Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn þegar liðið lagði Antwerpen, 2:1, á útivelli. Markið skoraði Arnar úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Sigurinn var ákaflega kærkominn og varð til þess að liðið heldur öðru sæti deildarinnar, en Club Brugge hefur yfirburðastöðu í deildinni og virðist ekkert lið geta komið í veg fyrir að Brugge fagni belgíska meistaratitlinum í vor. Lokeren hefur gengið allt í haginn eftir áramót og er búið að vinna átta leiki af níu. Leikurinn fór rólega af stað en þróaðist smám saman í hörkugóðan leik þar sem Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson áttu mjög góðan leik á miðjunni hjá Lokeren þar sem þeir réðu öllu sem þeir vildu ráða. Strax á 8. mínútu átti Marel Baldvinsson hörkuskot sem markmaður Antwerpen, Feys, náði að verja með miklum tilþrifum. Marel var skipað í fremstu víglínu þar sem Bangoura sem var að taka út leikbann og var auðséð að hann kunni vel við sig í þess- ari stöðu. Goomez náði að skora með skalla fyrir Antwerpen á 12. mínútu. Skömmu síð- ar varði markvörður Antwerpen á ný mjög vel frá Marel eftir aukaspyrnu frá Rúnari Kristinssyni. Þá átti Arnar Grétarsson hörkuskot að marki sem var varið. Kimoto jafnaði metin fyrir Lokeren með hörkuskoti í bláhornið uppi, 1:1. Í síðari hálfleik fóru Arnar Þór og Arnar Grétarsson á kostum á miðjunni. Arnar Þór Viðarsson var besti maður vallarins og hann átti fallega stungusendingu á De Beule sem var felldur rétt inn í teig og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Arnar Grétarsson tók vítið af miklu öryggi í bláhornið og var þetta fjórtánda mark hans fyrir Lokeren, þar af það sjöunda úr vítaspyrnu á leiktíð- inni. Skömmu síðar komst Marel einn inn fyrir vörn Antwerpen en skaut framhjá markverði og marki. Óvenju lítið bar á Rúnari Kristinssyni í leiknum en Marel virðist verða betri með hverjum leiknum sem líður en hann skortir enn meiri heppni uppi við markið. Arnar með sigur- mark Lokeren Arnar Grétarsson STAÐA WBA versnar með hverjum leiknum sem líður í ensku úrvalsdeildinni. Á laug- ardaginn tapaði liðið fyrir ná- grönnum sínum í Birmingham, 1:0. Sigurmarkið, sem Geoff Horsfield skoraði, var gert þeg- ar komið var fram á fjórðu mín- útu í uppbótartíma og skömmu eftir það var flautað til leiks- loka. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn í vörn WBA en gat ekki komið við vörnum í mark- inu fremur en aðrir varn- armenn liðsins. Þetta var þriðji sigur Birmingham í röð í síð- ustu fjórum leikjum og virðist liðið hafa komið sér af mesta hættusvæðinu í bili. WBA situr eftir sem áður í næst neðsta sæti deildarinnar og virðist ekkert nema krafta- verk í síðustu umferðunum geta komið í veg fyrir að það leiki á ný í 1. deild á næstu leiktíð eftir eins árs fjarveru. WBA er nú með 21 stig, átta stigum á eftir Guðna Bergssyni og félögum í Bolton sem leika í kvöld við Tottenham á heimavelli. Leik- menn West Ham hafa bitið í skjaldarrendur upp á síðkastið og eru nú komnir með 30 stig eftir sigur á Sunderland, 2:0, á laugardag, en líkt og hjá WBA virðist fátt geta bjargað Sund- erland frá falli úr úrvalsdeild- inni. „Það verður erfiðara með hverjum leiknum að rífa upp andann innan liðsins því með hverjum leiknum sem líður þá verður staða okkar í deildinni sífellt veikari,“ sagði Gary Meg- son, knattspyrnustjóri WBA eft- ir tapið. Tap á síðustu mínútu hjá WBA Ég hafði aldrei trú á því að viðmyndum tapa leiknum, stemmningin í liðinu var það góð. Markvarslan var ekki góð í dag og því er það alveg frá- bært að vinna Haukana með sex mörkum,“ sagði Unnur Sigmars- dóttir þjálfari ÍBV. Deildabikarinn er oft ekki hátt skrifaður en Unnur telur hann mjög vanmetin. „Ég myndi segja að þessi bikar væri rosalega mikilvægur, þó hann líti ekki þannig út því það muna allir hverjir urðu Íslandsmeistarar en enginn eftir því hver vann deildina. Á bakvið þennan titil eru 27 leikir og vinna allan veturinn, þetta er mjög vanmetinn bikar að mínu mati.“ Spurð um deildina sagði hún hana hafa einkennst af óstöðugleika sumra liðanna. „Hún hefur verið rosalega upp og niður, ég verð að segja það. Kannski er skýringin að þetta er langt mót, þreföld umferð og liðin verða að hafa breiðan og góðan hóp til að halda þetta út, ég tel okkur hafa haft það.