hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum eins og vefleiðari, rafræn dagbók, opin dagbók, annáll eða blogg sem er stytting úr enska orðinu Weblog. Að skrifa opna dagbók er þó ekki það sama og skrifa venjulega dagbók. Í þeirri fyrrnefndu er dagbókarhöfundurinn ekki aðeins í sínum eigin afmarkaða heimi þar sem leyndin er einkennandi heldur er hann að skrifa fyrir opnum tjöldum og vísa í allt mögulegt fyrir utan sem honum dettur í hug eins og til dæmis í blogg annarra eða hann er að gefa álit sitt á einhverjum atburði eða um- ræðu. Margir segja frá hvunndagslífi sínu, fréttir af vinum og kunningjum. Tala um vinnuna og einstakar tæknilegar úrlausnir, eins og Borgar Þorsteinsson, tölvusnillingur, www.undra- land.com/hattari. Sumir fjalla um námið, slúðra eða rekja gang næturlífsins sem er misjafnlega skrautlegt eða tala um tónlist, sem er mjög al- gengt. Svo eru menn álitsgjafar eins og dr. Gunni, this.is/drgunni, sem er mikið lesinn. Hann gefur kvikmyndum og veitingahúsum sem hann sækir einkunn á sinni síðu auk þess að tala um daginn og veginn. Unnur.klaki.net, sem skrifar mjög skemmtilegt blogg, gefur upp lista af eft- irlætisbókunum sínum og því sem hana vantar eða langar í það skiptið. Nanna Rögnvald- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi á Gestgjafanum, nannar.blogspot.com, gefur uppskriftir á sínu bloggi milli þess sem hún segir frá högum sínum og sinna. Dæmi eru líka um að fólk segi frá ýms- um vanda sem það er að kljást við eins og þung- lyndi og veiti þannig öðrum hlutdeild í líðan sinni eins og iddapidda.com. Forsendan að vera sítengdur Erfitt er að henda reiður á hvernig bloggið byrjaði en forsenda þess að menn geti bloggað er að hafa auðveldan aðgang að tölvum og vera sí- tengdur allan sólarhringinn þannig að hægt sé að skrifa niður hugrenningarnar þegar þörf krefur og snarhenda þeim út í loftið. Í árdaga veraldarvefjarins var stærstur hluti þess fólks sem var sítengt þeir sem unnu við tölv- ur eins og forritarar og fólk sem vann við vefinn sem upplifði hann sem eðlilegan hluta af lífi sínu, en segja má að þeir séu upphafsmenn bloggsins. Þetta var tæknilega þenkjandi fólk sem hafði gaman af því að vafra um á vefnum og finna áhugaverðar slóðir sem það hélt til haga fyrir sjálft sig á sínum heimasíðum en fljótlega sóttu aðrir í þessar upplýsingar. Sumir þeirra byrjuðu svo að setja fram hugdettur sínar á þessum síð- um um það sem þeim fannst áhugavert hverju sinni. Til að byrja með var líklega frumstæð tján- ingar- og athyglisþörf drifkraftur þessara skrifa. Sumir fóru líka að líta á þetta sem góða leið til að markaðssetja sig sem starfskrafta og fagmenn. Höfðu þeir í huga að þeir yrðu fengnir til að sjá um vefsíður til að kynna vöru og þjónustu og gætu þannig aukið starfsmöguleika sína. Hins vegar grunaði þá fæsta að þessi hegðun, sem sumum finnst nördaleg, yrði til þess að það kviknuðu líflegar umræður á vefnum og heilu vefleiðarasamfélögin yrðu til. Svo kom að því að þessi miðill fékk nafn og allt í einu fóru menn að tala um Weblog, sem er sam- sett úr tveim orðum, web og log, og úr varð blog, sem hefur síðan verið einhvers konar gælunafn á fyrirbærinu. Þetta orð birtist fyrst snemma árs 1999 og hafði náð svo góðri rótfestu að Blogger.com, sem er helsta vefleiðarasetrið, not- aði það þegar það fór í loftið síðla sumars þetta sama ár eins og Már Örlygsson, vefhönnuður og gamall vefleiðarahundur, bendir á. Már er reynd- ar hættur að blogga, en hann er manna fróðastur um þróun bloggsins. Á þessum tíma einkenndist ytri umræðan um bloggið af því að hér væri bara um bólu að ræða sem ekkert yrði úr. Skrifaðar voru greinar um vefleiðara þar sem var fjallað um þá sem kjána- legt tískufyrirbæri eða ómerkilega lágmenningu. Inn á milli hafi þó verið blaðamenn sem fannst þetta dálítið sniðugt. „Blaðamenn eru nú farnir að blogga. Þeir sjá að skilin á milli fjölmiðla og móttakenda; lesenda eða áhorfenda, eru að dofna. Fólk er farið að geta gegnt báðum hlut- verkum í fjölmiðlaheiminum,“ segir Már. Nú er svo komið að milljónir manna stunda þessa iðju víðsvegar í heiminum, einkum í Banda- ríkjunum, Bretlandi og löndum í NV-Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Ein