Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fagstörf við ræstingar Óskum eftir að ráða nokkrar duglegar, kátar og samviskusamar ræstingamanneskjur, helst eldri en 30 ára, til ræstingaþjónustu á snyrti- lega vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík — Múlahverfi Starf við fjölbreyttar ræstingar á svæði 108 eftir kl. 17.00 virka daga. Laust 1. apríl. Reykjavík — Ártúnsholt Starf við ræstingar 3 daga í viku á glæsilegum skrifstofum á svæði 110 milli kl. 9 og 14. Laust strax. Frá 1. maí vantar okkur starfsfólk á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu við ræstingar milli kl. 8:00 og 14 alla virka daga. Umsóknir er að finna á heimasíðunni (hreint.is) og á skrifstofunni á milli kl. 9 og 16, alla virka daga. Hreint ehf., sem var stofnað 1983, þjónustar fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu á sviði reglulegra ræstinga. Við leggjum mikla áherslu á vandaða þjónustu, jákvæða hvatningu og góð sam- skipti við viðskiptavini og starfsfólk. Skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar Stjórn Tónskóla Þjóðkirkjunnar auglýsir laust til umsóknar starf skólastjóra Tónskólans. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2003 að telja. Umsóknir sendist á Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík og þurfa að hafa borist þangað fyrir kl. 16:00 mánudaginn 14. apríl 2003. Tónskólinn starfar á grundvelli starfs- reglna Kirkjuþings um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar nr. 768/2002 (sjá vef kirkjunnar http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?log/ starfsreglur). Laun og önnur starfskjör fara eftir viðeigandi kjarasamningi. Áskilin er háskólamenntun eða sambærileg menntun á sviði tónlistar. Stjórnunarreynsla er nauðsynleg. Krafist er samstarfshæfileika og getu til að vinna sjálfstætt. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfi Þjóðkirkj- unnar og reynslu af þátttöku í því. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattar til að sækja um. Upplýsingar um starfið veitir Hörður Áskels- son, formaður stjórnar Tónskólans, í síma 693 6690. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vef Tónskólans, http://www.tonskoli.is/Söluverkefni - kvöldvinna sölu- og marka›ssvi› Eddu – útgáfu hf. Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til þátttöku í sölu á stórverkum Eddu – útgáfu hf. Um er að ræða mjög góð söluverkefni og mikla tekjumöguleika fyrir stuttan vinnutíma. Góður sölutími framundan. Reynsla af sölustörfum er æskileg en ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Ragnar Ástvaldsson í síma 522 2075 milli klukkan 10 og 17. Netfang: ragnar.astvaldsson@edda.is • • • Sölustjóri Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða sölumann/sölustjóra á nýja starfsstöð okkar í Grafarvogi. Hæfniskröfur: Krafist er víðtækrar reynslu á sviði fasteignasölu. Áhugavert og skemmtilegt starf. Fullum trúnaði heitið. Eignaraðild gæti komið til greina. Upplýsingar um starfið gefur Jón Ellert (ekki í síma). Hjá norrænu menntastofnuninni fyrir starfsfólk, sem vinnur með daufblinda (NUD), eru eftirfarandi stöður lausar frá 15. ágúst 2003: Staða 1: Finnskumælandi starfskraftur til þýðinga og túlkunar milli finnsku og skandinavísku o.fl. Staða 2: Enskumælandi starfskraftur til þýðinga og túlkunar milli ensku og skandinavísku o.fl. Nánari upplýsingar á heimsíðu NUD www.nud.dk þar sem eru nánari starfslýsingar ásamt starfskjörum eða hafið samband við NUD í síma +45 96 47 16 00 LAUSAR STÖÐUR Hitaveita Suðurnesja hf. óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá m.a. um kyndistöð í Vestmannaeyjum Helstu starfssvið eru:  dagleg umsjón með kyndistöð,  þjónusta við viðskiptavini hita/vatnsveitu,  umsjón og keyrsla díselvéla. Leitað er eftir vélamenntuðum starfsmanni með góða starfsreynslu og tölvukunnáttu. Umsóknir óskast sendar til Hitaveitu Suður- nesja hf., Tangagötu 1, 900 Vestm., fyrir 10. apríl 2003. Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Friðriksson veitustjóri. Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Bláskógabyggðar er laus til umsóknar. Hér er um að ræða nýtt starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi verulega reynslu af kennslustörfum, menntun og reynslu á sviði stjórnunar og búi yfir ríku- legri færni á sviði mannlegra samskipta. Nýr sameinaður skóli Bláskógabyggðar tekur til starfa 1. ágúst 2003. Framundan er mikil skipulagsvinna vegna mót- unar og markmiðssetninga nýs skóla. Á skólasvæði Grunnskóla Bláskógabyggðar eru Þingvallasveit, Laugardalur og Biskupstungur. Umsóknarfrestur er til 11. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Arndís Jónsdóttir, skólastjóri, í símum 486 8830/486 8928 og Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, í símum 486 8808/486 8813. AKUREYRARBÆR Skóladeild Glerárgötu 26, 600 Akureyri Við grunnskóla Akureyrar eru lausar stöður kennara, þroskaþjálfa og námsráðgjafa Grunnskólar Akureyrar eru sex, þeir eru allir einsetnir og heildstæðir með 1.—10. bekk. Hlutfall fagmenntaðra starfsmanna er yfir 90%. Óskað er eftir jákvæðum og kraftmiklum ein- staklingum til starfa. Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með mannleg samskipti og séu tilbúnir til að taka þátt í umbótum á skólastarfi og þróunarvinnu næstu skólaár. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrar: http://www.akureyri.is/ Kennsla á Þórshöfn Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. apríl nk. Kennara vantar við Grunnskólann á Þórshöfn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða almenna kennslu og umsjón í 1.-10. bekk, auk kennslu í heimilisfræði og handmennt á öllum aldursstigum. Einnig vantar sérkennara í fullt starf. Í skólanum, sem er ágætlega búinn, eru um 70 nemendur sem er samkennt í 6 bekkjardeildum. Aðstæður fyrir barnafólk eru mjög hentugar á staðnum, t.d. er þar nýtt og glæsilegt íþróttahús og góður leikskóli. Nánari upplýsingar fást hjá Esther Ágústsdótt- ur, skólastjóra, í símum 468 1164, 468 1465 og 865 5551 og/eða Siggeiri Stefánssyni, formanni skólamálaráðs, í símum 468 1404 og 894 2608. Þjóðleikhúsið auglýsir lausar til umsókn- ar stöður leikara við leikhúsið frá upphafi næsta leikárs. Umsóknir berist þjóðleikhússtjóra á skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 6. apríl nk. Þjóðleikhússtjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.