“ Varðandi úrslitakeppnina sagði Unnur að hún byggist við Hauka- og Stjörnustúlk- um sterkum. „Ég vil samt minna fólk á úrslitakeppnina í fyrra þar sem ÍBV varð í öðru sæti í deildinni en datt svo út í 8 liða úrslitum, það sýnir að það getur allt gerst þegar komið er í úrslitakeppnina.“ Sá stóri er eftir Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Hauka sagði að Eyjaliðið væri vel að titlinum komið. „ÍBV liðið er búið að spila jafnt og þétt í allan vetur og við erum eina liðið sem hefur unnið þær, bæði í deild og bikar. Við erum þokkalega ánægð með okkar stöðu. Við erum í öðru sæti í deildakeppn- inni og erum búin að vinna annan af þessum stóru bikurum. Hinn stóri er eftir.“ Gústaf sagðist vona að þessi lið kæmust alla leið í úrslitin. „Ég ætla bara rétt að vona það að bæði þessi lið nái alla leið, það stefnir í hörku baráttu um þann stóra og við eigum vonandi eftir að koma aftur til Eyja,“ sagði Gústaf. Morgunblaðið/Sigfús Eyjastúlkur fögnuðu deildarmeistaratitli. Mikil stemmn- ing í Eyjum ÞAÐ var gríðarleg stemmning í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum á laugardag þegar bikarmeistarar Hauka mættu deildarmeisturum ÍBV í síðasta leik deildakeppninnar. Eyjastúlkur höfðu þegar tryggt sér deildameistaratitilinn og því skipti þessi leikur engu fyrir framhaldið. Það þýddi þó ekki að leikmenn mættu með hang- andi haus í leikinn þar sem boðið var upp á hörkuleik. ÍBV sigraði í leiknum 27:21 eftir að hafa verið yfir, 15:13, hálfleik. Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði ÍBV tók svo við deildameistarabikarnum í leiks- lok við mikinn fögnuð heimamanna. ■ Úrslit/B10 ■ Lokastaða/B10 Sigursveinn Þórðarson skrifar Á föstudaginn byrjaði KolbrúnÝr á því að bæta eigið Íslands- met í 50 metra flugsundi um 21/100 úr sekúndu þegar hún kom í mark á 27,54 sekúndum. Innan við klukku- stund síðar sló hún met Elínar Sig- urðardóttur, SH, í 50 m skriðsundi, synti á 25,90 sekúndum en met El- ínar var 26,17 og var sett fyrir sex árum. Daginn eftir hélt Kolbrún áfram að slá metin og tók þá fyrst eigið met í 50 m baksundi, bætti það um 29/100 úr sekúndu, synti á 29,16 sekúndum. Því næst fauk sjö ára gamalt Íslandsmet Eydísar Kon- ráðsdóttur, Keflavík, í 100 m flug- sundi. Kolbrún synti á 1.01,66 mín., og bætti metið um rúma hálfa sek- úndu. Á lokadegi mótsins rættist síðan gamall draumur Kolbrúnar þegar hún náði loks að slá met Bryndísar Ólafsdóttur í 100 m skriðsundi, en metið var orðið 16 ára gamalt, 57,06 sek. „Ég hef lengi horft í átt að þessu meti en á síðustu þremur til fjórum árum hef ég að- eins látið mig dreyma um það, eftir að hafa nálgast það verulega fyrir fimm árum,“ segir þessi glaðbeitti tæplega tvítugi Akurnesingur sem hefur ekki langt að sækja áhuga og íþróttahæfileika en þess má geta að afi hennar er Ríkharður Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í knattspyrnu. „Ég stefndi að því að ná metinu í 100 metra flugsundinu, en eftir að mér tókst að slá metin tvö á föstu- daginn þá gerði ég mér grein fyrir að það var góður möguleiki að slá metið í 100 metra skriðsundi líka og þá var um að gera að láta slag standa og það gerði ég. Metið hennar Bryndísar í 100 metra skriðsundi var orðið svo gam- alt að það var löngu kominn tími til að slá það og skipta um nafn á skránni yfir Íslandsmet,“ segir Kol- brún sem hefur verið í öldudal und- anfarin þrjú til fjögur ár eftir að hafa átt ævintýralegan feril sem unglingur þar sem hún mátti vart Eftir nokkurra ára öldudal er sunddrottn- Núna eru mér allir vegir færir ÁRANGURINN um helgina fór fram úr mínum björtustu vonum, var miklu betri en ég nokkru sinni reiknaði með. Þetta hefur verið sem draumur,“ sagði sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi er stóð sig hreint frábærlega á Innanhússmeistaramóti Íslands í sundi í 25 metra laug í Vestmannaeyjum um helgina. Hún keppti í fimm einstaklingsgreinum, vann þær allar og lét ekki þar við sitja heldur setti Íslandsmet í þeim öllum. Auk þess vann hún tvenn gull- verðlaun og ein bronsverðlaun í boðsundum með félögum sínum í Sundfélagi Akraness. Sjö gullverðlaun og ein bronsverðlaun og fimm Íslandsmet voru því sannarlega frábær uppskera. Eftir Ívar Benediktsson Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Efnilegustu sundmenn Innanhússmeistaramótsins í sundi, Linda Líf Baldvinsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Guðni Emilsson, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, með verðlauna- gripi sína í lokahófi mótsins í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.