helsta ástæðan fyrir brautargengi bloggs- ins er þó eflaust sú að það er auðvelt að byrja á blogginu því það eru fáar fyrirstöður. Tæknin er einföld og hvorki þarf að uppfylla einhver skilyrði né fá leyfi eða leggja fram peninga til að geta bloggað. Viðkomandi sest bara við tölvuna, finn- ur sér vefsetur og byrjar að blogga. Auk þess sem mörgum þykir þetta ógeðslega gaman, eins og einn viðmælandi okkar orðaði það. Upplýsingar sem hvergi eru til Skoðum nánar hverjir blogga og hverju menn velta fyrir sér í skrifum sínum. Þegar bloggið var að byrja í Bandaríkjunum töluðu frumherjarnir í sínum pistlum einkum um tæknina og þróunina á netmiðlinum. Svo þegar bloggið varð almennara urðu pistlarnir sífellt fjölbreytilegri og í sumum tilvikum sérfræðilegri, því erlendis eru blogg- ararnir margir hverjir í fararbroddi á einhverju ákveðnu sviði. Sem dæmi um fjölbreytilega notkun bloggsins í Bandaríkjunum má nefna að töluverður fjöldi bloggara nýtti vefleiðara sér til sáluhjálpar til að komast yfir áfallið 11. september, þegar al-Qaeda réðst á World Trade Center. Lýstu þeir upplifun sinni á atburðinum og skiptust á reynslusögum. Þannig öðluðust þeir skilning á eigin líðan og fengu útrás fyrir tilfinningar sínar. Sömuleiðis var athyglisvert að hin dreifða út- gáfa vefleiðaranna þoldi betur kerfisálagið og dreifði fjölbreyttari og oft nákvæmari upplýs- ingum en fjölmiðlarnir eins og Már bendir á. „Sjónvarpsstöðvarnar endurtóku aftur og aftur sömu 60 mínúturnar af fréttum og stóru frétta- vefirnir, eins og CNN.com, hreinlega lögðust á hliðina út af öllu álaginu þegar milljónir notenda leituðu þangað í fréttaleit. Þegar fólk sá að CNN.com svaraði ekki fyrirspurnum fór fólk að leita annað og þá tóku meðal annars vefleiðarar við. Nokkrir vefleiðarahöfundar tóku að sér að safna tengslum á helstu fréttirnar, sem var nokk- urs konar blanda af fréttum og persónulegum frásögnum.“ Már segir að svipað hafi verið upp á teningnum þegar geimferjan Columbia fórst, en þá hafði fólk lært að vefleiðarar voru gagnlegir í fréttaleit. Þeir sem fóru að blogga fyrst hér á landi, sem var í kringum þúsaldamótin, voru einkum menntaskóla- og háskólanemar. „Þetta var lítill og þröngur hópur fólks sem hafði áhuga á tölv- um. Sérstaklega voru tölvu- og verkfræðinemar atkvæðamiklir um tíma en flestir þeirra eru nú hættir í blogginu, margir farnir í framhaldsnám erlendis,“ segir Salvör Gissurardóttir, sem auk þess að vera bloggari er viðskiptafræðingur og starfar í forsætisráðuneytinu og er lektor við KHÍ í upplýsingatækni. Einnig mátti finna nema úr heimspekideild HÍ og sagnfræðinema og ein- staka fólk í atvinnulífinu, helst þá sem tengdust upplýsingasamfélaginu. „Hérna heima urðu bloggarar sér strax mjög meðvitandi um að þeir væru að gera eitthvað sér- stakt og þessar pistlar hefðu nafn,“ upplýsir Már. „Í upphafi var ekki hægt að lesa nein frumleg skrif því menn voru bara að segja frá því að ein- hver hefði linkað á þá. Svo gekk það yfir. Það sem hefur breyst í tímans rás er að nú er alls konar fólk að blogga en ekki aðeins fólk sem vinnur við tölvur.“ Menn hafa verið að reyna að flokka bloggið hér á landi eftir efnisinnihaldi en það er ekki auðvelt því fjölbreytnin er mikil. Sumir skrifa bara um sjálfan sig og tilgangslausa hluti og virðast fá út- rás með því að hreyfa puttana á lyklaborðinu, eins og Már orðar það. Aðrir eru í að miðla ein- hverjum tengslum eða vísunum á aðra. Svo eru þeir sem skrifa um stjórnmál, Björn Bjarnason, þingmaður og borgarráðsmaður, bjorn.is, er í þessum hópi en óhætt er að segja að hann sé einn af fyrstu íslensku bloggurunum því hann hefur skrifað pistla daglega á vefnum frá því í árdaga vefjarins. Í þessum hópi eru líka Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra, siv.is, og og Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa, jonas.is. Að sögn Salvarar eru þeir sem tjá sig á vefnum um stjórnmál í mörgum tilvikum á móti ríkjandi öflum í þjóðfélaginu og alveg óhræddir við að láta andstöðu í ljós. „Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að þeir sem hafa sinn einkamiðil eru ekki málpípur stórrar heildar sem talar fyrir þá held- ur upplifa sig sem rödd hrópandans í eyðimörk- Uppspretta hugmynda Vefleiðarahöfundarnir Már Örlygsson og Salvör Giss inni. Þetta er oft á tíðum fólk lengst til vinstri eða hægri eða anarkistar. Fólk sem frelsi ein- staklingsins skiptir miklu máli.