Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 23.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.799  Innlit 16.828  Flettingar 70.638  Heimild: Samræmd vefmæling LOKSINS Á ÍSLANDI Viltu verða hluti af öflugu MAC teymi sem fer ótroðnar slóðir við sölu á snyrti- vörum? MAC óskar eftir að ráða starfs- mann í verslun sína í Debenhams, Smáralind, sem verður opnuð í maí. Í boði er spennandi starf fyrir metnaðar- fullan og hugmyndaríkan einstakling. Menntun og reynsla á sviði förðunar er skilyrði. Viðkomandi þarf að búa yfir miklum sölu- hæfileikum, frumkvæði, eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa líflega framkomu. Enskukunnátta er æskileg. Umsóknarfrestur er til 26. mars. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að senda umsókn sína með mynd ásamt ferilskrá í pósthólf 293, 121 Reykjavík. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Sumarafleysingar í lögreglu árið 2003 Eins og verið hefur undanfarin ár þarf í sumar að ráða í nokkrar stöður lögreglu- manna vegna sumarafleysinga. Afleys- ingamenn verða ráðnir hjá flestum embættum á landinu, þó ekki í Reykjavík, þar sem nemar Lögregluskóla ríkisins munu leysa afleysingaþörfina þar. Nánari upplýsingar um þörf á afleysinga- mönnum hjá einstaka embættum fást hjá viðkomandi embættum. Umsækjendur, sem ekki hafa próf frá Lögreglu- skóla ríkisins, skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og þurfa að standast inntökupróf, hafi þeir ekki ekki starfað við afleysingar innan árs frá því að þeir hefja störf að nýju. Áður en afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla rík- isins, hefja störf, þurfa þeir að sitja undirbún- ingsnámskeið, hafi þeir ekki starfað áður í lög- reglu. Inntökupróf fyrir þá sem uppfylla almenn skilyrði verða haldin hjá Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110, Reykjavík, mánudaginn 5. maí 2003. (Inntökuprófin gilda jafnframt sem inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins í eitt ár frá prófdegi, sæki viðkomandi um inngöngu í skól- ann á því tímabili, en valnefnd Lögregluskólans velur nema með hliðsjón af niðurstöðum prófa og viðtölum við umsækjendur). Námskeið fyrir sumarafleysingamenn og héraðslögreglumenn verða haldin í Lög- regluskólanum síðari hlutann í maí, nánari tímasetning verður ákveðin síðar. Umsóknum skal skilað til viðkomandi embættis fyrir 1. apríl 2003 á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum, annars vegar fyrir þá, sem lokið hafa prófi frá Lög- regluskólanum, og hins vegar fyrir þá, sem ekki hafa próf frá Lögregluskólanum. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á lög- regluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð”. Nánari upplýsingar um inntökupróf er hægt að nálsgast á lögregluvefnum undir Lögreglu- skóli ríkisins/Inntaka nýnema. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 17. mars 2003. Ríkislögreglustjórinn. Kennarar Íþróttakennari — æskulýðs- og tómstundafulltrúi Vilt þú njóta þeirrar sérstöðu sem landsbyggð- in hefur uppá að bjóða og kenna í einsetnum grunnskóla í Vík í Mýrdal (85 nemendur í 1.—10. bekk)?  Hæfilegur fjöldi nemenda í námshópi.  Nýtt tölvuver, góða verkmenntaaðstaða.  Góður starfsandi og vinnuaðastaða.  Öflugt félagslíf.  Launauppbætur og húsnæðisfríðindi.  Gott úrval íbúða.  Fluttningsstyrkur.  Nýtt og glæsilegt íþróttahús.  Góður knattspyrnuvöllur.  Golfvöllur. Annað sem gott er að vita:  Góður leikskóli, tónlistarskóli og örugg heilsu- gæsla.  Stutt í höfuðstaðinn (2 klst. akstur).  Frábært náttúrufar og fegurð.  Fjölbreyttir möguleikar fyrir fólk með ferskar hugmyndir.  Góðar samgöngur og öflug ferðaþjónusta.  Fjölbreytt úrval annarrar atvinnu. Við leitum að áhugasömum kennara í kennslu á yngsta og miðstigi, íþróttir, ensku, listgreinar og sérkennslu. Ýmislegt annað kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri, Kolbrún Hjörleifsdóttir, í síma 487 1242, netfang: kol- brun@ismennt.is og sveitarstjóri, Sveinn Páls- son, í síma 487 1210. Umsóknarfrestur til 15.apríl. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja umsókn. Norræni heilbrigðisháskólinn í Gautaborg, Svíþjóð, óskar eftir Skrifstofustjóra Ráðning sem fyrst. Nánari upplýsingar á: www.nhv.se Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2003. Sölumaður fasteigna Öflug og kraftmikil fasteignasala á höfuðborg- arsvæðinu óskar að ráða duglegan og samn- ingslipran sölumann til starfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa óflekkað mannorð og reynslu af sölu fasteigna. Samviskusemi og hæfni í mannlegum sam- skiptum eru skilyrði. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Áhugasamir leggi inn umsókn með helstu upp- lýsingum á auglýsingadeild Mbl., merkta: „Ó — 13476“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.