Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Háskóli Íslands auglýsa styrk til doktorsnáms Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Háskóli Íslands auglýsa til umsóknar styrk til doktors- náms í matvælafræði. Umsækjandi þarf að hafa lokið MS prófi í raunvísindum frá viður- kenndum háskóla. Verkefnið er hluti af rannsóknum sem eru styrktar af RANNÍS og verður unnið við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóla Íslands, og Primex ehf. og í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna á eðliseiginleikum kítína og áhrifum þeirra í matvælum. Leiðbeinendur verða þeir Kristberg Kristbergs- son og Sigurjón Arason við Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Jó- hannes Gíslason hjá Primex ehf. Umsóknir með upplýsingum um námsferil, einkunnir og fyrri störf ásamt eintaki af MS ritgerð, birtum og óbirtum vísindagreinum be- rist til dr. Kristbergs Kristbergssonar við Há- skóla Íslands eða Rannsóknastofnunar fiskið- naðarins fyrir 5. apríl nk. Alþjóðlegir friðar- styrkir Rótarý- hreyfingarinnar 2004—2006 Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita 70 styrki til tveggja ára meistara- náms skólaárin 2004—2006. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi. Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við sjö virta háskóla: Universidad del Salvador, Argentínu. University of Queensland, Ástralíu. Duke University & University of North Carol- ina, Bandaríkjunum. University of California-Berkeley, Bandaríkjunum. University of Bradford, Englandi. Sciences Po, Frakklandi. International Christian University, Japan. Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Rótarýhreyfingin á Íslandi má senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkom- endur og makar afkomenda lifandi Rótarý- félaga geta ekki sótt um styrkinn. Nánari upplýsingar um námið, háskólana og umsóknarskilmála er að finna á heimasíðu Rotary International: rotary.org/foundation/ educational (Rotary Centers for International Studies). Einnig má nálgast upplýsingar á skrif- stofu Rótarýumdæmisins í síma 568 2233. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um styrk eru beðnir um að senda ítarlegt æviágrip sem allra fyrst, í síðasta lagi 1. maí, til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suður- landsbraut 54, 108 Reykjavík, merkt: „Friðarstyrkur“. TILKYNNINGAR Ríkislögreglustjórinn Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2003 Um námið: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/ 1997. Grunnnám miðar að því að veita hald- góða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Námið skiptist í þrjár annir. Skólagjöld eru eng- in. Fyrsta önnin (GD I), sem er ekki launuð en lánshæf námsönn, stendur fram í maímánuð. Nemarnir teljast ekki til lögreglumanna en þeir sem standast kröfur á önninni fara í launaða starfsþjálfun (GD II) í lögregluliði á höfuðborg- arsvæðinu í u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð. Að lokinni starfsþjálfuninni tekur við launuð þriðja önn (GD III) í Lögregluskólanum sem lýkur með prófum í desember. Lögreglunemar klæðast búningi almennra lög- reglumanna sem þeir fá án endurgjalds; á fyrstu námsönn er búningurinn án lögregluein- kenna. Lögreglunemar í starfsþjálfun (GD II) stunda vaktavinnu og þá og einnig á þriðju námsönn í skólanum (GD III) teljast þeir til lögreglu- manna og fá greidd laun skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármála- ráðherra. Almenn skilyrði: Sérstök valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Henni ber að velja hæf- ustu umsækjendurna til náms og eru ákvarðan- ir hennar endanlegar. Í samræmi við það sem fyrir er mælt í lögreglulögum þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði: a) vera íslenskur ríkisborgari, 20-35 ára. Val- nefnd getur vikið frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður, b) ekki hafa gerst brotlegur við refsilög. Val- nefndin getur þó vikið frá þessu ef til álita kemur smávægilegt brot sem umsækjandi kann að hafa framið eða ef langt er um liðið frá því að það var framið, c) vera andlega og líkamlega heilbrigður. Um- sækjandi þarf að staðfesta það með vottorði læknis síns. Trúnaðarlæknir skólans leggur sjálfstætt mat á vottorðið og skilar valnefnd áliti sínu, d) hafa lokið að minnsta kosti tveggja ára al- mennu framhaldsnámi eða öðru sambæri- legu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, e) hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlanda- máli auk ensku eða þýsku, f) hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, g) vera syndur, h) standast inntökupróf í íslensku og þreki og önnur próf sem valnefnd ákveður. Skil umsókna og úrvinnsla: Þeir sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólanum og uppfylla framangreind skilyrði skulu skila um- sóknum til valnefndar Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5b, 110 Reykjavík, fyrir 15. apríl 2003. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjórum og Lögregluskóla ríkisins, en einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð“ Umsóknir sem berast of seint eru ekki teknar með og því endursendar strax. Konur sem uppfylla skilyrðin og sem áhuga hafa á lögreglunámi, eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir fer valnefndin yfir þær. Þeir umsækjendur, sem taldir eru hæfir samkvæmt umsókn og nauðsynlegum fylgi- skjölum, verða boðaðir í inntökupróf sem fara fram í Lögregluskólanum dagana 25. – 29. ágúst. Þeir umsækjendur, sem standast inn- tökupróf varða að þeim lokum boðaðir í viðtal við valnefnd. Viðtölin fara fram í skólanum í september 2003. Nánari upplýsingar um námið og inntökuprófin er hægt að nálgast upplýsingar á lögregluvefn- um, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli ríkisins/Inntaka nýnema. Reykjavík, 17. mars 2003. Ríkislögreglustjórinn.ATVINNUAUGLÝSINGARsendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.