“ Dæmi um þetta er Sigurður Harðarson, hel- viti.com/punknurse/, sem er pælari, pönkari og anarkisti. Hann vinnur sem hjúkrunarfræðingur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi og bloggar reglulega. Þegar farið er inn á vefinn og bloggið skoðað kemur í ljós að skrifin eru mjög mismunandi að gæðum. Sumt er afar gott en annað óttalegt bull, sem einhverjir myndu segja að menn ættu að skammast sín fyrir að birta. Það má í þessu samhengi geta þess að það þyk- ir ekki flott í bloggheiminum að skrifa pistla sem hægt er að birta í fjölmiðli, að sögn Salvarar, því þá á bloggarinn á hættu að þykja jafnvel upp- skrúfaður og tilgerðarlegur. Karla- og kvennasport Eins og komið hefur fram voru tölvu- og verk- fræðinemarnir með þeim fyrstu til að byrja að skrifa á vefinn og voru, að sögn þeirra sem þekkja til, atkvæðamiklir í þessum skrifum. Þóttu skrif þeirra fremur hrokafull og stundum klæmin. Þetta var umræða hóps ungra karl- manna sem sumir voru að tala um reynslu sína af næturlífinu og skrifa um pólitík og lögleiðingu fíkniefna. Nokkrir þeirra birtu líka vísanir í klámslóðir og gáfu upp hvernig hægt væri að fá ókeypis tónlist á Netinu og var það vís leið til að eignast stóran lesendahóp, að sögn Salvarar. Daginn sem ég vaknaði holdsveikur gerði ég mér enga grein fyrir því að þetta gæti haft einhverja sérstaka merkingu fyrir mig og umheiminn. Ég hélt áfram að fara í vinnuna og kaupa í matinn eins og ekk- ert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en ég missti framan af fingri ofan í súpuna að ég fór að taka eftir breytingum. Þá á ég við breytingar hjá umhverfinu. Mínar eigin breytingar þekkti ég og líf mitt snerist mikið um að aðlagast þeim og lifa með þeim án þess að líða eins og einhverju hefði verið umturnað eða væri í upplausn. Þegar frávik mitt sýndi sig þarna í há- degismatnum þennan ákveðna dag var skyndilega eins og lífi einhverra annarra hefði verið umturnað. Vingjarnlegasta fólk hætti að tala við mig og átti ekki samskipti við mig nema í einsatkvæðisorðum og bara eins og þurfti til að láta verkin ganga. Í fyrstu upplifði ég þetta sem að ein- ungis þeir allra viðkvæmustu (eða óþroskuðustu, vilji maður líta á þessa upplifun neikvæðum augum) tækju ástand mitt nærri sér. Það reyndist aðeins vera framhlið. Sýndarmennska (sýndarmennska dregur meira niður þann sem þarf á nálægð og uppbyggilegum tengslum að halda (hver þarf ekki á því að halda) en að snúið sé frá þeim). Það kom í ljós þegar frá leið og ég sýndi ekki nein merki um að ætla að hætta að skera mig úr á þennan hátt. Ég þráði endi hvers vinnudags, ekki vegna eineltis eða ofsókna heldur vegna leið- inda. Það voru allir búnir að sammælast um að láta verkin ganga án þess að ég kæmi að þeim. Þetta hafði ekki alltaf verið þannig. Fyrstu vikurnar voru þau frakkari meðal einstaklinganna í umhverfi mínu að spyrja mig út í „ástandið“ og hvernig ég hefði það. Útfrá orðalagi, augngotum og öðrum vísbendingum fékk ég þann skiln- ing á málið að mér væri ætlað að skammast mín fyrir ástandið og biðjast vorkunnar. Þetta var ekki hlutur sem ég áttaði mig á meðan enn hefði gefist möguleiki á að öðlast félagslega viður- kenningu gegnum þá uppgjöf. Sem ég gat ómögulega litið á sem uppgjöf vegna þess að ég var sáttur við líf mitt og til- veru, holdsveikur eður ei. Þar eð ég, í sakleysi mínu, var nógu dónalegur til að viðurkenna ekki að það væri ég sem væri á einhvern hátt óskemmtilegri manneskja en hin, sem prísuðu hold sitt sælt og gott fyrir að vera laust við fúa, var ég kominn í hlut- verk siðferðilega bófans. Þau sem snið- gengu mig tóku sér hlutverk hinna vammlausu. Sakleysi mitt hefur beðið mikinn hnekki af þessari reynslu en varðveitir þó nógu mikið af sínu upphaflega eðli til að velta fyrir sér hvort eðlismunurinn á holdfúa og hugarfúa liggi í fleiru en sýni- leika? w w w . h e l v i t i . c o m / p u n k n u r s e / 4 . f e b r ú a r 2 0 0 3 Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.