Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 24. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A UNGT LIÐ BLIKA MEISTARAR MEISTARANNA / B12 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundssson Íris Edda Heimsdóttir sló í gær 14 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 200 metra bringusundi í Vest- mannaeyjum – synti á 2.30,93 mín., gamla metið var 2.32,35. MAGNÚS Gylfason, þjálfari úrvals- deildarliðs ÍBV, sagði í gær að ekk- ert væri hæft í frétt hollenska net- miðilsins Voetbal International þess efnis að félagið hefði samið við hinn 23 ára gamall Hollending, Jeroen van Wetten, til tveggja ára. „Ég hef ekki enn séð leikmanninn en það rétta er að hann mun koma til landsins næsta sunnudag til reynslu. Það er langur vegur frá því að búið sé að semja við leikmann- inn,“ sagði Magnús en fjölmiðlar í Hollandi og Þýskalandi höfðu haft samband við hann í gær vegna fréttar hollenska netmiðilsins. Wetten er markahæsti leikmaður varaliðs úrvalsdeildarfélagsins Roosendaal, en hefur fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins og aðeins spilað með því tvo deildaleiki í vetur og tvo á síðasta tímabili. ÍBV fær Hollending til reynslu TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá norska liðinu Stabæk, segir við Verdens Gang að hann hafi hug á því að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum eft- ir að samningur hans við fé- lagið rennur út í lok ársins. „Ef ég fæ tækifæri til þess að leika í öðru landi þá mun ég taka því,“ segir Tryggvi en hann er launa- hæsti leikmaður liðsins ásamt fyrirliðanum Martin Andresen. Tryggvi hefur ekki rætt við Stabæk um framhaldið og eru litlar lík- ur á því að félagið geti boðið honum sömu kjör og áður. Gaute Larsen, þjálfari liðsins, segir að hann eigi von á góðu tímabili hjá Tryggva sem skoraði sam- tals 25 mörk á sl. leiktíð í deild, bikar og Evr- ópukeppni. „Gengi okkar er háð því hvernig Tryggva tekst til fyrir framan mark- ið og við vonumst til þess að hann skori þetta 10–15 mörk í deildinni og mark- miðið er að liðið nái í 45 stig í deildakeppninni. Það ætti að duga til verðlauna að þessu sinni og ég tel að norska deildin verði mun jafnari að þessu sinni en undanfarin ár,“ segir Lar- sen en telur samt sem áður að Rosenborg muni fagna titlinum, tólfta árið í röð. Tryggvi vill fara frá Stabæk Eftir því sem komist verður næstmeiddist Heiðmar á nára í leik Bidasoa og Barcelona í spænsku 1. deildinni á laugardaginn, sem Bidasoa tapaði 31:19. Óttast er að einhverjir vöðvar eða festingar hafi slitnað, a.m.k. var útlitið ekki bjart eftir því sem Morgunblaðið komst næst í gærkvöldi, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Heiðmar. Heiðmar hefur leikið vel með Bidasoa í vetur en liðið er rétt fyrir neðan miðja deild og stefnir að því að styrkja sig fyrir næstu leiktíð og hefur m.a. gert samning við Patrek Jóhannesson, landsliðsmann hjá Tusem Essen. Heiðmar kom á ný inn í íslenska landsliðið í handknattleik í vetur eft- ir að meiðsl í öxl héldu honum frá landsliðinu tímabilið á undan þegar hann lék hér heima og varð Íslands- meistari með KA sl. vor. Hann lék með landsliðinu á heimsmeistara- mótinu í Portúgal, en fékk ekki frí til þess að leika með því í vináttulands- leiknum í Berlín á laugardaginn. Heiðmar er illa meiddur HEIÐMAR Felixson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist illa um helgina í leik með liði sínu Bidasoa á Spáni. Verður hann frá keppni um nokkurn tíma og svo kann jafnvel að fara að hann leiki ekki meira með Bidasoa það sem eftir er leiktíðar á Spáni en henni lýkur síðari hlutann í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.