Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 13
bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Lengi vel virtist meistari Paul Newman 110% öruggur um sigur. Hann er í sínu hrikalegasta formi sem ískaldur, írskættaður glæpaforingi í Leiðinni til Perdition. Ed Harris sýnir enn og aftur hvers hann er megnugur í Stundirnar og Christopher Walken er ósvikinn stórleikari sem hefur ekki fengið tækifæri að sanna það í ára- tugi fyrr en nú. Árangur hans í Gríptu mig... er slíkur að hann verður einn eftirsóttasti skap- gerðarleikari kvikmyndanna næstu áratugina. John C. Reilly er í annarri hverri gæðamynd að vestan og alltaf jafn notalegur og gefandi leikari sem bætir allar myndir. En enginn þessara ágætu manna fær Óskarinn í ár; mér sýnist þau frátekin fyrir einn besta kvikmyndaleikara sam- tímans, mann sem við höfum dáðst að í jafn ólík- um myndum og Lone Star, October Sky og Am- erican Beauty, Chris Cooper. Leikur hans í Aðlögun er sjón sögu ríkari. Chris Cooper — Aðlögun Paul Newman — Leiðin til Perdition/Road to Perdition Christopher Walken — Gríptu mig ef þú getur/ Catch Me if You Can John C. Reilly — Chicago Ed Harris — Stundirnar Besti kvenleikari í aukahlutverki Meryl Streep hefur haft úr minna að moða á undanförnum árum enda „komin á aldur“ sam- kvæmt Hollywood-stöðlum. Í fyrra fékk hún tækifæri að sýna að hún er jafnvel betri en nokkru sinni fyrr og leikur af snilld mjög óhefð- bundið „Streep-hlutverk“ í Aðlögun. Tilnefning- in er sú þrettánda og þar með setur leikkonan nýtt allsherjarmet í kvikmyndaiðnaðinum og getur jafnað önnur með því að vinna í ár í þriðja sinn. Streep er þó engan veginn öruggur sig- urvegari frekar en aðrir í nótt. Catherine Zeta Jones nýtur meðbyrs og kom heldur betur á óvart í minnisstæðum dansatriðum í Chicago. Þriðja leikkonan sem getur staðið uppi sem sig- urvegari í þessum frábæra hóp er Julianne Moore sem á góðan dag eins og aðrar leikkonur í Stundirnar. Eins og fram hefur komið er Moore einnig tilnefnd sem aðalleikkona, sem er stóraf- rek útaf fyrir sig og væri vel að sigri komin í öðr- um hvorum flokknum. Kathy Bates er ein að- sópsmesta skapgerðarleikkona Hollywood en hlutverk hennar í Varðandi Schmidt er lítið, líkt og í Primary Colors (’98), þar sem hún stal einn- ig senunni í örfáar mínútur – án þess að bera nokkuð úr býtum. Smæð hlutverksins minnkar einnig möguleika Queen Latifah. Meryl Streep — Aðlögun Catherine Zeta-Jones — Chicago Julianne Moore — Stundirnar Kathy Bates — Varðandi Schmidt Queen Latifah — Chicago Besta frumsamið handritið Tilnefningarnar endurspegla höfuðvanda Hollywood: Þurrðina á vel skrifuðum handrit- um, ekki síst frumsömdum. Akademían verður að leita í smiðju tveggja, mikilhæfra spænsku- mælandi kvikmyndagerðarmanna til að fylla upp í höfðatöluna, mexíkósku Cuarón-bræðr- anna og Spánverjans Pedros Almodóvar. Við þekkjum verkin þeirra og þau eiga það sann- arlega skilið að vera í hópi útvaldra. Ég hallast þó að því að Todd Haynes vinni fyrir dramað Fjarri himnum, sem fjallar um kynþáttamisrétti á Nýja-Englandi á sjötta áratugnum. Það hefur hlotið mikið lof og slatta af verðlaunum. Jay Cocks, fyrrum gagnrýnandi Time, og Óskars- verðlaunaðir félagar hans gætu blandað sér í slaginn en Evrópumennirnir hljóta að eiga tak- markaða möguleika hjá íhaldssömum, miðaldra akademíumeðlimum. Nia Vardalos virkar sem dvergur í þessum risaslag og undarlegt að hún sé tekin fram fyrir alvörupenna einsog Paul Thomas Anderson (Örvita af ást/Punch Drunk Love). Gengi New York-borgar: Jay Cocks, Steve Zaillian og Kenneth Lonergan Fjarri himnum/Far From Heaven: Todd Haynes Talaðu við hana: Pedro Almodóvar Og mamma þín líka/Y Tu Mama También: Carlos Cuarón, Alfonso Cuarón Gríska brúðkaupið mitt/My Big Fat Greek Wedding: Nia Vardalos Besta handrit byggt á áður birtu efni Það vekur mesta athygli að í hópnum er ekki að finna nöfn Jims Taylor og Alexanders Payne, höfunda Varðandi Schmidt, sem að margra dómi er langbesta, aðlagaða handritið í ár. Fjar- vera þeirra er eitt af furðum tilnefninganna og opnar „Kaufmanbræðrum“ greiðan aðgang að Óskari. Þetta er í fyrsta skipti sem tilnefning fellur í skaut ímyndaðrar persónu, en „Donald“ er hugarsmíð hins óútreiknanlega og hug- myndaríka Charlies Kaufmans. David Hare, Ronald Harwood og höfundar Sögu um dreng eiga fyllilega skilið að vera í hópnum. Það skyldi þó aldrei verða Bill Condon sem stingur þeim öllum aftur fyrir sig? Aðlögun — Charlie Kaufman og Donald Kaufman Chicago — Bill Condon Stundirnar — David Hare Píanistinn — Ronald Harwood Saga um dreng/About a Boy — Peter Hedges, Chris Weitz og Paul Weitz Besti kvikmyndatökustjórinn Þá eru allir meginflokkarnir að baki og farið fljótt yfir sögu. Möguleikar sigurvegaranna áfram í samræmi við röðunina. Leiðin til Perdition — Conrad L, Hall Gengi New York-borgar — Michael Ballhaus Chicago — Dion Beebe Píanistinn — Pawel Edelman Fjarri himnum — Edward Lachman Besta klipping Chicago — Marin Walsh Gengi New York-borgar — Thelma Schoonmaker Stundirnar — Peter Boyle Tveggja turna tal — D. Michael Horton Píanistinn — Hervé de Luze Besta tónlistin Gríptu mig ef þú getur — John Williams Fjarri himnum — Elmer Bernstein Frida — Elliot Goldenthal Stundirnar — Philip Glass Leiðin til Perdition — Thomas Newman Besta lagið The Hands That Built America, úr Gengi New York- borgar — Lag og texti: Bono, the Edge, Adam Clayton og Larry Mullen Lose Yourself, úr 8 mílur/8 Mile — Lag: Eminem, eff Bass og Luis Resto. Texti: Eminem I Move On, úr Chicago — Lag: John Kander. Texti: Fred Ebb Burn It Blue, úr Frida — Lag: Elliot Goldenthal. Texti: Julie Taymor Father and Daughter úr Villtu þyrniberjamyndinni/The Wild Thornberrys Movie. Lag og texti: Paul Simon Besta búningahönnun Sandy Powekk — Gengi New York-borgar Colleen Antwood — Chicago Ann Roth — Stundirnar Anna B. Sheppard — Píanistinn Julie Weiss — Frida Besta listræn stjórn John Myhre, Gordon Sim — Chicago Dante Ferretti, Francesca LoSchiavo — Gengi New York-borgar Dennis Gassner, Nancy Haigh — Leiðin til Perdition Grant Major, Dan Hennah og Alan Lee — Tveggja turna tal Felipe Fernández del Paso, Hannia Robledo — Frida Besta teiknimyndin Ísöld — Ice Age Lilo og Stitch — Lilo & Stitch Gullplánetan — Treasure Planet Villti folinn — Spirit: Stallion of the Cimarron Sen to Chihiro no kamikakushi SPÁ— Besta myndin — Chicago. Reuters SPÁ— Besti leikstjórinn: Martin Scorsese. SPÁ— Besta erlenda myndin: Maður án fortíðar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 B 13 bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.